Lýsa upp myrkur kvenna Björk Eiðsdóttir skrifar 31. janúar 2019 12:15 Tónlistarmaðurinn Kristinn Óli, eða Króli. Nú í ár fagnar landsnefnd UN Women á Íslandi 30 ára afmæli. Af því tilefni var útliti húfunnar breytt en FO-merkið er stærra í ár og með endurskini. Með því að kaupa Fokk ofbeldi-húfu tekur þú sumsé þátt í að lýsa upp myrkur kvenna og stúlkna sem þurft hafa að þola ofbeldi sem og skammdegið á Íslandi í febrúar. Þetta er fjórða Fokk ofbeldi-húfan sem UN Women á Íslandi hefur sölu á,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.Gabríel Jaelon Culver fyrirsæta.„Ágóði Fokk ofbeldi-húfusölunnar hefur runnið til verkefna UN Women víða um heim sem vinna að því að koma í veg fyrir og uppræta ofbeldi gegn konum, fræða almenning um skaðlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis og tryggja þolendum viðeigandi aðstoð. Eitt þeirra verkefna er kvennaathvarf fyrir Jasídakonur í Írak sem neyddar voru í kynlífsþrælkun og þurftu að þola gróft kynferðisofbeldi af hendi liðsmanna vígasveita íslamska ríkisins. Í athvarfinu fá þær áfallahjálp og aðstoð við að vinna úr skelfilegri reynslu og koma sér aftur af stað út í lífið. Einnig fá aðstandendur þolenda faglega aðstoð og ráðleggingar um hvernig styðja megi við þær. Ágóði af sölu Fokk ofbeldi-húfunnar í ár rennur til þessa kvennaathvarfs.“Ísold Halldórudóttir fyrirsæta. Mynd/Saga SigFyrirsætur herferðarinnar eru Gabríel Jaelon Culver, Donna Cruz, Ísold Braga og Kristinn Óli, Króli, og segir Stella uppleggið hafa verið að fá fjölbreyttan hóp fólks í yngri kantinum sem aðstandendur eru stoltir af að hafa í forgrunni herferðarinnar. Donna Cruz samfélagsmiðlastjarna.Undanfarin ár hefur húfan selst upp og hvetur Stella alla til að hafa hraðar hendur og næla sér í húfu og lýsa stolt upp myrkrið. Húfan kostar 4.900 krónur og fæst á unwomen.is og í verslunum Vodafone sem jafnframt er bakhjarl herferðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Nú í ár fagnar landsnefnd UN Women á Íslandi 30 ára afmæli. Af því tilefni var útliti húfunnar breytt en FO-merkið er stærra í ár og með endurskini. Með því að kaupa Fokk ofbeldi-húfu tekur þú sumsé þátt í að lýsa upp myrkur kvenna og stúlkna sem þurft hafa að þola ofbeldi sem og skammdegið á Íslandi í febrúar. Þetta er fjórða Fokk ofbeldi-húfan sem UN Women á Íslandi hefur sölu á,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.Gabríel Jaelon Culver fyrirsæta.„Ágóði Fokk ofbeldi-húfusölunnar hefur runnið til verkefna UN Women víða um heim sem vinna að því að koma í veg fyrir og uppræta ofbeldi gegn konum, fræða almenning um skaðlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis og tryggja þolendum viðeigandi aðstoð. Eitt þeirra verkefna er kvennaathvarf fyrir Jasídakonur í Írak sem neyddar voru í kynlífsþrælkun og þurftu að þola gróft kynferðisofbeldi af hendi liðsmanna vígasveita íslamska ríkisins. Í athvarfinu fá þær áfallahjálp og aðstoð við að vinna úr skelfilegri reynslu og koma sér aftur af stað út í lífið. Einnig fá aðstandendur þolenda faglega aðstoð og ráðleggingar um hvernig styðja megi við þær. Ágóði af sölu Fokk ofbeldi-húfunnar í ár rennur til þessa kvennaathvarfs.“Ísold Halldórudóttir fyrirsæta. Mynd/Saga SigFyrirsætur herferðarinnar eru Gabríel Jaelon Culver, Donna Cruz, Ísold Braga og Kristinn Óli, Króli, og segir Stella uppleggið hafa verið að fá fjölbreyttan hóp fólks í yngri kantinum sem aðstandendur eru stoltir af að hafa í forgrunni herferðarinnar. Donna Cruz samfélagsmiðlastjarna.Undanfarin ár hefur húfan selst upp og hvetur Stella alla til að hafa hraðar hendur og næla sér í húfu og lýsa stolt upp myrkrið. Húfan kostar 4.900 krónur og fæst á unwomen.is og í verslunum Vodafone sem jafnframt er bakhjarl herferðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira