Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2019 22:15 Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. Vísir/Getty Ljóst er að talsverður áhugi er á hugmyndum um klukkubreytingu á Íslandi en nú þegar hafa hátt í 300 manns skilað inn umsögnum til forsætisráðuneytisins um þetta mál. Íslendingar hafa úr þremur kostum að ráða:A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).C. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana. Þegar þetta er ritað virðast flestir þeir sem hafa skilað inn umsögn á samráðsgáttinni vera þeirrar skoðunar að kostur B eigi að vera fyrir valinu, það er að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Það sé eina vitið að færa klukkuna að þeirra mati upp á lýðheilsu landans. Þó nokkrir eru þó þeirrar skoðunar að valkostur A eigi að vera fyrir valinu, það er að segja óbreytt staða, og nefna þar ef leið B verður farin þá missa Íslendingar birtu síðdegis og á kvöldin á sumrin. Aðrir nefna að breyting á klukkunni geti haft í för með sér slæmar afleiðingar fyrir þá sem eiga viðskipti við útlönd og muni skerða þeirra lífsgæði.Margir óttast að Íslendingar muni missa af birtu eftir vinnu ef klukkunni verður breytt.Vísir/GettyÞá eru þó nokkrir þeirrar skoðunar að skoða eigi þá leið að taka upp sumar- og vetrartíma á Íslandi til að ná betra jafnvægi á þessum málum og furða sig á því af hverju sá valkostur sé ekki í boði. Aðrir nefna í því samhengi að íbúar Evrópusambandsins séu margir orðnir þeirrar skoðunar að það eigi að vera einn fastur tími og því eigi slíkt að vera hér á landi. Á samráðsgáttinni má finna nokkrar forvitnilegar umsagnir.Yngvi Pétursson.FBL/StefánRektor MR gerði könnunYngvi Pétursson, kennari og fyrrverandi rektor við Menntaskólann í Reykjavík, bendir á að leið C hafi til að mynda mætt andstöðu í könnun á meðal nemenda í framhaldsskóla. Ástæðan sé sú að breytingin myndi raska öllu tómstundastarfi sem þeir sækja síðdegis. Bendir Yngvi á að valkostur A sé heppilegastur. Sú leið muni gefa fjölskyldum besta möguleika á að nýta bjartar samverustundir að loknum starfsdegi. Þær verði þeim mun fleiri ef markmið verkalýðshreyfinga um að stytta vinnuviku tekst.Svefnvenjur hafa breyst en sólartími ekkiAðalheiður Jónsdóttir sálfræðingur vill að breytingar verði ekki gerðar nema að undangengnu tilraunaverkefni í nokkrum sveitarfélögum dreift um landið. Hún segir að rannsóknir sýni að á allra síðustu áratugum hafi svefntími barna, unglinga og fullorðinna styst verulega án þess þó að nokkrar breytingar hafi orðið á sólartíma. Það sé því ýmislegt í háttum fólks sem ýtir undir að það finni ekki hvata eða þörf hjá sér til að fara nægilega snemma í háttinn til að ná fullum nætursvefni.Pálmey Elín Sigtryggsdóttir segir að það sé ekki klukkunni að kenna að fólk fari of seint að sofa, fyrir utan það að hnattstaða okkar gerir það að verkum að klukkan verður öðru hvoru afstæð og Íslendingar verði bara að lifa með því. „Það er alls ekki klukkunni að kenna hvað fólk er með mörg verkefni í gangi og þarf að sinna mörgu, þetta er meira spurning um forgangsröðun hjá hinum almenna borgara. Hver og einn ræður sínum tíma sjálfur klukkan segir bara hvað honum líður,“ ritar Pálmey.Einn bendir á að ef klukkunni verður breytt glatast einn mánuður af golf spilatíma á vori og annar á hausti.Vísir/GettyMyndi bitna á golfiHaukur Árnason nefnir að eitt mikilvægasta lýðheilsuverkefni okkar daga sé að fá fólk til að fara út að hreyfa sig og þar komi íþróttir á borð við golf og Frisbígolf sterkar til leiks. Þær séu þó háðar dagsbirtu og ef klukkunni verður seinkað, þá sé tekinn einn mánuður af spilatíma á vori og annar að hausti. „Ef við viljum huga að lýðheilsu og þunglyndi þjóðar, þá væri frekar rétt að flýta klukkunni, til að gefa fólki meiri birtu í frítíma til útivistar en ekki að hafa af okkur nauðsynlega útivist. Seinkun klukku breytir engu með nætursvefn og hvíld, fólk fer bara seinna að sofa. Að komast út að hreyfa sig eftir vinnu, það léttir lund og heilsu,“ ritar Haukur.Tryggvi Helgason barnalæknir.LæknablaðiðVill evrópsk áhrif en ekki bandarískBarnalæknirinn Tryggvi Helgason segist hafa mikinn áhuga á að auka svefn barna og unglinga sem sé samfélagsmein. Hann segist hins vegar hafa áhyggjur af tvennu við að færa klukkuna um klukkustund. Annað sé frjáls leikur barna og að breyta klukkunni myndi fækka birtustundum síðdegis sem gerði það að verkum að leikurinn myndi minnka. „Hitt er að við það að færast nær Bandaríkjunum í tíma myndum við eiga það á hættu sem samfélag að færast nær þeirra samfélagsmynstri. Það er valkostur sem hugnast mér ekki. Frekar myndi ég vilja færast nær samfélagsmynstri evrópuþjóða. Myndi því kjósa að halda klukkunni óbreyttri, valkostur A, ef mér gæfist kostur á að kjósa,“ ritar Tryggvi sem tekur fram að þetta sé hans persónulega skoðun og endurspegli ekki skoðun Barnaspítalans eða Heilsuskólans.Ein segir skammdegisþunglyndi ekkert grín og að breyta ætti klukkunni Íslendingum til heilla.Vísir/GettyEfins um að ríkið geti komið fólki fyrr í bæliðNatan Kolbeinsson segir leið B eina vitið og færir fyrir því eftirfarandi rök: „Ef föður mínum tókst ekki að sannfæra 10 ára mig um það að fara fyrr að sofa þá efa ég það stórlega að ríkið geti sannfært mig og annað fullorðið fólk um það. Kostur B er eina vitið.“Ingunn Valdís Sigmarsdóttir.GiljaskóliSkammdegisþunglyndi ekkert grínIngunn Valdís Sigmarsdóttir segist alla sína ævi hafa þjáðst af skammdegisþunglyndi og hreinlega átt mjög erfitt yfir dimmasta tíma ársins. Hún óskar eindregið eftir seinkun klukkunnar, Íslendingum til hagsbóta. Skammdegisþunglyndi sé ekkert grín og tölur heilbrigðiskerfisins tali sínu máli. „Sem kennari verð ég mjög mikið vör við svipaðan vanda, bæði hjá samstarfsfólki og enn fremur nemendum sem margir hverjir eiga erfitt á þessum dimma tíma og eru algerlega ófærir um að læra fyrstu klukkustundir skóladagsins. Síðast í dag voru hér miklar umræður um efnið og mjög margir á því máli að seinkun klukkunnar væri lang besta ráðið og ótrúlegt að ekki hafi verið farið í þær aðgerðir fyrr,“ ritar hún. Ljóst er að margir hafa skoðanir á málinu en hægt er að skila inn umsögn hér. Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Hvaða klukkubreytingu líst þér best á? Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 14:15 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Ljóst er að talsverður áhugi er á hugmyndum um klukkubreytingu á Íslandi en nú þegar hafa hátt í 300 manns skilað inn umsögnum til forsætisráðuneytisins um þetta mál. Íslendingar hafa úr þremur kostum að ráða:A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).C. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana. Þegar þetta er ritað virðast flestir þeir sem hafa skilað inn umsögn á samráðsgáttinni vera þeirrar skoðunar að kostur B eigi að vera fyrir valinu, það er að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Það sé eina vitið að færa klukkuna að þeirra mati upp á lýðheilsu landans. Þó nokkrir eru þó þeirrar skoðunar að valkostur A eigi að vera fyrir valinu, það er að segja óbreytt staða, og nefna þar ef leið B verður farin þá missa Íslendingar birtu síðdegis og á kvöldin á sumrin. Aðrir nefna að breyting á klukkunni geti haft í för með sér slæmar afleiðingar fyrir þá sem eiga viðskipti við útlönd og muni skerða þeirra lífsgæði.Margir óttast að Íslendingar muni missa af birtu eftir vinnu ef klukkunni verður breytt.Vísir/GettyÞá eru þó nokkrir þeirrar skoðunar að skoða eigi þá leið að taka upp sumar- og vetrartíma á Íslandi til að ná betra jafnvægi á þessum málum og furða sig á því af hverju sá valkostur sé ekki í boði. Aðrir nefna í því samhengi að íbúar Evrópusambandsins séu margir orðnir þeirrar skoðunar að það eigi að vera einn fastur tími og því eigi slíkt að vera hér á landi. Á samráðsgáttinni má finna nokkrar forvitnilegar umsagnir.Yngvi Pétursson.FBL/StefánRektor MR gerði könnunYngvi Pétursson, kennari og fyrrverandi rektor við Menntaskólann í Reykjavík, bendir á að leið C hafi til að mynda mætt andstöðu í könnun á meðal nemenda í framhaldsskóla. Ástæðan sé sú að breytingin myndi raska öllu tómstundastarfi sem þeir sækja síðdegis. Bendir Yngvi á að valkostur A sé heppilegastur. Sú leið muni gefa fjölskyldum besta möguleika á að nýta bjartar samverustundir að loknum starfsdegi. Þær verði þeim mun fleiri ef markmið verkalýðshreyfinga um að stytta vinnuviku tekst.Svefnvenjur hafa breyst en sólartími ekkiAðalheiður Jónsdóttir sálfræðingur vill að breytingar verði ekki gerðar nema að undangengnu tilraunaverkefni í nokkrum sveitarfélögum dreift um landið. Hún segir að rannsóknir sýni að á allra síðustu áratugum hafi svefntími barna, unglinga og fullorðinna styst verulega án þess þó að nokkrar breytingar hafi orðið á sólartíma. Það sé því ýmislegt í háttum fólks sem ýtir undir að það finni ekki hvata eða þörf hjá sér til að fara nægilega snemma í háttinn til að ná fullum nætursvefni.Pálmey Elín Sigtryggsdóttir segir að það sé ekki klukkunni að kenna að fólk fari of seint að sofa, fyrir utan það að hnattstaða okkar gerir það að verkum að klukkan verður öðru hvoru afstæð og Íslendingar verði bara að lifa með því. „Það er alls ekki klukkunni að kenna hvað fólk er með mörg verkefni í gangi og þarf að sinna mörgu, þetta er meira spurning um forgangsröðun hjá hinum almenna borgara. Hver og einn ræður sínum tíma sjálfur klukkan segir bara hvað honum líður,“ ritar Pálmey.Einn bendir á að ef klukkunni verður breytt glatast einn mánuður af golf spilatíma á vori og annar á hausti.Vísir/GettyMyndi bitna á golfiHaukur Árnason nefnir að eitt mikilvægasta lýðheilsuverkefni okkar daga sé að fá fólk til að fara út að hreyfa sig og þar komi íþróttir á borð við golf og Frisbígolf sterkar til leiks. Þær séu þó háðar dagsbirtu og ef klukkunni verður seinkað, þá sé tekinn einn mánuður af spilatíma á vori og annar að hausti. „Ef við viljum huga að lýðheilsu og þunglyndi þjóðar, þá væri frekar rétt að flýta klukkunni, til að gefa fólki meiri birtu í frítíma til útivistar en ekki að hafa af okkur nauðsynlega útivist. Seinkun klukku breytir engu með nætursvefn og hvíld, fólk fer bara seinna að sofa. Að komast út að hreyfa sig eftir vinnu, það léttir lund og heilsu,“ ritar Haukur.Tryggvi Helgason barnalæknir.LæknablaðiðVill evrópsk áhrif en ekki bandarískBarnalæknirinn Tryggvi Helgason segist hafa mikinn áhuga á að auka svefn barna og unglinga sem sé samfélagsmein. Hann segist hins vegar hafa áhyggjur af tvennu við að færa klukkuna um klukkustund. Annað sé frjáls leikur barna og að breyta klukkunni myndi fækka birtustundum síðdegis sem gerði það að verkum að leikurinn myndi minnka. „Hitt er að við það að færast nær Bandaríkjunum í tíma myndum við eiga það á hættu sem samfélag að færast nær þeirra samfélagsmynstri. Það er valkostur sem hugnast mér ekki. Frekar myndi ég vilja færast nær samfélagsmynstri evrópuþjóða. Myndi því kjósa að halda klukkunni óbreyttri, valkostur A, ef mér gæfist kostur á að kjósa,“ ritar Tryggvi sem tekur fram að þetta sé hans persónulega skoðun og endurspegli ekki skoðun Barnaspítalans eða Heilsuskólans.Ein segir skammdegisþunglyndi ekkert grín og að breyta ætti klukkunni Íslendingum til heilla.Vísir/GettyEfins um að ríkið geti komið fólki fyrr í bæliðNatan Kolbeinsson segir leið B eina vitið og færir fyrir því eftirfarandi rök: „Ef föður mínum tókst ekki að sannfæra 10 ára mig um það að fara fyrr að sofa þá efa ég það stórlega að ríkið geti sannfært mig og annað fullorðið fólk um það. Kostur B er eina vitið.“Ingunn Valdís Sigmarsdóttir.GiljaskóliSkammdegisþunglyndi ekkert grínIngunn Valdís Sigmarsdóttir segist alla sína ævi hafa þjáðst af skammdegisþunglyndi og hreinlega átt mjög erfitt yfir dimmasta tíma ársins. Hún óskar eindregið eftir seinkun klukkunnar, Íslendingum til hagsbóta. Skammdegisþunglyndi sé ekkert grín og tölur heilbrigðiskerfisins tali sínu máli. „Sem kennari verð ég mjög mikið vör við svipaðan vanda, bæði hjá samstarfsfólki og enn fremur nemendum sem margir hverjir eiga erfitt á þessum dimma tíma og eru algerlega ófærir um að læra fyrstu klukkustundir skóladagsins. Síðast í dag voru hér miklar umræður um efnið og mjög margir á því máli að seinkun klukkunnar væri lang besta ráðið og ótrúlegt að ekki hafi verið farið í þær aðgerðir fyrr,“ ritar hún. Ljóst er að margir hafa skoðanir á málinu en hægt er að skila inn umsögn hér.
Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Hvaða klukkubreytingu líst þér best á? Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 14:15 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00
Hvaða klukkubreytingu líst þér best á? Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 14:15
Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52