Ísland veðjar á þessa fimm afreksþjálfara fyrir framtíðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 17:30 Þessi fimm eru á leiðinni til Noregs en þau eru Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, Hermann Þór Haraldsson, Jón Gunnlaugur Viggósson, Haukur Már Ólafsson og Finnur Freyr Stefánsson. Mynd/ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur átt fulltrúa í norrænni nefnd um þjálfaramenntun og þróun hennar í allmörg ár. Af því tilefni hefur sambandið veðjað á fimm afreksþjálfara sem fá tækifæri til að sækja sér reynslu og menntun fyrir framtíðina. Framtíðarþjálfararnir í ár koma úr handbolta, körfubolta, golfi, íþróttum fatlaðra og sundi. Að þessu sinni var þar enginn fótboltaþjálfari, fimleikaþjálfari eða frjálsíþróttaþjálfari svo einhverjar íþróttagreinar séu nefndar. Nefndin er nú með verkefni í gangi þar sem fimm afreksþjálfarar frá hverju landi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi fá sérstaka fræðslu, bæði í sínum heimalöndum og svo á tveggja daga fræðslufundi í Olympiatoppen í Noregi í lok janúar. Íslensku þjálfararnir sem taka þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands eru þau Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir (Sundsamband Íslands-SSÍ), Finnur Freyr Stefánsson (Körfuknattleikssamband Íslands-KKÍ), Haukur Már Ólafsson (Golfsamband Íslands-GSÍ), Hermann Þór Haraldsson (Íþróttasamband fatlaðra-ÍF) og Jón Gunnlaugur Viggósson (Handknattleikssamband Íslands-HSÍ). Þjálfararnir fimm sátu fræðslufund í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal föstudaginn 18. janúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Fyrirlesarar á fræðslufundinum á dögunum voru þeir Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Daði Rafnsson íþróttasálfræðingur. Fulltrúi ÍSÍ í norrænu nefndinni er Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri og mun hann fara með þjálfarahópnum til Noregs seinna í þessum mánuði. Íþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur átt fulltrúa í norrænni nefnd um þjálfaramenntun og þróun hennar í allmörg ár. Af því tilefni hefur sambandið veðjað á fimm afreksþjálfara sem fá tækifæri til að sækja sér reynslu og menntun fyrir framtíðina. Framtíðarþjálfararnir í ár koma úr handbolta, körfubolta, golfi, íþróttum fatlaðra og sundi. Að þessu sinni var þar enginn fótboltaþjálfari, fimleikaþjálfari eða frjálsíþróttaþjálfari svo einhverjar íþróttagreinar séu nefndar. Nefndin er nú með verkefni í gangi þar sem fimm afreksþjálfarar frá hverju landi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi fá sérstaka fræðslu, bæði í sínum heimalöndum og svo á tveggja daga fræðslufundi í Olympiatoppen í Noregi í lok janúar. Íslensku þjálfararnir sem taka þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands eru þau Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir (Sundsamband Íslands-SSÍ), Finnur Freyr Stefánsson (Körfuknattleikssamband Íslands-KKÍ), Haukur Már Ólafsson (Golfsamband Íslands-GSÍ), Hermann Þór Haraldsson (Íþróttasamband fatlaðra-ÍF) og Jón Gunnlaugur Viggósson (Handknattleikssamband Íslands-HSÍ). Þjálfararnir fimm sátu fræðslufund í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal föstudaginn 18. janúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Fyrirlesarar á fræðslufundinum á dögunum voru þeir Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Daði Rafnsson íþróttasálfræðingur. Fulltrúi ÍSÍ í norrænu nefndinni er Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri og mun hann fara með þjálfarahópnum til Noregs seinna í þessum mánuði.
Íþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira