Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2019 12:01 Sara ræðir við Gunnar Braga í þingsal í morgun. Vísir/Vilhelm Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, segir stemmninguna á þingfundi Alþingis í dag óþægilega og eitraða. Henni líði illa og fullyrðir að það gildi um fleiri þingmenn. Ástæðan er endurkoma Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar á Alþingi í morgun. „Þetta er bara ofbeldi,“ segir Sara í samtali við Vísi. Ljósmyndari Vísis náði mynd af Söru ræða við Gunnar Braga í þingsalnum í morgun og ljóst að henni var ekki skemmt. Hún vildi ekki upplýsa hvað á milli þeirra fór. „Það er bara á milli okkar Gunnars Braga.“ Bergþór og Gunnar Bragi fóru í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í desember eftir að upptökur af samtölum þeirra á Klaustur bar rötuðu í fjölmiðla.Anna Kolbrún Árnadóttir og Gunnar Bragi Sveinsson yfirgefa þingsalinn í morgun.Vísir/VilhelmLíður mjög illa „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, í ræðustól Alþingis í morgun. Jón Steindór Valdimarsson sagði að honum þætti heldur skuggsýnt yfir þingsalnum í dag. „Stemmningin á þinginu er vægast sagt óþægileg og eitruð,“ segir Sara. „Mér líður persónulega mjög illa en þetta mun ekki hafa áhrif á mitt vinnuframlag. Ég mun leggja mig fram til að vinna mitt starf í umboði minna kjósenda. Þetta er vond staða. Mér líður illa í kringum þessa menn og veit að fleiri líður þannig. Okkur er brugðið.“ Sara segir endurkomu þingmannanna hafa verið afar óvænta. Sjálf hafi hún ekki vitað af veru þeirra fyrr en hún mætti til vinnu. Hún hefði verið símalaus og ekki séð fréttir í morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson sagðist ætla að stíga til hliðar í tvo mánuði og ætti samkvæmt því að vera von á honum aftur í febrúar. Jóhanna Vigdís stendur vaktina í fjarveru hans.FBL/Stefán„Þetta er ekki boðlegt“ Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í fjarveru Ágústs Ólafs Ágústssonar sem er í nokkurra vikna leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi framkomu gagnvart blaðakonu Kjarnans, líkir endurkomu Bergþórs og Gunnars Braga við fyrirsát. „Þessi fyrirsát þeirra sýnir enga iðrun í garð fórnarlamba þeirra, sem þurftu sum hver að sitja þarna í þingsal undir nærveru þeirra, og þaðan af síður sjálfskilning téðra Klausturmanna. Ég hef starfað á ýmsum vinnustöðum þar sem vinnustaðamenning hefur verið með ýmsum hætti, en það andrúmsloft sem er á Alþingi í dag er eitthvað sem ég hef aldrei kynnst áður. Endurkoma Klausturmanna, án þess að nokkrum hafi verið tilkynnt um það fyrirfram, gerir þingmönnum og ráðherrum erfitt um að sinna starfi sínu. Þetta er ekki boðlegt.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins. 24. janúar 2019 10:56 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, segir stemmninguna á þingfundi Alþingis í dag óþægilega og eitraða. Henni líði illa og fullyrðir að það gildi um fleiri þingmenn. Ástæðan er endurkoma Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar á Alþingi í morgun. „Þetta er bara ofbeldi,“ segir Sara í samtali við Vísi. Ljósmyndari Vísis náði mynd af Söru ræða við Gunnar Braga í þingsalnum í morgun og ljóst að henni var ekki skemmt. Hún vildi ekki upplýsa hvað á milli þeirra fór. „Það er bara á milli okkar Gunnars Braga.“ Bergþór og Gunnar Bragi fóru í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í desember eftir að upptökur af samtölum þeirra á Klaustur bar rötuðu í fjölmiðla.Anna Kolbrún Árnadóttir og Gunnar Bragi Sveinsson yfirgefa þingsalinn í morgun.Vísir/VilhelmLíður mjög illa „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, í ræðustól Alþingis í morgun. Jón Steindór Valdimarsson sagði að honum þætti heldur skuggsýnt yfir þingsalnum í dag. „Stemmningin á þinginu er vægast sagt óþægileg og eitruð,“ segir Sara. „Mér líður persónulega mjög illa en þetta mun ekki hafa áhrif á mitt vinnuframlag. Ég mun leggja mig fram til að vinna mitt starf í umboði minna kjósenda. Þetta er vond staða. Mér líður illa í kringum þessa menn og veit að fleiri líður þannig. Okkur er brugðið.“ Sara segir endurkomu þingmannanna hafa verið afar óvænta. Sjálf hafi hún ekki vitað af veru þeirra fyrr en hún mætti til vinnu. Hún hefði verið símalaus og ekki séð fréttir í morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson sagðist ætla að stíga til hliðar í tvo mánuði og ætti samkvæmt því að vera von á honum aftur í febrúar. Jóhanna Vigdís stendur vaktina í fjarveru hans.FBL/Stefán„Þetta er ekki boðlegt“ Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í fjarveru Ágústs Ólafs Ágústssonar sem er í nokkurra vikna leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi framkomu gagnvart blaðakonu Kjarnans, líkir endurkomu Bergþórs og Gunnars Braga við fyrirsát. „Þessi fyrirsát þeirra sýnir enga iðrun í garð fórnarlamba þeirra, sem þurftu sum hver að sitja þarna í þingsal undir nærveru þeirra, og þaðan af síður sjálfskilning téðra Klausturmanna. Ég hef starfað á ýmsum vinnustöðum þar sem vinnustaðamenning hefur verið með ýmsum hætti, en það andrúmsloft sem er á Alþingi í dag er eitthvað sem ég hef aldrei kynnst áður. Endurkoma Klausturmanna, án þess að nokkrum hafi verið tilkynnt um það fyrirfram, gerir þingmönnum og ráðherrum erfitt um að sinna starfi sínu. Þetta er ekki boðlegt.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins. 24. janúar 2019 10:56 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56
„Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins. 24. janúar 2019 10:56