Löngu tímabært að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Lilja Alfreðsdóttir kynnti frumvarp um stuðning við rekstur einkarekinna fjölmiðla í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ég er ánægð með að þetta frumvarp sé að líta dagsins ljós og að mínu mati er löngu tímabært að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla. Miðað við undirbúninginn og hvernig við erum búin að fara yfir stöðu fjölmiðla er ég bjartsýn á að frumvarpið fái góðar viðtökur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sem kynnti í gær frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Frumvarpið er nú komið í Samráðsgátt stjórnvalda þar sem hægt verður að senda inn athugasemdir til 15. febrúar en stefnt er að því að það verði lagt fram á Alþingi í vor. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að einkareknir fjölmiðlar geti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum fengið endurgreiddan allt að fjórðung ritstjórnarkostnaðar. Hámarksstyrkur hvers aðila á ári verður 50 milljónir króna en heildarstuðningurinn er áætlaður á bilinu 300-400 milljónir á ári. Meðal skilyrða sem sett eru er að fjölmiðill hafi það sem aðalmarkmið að miðla fréttum og fréttatengdu efni, hann hafi starfað í að minnsta kosti tólf mánuði, eignarhald hans liggi fyrir og að miðillinn sé ekki í vanskilum með opinber gjöld. Þá eru gerðar kröfur um hlutfall ritstjórnarefnis og ákveðna lágmarksútgáfu. „Ég held að með þessum skilyrðum séum við að búa til ákveðinn ramma og festu er varðar rekstur fjölmiðla,“ segir Lilja. Hugmyndir um stuðning við einkarekna fjölmiðla voru kynntar í haust en þá kom fram að einnig væri stefnt að því að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. „Við erum að skoða þau mál áfram en mér fannst brýnt að koma með þetta frumvarp núna í janúar eins og lagt var upp með. Það er mikilvægt að geta klárað ákveðna þætti þegar maður er með svona heildstæða aðgerð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. 31. janúar 2019 18:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Ég er ánægð með að þetta frumvarp sé að líta dagsins ljós og að mínu mati er löngu tímabært að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla. Miðað við undirbúninginn og hvernig við erum búin að fara yfir stöðu fjölmiðla er ég bjartsýn á að frumvarpið fái góðar viðtökur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sem kynnti í gær frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Frumvarpið er nú komið í Samráðsgátt stjórnvalda þar sem hægt verður að senda inn athugasemdir til 15. febrúar en stefnt er að því að það verði lagt fram á Alþingi í vor. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að einkareknir fjölmiðlar geti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum fengið endurgreiddan allt að fjórðung ritstjórnarkostnaðar. Hámarksstyrkur hvers aðila á ári verður 50 milljónir króna en heildarstuðningurinn er áætlaður á bilinu 300-400 milljónir á ári. Meðal skilyrða sem sett eru er að fjölmiðill hafi það sem aðalmarkmið að miðla fréttum og fréttatengdu efni, hann hafi starfað í að minnsta kosti tólf mánuði, eignarhald hans liggi fyrir og að miðillinn sé ekki í vanskilum með opinber gjöld. Þá eru gerðar kröfur um hlutfall ritstjórnarefnis og ákveðna lágmarksútgáfu. „Ég held að með þessum skilyrðum séum við að búa til ákveðinn ramma og festu er varðar rekstur fjölmiðla,“ segir Lilja. Hugmyndir um stuðning við einkarekna fjölmiðla voru kynntar í haust en þá kom fram að einnig væri stefnt að því að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. „Við erum að skoða þau mál áfram en mér fannst brýnt að koma með þetta frumvarp núna í janúar eins og lagt var upp með. Það er mikilvægt að geta klárað ákveðna þætti þegar maður er með svona heildstæða aðgerð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. 31. janúar 2019 18:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. 31. janúar 2019 18:00
Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15