Óþægileg heimsókn sérsveitar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Juan Guaidó, starfandi forseti Venesúela, ræðir um heimsóknina við fjölmiðla með dóttur sína í fanginu og eiginkonuna sér við hlið. Nordicphotos/AFP Sérsveitarmenn réðust inn á heimili venesúelska stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í gær. Kona hans og tæplega tveggja ára gömul dóttir voru heima en Guaidó var sjálfur á fjöldafundi. Frá þessu greindi Guaidó sjálfur í gær. Þingið útnefndi Guaidó starfandi forseta fyrr í mánuðinum eftir að kjörtímabil Nicolás Maduro rann út enda álítur það forsetakosningar síðasta árs ólöglegar. Maduro er ósammála og álítur þingið valdalaust í þokkabót eftir að hann stofnaði sérstakt stjórnlagaþing, einvörðungu skipað sósíalistum, og lét setja sjálfan sig aftur inn í embætti. Bandaríkin, Lima-hópurinn, Samtök Ameríkuríkja og dágóður fjöldi sjálfstæðra ríkja hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó og viðurkennt hann sem starfandi forseta. Evrópuþingið bættist í þann hóp. 439 þingmenn greiddu atkvæði með tillögu þess efnis en 104 gegn. Aukinheldur er kallað eftir nýjum kosningum í landinu. Guaidó þótti heimsóknin í gær óhugguleg. „Ég mun sjá til þess að þið verðið dregin til ábyrgðar fyrir að ógna heilsu barns míns,“ sagði hann á fjöldafundi í höfuðborginni Caracas. Bandaríkin hafa sömuleiðis lýst því yfir að afleiðingarnar verði alvarlegar ef Maduro-stjórnin beitir sér gegn Guaidó af hörku.Nicolás Maduro. Í bakgrunn má sjá málverk af frelsishetjunni Simóni BolívarCarlos Becerra/GettyBandaríkin hafa raunar gert gott betur. Á mánudaginn tilkynnti Donald Trump forseti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn ríkisolíufélaginu PDVSA. Þær þvinganir féllu ekki í kramið hjá Idriss Jazairy, rannsakanda hjá Sameinuðu þjóðunum, sem sérhæfir sig í mögulegum neikvæðum afleiðingum þvingana. Jazairy sagði að þvinganirnar gætu gert efnahagshörmungar Venesúela enn verri, en nú þegar berjast íbúar í bökkum við að verða sér úti um nauðsynjar. „Þvingunum, hvort sem þær koma frá hernum eða eru á sviði viðskipta, á aldrei að beita til þess að koma ríkisstjórn fullvalda ríkis frá völdum. Slík beiting þvingana gengur í berhögg við alþjóðalög,“ sagði Jazairy. Um þremur vikum eftir að Guaidó tók við sem starfandi forseti er hann enn svo gott sem valdalaus. Stjórnarandstaðan sagðist í upphafi ætla að leita til venesúelska hersins í von um stuðning en langflestir hermenn, og öll yfirstjórn hersins, eru enn hliðhollir Maduro. Guaidó sagði þó frá því í gær að hann hefði átt leynilega fundi með hermönnum og -foringjum í von um að afla stuðnings þeirra. „Lykillinn að því að ná stjórninni frá völdum er að herinn hætti að styðja hana. Meirihluti hermanna er sammála um að það sé ekki hægt að halda áfram á þessari braut. Stjórnarandstaðan heitir því að enginn þeirra hermanna sem snúa baki við Maduro verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu.“ Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27 Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Sérsveitarmenn réðust inn á heimili venesúelska stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í gær. Kona hans og tæplega tveggja ára gömul dóttir voru heima en Guaidó var sjálfur á fjöldafundi. Frá þessu greindi Guaidó sjálfur í gær. Þingið útnefndi Guaidó starfandi forseta fyrr í mánuðinum eftir að kjörtímabil Nicolás Maduro rann út enda álítur það forsetakosningar síðasta árs ólöglegar. Maduro er ósammála og álítur þingið valdalaust í þokkabót eftir að hann stofnaði sérstakt stjórnlagaþing, einvörðungu skipað sósíalistum, og lét setja sjálfan sig aftur inn í embætti. Bandaríkin, Lima-hópurinn, Samtök Ameríkuríkja og dágóður fjöldi sjálfstæðra ríkja hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó og viðurkennt hann sem starfandi forseta. Evrópuþingið bættist í þann hóp. 439 þingmenn greiddu atkvæði með tillögu þess efnis en 104 gegn. Aukinheldur er kallað eftir nýjum kosningum í landinu. Guaidó þótti heimsóknin í gær óhugguleg. „Ég mun sjá til þess að þið verðið dregin til ábyrgðar fyrir að ógna heilsu barns míns,“ sagði hann á fjöldafundi í höfuðborginni Caracas. Bandaríkin hafa sömuleiðis lýst því yfir að afleiðingarnar verði alvarlegar ef Maduro-stjórnin beitir sér gegn Guaidó af hörku.Nicolás Maduro. Í bakgrunn má sjá málverk af frelsishetjunni Simóni BolívarCarlos Becerra/GettyBandaríkin hafa raunar gert gott betur. Á mánudaginn tilkynnti Donald Trump forseti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn ríkisolíufélaginu PDVSA. Þær þvinganir féllu ekki í kramið hjá Idriss Jazairy, rannsakanda hjá Sameinuðu þjóðunum, sem sérhæfir sig í mögulegum neikvæðum afleiðingum þvingana. Jazairy sagði að þvinganirnar gætu gert efnahagshörmungar Venesúela enn verri, en nú þegar berjast íbúar í bökkum við að verða sér úti um nauðsynjar. „Þvingunum, hvort sem þær koma frá hernum eða eru á sviði viðskipta, á aldrei að beita til þess að koma ríkisstjórn fullvalda ríkis frá völdum. Slík beiting þvingana gengur í berhögg við alþjóðalög,“ sagði Jazairy. Um þremur vikum eftir að Guaidó tók við sem starfandi forseti er hann enn svo gott sem valdalaus. Stjórnarandstaðan sagðist í upphafi ætla að leita til venesúelska hersins í von um stuðning en langflestir hermenn, og öll yfirstjórn hersins, eru enn hliðhollir Maduro. Guaidó sagði þó frá því í gær að hann hefði átt leynilega fundi með hermönnum og -foringjum í von um að afla stuðnings þeirra. „Lykillinn að því að ná stjórninni frá völdum er að herinn hætti að styðja hana. Meirihluti hermanna er sammála um að það sé ekki hægt að halda áfram á þessari braut. Stjórnarandstaðan heitir því að enginn þeirra hermanna sem snúa baki við Maduro verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu.“
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27 Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27
Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03
Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00