Nýtt skipulag í Reykjavík, einfaldara kerfi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 07:00 „Einfalda, skýra, skarpa borg“ endurtókum við í Viðreisn á hverjum kosningafundinum á fætur öðrum síðastliðið vor. Aðspurð um hvað þetta þýddi útskýrðum við að ferlin innan borgarinnar væru of flókin sem skapaði óþarfa óþægindi fyrir íbúa borgarinnar og aðila innan borgarkerfisins. Til að bæta þjónustu við borgarbúa og tryggja að vel sé farið með almannafé ákváðum við að farið yrði í endurskoðun á miðlægri stjórnsýslu. Í ljós kom að ýmislegt mætti betur fara. Því var nýtt skipulag á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kynnt í gær. Tillögur okkar byggja á skýrslu utanaðkomandi sérfræðinga á sviði stjórnskipulags og góðra stjórnarhátta. Í vinnu sinni rýndu skýrsluhöfundar alla starfsemi borgarinnar og tóku viðtöl við fjölda aðila, þar á meðal stjórnendur, eftirlitsaðila, oddvita allra flokka í borgarstjórn og marga fleiri. Með aðkomu fjölbreytts hóps fékkst skýr tónn fyrir þá ábyrgu og góðu stjórnarhætti sem nýtt skipulag tryggir. Breytingarnar miða að því að skýra umboð og ábyrgð, einfalda boðleiðir og skerpa á hlutverki lykileininga í stjórnsýslu borgarinnar. Í nýju skipulagi eru innkaupamál tekin föstum tökum, hlutverk innkauparáðs útvíkkað og tryggt að öllum framkvæmdum sé fylgt vel eftir hvað varðar kostnaðaráætlanir, innkaup, útboð og fleira. Verkefnum á sviði eigna- og atvinnuþróunar verður skipt upp og þau færð á viðeigandi staði innan borgarinnar til að tryggja einfaldara kerfi og skýr hlutverkaskipti. Einnig verður þjónustu, nýsköpun, fjármálum, áhættustýringu og mannauði gert hærra undir höfði. Þegar Viðreisn var kosin í borgarstjórn lofuðum við að leggja okkar af mörkum til að bæta kerfið. Nú hefur vandinn verið greindur og aðgerðalistinn er tilbúinn. Næst er að bretta upp ermarnar og byrja að lagfæra í þágu bættrar þjónustu við borgarbúa og skilvirkari stjórnsýslu. Það er eitthvað sem allir hafa ávinning af.Höfundur er oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
„Einfalda, skýra, skarpa borg“ endurtókum við í Viðreisn á hverjum kosningafundinum á fætur öðrum síðastliðið vor. Aðspurð um hvað þetta þýddi útskýrðum við að ferlin innan borgarinnar væru of flókin sem skapaði óþarfa óþægindi fyrir íbúa borgarinnar og aðila innan borgarkerfisins. Til að bæta þjónustu við borgarbúa og tryggja að vel sé farið með almannafé ákváðum við að farið yrði í endurskoðun á miðlægri stjórnsýslu. Í ljós kom að ýmislegt mætti betur fara. Því var nýtt skipulag á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kynnt í gær. Tillögur okkar byggja á skýrslu utanaðkomandi sérfræðinga á sviði stjórnskipulags og góðra stjórnarhátta. Í vinnu sinni rýndu skýrsluhöfundar alla starfsemi borgarinnar og tóku viðtöl við fjölda aðila, þar á meðal stjórnendur, eftirlitsaðila, oddvita allra flokka í borgarstjórn og marga fleiri. Með aðkomu fjölbreytts hóps fékkst skýr tónn fyrir þá ábyrgu og góðu stjórnarhætti sem nýtt skipulag tryggir. Breytingarnar miða að því að skýra umboð og ábyrgð, einfalda boðleiðir og skerpa á hlutverki lykileininga í stjórnsýslu borgarinnar. Í nýju skipulagi eru innkaupamál tekin föstum tökum, hlutverk innkauparáðs útvíkkað og tryggt að öllum framkvæmdum sé fylgt vel eftir hvað varðar kostnaðaráætlanir, innkaup, útboð og fleira. Verkefnum á sviði eigna- og atvinnuþróunar verður skipt upp og þau færð á viðeigandi staði innan borgarinnar til að tryggja einfaldara kerfi og skýr hlutverkaskipti. Einnig verður þjónustu, nýsköpun, fjármálum, áhættustýringu og mannauði gert hærra undir höfði. Þegar Viðreisn var kosin í borgarstjórn lofuðum við að leggja okkar af mörkum til að bæta kerfið. Nú hefur vandinn verið greindur og aðgerðalistinn er tilbúinn. Næst er að bretta upp ermarnar og byrja að lagfæra í þágu bættrar þjónustu við borgarbúa og skilvirkari stjórnsýslu. Það er eitthvað sem allir hafa ávinning af.Höfundur er oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og formaður borgarráðs.
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar