Sjúkt þjóðfélag? Bryndís Schram skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Víst hef ég áður horfst í augu við hatur í mínu lífi. Manneskja sem deilir lífi og örlögum með ástríðustjórnmálamanni – hugsjónamanni sem stendur í stórræðum – kemst ekki hjá því: Skattkerfisbylting, samningurinn um EES við Evrópusambandið, frumkvæði að stuðningi við sjálfstæðisbaráttu smáþjóða. Allt gríðarlega umdeild mál. – Og m.a.s. ég fór ekki varhluta af því. Ég man enn eftir hatursfullum andlitum, sem störðu á mig inn um eldhúsgluggann á Vesturgötunni. Sumir steyttu hnefann, köstuðu eggjum eða öðru lauslegu í gluggann. Tilefnið var „matarskatturinn“ svokallaði. Ég hef sjálf setið á stjórnmálafundum þar sem innblásnir „föðurlandsvinir“ steyttu hnefann í áttina að manni, sem þeir kölluðu ýmist landráðamann eða kvisling. Tilefnið var EES. – Og eitt í viðbót, sem ég var næstum búin að gleyma. Virtur lögmaður stóð fyrir því að þjófkenna mig. Ég var sökuð um að hafa látið fjármálaráðuneytið borga 50 ára afmæli mitt – í skjóli skjalafölsunar. Málið velktist í kerfinu meira en áratug og fékk mikla athygli í fjölmiðlum. Málið vakti mikla reiði og hneykslun. Loksins, meira en heilum áratug seinna, fékkst niðurstaða frá Hæstarétti. Tilhæfulaust. Þetta var bara venjulegur pólitískur skítabissness. Ásakanirnar tóku sinn toll í skertu trausti og týndri æru. Niðurstaða Hæstaréttar þótti ekki fréttnæm, þegar hún kom öllum þessum árum seinna. Smáfrétt innan um auglýsingar á blaðsíðu 7. En það er ekki bara, að sletturnar af skítkastinu hafi líka náð til mín. Stundum hef ég líka deilt heiðrinum. Ég hef staðið við hlið mannsins, uppi á sviði, þar sem hann hefur verið sæmdur heiðursnafnbót og ausinn lofi. Lófatak þúsunda hefur glumið í eyrum mér. Þar hefur hann verið hylltur. Hann var maðurinn sem þorði að bera sannleikanum vitni, þegar aðrir þögðu. En þetta var í útlöndum. Það er enginn spámaður í sínu föðurlandi. (Og sjálfur segir maðurinn að það séu engir góðir pólitíkusar til – nema dauðir pólitíkusar). Ég leyfði mér þann munað að trúa því, að allt þetta væri að baki. Stríðinu lokið og friðsælt ævikvöld fram undan. Allt þar til yfirstandandi gerningaveður brast á. Og enn einu sinni horfist ég í augu við ásýnd hatursins. Í þetta sinn er þetta ekki bara pólitík. Ekki bara sviðsetning pólitískra mótherja, sem í hita leiksins vilja koma höggi á hættulegan andstæðing. Að þessu sinni er andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni út yfir gröf og dauða. Það er helsjúkt og hamslaust. Það birtist mér í andliti dóttur minnar, systur minnar og systurdætra minna. Dóttir mín skrifar mér níðbréf og segir: „Helvíti – það eruð þið“. Systurdóttir mín, þáttastjórnandi á RÚV, segir mig „siðblinda í meðvirkni“ og að ég sé „hætt að vera sjálfstæð persóna“. Á vef mbl.is les ég það, að kona, sem ég sannanlega þekki ekki persónulega, segi, að hennar „verst geymda leyndarmál“ sé „hatur (sitt) á þeim hjónum“. Hún segir, að hún hafi á unglingsárum verið svívirt og auðmýkt heima í stofu foreldra sinna. Og hún segir að þar hafi ég komið við sögu. Að ég hafi verið viðstödd, og aumkast yfir skíthælinn, sem þar er lýst, væntanlega af meðfæddri aumingjagæsku; og beðið stúlkuna að fyrirgefa honum. Trúlegt – eða hitt þó heldur! Á ég að þurfa að segja þér og öðrum lesendum þessa blaðs, að þessi saga er, sem betur fer, hugarburður og heilaspuni. Ég hef aldrei – og mun aldrei – biðja griða manni, sem hegðar sér eins og þarna er lýst. – Nú er „verst geymda leyndarmál“ söguberans – „hatur (hennar) á þeim hjónum“, eins og hún orðar það sjálf, ekki lengur leyndarmál. Hún hefur veitt hatri sínu útrás. Og hún áréttar það: „Mikið hataði ég þetta „fína“ líf okkar og fólksins í því.“ Hverjir lifðu þessu „fína lífi“, sem virðist hafa eitrað líf þessarar konu þegar á unglingsárum? Þrjátíu ár í heljargreipum haturs? Upphaflega var þessi kona bara ein af ótal mörgum, sem veittu hatri sínu útrás – undir nafnleynd. Einhverjum hjá mbl.is tókst að draga hana fram í sviðsljósið. Þess vegna er hægt að svara henni. En hvað með allar hinar, sem fela sig á bak við nafnleynd? Svo lengi sem þær þora ekki að standa við orð sín, hljóta þau að teljast „dauð og ómerk“. En um leið og ég virði fyrir mér hina afskræmdu ásýnd hatursins, spyr ég sjálfa mig: Hvers vegna þessi iðandi ormagarður af hatri? Lifi ég í þjóðfélagi sem er sjúkt? Þarf þetta þjóðfélag áfallahjálp? Og hvar er hennar að leita? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Schram Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Víst hef ég áður horfst í augu við hatur í mínu lífi. Manneskja sem deilir lífi og örlögum með ástríðustjórnmálamanni – hugsjónamanni sem stendur í stórræðum – kemst ekki hjá því: Skattkerfisbylting, samningurinn um EES við Evrópusambandið, frumkvæði að stuðningi við sjálfstæðisbaráttu smáþjóða. Allt gríðarlega umdeild mál. – Og m.a.s. ég fór ekki varhluta af því. Ég man enn eftir hatursfullum andlitum, sem störðu á mig inn um eldhúsgluggann á Vesturgötunni. Sumir steyttu hnefann, köstuðu eggjum eða öðru lauslegu í gluggann. Tilefnið var „matarskatturinn“ svokallaði. Ég hef sjálf setið á stjórnmálafundum þar sem innblásnir „föðurlandsvinir“ steyttu hnefann í áttina að manni, sem þeir kölluðu ýmist landráðamann eða kvisling. Tilefnið var EES. – Og eitt í viðbót, sem ég var næstum búin að gleyma. Virtur lögmaður stóð fyrir því að þjófkenna mig. Ég var sökuð um að hafa látið fjármálaráðuneytið borga 50 ára afmæli mitt – í skjóli skjalafölsunar. Málið velktist í kerfinu meira en áratug og fékk mikla athygli í fjölmiðlum. Málið vakti mikla reiði og hneykslun. Loksins, meira en heilum áratug seinna, fékkst niðurstaða frá Hæstarétti. Tilhæfulaust. Þetta var bara venjulegur pólitískur skítabissness. Ásakanirnar tóku sinn toll í skertu trausti og týndri æru. Niðurstaða Hæstaréttar þótti ekki fréttnæm, þegar hún kom öllum þessum árum seinna. Smáfrétt innan um auglýsingar á blaðsíðu 7. En það er ekki bara, að sletturnar af skítkastinu hafi líka náð til mín. Stundum hef ég líka deilt heiðrinum. Ég hef staðið við hlið mannsins, uppi á sviði, þar sem hann hefur verið sæmdur heiðursnafnbót og ausinn lofi. Lófatak þúsunda hefur glumið í eyrum mér. Þar hefur hann verið hylltur. Hann var maðurinn sem þorði að bera sannleikanum vitni, þegar aðrir þögðu. En þetta var í útlöndum. Það er enginn spámaður í sínu föðurlandi. (Og sjálfur segir maðurinn að það séu engir góðir pólitíkusar til – nema dauðir pólitíkusar). Ég leyfði mér þann munað að trúa því, að allt þetta væri að baki. Stríðinu lokið og friðsælt ævikvöld fram undan. Allt þar til yfirstandandi gerningaveður brast á. Og enn einu sinni horfist ég í augu við ásýnd hatursins. Í þetta sinn er þetta ekki bara pólitík. Ekki bara sviðsetning pólitískra mótherja, sem í hita leiksins vilja koma höggi á hættulegan andstæðing. Að þessu sinni er andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni út yfir gröf og dauða. Það er helsjúkt og hamslaust. Það birtist mér í andliti dóttur minnar, systur minnar og systurdætra minna. Dóttir mín skrifar mér níðbréf og segir: „Helvíti – það eruð þið“. Systurdóttir mín, þáttastjórnandi á RÚV, segir mig „siðblinda í meðvirkni“ og að ég sé „hætt að vera sjálfstæð persóna“. Á vef mbl.is les ég það, að kona, sem ég sannanlega þekki ekki persónulega, segi, að hennar „verst geymda leyndarmál“ sé „hatur (sitt) á þeim hjónum“. Hún segir, að hún hafi á unglingsárum verið svívirt og auðmýkt heima í stofu foreldra sinna. Og hún segir að þar hafi ég komið við sögu. Að ég hafi verið viðstödd, og aumkast yfir skíthælinn, sem þar er lýst, væntanlega af meðfæddri aumingjagæsku; og beðið stúlkuna að fyrirgefa honum. Trúlegt – eða hitt þó heldur! Á ég að þurfa að segja þér og öðrum lesendum þessa blaðs, að þessi saga er, sem betur fer, hugarburður og heilaspuni. Ég hef aldrei – og mun aldrei – biðja griða manni, sem hegðar sér eins og þarna er lýst. – Nú er „verst geymda leyndarmál“ söguberans – „hatur (hennar) á þeim hjónum“, eins og hún orðar það sjálf, ekki lengur leyndarmál. Hún hefur veitt hatri sínu útrás. Og hún áréttar það: „Mikið hataði ég þetta „fína“ líf okkar og fólksins í því.“ Hverjir lifðu þessu „fína lífi“, sem virðist hafa eitrað líf þessarar konu þegar á unglingsárum? Þrjátíu ár í heljargreipum haturs? Upphaflega var þessi kona bara ein af ótal mörgum, sem veittu hatri sínu útrás – undir nafnleynd. Einhverjum hjá mbl.is tókst að draga hana fram í sviðsljósið. Þess vegna er hægt að svara henni. En hvað með allar hinar, sem fela sig á bak við nafnleynd? Svo lengi sem þær þora ekki að standa við orð sín, hljóta þau að teljast „dauð og ómerk“. En um leið og ég virði fyrir mér hina afskræmdu ásýnd hatursins, spyr ég sjálfa mig: Hvers vegna þessi iðandi ormagarður af hatri? Lifi ég í þjóðfélagi sem er sjúkt? Þarf þetta þjóðfélag áfallahjálp? Og hvar er hennar að leita?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun