Aðsóknin á bílasýninguna í Detroit féll Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2019 21:00 Toyota Supra á bílasýningunni í Detroit. Nokkuð hefur dregið úr fjölda gesta á stærstu bílasýningum heims síðustu árin og það gerðist einnig á þeirri síðustu, þ.e. Detroit Auto Show nú í nýliðnum janúar. Féll aðsóknin um rúm fjögur prósent, en 774.179 gestir mættu á sýninguna, en gestirnir árið áður voru 809.161. Þrátt fyrir að nokkrar spennandi frumsýningar á goðsagnakenndum bílum hafi verið í Detroit, svo sem á Toyota Supra og Ford Mustang Shelby GT500, þá dugði það ekki til að þessu sinni, en rétt er að minnast þess að margir af þekktari bílaframleiðendum heims ákváðu að mæta ekki með bíla sín til sýningarinnar, svo sem BMW, Mercedes Benz og Audi. Bílasýningin í Detroit hefur hingað til verið haldin í janúar en forsvarsmenn hennar ætla að breyta um takt og halda hana næst í júní í viðleitni sinni til að auka áhuga bílaáhugamanna á að mæta til sýningarinnar. Færri blaðamenn mættu einnig á sýninguna nú en fyrir ári, eða 4.568 á móti 5.078 árið áður. Þá voru einnig mun færri frumsýningar á bílum, eða 44 nú í stað 69 árið 2018 og 71 árið 2017. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Nokkuð hefur dregið úr fjölda gesta á stærstu bílasýningum heims síðustu árin og það gerðist einnig á þeirri síðustu, þ.e. Detroit Auto Show nú í nýliðnum janúar. Féll aðsóknin um rúm fjögur prósent, en 774.179 gestir mættu á sýninguna, en gestirnir árið áður voru 809.161. Þrátt fyrir að nokkrar spennandi frumsýningar á goðsagnakenndum bílum hafi verið í Detroit, svo sem á Toyota Supra og Ford Mustang Shelby GT500, þá dugði það ekki til að þessu sinni, en rétt er að minnast þess að margir af þekktari bílaframleiðendum heims ákváðu að mæta ekki með bíla sín til sýningarinnar, svo sem BMW, Mercedes Benz og Audi. Bílasýningin í Detroit hefur hingað til verið haldin í janúar en forsvarsmenn hennar ætla að breyta um takt og halda hana næst í júní í viðleitni sinni til að auka áhuga bílaáhugamanna á að mæta til sýningarinnar. Færri blaðamenn mættu einnig á sýninguna nú en fyrir ári, eða 4.568 á móti 5.078 árið áður. Þá voru einnig mun færri frumsýningar á bílum, eða 44 nú í stað 69 árið 2018 og 71 árið 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent