Laumaðist til að "stela“ leikmunum úr Friends Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. janúar 2019 22:28 Á síðasta tökudegi vinsælu þáttaraðarinnar Friends ákvað Matt Le Blanc, sem lék Joey Tribbiani, að laumast til að taka ákveðna leikmuni með sér heim. Vísir/getty Á síðasta tökudegi vinsælu þáttaraðarinnar Friends ákvað Matt LeBlanc, sem lék Joey Tribbiani, að laumast til að taka ákveðna leikmuni með sér heim. LeBlanc var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon þar sem hann ræddi um Friends en um 15 ár eru liðin síðan þættirnir voru í loftinu. LeBlanc segir að honum finnist óþægilegt að horfa á þættina í dag því þá líði honum eins hann sé „hundrað ára gamall“. Fallon spurði LeBlanc hvort hann hefði ekki freistast til þess að taka eitthvað með sér til minnis um þættina. LeBlanc gantaðist þá með að hafa tekið heilan helling af pening en hann efnaðist mjög vegna gríðarlegrar velgengni þáttanna. LeBlanc sagði að öllu gríni slepptu að hann hafi fundið sig knútinn til að „stela“ litlum hvítum bolta úr fótboltaspilinu sem var í aðalhlutverkinu í íbúð Joey og Chandlers. Hann sagðist geyma boltann í verkfærakassanum sínum. Þetta var þó ekki það eina sem hann tók með sér af tökustað því hann tók einnig svokallað „Magna doodle“ sem er eins konar hvítt teiknispjald. Teiknispjaldið hékk á hurð Joey og Chandlers en Paul Swain, einn rafvirkjanna í teyminu, skrifaði iðulega setningar eða teiknaði myndir á teiknispjaldið sem tengdist efni hvers þáttar með einhverjum hætti. Le Blanc segist hafa stolið því til þess að láta Swain hafa það til minnis um þættina. „Hann á það núna svo það er frekar svalt. Ég hefði getað selt það fyrir mikinn pening,“ segir LeBlanc. Bíó og sjónvarp Friends Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Á síðasta tökudegi vinsælu þáttaraðarinnar Friends ákvað Matt LeBlanc, sem lék Joey Tribbiani, að laumast til að taka ákveðna leikmuni með sér heim. LeBlanc var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon þar sem hann ræddi um Friends en um 15 ár eru liðin síðan þættirnir voru í loftinu. LeBlanc segir að honum finnist óþægilegt að horfa á þættina í dag því þá líði honum eins hann sé „hundrað ára gamall“. Fallon spurði LeBlanc hvort hann hefði ekki freistast til þess að taka eitthvað með sér til minnis um þættina. LeBlanc gantaðist þá með að hafa tekið heilan helling af pening en hann efnaðist mjög vegna gríðarlegrar velgengni þáttanna. LeBlanc sagði að öllu gríni slepptu að hann hafi fundið sig knútinn til að „stela“ litlum hvítum bolta úr fótboltaspilinu sem var í aðalhlutverkinu í íbúð Joey og Chandlers. Hann sagðist geyma boltann í verkfærakassanum sínum. Þetta var þó ekki það eina sem hann tók með sér af tökustað því hann tók einnig svokallað „Magna doodle“ sem er eins konar hvítt teiknispjald. Teiknispjaldið hékk á hurð Joey og Chandlers en Paul Swain, einn rafvirkjanna í teyminu, skrifaði iðulega setningar eða teiknaði myndir á teiknispjaldið sem tengdist efni hvers þáttar með einhverjum hætti. Le Blanc segist hafa stolið því til þess að láta Swain hafa það til minnis um þættina. „Hann á það núna svo það er frekar svalt. Ég hefði getað selt það fyrir mikinn pening,“ segir LeBlanc.
Bíó og sjónvarp Friends Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira