Staða þjóðarbúsins ein sú besta í evrópskum samanburði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. janúar 2019 06:00 Ferðamenn við Gullfoss. Vísir/Vilhelm Hrein erlend staða íslenska þjóðarbúsins hefur stórbatnað á umliðnum árum og er orðin ein sú besta í evrópskum samanburði. Samkvæmt upplýsingum á vef evrópsku hagstofunnar Eurostat er hrein erlend staða, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, aðeins betri í sex Evrópuríkjum en á Íslandi. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að sterk staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum geti haft þau áhrif að langtímavextir hér á landi lækki. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur að horfur séu á frekari bata á erlendri stöðu þjóðarbúsins næsta kastið þar sem áfram sé útlit fyrir viðskiptaafgang við útlönd. Hrein erlend staða þjóðarbúsins var jákvæð um 368 milljónir króna, eða sem samsvarar 13,3 prósentum af vergri landsframleiðslu, í lok september síðastliðins og hefur hún aldrei verið betri. Erlendar eignir námu alls 3.380 milljörðum króna en erlendar skuldir 3.012 milljónum króna. Sé litið til ársbyrjunar 2014 hefur staðan farið úr því að vera neikvæð um 190 milljarða króna í að vera jákvæð um tæplega 370 milljarða króna. Hefur hrein erlend staða þjóðarbúsins með öðrum orðum batnað um 560 milljarða króna á aðeins fimm árum. Ísland kemur vel út í samanburði við önnur Evrópuríki í úrtaki Euro stat. Þannig var hrein staða við útlönd, í hlutfalli af vergri landsframleiðslu, neikvæð í meirihluta ríkja Evrópusambandsins í lok þriðja fjórðungs síðasta árs á meðan hlutfallið var jákvætt um ríflega 13 prósent hér á landi. Að meðaltali var hlutfallið neikvætt um 24,6 prósent í Evrópusambandsríkjunum.Leiðir til lægri vaxta Ásgeir bendir á að Ísland hafi á undanförnum árum breyst frá því að vera fjármagnsinnflytjandi með krónískan viðskiptahalla, líkt og á árunum 1945 til 2008, og til þess að vera fjármagnsútflytjandi með viðskiptaafgang. „Þessi breytta staða ætti að leiða til lækkunar langtímavaxta og hefur einnig þau áhrif að við fáum vaxtatekjur inn í landið í stað þess að við séum að greiða vexti út úr landinu líkt og hingað til hefur verið raunin,“ nefnir Ásgeir og bætir við að erlendar vaxtatekjur geti einnig leitt til hærra jafnvægisraungengis.Jón Bjarki segir að í nýlegri þjóðhagsspá Íslandsbanka hafi verið gert ráð fyrir þó nokkrum viðskiptaafgangi út áratuginn sem þýði, að öðru jöfnu, að erlenda staðan muni batna enn frekar. Hann bendir á að gangi spáin eftir verði árið 2020 níunda árið í röð þar sem afgangur reynist af viðskiptum við útlönd. „Við erum komin í ansi þægilega stöðu sem endurspeglast meðal annars í því að við erum að spara mikið erlendis og auka jafnt og þétt við erlendar eignir án þess að lenda í einhverjum vandræðum með fjármögnunina með gjaldeyri. Við erum í raun að ráðstafa viðskiptaafganginum í sparnað,“ segir Jón Bjarki.Afleiðing af lífeyriskerfinu Ásgeir segir að umskipti undanfarinna ára séu í raun afleiðing af íslenska lífeyriskerfinu. „Lífeyriskerfið þvingar fram töluverðan sparnað hjá landsmönnum með skylduframlögum. Landsmenn spara stóran hluta af tekjum sínum sjálfkrafa í gegnum lífeyrissjóðina. Þá eru lífeyrissjóðirnir að stækka mjög hratt því fáir eru að fara á eftirlaun en margir að greiða inn í sjóðina. Viðskiptajöfnuður endurspeglar sparnað í hagkerfinu og er viðskiptaafgangur þannig til marks um mikinn sparnað. Þessi mikli lífeyrissparnaður birtist okkur í stórbættri erlendri stöðu þjóðarbúsins og eignasöfnun ytra vegna fjárfestinga lífeyrissjóðanna fyrir utan landið,“ segir Ásgeir. Hinn stöðugi viðskiptaafgangur síðustu tíu ára sé þannig ekki eingöngu ferðaþjónustunni að þakka. „Gjaldeyristekjur þjóðarinnar hafa áður vaxið hratt vegna uppgangs í sjávarútvegi án þess að það hafi komið fram í viðskiptajöfnuðinum því við höfum einfaldlega eytt þeim og endað í viðskiptahalla,“ nefnir Ásgeir og bætir við: „Staðreyndin er fremur sú að viðskiptaafgangurinn er beint endurvarp af lífeyriskerfinu. Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til værum við samt sem áður með viðskiptaafgang en væntanlega á grunni lægra raungengis, rýrari kaupmáttar og minni innflutnings. Ferðaþjónustan hefur gert okkur auðveldar fyrir að viðhalda viðskiptaafgangi en er ekki aðal orsakavaldurinn að honum.