Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2019 23:47 Tim Cook, forstjóri Apple. Vísir/Getty Images Tæknirisinn Apple sendi í dag frá sér afkomuviðvörun eftir að í ljós kom að afkoma á fjórða ársfjórðungi 2018 yrði öllu lakari en spár höfðu gert ráð fyrir. Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum, að því er fram kemur á vef The Guardian.Viðskipti með hlutabréf í Apple voru stöðvuð tímabundið í dag á meðan Cook fór yfir stöðuna með helstu hluthöfum. Bréf í fyrirtækinu féllu um 7,45 prósent þegar banninu var aflétt skömmu síðar. Í bréfi Cook til hluthafa segir m.a. að stjórnendur Apple hafi ekki getað séð fyrir hversu mikil áhrif samdráttur í kínversku efnahagslífi hefði á gengi fyrirtækisins. Þá sagðist hann þess einnig fullviss að viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína eigi hlut að máli og hafi áhrif þess endurspeglast í lakari kaupmætti kínverskra neytenda. Spár höfðu áður gert ráð fyrir að tekjur Apple næmu á bilinu 89-93 milljörðum Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi 2018. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að tekjur á fjórðungnum verði 84 milljarðar dala. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007. Apple Tengdar fréttir Apple gerir myndband um fallega jólahefð Íslendinga Bandaríski tæknirisinn Apple gerði jólamyndband í samstarfi við íslenskt listafólk. 26. desember 2018 11:08 Öflugari iPad og grænni Air Haustkynning Apple fór friðsamlega fram. 30. október 2018 15:30 Streisand hringdi í forstjóra Apple til að leiðrétta Siri Barbra Streisand mætti í Carpool Karaoke hjá James Corden í síðustu viku og skelltu þau tvö sér saman á rúntinn. 5. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæknirisinn Apple sendi í dag frá sér afkomuviðvörun eftir að í ljós kom að afkoma á fjórða ársfjórðungi 2018 yrði öllu lakari en spár höfðu gert ráð fyrir. Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum, að því er fram kemur á vef The Guardian.Viðskipti með hlutabréf í Apple voru stöðvuð tímabundið í dag á meðan Cook fór yfir stöðuna með helstu hluthöfum. Bréf í fyrirtækinu féllu um 7,45 prósent þegar banninu var aflétt skömmu síðar. Í bréfi Cook til hluthafa segir m.a. að stjórnendur Apple hafi ekki getað séð fyrir hversu mikil áhrif samdráttur í kínversku efnahagslífi hefði á gengi fyrirtækisins. Þá sagðist hann þess einnig fullviss að viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína eigi hlut að máli og hafi áhrif þess endurspeglast í lakari kaupmætti kínverskra neytenda. Spár höfðu áður gert ráð fyrir að tekjur Apple næmu á bilinu 89-93 milljörðum Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi 2018. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að tekjur á fjórðungnum verði 84 milljarðar dala. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007.
Apple Tengdar fréttir Apple gerir myndband um fallega jólahefð Íslendinga Bandaríski tæknirisinn Apple gerði jólamyndband í samstarfi við íslenskt listafólk. 26. desember 2018 11:08 Öflugari iPad og grænni Air Haustkynning Apple fór friðsamlega fram. 30. október 2018 15:30 Streisand hringdi í forstjóra Apple til að leiðrétta Siri Barbra Streisand mætti í Carpool Karaoke hjá James Corden í síðustu viku og skelltu þau tvö sér saman á rúntinn. 5. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Apple gerir myndband um fallega jólahefð Íslendinga Bandaríski tæknirisinn Apple gerði jólamyndband í samstarfi við íslenskt listafólk. 26. desember 2018 11:08
Streisand hringdi í forstjóra Apple til að leiðrétta Siri Barbra Streisand mætti í Carpool Karaoke hjá James Corden í síðustu viku og skelltu þau tvö sér saman á rúntinn. 5. nóvember 2018 10:30