Innherjasvik í Icelandair: „Ef það lítur út eins og önd...“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2019 11:32 Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari sækir málið gegn Kjartani, Kristjáni Georgi og Kjartani Bergi. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í Icelandair-innherjasvikamálinu hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gærdagurinn var undirlagður skýrslugjöf og vitnaleiðslum, eins og Vísir greindi ítarlega frá. Munnlegur málflutningur saksóknara og verjenda mannanna þriggja sem ákærðir eru, þeirra Kjartans Jónssonar, Kristjáns Georgs Jósteinssonar og Kjartans Bergs Jónssonar, átti því sviðið í sal 101 í morgun. Kjartan, Kristján Georg og Kjartan Bergur eru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti á árunum 2015 til 2017. Talið er að þeir hafi notfært sér upplýsingar frá Kjartani, sem hafði stöðu fruminnherja, í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Á tímabili brota samkvæmt ákæru gegndi Kjartan starfi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair, sem er hluti af fyrirtækjasamstæðu móðurfelagsins Icelandair Group hf. Hann var skilgreindur í hopi lykilstarfsmanna og skráður fruminnherji í móðurfélaginu. Kristján Georg er fyrrverandi eigandi félagsins Fastreks, sem hét áður VIP Travel. Félagið er einnig ákært í málinu en viðskiptin með hlutabréfin voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Þá á hann að baki átján mánaða dóm fyrir rekstur pókerstaðar í Skeifunni en hann hefur komið að rekstri nektarstaða og kampavínsklúbba. Fyrstur tók til máls saksóknarinn Finnur Þór Vilhjálmsson. Hann hóf mál sitt á því að undirstrika hversu margt væri í raun fordæmalaust í þessu máli. Til að mynda hafi ekki oft reynt á innherjasvik fyrir íslenskum dómstólum, hvað þá þegar um er að ræða viðskipti með afleiður en ekki hlutabréf. Þar að auki má ætla að þetta sé fyrsta málið þar sem talið er að innherji hafi látið öðrum manni upplýsingum í té, í stað þess að hagnast alfarið á upplýsingunum sjálfum. Að sama skapi tekur ákæran til tiltölulega stutts tímabils og umrædd brot eru skýrt afmörkuð tilvik. „Það er alveg óhætt að tala um þessi brot sem kerfisbundin, og að því leyti alvarlegri brot en áður hafa komið til kasta dómstóla,“ sagði Finnur og bætti við að því væru engin raunveruleg fordæmi sem hægt væri að styðjast við. Því yrði vísað til fárra dóma í málflutningi hans, ekki þá nema til að áætla þyngd refsingarinnar sem hann teldi við hæfi í málinu. Kjartan Jónsson gegndi starfi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair.Vísir/Vilhelm Endur og mósaík Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á „óbeinni sönnun,“ sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. „Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd,“ eins og Finnur komst að orði. Hann átti þó fleiri sönnunarlíkingar á takteinunum. Það mætti jafnframt líkja hinni óbeinu sönnun við mósaík. „Þú ert með brot sem raðast smám saman upp og sýna að lokum myndina sem gerðist,“ sagði Finnur. Í því ljósi væri ótvírætt að hans mati „að þau sem liggi fyrir í þessu máli geri það hafið yfir skynsamlegan vafa að hinir ákærðu hafi staðið í umræddum brotum.“ Snemma í máli sínu gerði saksóknari hina margumtöluðu Írlandsferð að umtalsefni sínu, ferðina þar sem mennirnir þrír segjast fyrst hafa hist allir saman. Eins og Vísir sagði frá í gær þá höfðu þeir ætlað sér að fara á bardaga með Gunnari Nelson í lok árs 2016, hins vegar láðist að taka fram að skömmu áður hafði Gunnar meiðst og barðist því ekki umrætt kvöld. Kjartanarnir tveir og Kristján enduðu því á að hvetja áfram bardagakappanna, sem fylltu í skarð Gunnars. Hvað sem því líður þá sagði saksóknari að hinir ákærðu væru tvísaga um viðkynningu sína á Írlandi. Þannig hafi Kjartan Jónsson talið að í ferðinni hafi það borið á góma að hann starfaði hjá Icelandair – á meðan nafni hans Kjartan Bergur þvertók fyrir það í sinni skýrslu. Saksóknari sagði að það ætti ekki að koma neitt sérstaklega á óvart, Kjartan Bergur hefði haft hagsmuni af því að láta þær upplýsingar ekki koma fram – á meðan það breytti engu fyrir Kjartan að segja samferðarfólki sínu frá sínum starfshögum. „Ákæruvaldið telur afar ólíklegt að slíkt grundvallaratriði í viðkynningu manns, eins og hvar þeir starfa, hafi ekki komið upp í þessari ferð,“ sagði Finnur. Kristján Georg standandi með lögmanni sínum í dómsal í gær.Vísir/Vilhelm Fjarlægði merki og bannaði áframsendingar Það var þó ekki það eina sem Finnur taldi misvísandi í málflutningi mannanna. Þannig hafi þeir Kjartan og Kristján ekki verið samróma í málflutningi sínum um viðskipti þess síðarnefnda með bréf í Icelandair. Málflutningur þeirra hefði þannig ekki borið þess merki að innherjinn Kjartan væri fullmeðvitaður um umfang viðskiptanna eða hvenær hann hygðist ganga frá sínum valréttarsamningum. Tölvupóstsamskipti þeirra á milli, sem saksóknari varpaði upp, sýndu þó og sönnuðu að mat ákæruvaldsins „að þessi málflutningur þeirra væri helber ósannindi,“ enda mætti sjá af póstunum að þeir ræddu þessu viðskipti sín á milli. Það hafi þeir jafnvel gert löngu fyrir ákæruefnin í málinu, sem saksóknara taldi gefa vísbendingu um „ákveðinn þankagang“ hinna ákærðu. Samskipti þeirra hefðu verið regluleg, bæði í tölvupóstum og símtölum, á tímabilinu sem um ræðir og hafi þeir jafnvel hringst mikið á í kringum uppgjör og birtingar á flutningstölum. Tölvupóstsamskiptin milli þeirra Kristjáns og Kjartans voru þungamiðjan í málflutningi saksóknarans, enda taldi hann þau sína svart á hvítu að innherjinn hefði lekið mikilvægum upplýsingum um væntanleg uppgjör – sem líklegt mætti teljast að hefðu áhrif á afkomu og gengi Icelandair í Kauphöllinni. Þar að auki hafi Kjartan verið fullmeðvitaður um eðli þeirra upplýsinga sem hann deildi. Þannig hafi hann farið þess á leit við viðtakanda sinn að hann myndi ekki „deila þessum upplýsingum frekar,“ eyða merki Icelandair úr tilteknum gögnum og jafnvel færa upplýsingarnar yfir í Power Point-skjal, líklega með það fyrir augum að fela slóð sína. Kjartan Jónsson var því, að mati saksóknara, fullmeðvitaður um það að hann væri að minnsta kosti á gráu svæði með þessari upplýsingagjöf sinni. Að sama skapi mætti lesa úr öðrum tölvupóstum að hann væri meðal þeirra „sem vissu mest“ um stöðu Icelandair á þeim tíma. Því væri óyggjandi, að sögn Finns saksóknara, að Kjartan vissi að hann hafi búið yfir innherjaupplýsingum. Upplýsingar sem Kristján Georg byggði hin margumtöluðu ummæli sín um „svaka fínar“ flutningstölur, sem væntanlegar voru innan nokkurra daga, hefðu að sama skapi aðeins hafa geta komið frá Kjartani Jónssyni. Hann hefði haft það hlutverk að taka saman þessar flutningstölur og aldrei hefði verið sýnt fram á að Kristján Georg hefði átt í samskiptum við nokkurn annan starfsmann Icelandair á þessu tímabili. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, sagði Finnur í málflutningi sínum.Fréttablaðið/Daníel Öndin synti gegn straumnum Eftir að hafa varpað upp fjölda tölvupósta og uppritum úr símtölum horfði saksóknari aftur til 27. júlí árið 2016, þegar Icelandair sendi frá sér afkomuviðvörun eftir lokun markaða. Skömmu áður hafði Kristján Georg þrýst mjög á það að gera söluréttarsamning með bréf í Icelandair, sem hann gæti losað sig strax við eftir birtingu uppgjörsins. Afkomuviðvörunin var neikvæð og varð til þess að hlutabréfaverð í Icelandair féll um 8 prósent strax við opnun markaða daginn eftir. Kristján Georg beið ekki boðanna og innleysti samning sinn um morguninn með miklum hagnaði. Það sem saksóknara þótti sérstaklega áhugavert var að Kristján Georg var sá eini, í gjörvallri Kauphöllinni, sem var með slíkan söluréttarsamning með bréf Icelandair um það leyti sem uppgjörið birtist. „Enginn annar en Kristján Georg mat horfur Icelandair nógu neikvætt til að gera samning um sölurétt á bréfunum,“ sagði Finnur. Því væri „engin önnur skynsamleg skýring á viðskiptum Kristjáns Georgs“ en að hann hafi búið yfir innherjaupplýsingum, enda hafi ákvörðun hans verið þvert á ákvarðanir allra þeirra sem áttu valréttarsamninga með bréf Icelandair um þetta leyti. Klukkustund síðar eftir að Kristján innleysti samning sinn átti hann í tölvupóstssamskiptum við innherjann Kjartan Jónsson. Í pósti sínum segir Kjartan að það væri „interesting að sjá hvernig svona samningur lítur út“ og að hann hafi ekki munað „100% hvernig við ræddum um að díla þetta en skilningurinn var að ég tæki ¼ eða líklega 500k í risk“. Engar skýringar komu á þessum samskiptum í skýrslum þeirra tveggja í gær að mati ákæruvaldsins, þeir hafi aðeins sagt að um brandara væri að ræða. „Ef þetta hefði verið brandari þá hefði Kjartan Jónsson einfaldlega sagt „þú bara leggur inn á mig á eftir“ í stað þess að fara út í svona mikil smáatriði,“ sagði Finnur og var ekki hlátur í hug. Kjartan Bergur Jónsson gaf skýrslu í dómssal í gær.FBL/Stefán Kjarri Sambo hlaut að vita Barst Kjartan Bergur Jónsson þá í tal, og nýtti nafni hans Jónsson þá tækifærið og gekk út úr salnum með sígarettu í munnvikinu. Eins og Vísir greindi frá í gær sagðist Kjartan Bergur í skýrslu sinni hafa notið liðsinnis Kristjáns Georgs við gerð valréttarsamnings með bréf í Icelandair. Það hafi hann gert eftir að Kristján tjáði Kjartan Bergi, yfir hádegismat, að hann væri með „gott veðmál“ í höndunum. Minnti saksóknari á að á þessum tímapunkti, í lok janúar 2017, hafi Kristján búið yfir upplýsingum innan úr Icelandair, frá Kjartani Jónssyni, sem gáfu tilefni til bjartsýni fyrir væntanlega birtingu flutningstalna. Saksóknara þótti harla ólíklegt að Kjartan Bergur hafi ekki spurt nánar út í það á hverju Kristján byggði þessa bjartsýni sína. Kjartan Bergur hafi ekki verið efnaður maður á þessum tímapunkti og því yrði það að teljast ótrúlegt að hann gæti lagt fram á þriðju milljón króna án nokkurrar alvöru staðfestingar á þessari bjartsýni Kristjáns. Því mætti ætla að sá síðarnefndi hafi í hádegismatnum greint honum frá því hvaða upplýsingar hann hefði – innherjaupplýsingar úr Icelandair. Varpaði saksóknari þá upp símtali sem Kjartan Bergur átti við verðbréfamiðlara. Í samtalinu leggur Kjartan Bergur mikla áherslu á það að samningur hans sé nákvæmlega eins og samningurinn sem Kristján Georg hafði gert með bréf í Icelandair, en hann hafði sent afrit af smáatriðum samningsins á verðbréfamiðlarann. Kjartan Bergur virðist þó hafa verið eitthvað óöruggur í samtalinu við miðlarann, enda hafði hann ekki mikla þekkingu á verðbréfaviðskiptum að sögn saksóknarans, og hefur því samband við Kristján Georg og spyr álits. Það gerði hann undir nafninu „Kjarri Sambo“ í gegnum samskiptaforritið Viper, sem býður upp á mikla dulkóðun og að skilaboð hverfi eftir birtingu að sögn saksóknarans. Kjartan hefur starfað hjá föður sínum í sælgætisgerðinni Kólus í lengri tíma en hann var tólf ára gamall sendur með prufur af þristum í Árbæjarskóla þar sem hann gaf öðrum nemendum að smakka. Sælgætið átti eftir að slá í gegn. Kólus framleiðir meðal annars sælgæti undir vörumerkinu Sambó. Er Kjartan stundum kallaður Lakkrísprinsinn eða Kjarri Kólus. Jafnframt sagði Finnur saksóknari að það yrði að teljast ólíklegt að krafa Kjartans Bergs um að ganga strax frá umræddum valréttarsamningi væri tilkomin vegna þess að hann væri á leiðinni til útlanda, líklegra væri að hann hafi viljað hagnast á hinu væntanlega, neikvæða uppgjöri – eins og síðar átti eftir að verða raunin. Það hafi verið enn frekari sönnun þess að Kjartan Bergur hafi vitað hvað uppgjörið mynda bera í skauti sér, þökk sé upplýsingunum sem Kristján Georg hafði miðlað frá Kjartani innan úr Icelandair. Bókahillumilljónirnar illa fengnar Bárust þá dularfullar þrjár milljónir í tal, milljónirnar sem fundust á bakvið bækur í bókahillu á heimili Kjartans Jónssonar. Hann sagði sjálfur að peningarnir væru til marks um það hvað hann væri Bárust þá dularfullar þrjár milljónir í tal, milljónirnar sem fundust á bakvið bækur í bókahillu á heimili Kjartans Jónssonar. Hann sagði sjálfur að peningarnir væru til marks um það hvað hann væri „japanskur í hugsun,“ það tíðkist þar eystra að geyma reiðufé á heimilinu auk þess sem að hann vantreysti bönkum. Kjartan útskýrði þannig að þessi upphæð ætti uppruna sinn á námsárum hans í Japan, um væri að ræða blöndu af námslánum, kennaralaunum og brúðkaupsgjöfum. Saksóknari var ekki tilbúinn að fallast á þessa skýringu. „Það er ekki eins og þessi maður sé að virkur á gráa markaðinum,“ sagði Finnur og spurði í kjölfarið: „Af hverju felur stjórnarmaður í virtu og skráðu félagi þrjár milljónir á bakvið bækur?“ Um var að ræða þrjú peningabúnt með hundrað, 10 þúsund króna seðlum hvert. Vakti það sérstaka athygli saksóknara að seðlarnir í tveimur búntanna voru í raðnúmeraröð og að þeir hefðu farið í umferð í kringum jólin 2016. Það geti aðeins gerst ef peningarnir eru teknir beint út úr banka. Þar að auki sýndu bankareikningar Kjartans engar slíkar fjárúttektir. Saksóknari sagði því að honum þætti líklegast að peningarnir væru komnir frá Kristjáni og Kjartani Bergi, sem tóku báðir út fimm milljónir króna úr banka þann 7. febrúar 2017 – daginn sem þeir fengu greitt fyrir innleysingu hinna umdeildu valréttarsamninga sinna í Icelandair. Kjartan Bergur hafði ekki tekist að gera grein fyrir þessari úttekt sinni með sannfærandi hætti að mati saksóknarans, en eins og Vísir greindi frá í gær má ætla að fimm milljónir Kristjáns hafi runnið til veitingastaðarins Matstöðvarinnar. Því áætlaði saksóknari að peninginn í bókahillunni mætti rekja til þessara úttekta – og sýndi þannig fram á hagnað Kjartans Jónssonar af valréttarviðskiptum Kristjáns og Kjartans Bergs. 2 til 3 og hálfs árs fangelsi Þess er krafist af héraðssaksóknara að þeim Kjartani, Kjartani Bergi og Kristjáni verði gerð refsing auk þess sem fjármunir þeirra og félags Kristjáns, alls að fjárhæð rúmlega 90 milljónir króna, verði gerðir upptækir. Saksóknari taldi við hæfi að Kjartan Jónsson hlyti 2 til 2 og hálfs árs dóm, Kristján Georg hlyti 3 til 3 og hálfs árs dóm og Kjartan Bergur yrði dæmdur til 6 til 9 mánaða fangelsisvistar. Næstir taka til máls verjendur hinna ákærðu. Vísir mun greina frá málflutningi þeirra eftir því sem líður á daginn. Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Innherjasvik í Icelandair: Segist vakna á morgnana og bíða eftir að dagurinn klárist Gunnar Nelson, milljónir í bókahillu, íslenskumenntun og afmælisdagur á nærbuxunum er meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferðina í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. 23. janúar 2019 13:30 „Það hlyti allt að fara til helvítis sem tengdist þessum geira“ Kjartan Bergur Jónsson, þriðji maðurinn sem ákærður er i Icelandair-innherjasvikamálinu, gaf skýrslu þegar aðalmeðferð málsins hélt áfram eftir hádegis hlé. 23. janúar 2019 14:11 Innherjasvik í Icelandair: Fimm milljóna lán í reiðufé til að koma Matstöðinni á koppinn Matthías Sveinbjörnsson, forstöðumaður tekjustýringar hjá Icelandair, segist hafa haft upplýsingar frá Kjartani Jónssyni til hliðsjónar þegar hann gerði tekjuspár fyrir Icelandair. 23. janúar 2019 15:49 Reynslubolti í rekstri kampavínsklúbba svarar nú fyrir innherjasvik Kristján Georg Jósteinsson er einn þriggja sem ákærðir eru í Icelandair-innherjasvikamálinu. 23. janúar 2019 09:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Aðalmeðferð í Icelandair-innherjasvikamálinu hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gærdagurinn var undirlagður skýrslugjöf og vitnaleiðslum, eins og Vísir greindi ítarlega frá. Munnlegur málflutningur saksóknara og verjenda mannanna þriggja sem ákærðir eru, þeirra Kjartans Jónssonar, Kristjáns Georgs Jósteinssonar og Kjartans Bergs Jónssonar, átti því sviðið í sal 101 í morgun. Kjartan, Kristján Georg og Kjartan Bergur eru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti á árunum 2015 til 2017. Talið er að þeir hafi notfært sér upplýsingar frá Kjartani, sem hafði stöðu fruminnherja, í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Á tímabili brota samkvæmt ákæru gegndi Kjartan starfi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair, sem er hluti af fyrirtækjasamstæðu móðurfelagsins Icelandair Group hf. Hann var skilgreindur í hopi lykilstarfsmanna og skráður fruminnherji í móðurfélaginu. Kristján Georg er fyrrverandi eigandi félagsins Fastreks, sem hét áður VIP Travel. Félagið er einnig ákært í málinu en viðskiptin með hlutabréfin voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Þá á hann að baki átján mánaða dóm fyrir rekstur pókerstaðar í Skeifunni en hann hefur komið að rekstri nektarstaða og kampavínsklúbba. Fyrstur tók til máls saksóknarinn Finnur Þór Vilhjálmsson. Hann hóf mál sitt á því að undirstrika hversu margt væri í raun fordæmalaust í þessu máli. Til að mynda hafi ekki oft reynt á innherjasvik fyrir íslenskum dómstólum, hvað þá þegar um er að ræða viðskipti með afleiður en ekki hlutabréf. Þar að auki má ætla að þetta sé fyrsta málið þar sem talið er að innherji hafi látið öðrum manni upplýsingum í té, í stað þess að hagnast alfarið á upplýsingunum sjálfum. Að sama skapi tekur ákæran til tiltölulega stutts tímabils og umrædd brot eru skýrt afmörkuð tilvik. „Það er alveg óhætt að tala um þessi brot sem kerfisbundin, og að því leyti alvarlegri brot en áður hafa komið til kasta dómstóla,“ sagði Finnur og bætti við að því væru engin raunveruleg fordæmi sem hægt væri að styðjast við. Því yrði vísað til fárra dóma í málflutningi hans, ekki þá nema til að áætla þyngd refsingarinnar sem hann teldi við hæfi í málinu. Kjartan Jónsson gegndi starfi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair.Vísir/Vilhelm Endur og mósaík Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á „óbeinni sönnun,“ sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. „Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd,“ eins og Finnur komst að orði. Hann átti þó fleiri sönnunarlíkingar á takteinunum. Það mætti jafnframt líkja hinni óbeinu sönnun við mósaík. „Þú ert með brot sem raðast smám saman upp og sýna að lokum myndina sem gerðist,“ sagði Finnur. Í því ljósi væri ótvírætt að hans mati „að þau sem liggi fyrir í þessu máli geri það hafið yfir skynsamlegan vafa að hinir ákærðu hafi staðið í umræddum brotum.“ Snemma í máli sínu gerði saksóknari hina margumtöluðu Írlandsferð að umtalsefni sínu, ferðina þar sem mennirnir þrír segjast fyrst hafa hist allir saman. Eins og Vísir sagði frá í gær þá höfðu þeir ætlað sér að fara á bardaga með Gunnari Nelson í lok árs 2016, hins vegar láðist að taka fram að skömmu áður hafði Gunnar meiðst og barðist því ekki umrætt kvöld. Kjartanarnir tveir og Kristján enduðu því á að hvetja áfram bardagakappanna, sem fylltu í skarð Gunnars. Hvað sem því líður þá sagði saksóknari að hinir ákærðu væru tvísaga um viðkynningu sína á Írlandi. Þannig hafi Kjartan Jónsson talið að í ferðinni hafi það borið á góma að hann starfaði hjá Icelandair – á meðan nafni hans Kjartan Bergur þvertók fyrir það í sinni skýrslu. Saksóknari sagði að það ætti ekki að koma neitt sérstaklega á óvart, Kjartan Bergur hefði haft hagsmuni af því að láta þær upplýsingar ekki koma fram – á meðan það breytti engu fyrir Kjartan að segja samferðarfólki sínu frá sínum starfshögum. „Ákæruvaldið telur afar ólíklegt að slíkt grundvallaratriði í viðkynningu manns, eins og hvar þeir starfa, hafi ekki komið upp í þessari ferð,“ sagði Finnur. Kristján Georg standandi með lögmanni sínum í dómsal í gær.Vísir/Vilhelm Fjarlægði merki og bannaði áframsendingar Það var þó ekki það eina sem Finnur taldi misvísandi í málflutningi mannanna. Þannig hafi þeir Kjartan og Kristján ekki verið samróma í málflutningi sínum um viðskipti þess síðarnefnda með bréf í Icelandair. Málflutningur þeirra hefði þannig ekki borið þess merki að innherjinn Kjartan væri fullmeðvitaður um umfang viðskiptanna eða hvenær hann hygðist ganga frá sínum valréttarsamningum. Tölvupóstsamskipti þeirra á milli, sem saksóknari varpaði upp, sýndu þó og sönnuðu að mat ákæruvaldsins „að þessi málflutningur þeirra væri helber ósannindi,“ enda mætti sjá af póstunum að þeir ræddu þessu viðskipti sín á milli. Það hafi þeir jafnvel gert löngu fyrir ákæruefnin í málinu, sem saksóknara taldi gefa vísbendingu um „ákveðinn þankagang“ hinna ákærðu. Samskipti þeirra hefðu verið regluleg, bæði í tölvupóstum og símtölum, á tímabilinu sem um ræðir og hafi þeir jafnvel hringst mikið á í kringum uppgjör og birtingar á flutningstölum. Tölvupóstsamskiptin milli þeirra Kristjáns og Kjartans voru þungamiðjan í málflutningi saksóknarans, enda taldi hann þau sína svart á hvítu að innherjinn hefði lekið mikilvægum upplýsingum um væntanleg uppgjör – sem líklegt mætti teljast að hefðu áhrif á afkomu og gengi Icelandair í Kauphöllinni. Þar að auki hafi Kjartan verið fullmeðvitaður um eðli þeirra upplýsinga sem hann deildi. Þannig hafi hann farið þess á leit við viðtakanda sinn að hann myndi ekki „deila þessum upplýsingum frekar,“ eyða merki Icelandair úr tilteknum gögnum og jafnvel færa upplýsingarnar yfir í Power Point-skjal, líklega með það fyrir augum að fela slóð sína. Kjartan Jónsson var því, að mati saksóknara, fullmeðvitaður um það að hann væri að minnsta kosti á gráu svæði með þessari upplýsingagjöf sinni. Að sama skapi mætti lesa úr öðrum tölvupóstum að hann væri meðal þeirra „sem vissu mest“ um stöðu Icelandair á þeim tíma. Því væri óyggjandi, að sögn Finns saksóknara, að Kjartan vissi að hann hafi búið yfir innherjaupplýsingum. Upplýsingar sem Kristján Georg byggði hin margumtöluðu ummæli sín um „svaka fínar“ flutningstölur, sem væntanlegar voru innan nokkurra daga, hefðu að sama skapi aðeins hafa geta komið frá Kjartani Jónssyni. Hann hefði haft það hlutverk að taka saman þessar flutningstölur og aldrei hefði verið sýnt fram á að Kristján Georg hefði átt í samskiptum við nokkurn annan starfsmann Icelandair á þessu tímabili. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, sagði Finnur í málflutningi sínum.Fréttablaðið/Daníel Öndin synti gegn straumnum Eftir að hafa varpað upp fjölda tölvupósta og uppritum úr símtölum horfði saksóknari aftur til 27. júlí árið 2016, þegar Icelandair sendi frá sér afkomuviðvörun eftir lokun markaða. Skömmu áður hafði Kristján Georg þrýst mjög á það að gera söluréttarsamning með bréf í Icelandair, sem hann gæti losað sig strax við eftir birtingu uppgjörsins. Afkomuviðvörunin var neikvæð og varð til þess að hlutabréfaverð í Icelandair féll um 8 prósent strax við opnun markaða daginn eftir. Kristján Georg beið ekki boðanna og innleysti samning sinn um morguninn með miklum hagnaði. Það sem saksóknara þótti sérstaklega áhugavert var að Kristján Georg var sá eini, í gjörvallri Kauphöllinni, sem var með slíkan söluréttarsamning með bréf Icelandair um það leyti sem uppgjörið birtist. „Enginn annar en Kristján Georg mat horfur Icelandair nógu neikvætt til að gera samning um sölurétt á bréfunum,“ sagði Finnur. Því væri „engin önnur skynsamleg skýring á viðskiptum Kristjáns Georgs“ en að hann hafi búið yfir innherjaupplýsingum, enda hafi ákvörðun hans verið þvert á ákvarðanir allra þeirra sem áttu valréttarsamninga með bréf Icelandair um þetta leyti. Klukkustund síðar eftir að Kristján innleysti samning sinn átti hann í tölvupóstssamskiptum við innherjann Kjartan Jónsson. Í pósti sínum segir Kjartan að það væri „interesting að sjá hvernig svona samningur lítur út“ og að hann hafi ekki munað „100% hvernig við ræddum um að díla þetta en skilningurinn var að ég tæki ¼ eða líklega 500k í risk“. Engar skýringar komu á þessum samskiptum í skýrslum þeirra tveggja í gær að mati ákæruvaldsins, þeir hafi aðeins sagt að um brandara væri að ræða. „Ef þetta hefði verið brandari þá hefði Kjartan Jónsson einfaldlega sagt „þú bara leggur inn á mig á eftir“ í stað þess að fara út í svona mikil smáatriði,“ sagði Finnur og var ekki hlátur í hug. Kjartan Bergur Jónsson gaf skýrslu í dómssal í gær.FBL/Stefán Kjarri Sambo hlaut að vita Barst Kjartan Bergur Jónsson þá í tal, og nýtti nafni hans Jónsson þá tækifærið og gekk út úr salnum með sígarettu í munnvikinu. Eins og Vísir greindi frá í gær sagðist Kjartan Bergur í skýrslu sinni hafa notið liðsinnis Kristjáns Georgs við gerð valréttarsamnings með bréf í Icelandair. Það hafi hann gert eftir að Kristján tjáði Kjartan Bergi, yfir hádegismat, að hann væri með „gott veðmál“ í höndunum. Minnti saksóknari á að á þessum tímapunkti, í lok janúar 2017, hafi Kristján búið yfir upplýsingum innan úr Icelandair, frá Kjartani Jónssyni, sem gáfu tilefni til bjartsýni fyrir væntanlega birtingu flutningstalna. Saksóknara þótti harla ólíklegt að Kjartan Bergur hafi ekki spurt nánar út í það á hverju Kristján byggði þessa bjartsýni sína. Kjartan Bergur hafi ekki verið efnaður maður á þessum tímapunkti og því yrði það að teljast ótrúlegt að hann gæti lagt fram á þriðju milljón króna án nokkurrar alvöru staðfestingar á þessari bjartsýni Kristjáns. Því mætti ætla að sá síðarnefndi hafi í hádegismatnum greint honum frá því hvaða upplýsingar hann hefði – innherjaupplýsingar úr Icelandair. Varpaði saksóknari þá upp símtali sem Kjartan Bergur átti við verðbréfamiðlara. Í samtalinu leggur Kjartan Bergur mikla áherslu á það að samningur hans sé nákvæmlega eins og samningurinn sem Kristján Georg hafði gert með bréf í Icelandair, en hann hafði sent afrit af smáatriðum samningsins á verðbréfamiðlarann. Kjartan Bergur virðist þó hafa verið eitthvað óöruggur í samtalinu við miðlarann, enda hafði hann ekki mikla þekkingu á verðbréfaviðskiptum að sögn saksóknarans, og hefur því samband við Kristján Georg og spyr álits. Það gerði hann undir nafninu „Kjarri Sambo“ í gegnum samskiptaforritið Viper, sem býður upp á mikla dulkóðun og að skilaboð hverfi eftir birtingu að sögn saksóknarans. Kjartan hefur starfað hjá föður sínum í sælgætisgerðinni Kólus í lengri tíma en hann var tólf ára gamall sendur með prufur af þristum í Árbæjarskóla þar sem hann gaf öðrum nemendum að smakka. Sælgætið átti eftir að slá í gegn. Kólus framleiðir meðal annars sælgæti undir vörumerkinu Sambó. Er Kjartan stundum kallaður Lakkrísprinsinn eða Kjarri Kólus. Jafnframt sagði Finnur saksóknari að það yrði að teljast ólíklegt að krafa Kjartans Bergs um að ganga strax frá umræddum valréttarsamningi væri tilkomin vegna þess að hann væri á leiðinni til útlanda, líklegra væri að hann hafi viljað hagnast á hinu væntanlega, neikvæða uppgjöri – eins og síðar átti eftir að verða raunin. Það hafi verið enn frekari sönnun þess að Kjartan Bergur hafi vitað hvað uppgjörið mynda bera í skauti sér, þökk sé upplýsingunum sem Kristján Georg hafði miðlað frá Kjartani innan úr Icelandair. Bókahillumilljónirnar illa fengnar Bárust þá dularfullar þrjár milljónir í tal, milljónirnar sem fundust á bakvið bækur í bókahillu á heimili Kjartans Jónssonar. Hann sagði sjálfur að peningarnir væru til marks um það hvað hann væri Bárust þá dularfullar þrjár milljónir í tal, milljónirnar sem fundust á bakvið bækur í bókahillu á heimili Kjartans Jónssonar. Hann sagði sjálfur að peningarnir væru til marks um það hvað hann væri „japanskur í hugsun,“ það tíðkist þar eystra að geyma reiðufé á heimilinu auk þess sem að hann vantreysti bönkum. Kjartan útskýrði þannig að þessi upphæð ætti uppruna sinn á námsárum hans í Japan, um væri að ræða blöndu af námslánum, kennaralaunum og brúðkaupsgjöfum. Saksóknari var ekki tilbúinn að fallast á þessa skýringu. „Það er ekki eins og þessi maður sé að virkur á gráa markaðinum,“ sagði Finnur og spurði í kjölfarið: „Af hverju felur stjórnarmaður í virtu og skráðu félagi þrjár milljónir á bakvið bækur?“ Um var að ræða þrjú peningabúnt með hundrað, 10 þúsund króna seðlum hvert. Vakti það sérstaka athygli saksóknara að seðlarnir í tveimur búntanna voru í raðnúmeraröð og að þeir hefðu farið í umferð í kringum jólin 2016. Það geti aðeins gerst ef peningarnir eru teknir beint út úr banka. Þar að auki sýndu bankareikningar Kjartans engar slíkar fjárúttektir. Saksóknari sagði því að honum þætti líklegast að peningarnir væru komnir frá Kristjáni og Kjartani Bergi, sem tóku báðir út fimm milljónir króna úr banka þann 7. febrúar 2017 – daginn sem þeir fengu greitt fyrir innleysingu hinna umdeildu valréttarsamninga sinna í Icelandair. Kjartan Bergur hafði ekki tekist að gera grein fyrir þessari úttekt sinni með sannfærandi hætti að mati saksóknarans, en eins og Vísir greindi frá í gær má ætla að fimm milljónir Kristjáns hafi runnið til veitingastaðarins Matstöðvarinnar. Því áætlaði saksóknari að peninginn í bókahillunni mætti rekja til þessara úttekta – og sýndi þannig fram á hagnað Kjartans Jónssonar af valréttarviðskiptum Kristjáns og Kjartans Bergs. 2 til 3 og hálfs árs fangelsi Þess er krafist af héraðssaksóknara að þeim Kjartani, Kjartani Bergi og Kristjáni verði gerð refsing auk þess sem fjármunir þeirra og félags Kristjáns, alls að fjárhæð rúmlega 90 milljónir króna, verði gerðir upptækir. Saksóknari taldi við hæfi að Kjartan Jónsson hlyti 2 til 2 og hálfs árs dóm, Kristján Georg hlyti 3 til 3 og hálfs árs dóm og Kjartan Bergur yrði dæmdur til 6 til 9 mánaða fangelsisvistar. Næstir taka til máls verjendur hinna ákærðu. Vísir mun greina frá málflutningi þeirra eftir því sem líður á daginn.
Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Innherjasvik í Icelandair: Segist vakna á morgnana og bíða eftir að dagurinn klárist Gunnar Nelson, milljónir í bókahillu, íslenskumenntun og afmælisdagur á nærbuxunum er meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferðina í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. 23. janúar 2019 13:30 „Það hlyti allt að fara til helvítis sem tengdist þessum geira“ Kjartan Bergur Jónsson, þriðji maðurinn sem ákærður er i Icelandair-innherjasvikamálinu, gaf skýrslu þegar aðalmeðferð málsins hélt áfram eftir hádegis hlé. 23. janúar 2019 14:11 Innherjasvik í Icelandair: Fimm milljóna lán í reiðufé til að koma Matstöðinni á koppinn Matthías Sveinbjörnsson, forstöðumaður tekjustýringar hjá Icelandair, segist hafa haft upplýsingar frá Kjartani Jónssyni til hliðsjónar þegar hann gerði tekjuspár fyrir Icelandair. 23. janúar 2019 15:49 Reynslubolti í rekstri kampavínsklúbba svarar nú fyrir innherjasvik Kristján Georg Jósteinsson er einn þriggja sem ákærðir eru í Icelandair-innherjasvikamálinu. 23. janúar 2019 09:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Innherjasvik í Icelandair: Segist vakna á morgnana og bíða eftir að dagurinn klárist Gunnar Nelson, milljónir í bókahillu, íslenskumenntun og afmælisdagur á nærbuxunum er meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferðina í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. 23. janúar 2019 13:30
„Það hlyti allt að fara til helvítis sem tengdist þessum geira“ Kjartan Bergur Jónsson, þriðji maðurinn sem ákærður er i Icelandair-innherjasvikamálinu, gaf skýrslu þegar aðalmeðferð málsins hélt áfram eftir hádegis hlé. 23. janúar 2019 14:11
Innherjasvik í Icelandair: Fimm milljóna lán í reiðufé til að koma Matstöðinni á koppinn Matthías Sveinbjörnsson, forstöðumaður tekjustýringar hjá Icelandair, segist hafa haft upplýsingar frá Kjartani Jónssyni til hliðsjónar þegar hann gerði tekjuspár fyrir Icelandair. 23. janúar 2019 15:49
Reynslubolti í rekstri kampavínsklúbba svarar nú fyrir innherjasvik Kristján Georg Jósteinsson er einn þriggja sem ákærðir eru í Icelandair-innherjasvikamálinu. 23. janúar 2019 09:30