Lamdi mann með sleggju en reyndi að koma sökinni yfir á hann og aðra gesti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 19:30 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann með sleggju, valdið skemmdarverkum á bíl með téðri sleggju auk þess að haft í fórum sínum talsvert magn af sterum. Maðurinn sagði fyrir dómi að fórnarlambið hefði ásamt öðrum gestum á heimili árásarmannsins sviðsett árásina til þess að svíkja út tryggingabætur. Manninum var gefið að sök að hafa slegið fórnarlambið með sleggju fjögurra kílóa sleggju í brjóstkassann og með krepptum hnefa í andlitið. Svo virðist sem að fórnarlambið hafi ekki hlotið alvarleg meiðsl vegna árásarinnar en í framburði læknis fyrir dómi kom fram að sá sem varð fyrir árásinni mætti teljast heppinn að hafa ekki hlotið lífshættulega áverka. Árásin var fram á heimili árásarmannsins í Hafnarfirði en fyrir dómi neitaði hann sök auk þess sem hann sagðist ekki hafa brotið bílrúðu með sleggjunni. Kannaðist hann við að til slagsmála hafi komið en hann hafi ekki átt þátt í þeim. Grunaði hann að fólkið sem var saman komið heima hjá honum hafi sett árásina á svið til þess að svíkja út tryggingabætur, enda hafi hann heyrt það áður tala um að auðvelt væri að fá slíkar bætur á Íslandi. Vitnisburður vitna fyrir dómi studdi þó ekki þann framburð mannsins auk þess sem að í dóminum er tekið fram að maðurinn hafi fyrst komið með þá skýringu fyrir dómi að um samantekin ráð gesta hans hafi verið að ræða. Framburður hans hjá lögreglu hafi ekki verið á þann veg. Var maðurinn því sakfelldur fyrir líkamsárásina sem og skemmdarverkin á bílnum. Þá játaði hann að hafa haft í sinni vörslu 768 stykki af sterum, 100 stykki af lyfinu Oxymetholone og 1,0 millilítra af Testosterone stungulyfi. Voru lyfin gerð upptæk auk sleggjunnar. Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn almennt skilorð. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 806.302 krónur í skaðabætur auk alls sakarkostnaðar. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann með sleggju, valdið skemmdarverkum á bíl með téðri sleggju auk þess að haft í fórum sínum talsvert magn af sterum. Maðurinn sagði fyrir dómi að fórnarlambið hefði ásamt öðrum gestum á heimili árásarmannsins sviðsett árásina til þess að svíkja út tryggingabætur. Manninum var gefið að sök að hafa slegið fórnarlambið með sleggju fjögurra kílóa sleggju í brjóstkassann og með krepptum hnefa í andlitið. Svo virðist sem að fórnarlambið hafi ekki hlotið alvarleg meiðsl vegna árásarinnar en í framburði læknis fyrir dómi kom fram að sá sem varð fyrir árásinni mætti teljast heppinn að hafa ekki hlotið lífshættulega áverka. Árásin var fram á heimili árásarmannsins í Hafnarfirði en fyrir dómi neitaði hann sök auk þess sem hann sagðist ekki hafa brotið bílrúðu með sleggjunni. Kannaðist hann við að til slagsmála hafi komið en hann hafi ekki átt þátt í þeim. Grunaði hann að fólkið sem var saman komið heima hjá honum hafi sett árásina á svið til þess að svíkja út tryggingabætur, enda hafi hann heyrt það áður tala um að auðvelt væri að fá slíkar bætur á Íslandi. Vitnisburður vitna fyrir dómi studdi þó ekki þann framburð mannsins auk þess sem að í dóminum er tekið fram að maðurinn hafi fyrst komið með þá skýringu fyrir dómi að um samantekin ráð gesta hans hafi verið að ræða. Framburður hans hjá lögreglu hafi ekki verið á þann veg. Var maðurinn því sakfelldur fyrir líkamsárásina sem og skemmdarverkin á bílnum. Þá játaði hann að hafa haft í sinni vörslu 768 stykki af sterum, 100 stykki af lyfinu Oxymetholone og 1,0 millilítra af Testosterone stungulyfi. Voru lyfin gerð upptæk auk sleggjunnar. Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn almennt skilorð. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 806.302 krónur í skaðabætur auk alls sakarkostnaðar.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira