Flutningur Dawn Richard á Íslandi vekur athygli: Heyrði lagið sitt í útvarpinu og kom í viðtal Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2019 14:29 Dawn Richard tók lagið í Útvarpi 101 í desember síðastliðnum. Skjáskot/101 Söngkonan Dawn Richard var í ferðalagi á Íslandi ásamt eiginmanni sínum í desember síðastliðnum þegar hún heyrði kunnuglega söngrödd í útvarpinu. Lagið sem um ræðir var hennar eigið lag, Jealousy, sem var í spilun á Útvarpi 101.was literally driving in iceland randomly and i’m on the fucking radio. speechless. pic.twitter.com/uBiNFPTZvG — DAWN (@DawnRichard) 16 December 2018 „Var bókstaflega að keyra á Íslandi og ég er í útvarpinu. Orðlaus,“ skrifaði Richard á Twitter-síðu sína í desember síðastliðnum. Glöggur Twitter-notandi þekkti tíðnina og merkti útvarpsstöðina undir færslu söngkonunnar og þá fór boltinn að rúlla.Yfir hundrað þúsund áhorf Unnsteinn Manuel Stefánsson, útvarpsstjóri, segir atburðarásina hafa verið mjög hraða. Eftir að Richard heyrði flutning sinn í útvarpinu setti hún sig í samband við útvarpsstöðina, bauðst til þess að taka lagið og var hún mætt í stúdíóið rúmum sólarhring síðar. „Forsagan er þannig að hún og maðurinn hennar ákváðu að koma til Reykjavíkur og leigja bílaleigubíl og hún var að leita að rappstöð og þá rakst hún á okkar stöð. Næsta lag sem kom var hennar lag og það kom henni mjög á óvart, hún spurði manninn sinn aftur og aftur hvort hann væri sjálfur að spila lagið en svo var ekki,“ segir Unnsteinn í samtali við Vísi. Flutningur söngkonunnar hefur vakið mikla lukku á meðal aðdáenda hennar og hefur verið horft á brot af flutningum á Twitter-síðu hennar yfir hundrað þúsund sinnum. Henni til halds og trausts var hljómborðsleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem spilaði undir. Flutninginn má sjá í fullri lengd á YouTube.1.25.19 so raw. so uncut. so nine. pic.twitter.com/twWMv7R2b6 — DAWN (@DawnRichard) 2 January 2019 Stór aðdáendahópur vestanhafs Richard vakti fyrst athygli með stúlknasveitinni Danity Kane sem stofnuð var í raunveruleikaþáttaröðinni Making the Band á MTV. Hún á því stóran aðdáendahóp erlendis og hefur viðtalið vakið mikla lukku á meðal þeirra. Sveitin hætti störfum árið 2009 og í kjölfarið fór Richard að vinna að sólóferli sínum en sveitin kom aftur saman undir lok síðasta árs. Unnsteinn bendir á að það sé mun erfiðara fyrir tónlistarmenn vestanhafs að koma sér á framfæri og oft þurfi mikið til að tónlistarmenn fái spilun á útvarpsstöðvum. Það hafi því komið henni skemmtilega á óvart að heyra lagið sitt á nýrri útvarpsstöð á litla Íslandi. „Fyrir íslenska tónlistarmenn, það fá flestir spilun. Þú gefur út lag og það kemst í spilun einhvers staðar en eins og í Ameríku er það ótrúlega mikil vinna að koma músík í útvarpið og þú þarft að hafa milliliði og stundum umboðsstofur bara fyrir útvarp,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna fannst henni svo merkilegt að það væri að spila lagið hennar hér án þess að það væri verið að ýta laginu í áttina að okkur.“Hér að neðan má horfa á viðtalið við Dawn Richard hjá Aroni Mola, Birnu Maríu og Unnsteini Manuel í Útvarpi 101. Tónlist Mest lesið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Sjá meira
Söngkonan Dawn Richard var í ferðalagi á Íslandi ásamt eiginmanni sínum í desember síðastliðnum þegar hún heyrði kunnuglega söngrödd í útvarpinu. Lagið sem um ræðir var hennar eigið lag, Jealousy, sem var í spilun á Útvarpi 101.was literally driving in iceland randomly and i’m on the fucking radio. speechless. pic.twitter.com/uBiNFPTZvG — DAWN (@DawnRichard) 16 December 2018 „Var bókstaflega að keyra á Íslandi og ég er í útvarpinu. Orðlaus,“ skrifaði Richard á Twitter-síðu sína í desember síðastliðnum. Glöggur Twitter-notandi þekkti tíðnina og merkti útvarpsstöðina undir færslu söngkonunnar og þá fór boltinn að rúlla.Yfir hundrað þúsund áhorf Unnsteinn Manuel Stefánsson, útvarpsstjóri, segir atburðarásina hafa verið mjög hraða. Eftir að Richard heyrði flutning sinn í útvarpinu setti hún sig í samband við útvarpsstöðina, bauðst til þess að taka lagið og var hún mætt í stúdíóið rúmum sólarhring síðar. „Forsagan er þannig að hún og maðurinn hennar ákváðu að koma til Reykjavíkur og leigja bílaleigubíl og hún var að leita að rappstöð og þá rakst hún á okkar stöð. Næsta lag sem kom var hennar lag og það kom henni mjög á óvart, hún spurði manninn sinn aftur og aftur hvort hann væri sjálfur að spila lagið en svo var ekki,“ segir Unnsteinn í samtali við Vísi. Flutningur söngkonunnar hefur vakið mikla lukku á meðal aðdáenda hennar og hefur verið horft á brot af flutningum á Twitter-síðu hennar yfir hundrað þúsund sinnum. Henni til halds og trausts var hljómborðsleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem spilaði undir. Flutninginn má sjá í fullri lengd á YouTube.1.25.19 so raw. so uncut. so nine. pic.twitter.com/twWMv7R2b6 — DAWN (@DawnRichard) 2 January 2019 Stór aðdáendahópur vestanhafs Richard vakti fyrst athygli með stúlknasveitinni Danity Kane sem stofnuð var í raunveruleikaþáttaröðinni Making the Band á MTV. Hún á því stóran aðdáendahóp erlendis og hefur viðtalið vakið mikla lukku á meðal þeirra. Sveitin hætti störfum árið 2009 og í kjölfarið fór Richard að vinna að sólóferli sínum en sveitin kom aftur saman undir lok síðasta árs. Unnsteinn bendir á að það sé mun erfiðara fyrir tónlistarmenn vestanhafs að koma sér á framfæri og oft þurfi mikið til að tónlistarmenn fái spilun á útvarpsstöðvum. Það hafi því komið henni skemmtilega á óvart að heyra lagið sitt á nýrri útvarpsstöð á litla Íslandi. „Fyrir íslenska tónlistarmenn, það fá flestir spilun. Þú gefur út lag og það kemst í spilun einhvers staðar en eins og í Ameríku er það ótrúlega mikil vinna að koma músík í útvarpið og þú þarft að hafa milliliði og stundum umboðsstofur bara fyrir útvarp,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna fannst henni svo merkilegt að það væri að spila lagið hennar hér án þess að það væri verið að ýta laginu í áttina að okkur.“Hér að neðan má horfa á viðtalið við Dawn Richard hjá Aroni Mola, Birnu Maríu og Unnsteini Manuel í Útvarpi 101.
Tónlist Mest lesið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Sjá meira