Innherjasvik í Icelandair: Segist vakna á morgnana og bíða eftir að dagurinn klárist Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2019 13:30 Kjartan Jónsson gegndi starfi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair. Vísir/Vilhelm Gunnar Nelson, milljónir í bókahillu, íslenskumenntun og afmælisdagur á nærbuxunum er meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferðina í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. Hinir ákærðu í málinu, þeir Kristján Georg Jósteinsson, Kjartan Jónsson og Kjartan Bergur Jónsson (framvegis Kjartan Bergur til aðgreiningar) gáfu allir skýrslu í dag en þeir höfðu áður neitað sök í málinu. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti á árunum 2015 til 2017. Talið er að þeir hafi notfært sér upplýsingar frá Kjartani, sem hafði stöðu fruminnherja, í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Á tímabili brota samkvæmt ákæru gegndi Kjartan starfi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair, sem er hluti af fyrirtækjasamstæðu móðurfelagsins Icelandair Group hf. Hann var skilgreindur í hopi lykilstarfsmanna og skráður fruminnherji í móðurfélaginu. Kristján Georg er fyrrverandi eigandi félagsins Fastreks, sem hét áður VIP Travel. Félagið er einnig ákært í málinu en viðskiptin með hlutabréfin voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Þá á hann að baki átján mánaða dóm fyrir rekstur pókerstaðar í Skeifunni. Nánar má fræðast um fléttuna hér. Kjartan Jónsson hafði sem fruminnherji aðgang að lykilupplýsingum hjá Icelandair Group.Vísir/Vilhelm Yfirgáfu salinn og tilmæli til fjölmiðla Dómari ákvað að það fyrirkomulag yrði við skýrslutöku í dómsal að á meðan hver og einn gæfi skýrslu fyrir dómnum yrði hinum ákærðu gert að yfirgefa salinn. Verjandi eins ákærðu gerði alvarlegar athugasemdir við það fyrirkomulag og spurði dómara hvort þetta væri kæranleg ákvörðun. Dómari þvertók fyrir það og við sat. Verjendur mannanna létu þó allir bóka andmæli sín við fyrirkomulagið. Dómari bað jafnframt fjölmiðlamenn sem sátu aðalmeðferðina að taka mið af þessu fyrirkomulagi í fréttaflutningi sínum, birta ekki fyrstu fréttir fyrr en skýrslutöku yfir öllum þremur væri lokið þannig að hinir ákærðu gætu ekki aðlagað framburð sinn að því sem þeir læsu í vefmiðlum. Ísland - Kína - Japan Innherjinn Kjartan Jónsson gaf fyrstur skýrslu. Í nokkuð ítarlegu máli rak hann starfs- og námsferil sinn, allt frá því að hann lauk gráðu í íslenskri málfræði árið 1996 til dagsins í dag. Hann lýsti því að eftir að hafa lokið kínverskunámi í Sjanghæ og meistaranámi í Japan. Hafi hann að endingu fengið starf hjá Icelandair, þar sem hann vann sig fljótt upp í starf leiðarkerfisstjóra. Ég fór þó aldrei ofar í röðinni og hef alltaf litið á mig sem venjulegan launamann Þrátt fyrir að hafa keypt hlutabréf í Icelandair árið 2012 sagðist Kjartan aldrei hafa verið drifinn áfram af græðgi. „Veraldleg gæði hafa aldrei skipt mig máli,“ sagði Kjartan og bætti við því til staðfestingar að fyrsta bílinn sinn, sem hann keypti 32 ára gamall, hafi hann gefið á dögunum. „Ég vildi aðeins gera það besta fyrir mitt fyrirtæki.“Kjartan segist vakna á morgnana og bíða eftir að dagurinn klárist.Vísir/VilhelmÚtilokar að fá starf hérlendisKjartan lýsti því jafnframt hversu erfiðir honum hafi þótt síðustu 19 mánuðir, þegar fyrstu fregnir af málinu birtustu í fjölmiðlum, hafi verið sér mjög erfiðir. „Þetta var fjölmiðlaumfjöllun sem ég gat ekki svarað fyrir.“ Hann óttast jafnframt að eftir ákæruna muni hann eiga erfitt með að fá starf í fluggeiranum. „Það eru allir búnir að frétta af þessu og ég er því bara búinn. Ég er búinn á flugmarkaðnum,“ sagði Kjartan og bætti við að hann efaðist hreinlega um að hann gæti nokkurn tímann fengið starf hjá íslensku stórfyrirtæki aftur. Ákæran hafi jafnframt haft áhrif á hans persónulegu hagi. Það sé búið að sparka honum úr golfhóp, sem hann stofnaði sjálfur, og nú standi hann eftir barnlaus og fjölskyldulaus. „Þegar maður vaknar á morgnanna hefur maður beðið eftir því að dagurinn klárist. Það er því ákveðinn feginleiki að vera kominn hingað," sagði Kjartan.Íslenskumenntunin kom að góðum notumSaksóknari spurði Kjartan hvernig sambandi hans og Kristjáns Georgs væri háttað. Kjartan sagði þá hafa þekkst síðan úr barnæsku, þegar þeir voru báðir í Ölduselsskóla. Aðspurður um hvort þeir hafi átt tíð samskipti á þeim tíma sem ákæran tekur til sagði Kjartan: „Nú er ég íslenskufræðingur og segi því að hægt er að skilja orðið títt á ansi margan hátt.“ Niðurstaðan var að endingu sú að þeir Kjartan og Kristján hafi hringst á, við og við. Í þessum samtölum kom fram að Kristján ætti í viðskiptum með bréf í Icelandair.Kjartan segist hafa litið á sjálfan sig sem almennan launamann hjá Icelandair.vísir/vilhelmGunnar Nelson örlagavaldurKjartan segist hafa kynnst Kjartani Bergi fyrir hálfgerða tilviljun. Hann hafi frétt af lausum miðum á bardagakvöld með Gunnari Nelson, sem fram fór í Belfast í lok árs 2016. Þar lágu leiðir þeirra nafna fyrst saman. Í þeirri ferð var Kristján Georg sömuleiðis. Saksóknari spurði hvort Kjartan Bergur hafi verið meðvitaður um að Kjartan væri starfsmaður Icelandair. Eftir töluvert þref, til að mynda vangaveltur um hvort það væri ekki eðlilegt að menn spyrðu ekkert endilega um atvinnu kunningja sinna, játaði Kjartan að nafni hans Bergur hafi vitað að Kjartan starfaði hjá Icelandair.Hotmail-tölvupósturKjartan neitaði staðfastlega að hafa rætt um stöðu eða horfur í rekstri Icelandair við Kristján Georg. Að sama skapi neitaði hann að hafa gefið Kristjáni upplýsingar um hvað kæmi fram í ársfjórðunguppgjöri sem var í vændum. Varpaði saksóknari þá upp tölvupósti, sem Kristján Georg sendi á „hotmail“-netfang Kjartans, en ekki vinnupóstfangið hans hjá Icelandair. Aðspurður hvað kynni að útskýra valið á þessu póstfangi hafði Kjartan fá svör. Fyrsta línan í svarpósti Kjartans við skeyti Kristjáns voru orðin „Skil þig“ og var hann spurður til hvers hann vísaði. Kjartan sagðist lítið muna eftir pósti sem sendur var fyrir fjórum árum síðan. „Mér sýnist þetta helst líkjast einhverju djóki.“ Daginn eftir tölvupóstsamskiptin við Kjartan bætti Kristján Georg við sig hlutum í Icelandair. Næst varpaði saksóknari upp upprituðu símtali, milli Kristjáns Georgs og verðbréfamiðlara hjá Landsbankanum. Í símtalinu sagði Kristján Georg að það væru að „koma svaka, svaka fínar tölur“ og vísaði þar til fjöldaupplýsinga um farþegaflutninga Icelandair. Kjartan neitaði aftur að þessar farþegatölur væru frá honum komnar - þvert á móti vissi hann ekki sjálfur á þeim tímapunkti, þegar símtalið fór fram, hverjar flutningstölurnar yrðu.Kristján Georg hefur rekið nokkra kampavínsklúbba þar sem Shooters er nú staðsettur í Austurstræti 12.Fréttablaðið/Anton BrinkÓmögulegt að ætla hvað gerist í höfði KristjánsSíðar var öðru sambærilegu símtali varpað upp þar sem aftur var minnst á væntanlegt uppgjör, sem Kristján Georg efaðist um að yrði gott. „Ég hafði ekki grænan grun um hvernig þetta uppgjör yrði,“ ítrekaði Kjartan. Uppgjörin eru yfirgripsmikil og er þar drepið á mörgum þáttum í rekstri Icelandair. „Uppgjör á einhverjum mánuði í leiðarkerfinu er bara input í þetta,“ sagði Kjartan og reyndi þannig að undirstrika hversu litlu máli hugsanleg vitneskja hans skipti í heildarsamhenginu. Þannig væri algjörlega ómögulegt að sögn Kjartans að lesa EBIDTu Icelandair út úr áætlunum um farþegafjölda. Þrátt fyrir að hafa upplýsingar um farþegatölur hefði hann enga aðkomu að gerð tekjuspár Icelandair - sem Kjartan ítrekaði reglulega við skýrslutökuna. Það var rétt hjá Kristjáni Georg að umrætt uppgjör Icelandair var ekki gott. Strax morguninn eftir hríðféll hlutabréfaverð í félaginu en engu að síður hagnaðist VIP Travel, félag Kristjáns Georgs, þökk sé valréttarsamningi. Áfram var tölvupóstum þeirra Kjartans og Kristjáns varpað upp þar sem rætt var um samninga og upphæðir. Kjartan átti þó fá svör sem fyrr og gat ekki varpað ljósi á samhengi ýmissa ummæla Kristjáns Georgs í póstunum, sem eins og áður segir eru nokkurra ára gamlir.Ég hef ekki hugmynd um hvað fer í gegnum hausinn á manni eins og Kristjáni. Saksóknari vakti þá máls á því að Kjartan í lok janúar 2017 fékk senda afkomuspá Icelandair fyrir fjórða ársfjórðung ársins 2016 frá Kristjáni Georg. Um svipað leyti hafði Kjartan tekið saman upplýsingar um áætlaða farþegaflutninga félagsins fyrir næstu mánuði, sem hann áframsendi á samstarfsmenn sína sem nýttu þær upplýsingar við gerð tekjuspár. Sama dag og Kristján áframsendi afkomuspána á Kjartan áttu þeir 12 mínútna langt símtal. Aðspurður um hvað þeir ræddu svo lengi sagðist Kjartan ekki muna það, en lengd símtalsins mætti eflaust skrifa á það að hann hafi reglulega hringt í Kristján til að drepa tímann þegar hann reykti. Tveimur dögum síðar gerði Kristján Georg valréttarsamning með bréf í Icelandair. Aftur þvertók Kjartan fyrir það að hafa haft nokkuð með þá ákvörðun Kristjáns að gera.Lögmennirnir Reimar Pétursson og Jónas Friðrik Jónsson í dómsal í morgun.Vísir/VilhelmMilljónir í bókahilluKjartan áframsendi síðan afkomuviðvörun Icelandair á Kristján, sem var birt að morgni 1. febrúar. Í svarpósti sínum skrifaði Kjartan: „Úff, hef ekkert talað við þig lengi. Gerðirðu eitthvað í þessu? Slæ á eftir.“ Kjartan gat ekki varpað ljósi á hvað hann átti við með þessum pósti. „Ég var bara í sjokki eins og allir, var nýbúinn að tapa tveimur milljónum á eigin bréfum í félaginu,“ sagði Kjartan. Saksóknari tjáði Kjartani þá að um þetta leyti hafi Kristján Georg og Kjartan Berg rakað að sér milljónahagnaði vegna samninga með bréf í Icelandair. Vakti saksóknari þá máls á því að við húsleit á heimili Kjartans hafi verið lagt hald á þrjár milljónir króna í reiðufé, sem fundust á bakvið bækur í bókahillur. Útskýrði Kjartan að þessi upphæð ætti uppruna sinn á námsárum hans í Japan, um væri að ræða blöndu af námslánum, kennaralaunum og brúðkaupsgjöfum. Það væri rík hefð í Japan fyrir að geyma reiðufé á heimilinu, hefð sem hann hafði tekið upp sjálfur vegna þess að hann vantreysti bönkum. Inn í þessar útskýringar fléttaðist upplifun Kjartans af því þegar hann var „gripinn á nærbuxunum, á afmælisdaginn minn „by the way“ og dreginn í yfirheyrslu.“ Þar sagðist honum hafa ljáðst að taka fram hvernig hann skipti japönsku jenunum sínum í íslenskar krónur. Hann hafi skautað hjá því vegna þess að hann vildi ekki koma félaga sínum, sem keypti jenin af honum, í klandur en á þeim tíma voru gjaldeyrishöft við lýði. Í lok skýrslu sinnar sagðist Kjartan hafa verið nokkuð meðvitaður um stöðu sína sem innherji hjá Icelandair. Hann hafi ekki mátt senda frá sér eða gefa með öðrum hætti frá sér „verðmetandi upplýsingar“ um félagið sem hann starfaði hjá.Ákærðu Kjartan, Kjartan Berg og Kristján skelltu sér saman á bardaga Gunnars Nelson í Belfast í lok árs 2016.Vísir/VilhelmViðskiptamaður ársinsVar þá röðin komin að fjárfestinum Kristjáni Georgi Jósteinssyni, sem beðinn var um að vera skýr og skorinortur enda hafði dagskrá aðalmeðferðarinnar dregist mjög. Hann byrjaði á því að lesa upp yfirlýsingu þar sem hann greindi frá bakgrunni sínum af fjármálagjörningum. Til að mynda hafi hann keypt sín fyrstu hlutabréf 17 ára gamall og tekið virkan þátt í fjárfestingum allar götur síðan. Til dæmis hafi hann tapað töluverðum fjármunum í tveimur bólum, netbólunni í upphafi aldarinnar og bankabólunni sem báðar sprungu með tilheyrandi tapi fyrir Kristján. Þegar uppgangur ferðaþjónustunnar hófst segist Kristján hafa viljað fjárfesta í geiranum og því hafi hann rennt hýru auga til Icelandair. Engu að síður hafi fjárhagurinn ekki boðið upp á miklar fjárfestingar á þeim tíma að sögn Kristjáns. Kunningi hans hafi þá sagt honum frá valréttarsamningum sem kröfðust ekki mikilla fjárútláta í upphafi - sem Kristján sagðist hafa að lokum gert með bréf í Icelandair. „Þú leggur lítið fram og ef allt þróast í rétta átt þá uppskerðu,“ útskýrði Kristján. „Þarna er ég kominn með leið til að græða fullt af peningum og hefjast þá miklar fjárfestingar,“ bætti hann við. Umfjöllun í fjölmiðlum um áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar hafi að sama skapi sannfært Kristján um að frekari fjármuni væri að finna með fjárfestingum í Icelandair. Allt kom þó fyrir ekki og segist Kristján hafa tapað töluverðu fé á nokkrum samningum, sem höfðu ekki gert ráð fyrir þeirri þróun hlutabréfaverðs sem síðar varð. Hann segist þó ekki hafa verið af baki dottinn. Hann, rétt eins og hann hafði gert allt frá upphafi, fylgdist áfram vel með þróun á hlutabréfamarkaði og gerði valréttarsamning sem kvað á um frekari lækkun á hlutabréfum Icelandair. Á þeim samningi segist Kristján hafa grætt um 6 milljónir. Hann segjast hafa talið að áfram yrðu blikur á lofti hjá Icelandair, ekki síst með fregnum af stóraukinni samkeppni frá WOW air - sem Skúli Mogensen tilkynnti glaðbeittur á síðum vefmiðlanna. „Þetta mun örugglega ekki hafa góð áhrif á bréf Icelandair,“ segist Kristján hafa hugsað með sér og ekki bætti úr skák þegar Skúli var valinn viðskiptamaður ársins. „Eitthvað er hann að gera rétt.“Kristján Georg segir það hafa haft áhrif á sig þegar Skúli Mogensen var valinn viðskiptamaður ársins.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonSímtal á hlaupabrettinu í World ClassÞví hafi Kristján veðjað að Icelandair myndi ekki senda frá sér góð ársfjórðungsuppgjör - sem kom á daginn - og fyrir vikið segist Kristján hafa hagnast gríðarlega. Hann segist hafa tjáð félaga sínum, Kjartani Bergi Jónssyni, frá þessum gjörningum sínum. Á hann þá að hafa spurt Kristján hvort hann gæti sjálfur gert slíkan samning, sem Kristján segist hafa efast um því Kjartan væri ekki fagfjárfestir og taldi þannig litlar líkur á að nokkur banki myndi aðstoða hann við gerð valréttarsamnings. Kjartani Bergi tókst engu að síður að gera slíkan samning að sögn Kristjáns. Það var síðan á hlaupabrettinu í World Class sem Kristján segist hafa fengið símtal þess efnis frá verðbréfamiðlara að rétt væri að innleysa valréttasamninga sína og græða stórfé fyrir vikið. Í framhaldinu segist Kristján hafa hringt í Kjartan Berg og aðstoðað hann við að gera slíkt hið saman. Kristján sagðist alls hafa gert 16 viðskipti með samninga með bréf í Icelandair á um 18 mánaða tímabili. Það hafi verið eina félagið sem hann stundaði viðskipti með, af þeirri einföldu ástæðu að Icelandair hafi verið „eina félagið með veltu“, eins og Kristján orðaði það. Auk þess hafi borist reglulegar fréttir af ferðaþjónustunni, nýjum áfangastöðum og fjölgun ferðamanna, sem auðveldar hafi verið að fylgjast með en „einhverju um kjúklingavinnslu hjá Marel," sagði Kristjáni. Hann ítrekaði jafnframt sakleysi sitt í málinu. „Ég hef aldrei fengið neinar ráðleggingar frá Kjartani Jónssyni, allar ákvarðanir eru teknir á mína ábyrgð og út á forsendur sem ég var að gefa mér,“ sagði Kristján og bætti við: „Það má geta þess að bankarnir eru hættir að veita þessa valréttarsamninga fyrir eitt félag í Kauphöllinni - Icelandair - vegna þess að sveiflurnar á gengi félagsins eru svo miklar.“Finnur Þór Vilhjálmsson sækir málið fyrir embætti héraðssaksóknara.Vísir/VilhelmSvaka góðar flutningstölurSaksóknari spurði Kristján þá hvers vegna, í ljósi þess að hann tæki allar sínar ákvarðanir sjálfur, hann hafi þá fengið sendar upplýsingar frá Kjartani um ýmsar vendingar innan úr Icelandair. Sagði Kristján þá að hann hafi um þetta leyti verið að hugsa um að fjárfesta í hóteli. Því hafi hann viljað vita hvort von væri á fleiri ferðamönnum til landsins - og um leið hvort þörf væri á fleiri hótelum. Var Kristján því næst spurður út í einstaka valréttarsamninga og hvað réði því að þeir voru gerðir. Svör hans voru einföld og í samræmi við fyrri yfirlýsingar: Hann hafi fylgst vel með fréttum af ferðamannaiðnaðinum og engar upplýsingar fengið frá Kjartani. Að öðru leyti mundi hann lítið eftir einstaka setningum eða samhengi tiltekinna tölvupósta sem sendir voru fyrir rúmum 3 árum síðan. Aðspurður um hvers vegna hann hafi sent tölvupósta á fyrrnefnda Hotmail-reikning Kjartans en ekki á vinnunetfangið hans sagði Kristján að ekki ætti að lesa of mikið úr því. Þeir ættu í samskiptum í gegnum mörg tölvupóstföng, hann sjálfur væri með um 6 til 7 póstföng. Vísaði saksóknari þá í samskipti Kjartans og Kristjáns, degi áður en hann gerir fyrsta valréttarsamning sinn með bréf í Icelandair. Kristján sagði að þau samskipti hefðu ekkert haft með ákvörðun sína að gera. Hann hafi lengi ætlað að fjárfesta í Icelandair, bréfin hefðu rokið upp mánuðina áður og hann hafi lengi pirrað sig á að vera ekki „löngu kominn inn í Icelandair“. Kristján var þá spurður um hinar væntanlegu, „svaka góðu“ flutningstölur sem hann minntist á í símtali sínu við verðbréfamiðlara og áður hefur verið drepið á. „Ég hafði ekki hugmynd um þær, ég var bara að reyna að sannfæra hann um að koma með betri samning,“ sagði Kristján og bætti við að það hafi því verið tilviljun að flutningstölur Icelandair, sem birtust nokkrum dögum síðar, hafi einmitt verið svaka góðar - „bara eins og flutningstölur fyrri mánaða höfðu einnig verið,“ undirstrikaði Kristján. „Það var allt í rosa swingi [...] allar flutningstölur voru góðar". Kristján sagði jafnframt að Kjartan heðfi ekki átt hlutdeild í neinum hagnaði sem varð til með valréttarsamningaviðskiptum. „Hann kom ekki nálægt þessum samningum. Ég hef lengi verið virkur fjárfestir. Ég er maður sem er tilbúinn að taka miklar áhættur og ég er ekkert að blanda öðru fólki í þær.“„Kjartan ekki maður sem tekur áhættur“Aðspurður um hvað það átti þá að þýða að Kjartan hafi í tölvupóstum spurt Kristján um valréttarsamninga, hagnað og persónulega áhættu sína hafði Kristján fá svör. Hann myndi lítið eftir þessum samskiptum og áætlaði að þarna væri líklega um brandara að ræða. „Kjartan er ekki maður sem tekur áhættur, það er bara genetískt hjá honum.“ Þegar þeir færu til að mynda saman í spilavíti reyndi Kjartan hvað hann gæti til að draga Kristján út úr því aftur. Barst þá fyrrnefnd afkomuspá Icelandair fyrir fjórða ársfjórðung ársins 2016 í tal. Kristján sagði að engin sérstök ástæða hafi búið að baki því að hann áframsendi afkomuspána á Kjartan. Einni mínútu eftir að svar barst frá Kjartan, þess efnis að þeir þyrftu að ræða saman, áttu þeir Kristján um 20 mínútna langt símtal, sem Kristján gat þó ekki greint nánar frá. Hann vissi þó að Kjartan ætti það til að tala við hann þegar hann tók sér reykingarpásur, það kynni að útskýra lengd símtalsins. Þegar afkomuviðvörun Icelandair var send þann 1. febrúar árið 2017, sem varð til þess að Kjartan sendi Kristjáni fyrrnefndan „Úff“-tölvupóst og spurðist fyrir um hvort „hann hefði gert eitthvað í málinu“, hafði Kjartan ekki neinar upplýsingar um hinn opna valréttarsamning sem Kristján var með í Icelandair á þeim tímapunkti, að sögn Kristjáns. Sama dag, eftir símtal á hlaupabrettinu, innleysti Kristján þennan samning og aðstoðaði Kjartan Berg að gera slíkt hið sama, eins og áður hefur verið drepið á. Að þeim viðskiptum loknum sendi Kristján innherjanum Kjartani tölvupóst þar sem hann sagði að viðtakandi væri að „gera góða hluti með nýja settinu.“ Aðspurður um til hvaða „setts“ hann væri að vísa taldi Kristján að um væri að ræða golfsett. Kjartan hafi spilað marga lélega hringi um þetta leyti og var farinn að kenna kylfunum um. Gengið hafi snarbatnað eftir að hið nýja sett var komið til sögunnar. Þrátt fyrir ítrekanir Kristjáns um að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá Kjartani um stöðu Icelandair sagðist hann þó hafa reglulega rætt um viðskipti sín með bréf í félaginu. Hann hafi til að mynda tjáð honum að hann hafi á einhverjum tímapunkti veðjað að bréf í félaginu myndi lækka. Hann sagðist þó ekki hafa gert sér grein fyrir að Kjartan væri innherji hjá Icelandair. Sett væri golfsettSama dag, eftir símtal á hlaupabrettinu, innleysti Kristján þennan samning og aðstoðaði Kjartan Berg að gera slíkt hið sama, með myljandi hagnaði eins og áður hefur verið drepið á. Að þeim viðskiptum loknum sendi Kristján innherjanum Kjartani tölvupóst þar sem hann sagði að viðtakandi væri að „gera góða hluti með nýja settinu.“ Aðspurður um til hvaða „setts“ hann væri að vísa taldi Kristján að um væri að ræða golfsett. Kjartan hafi spilað marga lélega hringi um þetta leyti og var farinn að kenna kylfunum um. Gengið hafi snarbatnað eftir að hið nýja sett var komið til sögunnar. Þá varpaði saksóknari upp skjáskoti úr Excel-útreikningum, sem fengið var úr tölvu Kristjáns Georgs eftir húsleit á heimili hans. Útreikningarnir sýndu hvernig Kristján ráðstafaði hagnaði af einum valréttarsamningi. Mátti þar meðal annars sjá að hann hygðist nota hluta upphæðarinnar, 2 ,5 milljónir, til að greiða skuld við „Kjarra.“ Aðspurður um hver það væri sagði Kristján að um væri að ræða Kjartan Berg. Það þótti saksóknara óþægileg staðreynd fyrir Kristján því að í yfirheyrslum hafði hann neitað fyrir að hafa átt í viðskiptasambandi við Kjartan Berg. Til að mynda hafi hann sérstaklega tekið fyrir að hann skuldaði Kjartani Berg nokkurn pening. Sagði Kristján þá að peningurinn væri tilkominn vegna viðgerða á húsi sínu, sem Kjartan Bergur hafi lánað honum fyrir. Skýrslutöku yfir Kjartani Jónssyni og Kristjáni Georgi er lokið. Næstur í skýrslutöku er Kjartan Bergur. Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Gunnar Nelson, milljónir í bókahillu, íslenskumenntun og afmælisdagur á nærbuxunum er meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferðina í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. Hinir ákærðu í málinu, þeir Kristján Georg Jósteinsson, Kjartan Jónsson og Kjartan Bergur Jónsson (framvegis Kjartan Bergur til aðgreiningar) gáfu allir skýrslu í dag en þeir höfðu áður neitað sök í málinu. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti á árunum 2015 til 2017. Talið er að þeir hafi notfært sér upplýsingar frá Kjartani, sem hafði stöðu fruminnherja, í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Á tímabili brota samkvæmt ákæru gegndi Kjartan starfi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair, sem er hluti af fyrirtækjasamstæðu móðurfelagsins Icelandair Group hf. Hann var skilgreindur í hopi lykilstarfsmanna og skráður fruminnherji í móðurfélaginu. Kristján Georg er fyrrverandi eigandi félagsins Fastreks, sem hét áður VIP Travel. Félagið er einnig ákært í málinu en viðskiptin með hlutabréfin voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Þá á hann að baki átján mánaða dóm fyrir rekstur pókerstaðar í Skeifunni. Nánar má fræðast um fléttuna hér. Kjartan Jónsson hafði sem fruminnherji aðgang að lykilupplýsingum hjá Icelandair Group.Vísir/Vilhelm Yfirgáfu salinn og tilmæli til fjölmiðla Dómari ákvað að það fyrirkomulag yrði við skýrslutöku í dómsal að á meðan hver og einn gæfi skýrslu fyrir dómnum yrði hinum ákærðu gert að yfirgefa salinn. Verjandi eins ákærðu gerði alvarlegar athugasemdir við það fyrirkomulag og spurði dómara hvort þetta væri kæranleg ákvörðun. Dómari þvertók fyrir það og við sat. Verjendur mannanna létu þó allir bóka andmæli sín við fyrirkomulagið. Dómari bað jafnframt fjölmiðlamenn sem sátu aðalmeðferðina að taka mið af þessu fyrirkomulagi í fréttaflutningi sínum, birta ekki fyrstu fréttir fyrr en skýrslutöku yfir öllum þremur væri lokið þannig að hinir ákærðu gætu ekki aðlagað framburð sinn að því sem þeir læsu í vefmiðlum. Ísland - Kína - Japan Innherjinn Kjartan Jónsson gaf fyrstur skýrslu. Í nokkuð ítarlegu máli rak hann starfs- og námsferil sinn, allt frá því að hann lauk gráðu í íslenskri málfræði árið 1996 til dagsins í dag. Hann lýsti því að eftir að hafa lokið kínverskunámi í Sjanghæ og meistaranámi í Japan. Hafi hann að endingu fengið starf hjá Icelandair, þar sem hann vann sig fljótt upp í starf leiðarkerfisstjóra. Ég fór þó aldrei ofar í röðinni og hef alltaf litið á mig sem venjulegan launamann Þrátt fyrir að hafa keypt hlutabréf í Icelandair árið 2012 sagðist Kjartan aldrei hafa verið drifinn áfram af græðgi. „Veraldleg gæði hafa aldrei skipt mig máli,“ sagði Kjartan og bætti við því til staðfestingar að fyrsta bílinn sinn, sem hann keypti 32 ára gamall, hafi hann gefið á dögunum. „Ég vildi aðeins gera það besta fyrir mitt fyrirtæki.“Kjartan segist vakna á morgnana og bíða eftir að dagurinn klárist.Vísir/VilhelmÚtilokar að fá starf hérlendisKjartan lýsti því jafnframt hversu erfiðir honum hafi þótt síðustu 19 mánuðir, þegar fyrstu fregnir af málinu birtustu í fjölmiðlum, hafi verið sér mjög erfiðir. „Þetta var fjölmiðlaumfjöllun sem ég gat ekki svarað fyrir.“ Hann óttast jafnframt að eftir ákæruna muni hann eiga erfitt með að fá starf í fluggeiranum. „Það eru allir búnir að frétta af þessu og ég er því bara búinn. Ég er búinn á flugmarkaðnum,“ sagði Kjartan og bætti við að hann efaðist hreinlega um að hann gæti nokkurn tímann fengið starf hjá íslensku stórfyrirtæki aftur. Ákæran hafi jafnframt haft áhrif á hans persónulegu hagi. Það sé búið að sparka honum úr golfhóp, sem hann stofnaði sjálfur, og nú standi hann eftir barnlaus og fjölskyldulaus. „Þegar maður vaknar á morgnanna hefur maður beðið eftir því að dagurinn klárist. Það er því ákveðinn feginleiki að vera kominn hingað," sagði Kjartan.Íslenskumenntunin kom að góðum notumSaksóknari spurði Kjartan hvernig sambandi hans og Kristjáns Georgs væri háttað. Kjartan sagði þá hafa þekkst síðan úr barnæsku, þegar þeir voru báðir í Ölduselsskóla. Aðspurður um hvort þeir hafi átt tíð samskipti á þeim tíma sem ákæran tekur til sagði Kjartan: „Nú er ég íslenskufræðingur og segi því að hægt er að skilja orðið títt á ansi margan hátt.“ Niðurstaðan var að endingu sú að þeir Kjartan og Kristján hafi hringst á, við og við. Í þessum samtölum kom fram að Kristján ætti í viðskiptum með bréf í Icelandair.Kjartan segist hafa litið á sjálfan sig sem almennan launamann hjá Icelandair.vísir/vilhelmGunnar Nelson örlagavaldurKjartan segist hafa kynnst Kjartani Bergi fyrir hálfgerða tilviljun. Hann hafi frétt af lausum miðum á bardagakvöld með Gunnari Nelson, sem fram fór í Belfast í lok árs 2016. Þar lágu leiðir þeirra nafna fyrst saman. Í þeirri ferð var Kristján Georg sömuleiðis. Saksóknari spurði hvort Kjartan Bergur hafi verið meðvitaður um að Kjartan væri starfsmaður Icelandair. Eftir töluvert þref, til að mynda vangaveltur um hvort það væri ekki eðlilegt að menn spyrðu ekkert endilega um atvinnu kunningja sinna, játaði Kjartan að nafni hans Bergur hafi vitað að Kjartan starfaði hjá Icelandair.Hotmail-tölvupósturKjartan neitaði staðfastlega að hafa rætt um stöðu eða horfur í rekstri Icelandair við Kristján Georg. Að sama skapi neitaði hann að hafa gefið Kristjáni upplýsingar um hvað kæmi fram í ársfjórðunguppgjöri sem var í vændum. Varpaði saksóknari þá upp tölvupósti, sem Kristján Georg sendi á „hotmail“-netfang Kjartans, en ekki vinnupóstfangið hans hjá Icelandair. Aðspurður hvað kynni að útskýra valið á þessu póstfangi hafði Kjartan fá svör. Fyrsta línan í svarpósti Kjartans við skeyti Kristjáns voru orðin „Skil þig“ og var hann spurður til hvers hann vísaði. Kjartan sagðist lítið muna eftir pósti sem sendur var fyrir fjórum árum síðan. „Mér sýnist þetta helst líkjast einhverju djóki.“ Daginn eftir tölvupóstsamskiptin við Kjartan bætti Kristján Georg við sig hlutum í Icelandair. Næst varpaði saksóknari upp upprituðu símtali, milli Kristjáns Georgs og verðbréfamiðlara hjá Landsbankanum. Í símtalinu sagði Kristján Georg að það væru að „koma svaka, svaka fínar tölur“ og vísaði þar til fjöldaupplýsinga um farþegaflutninga Icelandair. Kjartan neitaði aftur að þessar farþegatölur væru frá honum komnar - þvert á móti vissi hann ekki sjálfur á þeim tímapunkti, þegar símtalið fór fram, hverjar flutningstölurnar yrðu.Kristján Georg hefur rekið nokkra kampavínsklúbba þar sem Shooters er nú staðsettur í Austurstræti 12.Fréttablaðið/Anton BrinkÓmögulegt að ætla hvað gerist í höfði KristjánsSíðar var öðru sambærilegu símtali varpað upp þar sem aftur var minnst á væntanlegt uppgjör, sem Kristján Georg efaðist um að yrði gott. „Ég hafði ekki grænan grun um hvernig þetta uppgjör yrði,“ ítrekaði Kjartan. Uppgjörin eru yfirgripsmikil og er þar drepið á mörgum þáttum í rekstri Icelandair. „Uppgjör á einhverjum mánuði í leiðarkerfinu er bara input í þetta,“ sagði Kjartan og reyndi þannig að undirstrika hversu litlu máli hugsanleg vitneskja hans skipti í heildarsamhenginu. Þannig væri algjörlega ómögulegt að sögn Kjartans að lesa EBIDTu Icelandair út úr áætlunum um farþegafjölda. Þrátt fyrir að hafa upplýsingar um farþegatölur hefði hann enga aðkomu að gerð tekjuspár Icelandair - sem Kjartan ítrekaði reglulega við skýrslutökuna. Það var rétt hjá Kristjáni Georg að umrætt uppgjör Icelandair var ekki gott. Strax morguninn eftir hríðféll hlutabréfaverð í félaginu en engu að síður hagnaðist VIP Travel, félag Kristjáns Georgs, þökk sé valréttarsamningi. Áfram var tölvupóstum þeirra Kjartans og Kristjáns varpað upp þar sem rætt var um samninga og upphæðir. Kjartan átti þó fá svör sem fyrr og gat ekki varpað ljósi á samhengi ýmissa ummæla Kristjáns Georgs í póstunum, sem eins og áður segir eru nokkurra ára gamlir.Ég hef ekki hugmynd um hvað fer í gegnum hausinn á manni eins og Kristjáni. Saksóknari vakti þá máls á því að Kjartan í lok janúar 2017 fékk senda afkomuspá Icelandair fyrir fjórða ársfjórðung ársins 2016 frá Kristjáni Georg. Um svipað leyti hafði Kjartan tekið saman upplýsingar um áætlaða farþegaflutninga félagsins fyrir næstu mánuði, sem hann áframsendi á samstarfsmenn sína sem nýttu þær upplýsingar við gerð tekjuspár. Sama dag og Kristján áframsendi afkomuspána á Kjartan áttu þeir 12 mínútna langt símtal. Aðspurður um hvað þeir ræddu svo lengi sagðist Kjartan ekki muna það, en lengd símtalsins mætti eflaust skrifa á það að hann hafi reglulega hringt í Kristján til að drepa tímann þegar hann reykti. Tveimur dögum síðar gerði Kristján Georg valréttarsamning með bréf í Icelandair. Aftur þvertók Kjartan fyrir það að hafa haft nokkuð með þá ákvörðun Kristjáns að gera.Lögmennirnir Reimar Pétursson og Jónas Friðrik Jónsson í dómsal í morgun.Vísir/VilhelmMilljónir í bókahilluKjartan áframsendi síðan afkomuviðvörun Icelandair á Kristján, sem var birt að morgni 1. febrúar. Í svarpósti sínum skrifaði Kjartan: „Úff, hef ekkert talað við þig lengi. Gerðirðu eitthvað í þessu? Slæ á eftir.“ Kjartan gat ekki varpað ljósi á hvað hann átti við með þessum pósti. „Ég var bara í sjokki eins og allir, var nýbúinn að tapa tveimur milljónum á eigin bréfum í félaginu,“ sagði Kjartan. Saksóknari tjáði Kjartani þá að um þetta leyti hafi Kristján Georg og Kjartan Berg rakað að sér milljónahagnaði vegna samninga með bréf í Icelandair. Vakti saksóknari þá máls á því að við húsleit á heimili Kjartans hafi verið lagt hald á þrjár milljónir króna í reiðufé, sem fundust á bakvið bækur í bókahillur. Útskýrði Kjartan að þessi upphæð ætti uppruna sinn á námsárum hans í Japan, um væri að ræða blöndu af námslánum, kennaralaunum og brúðkaupsgjöfum. Það væri rík hefð í Japan fyrir að geyma reiðufé á heimilinu, hefð sem hann hafði tekið upp sjálfur vegna þess að hann vantreysti bönkum. Inn í þessar útskýringar fléttaðist upplifun Kjartans af því þegar hann var „gripinn á nærbuxunum, á afmælisdaginn minn „by the way“ og dreginn í yfirheyrslu.“ Þar sagðist honum hafa ljáðst að taka fram hvernig hann skipti japönsku jenunum sínum í íslenskar krónur. Hann hafi skautað hjá því vegna þess að hann vildi ekki koma félaga sínum, sem keypti jenin af honum, í klandur en á þeim tíma voru gjaldeyrishöft við lýði. Í lok skýrslu sinnar sagðist Kjartan hafa verið nokkuð meðvitaður um stöðu sína sem innherji hjá Icelandair. Hann hafi ekki mátt senda frá sér eða gefa með öðrum hætti frá sér „verðmetandi upplýsingar“ um félagið sem hann starfaði hjá.Ákærðu Kjartan, Kjartan Berg og Kristján skelltu sér saman á bardaga Gunnars Nelson í Belfast í lok árs 2016.Vísir/VilhelmViðskiptamaður ársinsVar þá röðin komin að fjárfestinum Kristjáni Georgi Jósteinssyni, sem beðinn var um að vera skýr og skorinortur enda hafði dagskrá aðalmeðferðarinnar dregist mjög. Hann byrjaði á því að lesa upp yfirlýsingu þar sem hann greindi frá bakgrunni sínum af fjármálagjörningum. Til að mynda hafi hann keypt sín fyrstu hlutabréf 17 ára gamall og tekið virkan þátt í fjárfestingum allar götur síðan. Til dæmis hafi hann tapað töluverðum fjármunum í tveimur bólum, netbólunni í upphafi aldarinnar og bankabólunni sem báðar sprungu með tilheyrandi tapi fyrir Kristján. Þegar uppgangur ferðaþjónustunnar hófst segist Kristján hafa viljað fjárfesta í geiranum og því hafi hann rennt hýru auga til Icelandair. Engu að síður hafi fjárhagurinn ekki boðið upp á miklar fjárfestingar á þeim tíma að sögn Kristjáns. Kunningi hans hafi þá sagt honum frá valréttarsamningum sem kröfðust ekki mikilla fjárútláta í upphafi - sem Kristján sagðist hafa að lokum gert með bréf í Icelandair. „Þú leggur lítið fram og ef allt þróast í rétta átt þá uppskerðu,“ útskýrði Kristján. „Þarna er ég kominn með leið til að græða fullt af peningum og hefjast þá miklar fjárfestingar,“ bætti hann við. Umfjöllun í fjölmiðlum um áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar hafi að sama skapi sannfært Kristján um að frekari fjármuni væri að finna með fjárfestingum í Icelandair. Allt kom þó fyrir ekki og segist Kristján hafa tapað töluverðu fé á nokkrum samningum, sem höfðu ekki gert ráð fyrir þeirri þróun hlutabréfaverðs sem síðar varð. Hann segist þó ekki hafa verið af baki dottinn. Hann, rétt eins og hann hafði gert allt frá upphafi, fylgdist áfram vel með þróun á hlutabréfamarkaði og gerði valréttarsamning sem kvað á um frekari lækkun á hlutabréfum Icelandair. Á þeim samningi segist Kristján hafa grætt um 6 milljónir. Hann segjast hafa talið að áfram yrðu blikur á lofti hjá Icelandair, ekki síst með fregnum af stóraukinni samkeppni frá WOW air - sem Skúli Mogensen tilkynnti glaðbeittur á síðum vefmiðlanna. „Þetta mun örugglega ekki hafa góð áhrif á bréf Icelandair,“ segist Kristján hafa hugsað með sér og ekki bætti úr skák þegar Skúli var valinn viðskiptamaður ársins. „Eitthvað er hann að gera rétt.“Kristján Georg segir það hafa haft áhrif á sig þegar Skúli Mogensen var valinn viðskiptamaður ársins.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonSímtal á hlaupabrettinu í World ClassÞví hafi Kristján veðjað að Icelandair myndi ekki senda frá sér góð ársfjórðungsuppgjör - sem kom á daginn - og fyrir vikið segist Kristján hafa hagnast gríðarlega. Hann segist hafa tjáð félaga sínum, Kjartani Bergi Jónssyni, frá þessum gjörningum sínum. Á hann þá að hafa spurt Kristján hvort hann gæti sjálfur gert slíkan samning, sem Kristján segist hafa efast um því Kjartan væri ekki fagfjárfestir og taldi þannig litlar líkur á að nokkur banki myndi aðstoða hann við gerð valréttarsamnings. Kjartani Bergi tókst engu að síður að gera slíkan samning að sögn Kristjáns. Það var síðan á hlaupabrettinu í World Class sem Kristján segist hafa fengið símtal þess efnis frá verðbréfamiðlara að rétt væri að innleysa valréttasamninga sína og græða stórfé fyrir vikið. Í framhaldinu segist Kristján hafa hringt í Kjartan Berg og aðstoðað hann við að gera slíkt hið saman. Kristján sagðist alls hafa gert 16 viðskipti með samninga með bréf í Icelandair á um 18 mánaða tímabili. Það hafi verið eina félagið sem hann stundaði viðskipti með, af þeirri einföldu ástæðu að Icelandair hafi verið „eina félagið með veltu“, eins og Kristján orðaði það. Auk þess hafi borist reglulegar fréttir af ferðaþjónustunni, nýjum áfangastöðum og fjölgun ferðamanna, sem auðveldar hafi verið að fylgjast með en „einhverju um kjúklingavinnslu hjá Marel," sagði Kristjáni. Hann ítrekaði jafnframt sakleysi sitt í málinu. „Ég hef aldrei fengið neinar ráðleggingar frá Kjartani Jónssyni, allar ákvarðanir eru teknir á mína ábyrgð og út á forsendur sem ég var að gefa mér,“ sagði Kristján og bætti við: „Það má geta þess að bankarnir eru hættir að veita þessa valréttarsamninga fyrir eitt félag í Kauphöllinni - Icelandair - vegna þess að sveiflurnar á gengi félagsins eru svo miklar.“Finnur Þór Vilhjálmsson sækir málið fyrir embætti héraðssaksóknara.Vísir/VilhelmSvaka góðar flutningstölurSaksóknari spurði Kristján þá hvers vegna, í ljósi þess að hann tæki allar sínar ákvarðanir sjálfur, hann hafi þá fengið sendar upplýsingar frá Kjartani um ýmsar vendingar innan úr Icelandair. Sagði Kristján þá að hann hafi um þetta leyti verið að hugsa um að fjárfesta í hóteli. Því hafi hann viljað vita hvort von væri á fleiri ferðamönnum til landsins - og um leið hvort þörf væri á fleiri hótelum. Var Kristján því næst spurður út í einstaka valréttarsamninga og hvað réði því að þeir voru gerðir. Svör hans voru einföld og í samræmi við fyrri yfirlýsingar: Hann hafi fylgst vel með fréttum af ferðamannaiðnaðinum og engar upplýsingar fengið frá Kjartani. Að öðru leyti mundi hann lítið eftir einstaka setningum eða samhengi tiltekinna tölvupósta sem sendir voru fyrir rúmum 3 árum síðan. Aðspurður um hvers vegna hann hafi sent tölvupósta á fyrrnefnda Hotmail-reikning Kjartans en ekki á vinnunetfangið hans sagði Kristján að ekki ætti að lesa of mikið úr því. Þeir ættu í samskiptum í gegnum mörg tölvupóstföng, hann sjálfur væri með um 6 til 7 póstföng. Vísaði saksóknari þá í samskipti Kjartans og Kristjáns, degi áður en hann gerir fyrsta valréttarsamning sinn með bréf í Icelandair. Kristján sagði að þau samskipti hefðu ekkert haft með ákvörðun sína að gera. Hann hafi lengi ætlað að fjárfesta í Icelandair, bréfin hefðu rokið upp mánuðina áður og hann hafi lengi pirrað sig á að vera ekki „löngu kominn inn í Icelandair“. Kristján var þá spurður um hinar væntanlegu, „svaka góðu“ flutningstölur sem hann minntist á í símtali sínu við verðbréfamiðlara og áður hefur verið drepið á. „Ég hafði ekki hugmynd um þær, ég var bara að reyna að sannfæra hann um að koma með betri samning,“ sagði Kristján og bætti við að það hafi því verið tilviljun að flutningstölur Icelandair, sem birtust nokkrum dögum síðar, hafi einmitt verið svaka góðar - „bara eins og flutningstölur fyrri mánaða höfðu einnig verið,“ undirstrikaði Kristján. „Það var allt í rosa swingi [...] allar flutningstölur voru góðar". Kristján sagði jafnframt að Kjartan heðfi ekki átt hlutdeild í neinum hagnaði sem varð til með valréttarsamningaviðskiptum. „Hann kom ekki nálægt þessum samningum. Ég hef lengi verið virkur fjárfestir. Ég er maður sem er tilbúinn að taka miklar áhættur og ég er ekkert að blanda öðru fólki í þær.“„Kjartan ekki maður sem tekur áhættur“Aðspurður um hvað það átti þá að þýða að Kjartan hafi í tölvupóstum spurt Kristján um valréttarsamninga, hagnað og persónulega áhættu sína hafði Kristján fá svör. Hann myndi lítið eftir þessum samskiptum og áætlaði að þarna væri líklega um brandara að ræða. „Kjartan er ekki maður sem tekur áhættur, það er bara genetískt hjá honum.“ Þegar þeir færu til að mynda saman í spilavíti reyndi Kjartan hvað hann gæti til að draga Kristján út úr því aftur. Barst þá fyrrnefnd afkomuspá Icelandair fyrir fjórða ársfjórðung ársins 2016 í tal. Kristján sagði að engin sérstök ástæða hafi búið að baki því að hann áframsendi afkomuspána á Kjartan. Einni mínútu eftir að svar barst frá Kjartan, þess efnis að þeir þyrftu að ræða saman, áttu þeir Kristján um 20 mínútna langt símtal, sem Kristján gat þó ekki greint nánar frá. Hann vissi þó að Kjartan ætti það til að tala við hann þegar hann tók sér reykingarpásur, það kynni að útskýra lengd símtalsins. Þegar afkomuviðvörun Icelandair var send þann 1. febrúar árið 2017, sem varð til þess að Kjartan sendi Kristjáni fyrrnefndan „Úff“-tölvupóst og spurðist fyrir um hvort „hann hefði gert eitthvað í málinu“, hafði Kjartan ekki neinar upplýsingar um hinn opna valréttarsamning sem Kristján var með í Icelandair á þeim tímapunkti, að sögn Kristjáns. Sama dag, eftir símtal á hlaupabrettinu, innleysti Kristján þennan samning og aðstoðaði Kjartan Berg að gera slíkt hið sama, eins og áður hefur verið drepið á. Að þeim viðskiptum loknum sendi Kristján innherjanum Kjartani tölvupóst þar sem hann sagði að viðtakandi væri að „gera góða hluti með nýja settinu.“ Aðspurður um til hvaða „setts“ hann væri að vísa taldi Kristján að um væri að ræða golfsett. Kjartan hafi spilað marga lélega hringi um þetta leyti og var farinn að kenna kylfunum um. Gengið hafi snarbatnað eftir að hið nýja sett var komið til sögunnar. Þrátt fyrir ítrekanir Kristjáns um að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá Kjartani um stöðu Icelandair sagðist hann þó hafa reglulega rætt um viðskipti sín með bréf í félaginu. Hann hafi til að mynda tjáð honum að hann hafi á einhverjum tímapunkti veðjað að bréf í félaginu myndi lækka. Hann sagðist þó ekki hafa gert sér grein fyrir að Kjartan væri innherji hjá Icelandair. Sett væri golfsettSama dag, eftir símtal á hlaupabrettinu, innleysti Kristján þennan samning og aðstoðaði Kjartan Berg að gera slíkt hið sama, með myljandi hagnaði eins og áður hefur verið drepið á. Að þeim viðskiptum loknum sendi Kristján innherjanum Kjartani tölvupóst þar sem hann sagði að viðtakandi væri að „gera góða hluti með nýja settinu.“ Aðspurður um til hvaða „setts“ hann væri að vísa taldi Kristján að um væri að ræða golfsett. Kjartan hafi spilað marga lélega hringi um þetta leyti og var farinn að kenna kylfunum um. Gengið hafi snarbatnað eftir að hið nýja sett var komið til sögunnar. Þá varpaði saksóknari upp skjáskoti úr Excel-útreikningum, sem fengið var úr tölvu Kristjáns Georgs eftir húsleit á heimili hans. Útreikningarnir sýndu hvernig Kristján ráðstafaði hagnaði af einum valréttarsamningi. Mátti þar meðal annars sjá að hann hygðist nota hluta upphæðarinnar, 2 ,5 milljónir, til að greiða skuld við „Kjarra.“ Aðspurður um hver það væri sagði Kristján að um væri að ræða Kjartan Berg. Það þótti saksóknara óþægileg staðreynd fyrir Kristján því að í yfirheyrslum hafði hann neitað fyrir að hafa átt í viðskiptasambandi við Kjartan Berg. Til að mynda hafi hann sérstaklega tekið fyrir að hann skuldaði Kjartani Berg nokkurn pening. Sagði Kristján þá að peningurinn væri tilkominn vegna viðgerða á húsi sínu, sem Kjartan Bergur hafi lánað honum fyrir. Skýrslutöku yfir Kjartani Jónssyni og Kristjáni Georgi er lokið. Næstur í skýrslutöku er Kjartan Bergur.
Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira