„Alrangt“ að Lindex hafi sérstaklega hækkað verð fyrir útsölur Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2019 21:41 Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Mynd/Lindex Umboðsaðilar Lindex á Íslandi hafna því alfarið að verð í verslunum þeirra hafi verið hækkað á útsölu, líkt og gefið er í skyn í myndbandi sem birt var á Facebook í dag. Verðbreytinguna megi rekja til verðhækkunar sem tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum. Í myndbandinu má sjá handskrifaðan verðmiða á vöru í Lindex-verslun. Þegar miðanum er flett sést annað verð undir sem virðist lægra en hitt. Myndbandið hefur hlotið töluverða deilingu á Facebook og virðast notendur margir standa í þeirri trú að verð í Lindex hafi verið hækkað sérstaklega fyrir útsölur í janúar. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex á Íslandi, segja í samtali við Vísi að slíkt eigi ekki við nokkur rök að styðjast. „Þarna er í raun verið að endurnýja gamla umræðu sem varð í kringum verðhækkun um miðjan nóvember síðastliðinn. Þarna sjást tvö verð, verð fyrir hækkunina í nóvember og eftir hana,“ segir Albert.Skjáskot úr umræddu myndbandi. Hér má sjá flett ofan af verðmiðanum.Skjáskot/FacebookHækkuðu verð í fyrsta sinn frá upphafi Þau segjast ætíð hafa verið mjög opinská hvað varðar verðbreytingar í verslunum sínum og taka fram að verðið hafi lækkað fjórum sinnum frá byrjun árs 2016. Þannig vísa þau í tilkynningu sem send var út til vildarvina Lindex á Íslandi í nóvember þar sem greint var frá fyrirhuguðum verðhækkunum í takt við veikingu krónunnar og mikla hækkun á innkaupakostnaði í kjölfarið. „Við teljum það því ábyrgðarhlutverk, líkt og þegar um gengisstyrkingu er að ræða, að bregðast rétt við þeirri veikingu krónu sem hefur átt sér stað undanfarið með verðbreytingu. […] Það er því með miklum trega að við drögum að hluta til baka þær verðlækkanir sem við höfum tilkynnt um s.l. tvö ár með hækkun verðs í fyrsta sinn frá upphafi um að meðaltali 5,9%,“ segir m.a. í tilkynningunni.Sjá einnig: Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Ekki rétt farið með staðreyndir Albert og Lóa segja verðbreytinguna sem sýnd var í myndbandinu eiga rætur sínar í umræddri verðhækkun. Því sé það beinlínis rangt sem haldið er fram í myndbandinu og í umræðu á samfélagsmiðlum að verð hafi sérstaklega verið hækkað í aðdraganda janúarútsölunnar. „Það var í raun ekkert haldreipi annað til en það sem við gerðum þarna í nóvember. Það að setja þetta upp með þeim hætti að við séum að hækka verð fyrir útsölu er alrangt. Útsölumiðarnir eru allt öðruvísi, þetta er ekki útsöluvara. Þarna er ekki farið rétt með staðreyndir. Okkur þykir það auðvitað miður,“ segir Albert. Neytendur Tengdar fréttir Ár breytinga hjá Lindex Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir eru umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá starfsfólki Lindex en verslunum Lindex hefur fjölgað um helming á þessu ári. Í ársbyrjun voru 4 Lindex verslanir á Íslandi en nú eru þær orðnar 8, að netverslun meðtalinni. 19. desember 2017 12:00 Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð í verslunum sínum um allt að 24 prósent vegna styrkingar krónunnar en verðlækkunin nemur 11 prósentum að meðaltali. 31. mars 2017 11:19 Lindex opnar verslun á Akranesi Lindex hyggst opna verslun í miðbæ Akraness þann 4. nóvember. 13. september 2017 09:43 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira
Umboðsaðilar Lindex á Íslandi hafna því alfarið að verð í verslunum þeirra hafi verið hækkað á útsölu, líkt og gefið er í skyn í myndbandi sem birt var á Facebook í dag. Verðbreytinguna megi rekja til verðhækkunar sem tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum. Í myndbandinu má sjá handskrifaðan verðmiða á vöru í Lindex-verslun. Þegar miðanum er flett sést annað verð undir sem virðist lægra en hitt. Myndbandið hefur hlotið töluverða deilingu á Facebook og virðast notendur margir standa í þeirri trú að verð í Lindex hafi verið hækkað sérstaklega fyrir útsölur í janúar. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex á Íslandi, segja í samtali við Vísi að slíkt eigi ekki við nokkur rök að styðjast. „Þarna er í raun verið að endurnýja gamla umræðu sem varð í kringum verðhækkun um miðjan nóvember síðastliðinn. Þarna sjást tvö verð, verð fyrir hækkunina í nóvember og eftir hana,“ segir Albert.Skjáskot úr umræddu myndbandi. Hér má sjá flett ofan af verðmiðanum.Skjáskot/FacebookHækkuðu verð í fyrsta sinn frá upphafi Þau segjast ætíð hafa verið mjög opinská hvað varðar verðbreytingar í verslunum sínum og taka fram að verðið hafi lækkað fjórum sinnum frá byrjun árs 2016. Þannig vísa þau í tilkynningu sem send var út til vildarvina Lindex á Íslandi í nóvember þar sem greint var frá fyrirhuguðum verðhækkunum í takt við veikingu krónunnar og mikla hækkun á innkaupakostnaði í kjölfarið. „Við teljum það því ábyrgðarhlutverk, líkt og þegar um gengisstyrkingu er að ræða, að bregðast rétt við þeirri veikingu krónu sem hefur átt sér stað undanfarið með verðbreytingu. […] Það er því með miklum trega að við drögum að hluta til baka þær verðlækkanir sem við höfum tilkynnt um s.l. tvö ár með hækkun verðs í fyrsta sinn frá upphafi um að meðaltali 5,9%,“ segir m.a. í tilkynningunni.Sjá einnig: Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Ekki rétt farið með staðreyndir Albert og Lóa segja verðbreytinguna sem sýnd var í myndbandinu eiga rætur sínar í umræddri verðhækkun. Því sé það beinlínis rangt sem haldið er fram í myndbandinu og í umræðu á samfélagsmiðlum að verð hafi sérstaklega verið hækkað í aðdraganda janúarútsölunnar. „Það var í raun ekkert haldreipi annað til en það sem við gerðum þarna í nóvember. Það að setja þetta upp með þeim hætti að við séum að hækka verð fyrir útsölu er alrangt. Útsölumiðarnir eru allt öðruvísi, þetta er ekki útsöluvara. Þarna er ekki farið rétt með staðreyndir. Okkur þykir það auðvitað miður,“ segir Albert.
Neytendur Tengdar fréttir Ár breytinga hjá Lindex Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir eru umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá starfsfólki Lindex en verslunum Lindex hefur fjölgað um helming á þessu ári. Í ársbyrjun voru 4 Lindex verslanir á Íslandi en nú eru þær orðnar 8, að netverslun meðtalinni. 19. desember 2017 12:00 Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð í verslunum sínum um allt að 24 prósent vegna styrkingar krónunnar en verðlækkunin nemur 11 prósentum að meðaltali. 31. mars 2017 11:19 Lindex opnar verslun á Akranesi Lindex hyggst opna verslun í miðbæ Akraness þann 4. nóvember. 13. september 2017 09:43 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira
Ár breytinga hjá Lindex Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir eru umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá starfsfólki Lindex en verslunum Lindex hefur fjölgað um helming á þessu ári. Í ársbyrjun voru 4 Lindex verslanir á Íslandi en nú eru þær orðnar 8, að netverslun meðtalinni. 19. desember 2017 12:00
Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð í verslunum sínum um allt að 24 prósent vegna styrkingar krónunnar en verðlækkunin nemur 11 prósentum að meðaltali. 31. mars 2017 11:19
Lindex opnar verslun á Akranesi Lindex hyggst opna verslun í miðbæ Akraness þann 4. nóvember. 13. september 2017 09:43