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Hrein erlend staða íslenska þjóðarbúsins hefur stórbatnað á umliðnum árum og er orðin ein sú besta í evrópskum samanburði. Samkvæmt upplýsingum á vef evrópsku hagstofunnar Eurostat er hrein erlend staða, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, aðeins betri í sex Evrópuríkjum en á Íslandi. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að sterk staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum geti haft þau áhrif að langtímavextir hér á landi lækki. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur að horfur séu á frekari bata á erlendri stöðu þjóðarbúsins næsta kastið þar sem áfram sé útlit fyrir viðskiptaafgang við útlönd. Hrein erlend staða þjóðarbúsins var jákvæð um 368 milljónir króna, eða sem samsvarar 13,3 prósentum af vergri landsframleiðslu, í lok september síðastliðins og hefur hún aldrei verið betri. Erlendar eignir námu alls 3.380 milljörðum króna en erlendar skuldir 3.012 milljónum króna. Sé litið til ársbyrjunar 2014 hefur staðan farið úr því að vera neikvæð um 190 milljarða króna í að vera jákvæð um tæplega 370 milljarða króna. Hefur hrein erlend staða þjóðarbúsins með öðrum orðum batnað um 560 milljarða króna á aðeins fimm árum. Ísland kemur vel út í samanburði við önnur Evrópuríki í úrtaki Euro stat. Þannig var hrein staða við útlönd, í hlutfalli af vergri landsframleiðslu, neikvæð í meirihluta ríkja Evrópusambandsins í lok þriðja fjórðungs síðasta árs á meðan hlutfallið var jákvætt um ríflega 13 prósent hér á landi. Að meðaltali var hlutfallið neikvætt um 24,6 prósent í Evrópusambandsríkjunum.Leiðir til lægri vaxta Ásgeir bendir á að Ísland hafi á undanförnum árum breyst frá því að vera fjármagnsinnflytjandi með krónískan viðskiptahalla, líkt og á árunum 1945 til 2008, og til þess að vera fjármagnsútflytjandi með viðskiptaafgang. „Þessi breytta staða ætti að leiða til lækkunar langtímavaxta og hefur einnig þau áhrif að við fáum vaxtatekjur inn í landið í stað þess að við séum að greiða vexti út úr landinu líkt og hingað til hefur verið raunin,“ nefnir Ásgeir og bætir við að erlendar vaxtatekjur geti einnig leitt til hærra jafnvægisraungengis.Jón Bjarki segir að í nýlegri þjóðhagsspá Íslandsbanka hafi verið gert ráð fyrir þó nokkrum viðskiptaafgangi út áratuginn sem þýði, að öðru jöfnu, að erlenda staðan muni batna enn frekar. Hann bendir á að gangi spáin eftir verði árið 2020 níunda árið í röð þar sem afgangur reynist af viðskiptum við útlönd. „Við erum komin í ansi þægilega stöðu sem endurspeglast meðal annars í því að við erum að spara mikið erlendis og auka jafnt og þétt við erlendar eignir án þess að lenda í einhverjum vandræðum með fjármögnunina með gjaldeyri. Við erum í raun að ráðstafa viðskiptaafganginum í sparnað,“ segir Jón Bjarki.Afleiðing af lífeyriskerfinu Ásgeir segir að umskipti undanfarinna ára séu í raun afleiðing af íslenska lífeyriskerfinu. „Lífeyriskerfið þvingar fram töluverðan sparnað hjá landsmönnum með skylduframlögum. Landsmenn spara stóran hluta af tekjum sínum sjálfkrafa í gegnum lífeyrissjóðina. Þá eru lífeyrissjóðirnir að stækka mjög hratt því fáir eru að fara á eftirlaun en margir að greiða inn í sjóðina. Viðskiptajöfnuður endurspeglar sparnað í hagkerfinu og er viðskiptaafgangur þannig til marks um mikinn sparnað. Þessi mikli lífeyrissparnaður birtist okkur í stórbættri erlendri stöðu þjóðarbúsins og eignasöfnun ytra vegna fjárfestinga lífeyrissjóðanna fyrir utan landið,“ segir Ásgeir. Hinn stöðugi viðskiptaafgangur síðustu tíu ára sé þannig ekki eingöngu ferðaþjónustunni að þakka. „Gjaldeyristekjur þjóðarinnar hafa áður vaxið hratt vegna uppgangs í sjávarútvegi án þess að það hafi komið fram í viðskiptajöfnuðinum því við höfum einfaldlega eytt þeim og endað í viðskiptahalla,“ nefnir Ásgeir og bætir við: „Staðreyndin er fremur sú að viðskiptaafgangurinn er beint endurvarp af lífeyriskerfinu. Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til værum við samt sem áður með viðskiptaafgang en væntanlega á grunni lægra raungengis, rýrari kaupmáttar og minni innflutnings. Ferðaþjónustan hefur gert okkur auðveldar fyrir að viðhalda viðskiptaafgangi en er ekki aðal orsakavaldurinn að honum.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira