Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraði Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2019 08:44 Móðir frá Hondúras ræðir við landamæravörð eftir að hún reyndi að komast ólöglega yfir landamærin frá Mexíkó í Texas. AP/David J. Phillip Gríðarlega vinnu þyrfti til að sameina fjölskyldur sem Bandaríkjastjórn sundraði með aðskilnaðarstefnu sinni á suðurlandamærunum og börnin yrðu fyrir sálrænum skaða ef þau yrðu tekin af fósturfjölskyldum. Þetta er á meðal raka sem ríkisstjórn Trump forseta hefur lagt fram fyrir dómi gegn því að hún verði skikkuð til að koma þúsundum barna innflytjenda aftur í hendur foreldra sinna. Þúsundir barna voru tekin af foreldrum sínum á landamærunum þegar ríkisstjórn Donalds Trump tók upp nýja stefnu um að handtaka og ákæra alla þá sem komu ólöglega yfir þau í fyrra. Stefnan var svo óvinsæl að Trump gaf út tilskipun um að binda enda á hana í flýti síðasta sumar. Dómari í San Diego gerði alríkisstjórninni að skila börnunum sem hún væri með í haldi til foreldra sinna í júní í fyrra. Eftir að innri endurskoðandi heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að mun fleiri börn hefðu verið tekin af foreldrunum sínum en áður hafði verið greint frá í skýrslu í síðasta mánuði kröfðu dómstólar ríkisstjórnina um greinargerð í málinu. Upphaflega sögðust stjórnvöld hafa tekið rúmlega 2.700 börn frá foreldrum sínum en ljóst er að þau eru þúsundum fleiri. Í áliti Jonathans White, sem stýrir tilraunum ráðuneytisins til þess að sameina fjölskyldur innflytjenda, kemur fram að jafnvel þó að hægt væri að koma börnunum aftur til foreldra sinna myndi það líklega skaða þau „tilfinningalega“ að taka þau af fósturforeldrunum sem þeim var komið fyrir hjá. Sagði White að ráðuneytið myndi setja í forgang að koma börnum sem það hefur í haldi til foreldra sinna, ekki þeim sem eru í fóstri, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Það myndi raska varanleika núverandi heimaumhverfis þeirra og gæti valdið börnunum áfalli,“ sagði White í greinargerðinni sem var skilað á föstudag.Sögð sláandi játning á viljaleysi ríkisstjórnarinnar Ráðuneytið segir að yfirgnæfandi meirihluti barnanna hafi farið til skyldmenna sinna í fóstur. Í meira en helmingi tilvika voru börnin send til annarra en foreldra sinna í fyrra. Jallyn Sualog, aðstoðarforstöðumaður flóttamannahjálpar ráðuneytisins, sagði í greinargerðinni að ríkisstjórnin hefði ekki lagalegar heimildir til að taka börn af fósturfjölskyldum og að það gæti verið „sundrandi og skaðlegt“ fyrir börnin. „Að sundra fjölskyldusambandi er ekki barnaverndaraðgerð sem mælt er með,“ sagði hún. Þá benti hún á hversu langan tíma það tæki fyrir ráðuneytið að fara yfir öll mál þess fram að dómsúrskurðinum um að fjölskyldurnar skyldu sameinaðar. Þyrfti ráðuneytið að ráðast í það verk myndi það stefna rekstri þess í „verulega hættu“ nema að fjölgað yrði hratt og verulega í starfsliðinu. Borgararéttindabandalag Bandaríkjanna (ACLU) krefjast þess að börnum sem voru send í fóstur verði einnig skilað til foreldra sinna. Krafa þeirra verður tekin fyrir síðar í þessum mánuði. „Viðbrögð ríkisstjórnar Trump eru sláandi viðurkenning á því að hún geti ekki haft uppi á þúsundum barna sem hún reif af foreldrum sínum á auðveldan hátt og að hún telji ekki tímans virði að hafa uppi á þeim,“ segir Lee Gelernt, lögmaður ACLU í málinu. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Gríðarlega vinnu þyrfti til að sameina fjölskyldur sem Bandaríkjastjórn sundraði með aðskilnaðarstefnu sinni á suðurlandamærunum og börnin yrðu fyrir sálrænum skaða ef þau yrðu tekin af fósturfjölskyldum. Þetta er á meðal raka sem ríkisstjórn Trump forseta hefur lagt fram fyrir dómi gegn því að hún verði skikkuð til að koma þúsundum barna innflytjenda aftur í hendur foreldra sinna. Þúsundir barna voru tekin af foreldrum sínum á landamærunum þegar ríkisstjórn Donalds Trump tók upp nýja stefnu um að handtaka og ákæra alla þá sem komu ólöglega yfir þau í fyrra. Stefnan var svo óvinsæl að Trump gaf út tilskipun um að binda enda á hana í flýti síðasta sumar. Dómari í San Diego gerði alríkisstjórninni að skila börnunum sem hún væri með í haldi til foreldra sinna í júní í fyrra. Eftir að innri endurskoðandi heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að mun fleiri börn hefðu verið tekin af foreldrunum sínum en áður hafði verið greint frá í skýrslu í síðasta mánuði kröfðu dómstólar ríkisstjórnina um greinargerð í málinu. Upphaflega sögðust stjórnvöld hafa tekið rúmlega 2.700 börn frá foreldrum sínum en ljóst er að þau eru þúsundum fleiri. Í áliti Jonathans White, sem stýrir tilraunum ráðuneytisins til þess að sameina fjölskyldur innflytjenda, kemur fram að jafnvel þó að hægt væri að koma börnunum aftur til foreldra sinna myndi það líklega skaða þau „tilfinningalega“ að taka þau af fósturforeldrunum sem þeim var komið fyrir hjá. Sagði White að ráðuneytið myndi setja í forgang að koma börnum sem það hefur í haldi til foreldra sinna, ekki þeim sem eru í fóstri, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Það myndi raska varanleika núverandi heimaumhverfis þeirra og gæti valdið börnunum áfalli,“ sagði White í greinargerðinni sem var skilað á föstudag.Sögð sláandi játning á viljaleysi ríkisstjórnarinnar Ráðuneytið segir að yfirgnæfandi meirihluti barnanna hafi farið til skyldmenna sinna í fóstur. Í meira en helmingi tilvika voru börnin send til annarra en foreldra sinna í fyrra. Jallyn Sualog, aðstoðarforstöðumaður flóttamannahjálpar ráðuneytisins, sagði í greinargerðinni að ríkisstjórnin hefði ekki lagalegar heimildir til að taka börn af fósturfjölskyldum og að það gæti verið „sundrandi og skaðlegt“ fyrir börnin. „Að sundra fjölskyldusambandi er ekki barnaverndaraðgerð sem mælt er með,“ sagði hún. Þá benti hún á hversu langan tíma það tæki fyrir ráðuneytið að fara yfir öll mál þess fram að dómsúrskurðinum um að fjölskyldurnar skyldu sameinaðar. Þyrfti ráðuneytið að ráðast í það verk myndi það stefna rekstri þess í „verulega hættu“ nema að fjölgað yrði hratt og verulega í starfsliðinu. Borgararéttindabandalag Bandaríkjanna (ACLU) krefjast þess að börnum sem voru send í fóstur verði einnig skilað til foreldra sinna. Krafa þeirra verður tekin fyrir síðar í þessum mánuði. „Viðbrögð ríkisstjórnar Trump eru sláandi viðurkenning á því að hún geti ekki haft uppi á þúsundum barna sem hún reif af foreldrum sínum á auðveldan hátt og að hún telji ekki tímans virði að hafa uppi á þeim,“ segir Lee Gelernt, lögmaður ACLU í málinu.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08
Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44
Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00
Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11