Ronaldo mætti í svörtu og með sólgleraugu í réttarsalinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 10:00 Cristiana Ronaldo mætir í réttarsalinn í dag. EPA/EFE/Javier Lizon Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo er nú staddur í Madrid þar sem hann kom fyrir dómara vegna ákæru á sig fyrir skattsvik þegar hann var leikmaður Real Madrid. Ronaldo fékk að sjálfsögðu mikinn fjölmiðlasirkus í fangið þegar hann mætti í réttarsalinn en hann kom á staðinn klæddur svörtu frá toppi til táar, með svört sólgleraugu og með bros á vör. Kærastan Georgina Rodriguez var með honum. Verði Cristiano Ronaldo fundinn sekur gæti hann þurft að greiða sekt upp á 18,8 milljónir evra eða um 2,6 milljarða íslenskra króna.La salida de Cristiano del juzgado: "Todo perfecto" @jfelixdiazpic.twitter.com/wvNU3bcm24 — MARCA (@marca) January 22, 2019 Dómarinn neitaði Cristiana Ronaldo um það bera vitni í gegnum sjónvarp í réttarsalnum eða fá að komast bakdyramegin inn í réttarsalinn til að forðast fjölmiðlafárið. Hann mætti því örlögum sínum með kærustunni. Það er búist við því að hann játi sekt sína og sætti sig við fyrir fram ákveðna refsingu sem ætti að vera 23 mánaða skilorðsbundið fangelsi. BBC segir frá. Á Spáni fara brotamenn vanalega ekki í fangelsi þegar þeir eru dæmdir í minna en tveggja ára fangelsi. Ekkert ofbeldi tengist brotum Ronaldo sem ætti því að sleppa við fangelsisvist. Málið tengist sölu og samningum með ímyndarétt Cristiana Ronaldo en Portúgalinn er sakaður um að hafa ekki greitt neina skatta af þeim á árunum 2011 til 2014 þegar hann var leikmaður Real Madrid. Upphæðin var sögð vera í kringum 14,8 milljónir evra. Lögfræðingar Cristiano Ronaldo halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða og að hann hafi ekki markvisst eða meðvitað verið að svíkja undan skatti.Y llegaba al juicio Cristiano Ronaldo, en una furgoneta y acompañado por su pareja Georgina Rodríguez. @jfelixdiazpic.twitter.com/NIrwTEoTxS — MARCA (@marca) January 22, 2019 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo er nú staddur í Madrid þar sem hann kom fyrir dómara vegna ákæru á sig fyrir skattsvik þegar hann var leikmaður Real Madrid. Ronaldo fékk að sjálfsögðu mikinn fjölmiðlasirkus í fangið þegar hann mætti í réttarsalinn en hann kom á staðinn klæddur svörtu frá toppi til táar, með svört sólgleraugu og með bros á vör. Kærastan Georgina Rodriguez var með honum. Verði Cristiano Ronaldo fundinn sekur gæti hann þurft að greiða sekt upp á 18,8 milljónir evra eða um 2,6 milljarða íslenskra króna.La salida de Cristiano del juzgado: "Todo perfecto" @jfelixdiazpic.twitter.com/wvNU3bcm24 — MARCA (@marca) January 22, 2019 Dómarinn neitaði Cristiana Ronaldo um það bera vitni í gegnum sjónvarp í réttarsalnum eða fá að komast bakdyramegin inn í réttarsalinn til að forðast fjölmiðlafárið. Hann mætti því örlögum sínum með kærustunni. Það er búist við því að hann játi sekt sína og sætti sig við fyrir fram ákveðna refsingu sem ætti að vera 23 mánaða skilorðsbundið fangelsi. BBC segir frá. Á Spáni fara brotamenn vanalega ekki í fangelsi þegar þeir eru dæmdir í minna en tveggja ára fangelsi. Ekkert ofbeldi tengist brotum Ronaldo sem ætti því að sleppa við fangelsisvist. Málið tengist sölu og samningum með ímyndarétt Cristiana Ronaldo en Portúgalinn er sakaður um að hafa ekki greitt neina skatta af þeim á árunum 2011 til 2014 þegar hann var leikmaður Real Madrid. Upphæðin var sögð vera í kringum 14,8 milljónir evra. Lögfræðingar Cristiano Ronaldo halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða og að hann hafi ekki markvisst eða meðvitað verið að svíkja undan skatti.Y llegaba al juicio Cristiano Ronaldo, en una furgoneta y acompañado por su pareja Georgina Rodríguez. @jfelixdiazpic.twitter.com/NIrwTEoTxS — MARCA (@marca) January 22, 2019
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira