Tólf tillögur til að vernda neytendur vegna ólöglegra smálána Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 14:49 Mikið hefur borið á því síðustu misseri að ungt fólk taki svokölluð smálán. Vísir/Valli Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja hefur skilað skýrslu og tillögum að aðgerðum til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Starfshópurinn skilaði 12 tillögum að aðgerðum sem miða að því að skýra betur rétt neytenda og að vernda neytendur vegna ólöglegrar smálánastarfsemi. Ráðherra fól starfshópnum síðasta sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta. Lögð var áhersla á að í hópnum sætu fulltrúar ólíkra fagaðila, að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að hin ólöglegu smálán séu þau lán sem valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. Á sama tíma sé mikilvægt að umræðan um smálán hafi ekki skaðleg áhrif á framboð á löglegum neytendalánum sem veitt eru í fjarsölu. Í tillögum starfshópsins endurspeglist meðal annars sá vandi sem skapast hefur í tengslum við smálánastarfsemi. Þá var lagt til grundvallar að gætt yrði að jafnvægi milli neytendaverndar, samkeppni og nýsköpunar á fjármálamarkaði í vinnu starfshópsins.Skýrslunni var skilað í dag.Mynd/Stjórnarráðið„Vinna starfshópsins var góð og ég er ánægð að sjá hvað tókst vel til að horfa á út í mörg horn á margþættu máli. Það er mikilvægt að gera greinarmun á ólöglegum smálánum og öðrum neytendalánum sem snúa að nýsköpun í aukinni fjártækni þegar við vinnum að regluverki slíkra lána. Ég tel að í þeirri vinnu eigi að einblína á að þrengt verði að þeim lánveitendum smálána sem stunda óréttmæta viðskiptahætti,“ er haft eftir Þórdísi í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Leyfisskylda hamli nýsköpun Starfshópurinn taldi ekki þörf á að lánastarfsemi yrði gerð leyfisskyld. Leyfisskylda gæti hamlað nýsköpun og dregið úr samkeppni og taldi starfshópurinn að unnt væri að ná markmiðum um neytendavernd með öðrum úrræðum. Starfshópurinn skilaði 12 tillögum að aðgerðum sem miða að því að skýra betur rétt neytenda og að vernda neytendur vegna ólöglegrar smálánastarfsemi. Helstu niðurstöður og tillögur starfshópsins eru eftirfarandi:Skerpt verði á því hvers lands lög gildi þegar smálán eru veitt yfir landamæri.Gerðar verði kröfur um aukna upplýsingagjöf lánveitenda sem ekki eru eftirlitsskyldir til eftirlitsaðila.Lánveitendum, sem ekki eru leyfisskyldir verði óheimilt að veita neytendalán nema þeir hafi áður skráð starfsemina með viðeigandi hætti hjá eftirlitsaðila.Kannað verði hvort unnt sé að koma í veg fyrir að bankar eða sparisjóðir geti innheimt kostnað af lánum umfram lögbundið hámark og hvort ástæða sé til að herða kröfur um áreiðanleikakönnun á þeirra sem nýta sér greiðsluþjónustu banka og sparisjóða.Lögum verði breytt þannig að neytandi verði ekki krafinn um greiðslu vaxta og kostnaðar af láni ef skilmálar lánsins brjóta í bága við lögbundið hámark á árlegri hlutfallstölu kostnaðar.Skoðað verði hvort ástæða sé til að takmarka afgreiðslu ákveðinna neytendalána á tilteknum tíma sólarhrings.Skoðað verði hvort takmarka eigi beina og ágenga markaðssetningu á fjarskiptamiðlum.Skoðað verði hvort ástæða sé til að birta neytanda alltaf niðurstöðu lánshæfismats áður en hann tekur lán þannig að hann geri sér betur grein fyrir áhættunni sem fylgir lántökunni.Eftirlitsaðilar með innheimtufyrirtækjum kanni sérstaklega hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar sem eru mikilvægar til að unnt sé að taka afstöðu til krafna. Slík háttsemi samræmist ekki góðum innheimtuháttum.Skoðað verði hvort rétt sé að auka kröfur um auðkenningu neytanda þegar lán eru veitt í fjarsölu.Skoðað verði hvort breytinga sé þörf varðandi aðgengi lánveitenda að upplýsingum um skuldsetningu neytenda í tengslum við mat á lánshæfi.Aukin áhersla verði lögð á kennslu í fjármálalæsi í grunnskólum og framhaldsskólum. Af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis verður unnið áfram með ofangreindar tillögur, í samráði við þar til bæra aðila og stofnanir. Neytendur Smálán Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja hefur skilað skýrslu og tillögum að aðgerðum til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Starfshópurinn skilaði 12 tillögum að aðgerðum sem miða að því að skýra betur rétt neytenda og að vernda neytendur vegna ólöglegrar smálánastarfsemi. Ráðherra fól starfshópnum síðasta sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta. Lögð var áhersla á að í hópnum sætu fulltrúar ólíkra fagaðila, að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að hin ólöglegu smálán séu þau lán sem valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. Á sama tíma sé mikilvægt að umræðan um smálán hafi ekki skaðleg áhrif á framboð á löglegum neytendalánum sem veitt eru í fjarsölu. Í tillögum starfshópsins endurspeglist meðal annars sá vandi sem skapast hefur í tengslum við smálánastarfsemi. Þá var lagt til grundvallar að gætt yrði að jafnvægi milli neytendaverndar, samkeppni og nýsköpunar á fjármálamarkaði í vinnu starfshópsins.Skýrslunni var skilað í dag.Mynd/Stjórnarráðið„Vinna starfshópsins var góð og ég er ánægð að sjá hvað tókst vel til að horfa á út í mörg horn á margþættu máli. Það er mikilvægt að gera greinarmun á ólöglegum smálánum og öðrum neytendalánum sem snúa að nýsköpun í aukinni fjártækni þegar við vinnum að regluverki slíkra lána. Ég tel að í þeirri vinnu eigi að einblína á að þrengt verði að þeim lánveitendum smálána sem stunda óréttmæta viðskiptahætti,“ er haft eftir Þórdísi í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Leyfisskylda hamli nýsköpun Starfshópurinn taldi ekki þörf á að lánastarfsemi yrði gerð leyfisskyld. Leyfisskylda gæti hamlað nýsköpun og dregið úr samkeppni og taldi starfshópurinn að unnt væri að ná markmiðum um neytendavernd með öðrum úrræðum. Starfshópurinn skilaði 12 tillögum að aðgerðum sem miða að því að skýra betur rétt neytenda og að vernda neytendur vegna ólöglegrar smálánastarfsemi. Helstu niðurstöður og tillögur starfshópsins eru eftirfarandi:Skerpt verði á því hvers lands lög gildi þegar smálán eru veitt yfir landamæri.Gerðar verði kröfur um aukna upplýsingagjöf lánveitenda sem ekki eru eftirlitsskyldir til eftirlitsaðila.Lánveitendum, sem ekki eru leyfisskyldir verði óheimilt að veita neytendalán nema þeir hafi áður skráð starfsemina með viðeigandi hætti hjá eftirlitsaðila.Kannað verði hvort unnt sé að koma í veg fyrir að bankar eða sparisjóðir geti innheimt kostnað af lánum umfram lögbundið hámark og hvort ástæða sé til að herða kröfur um áreiðanleikakönnun á þeirra sem nýta sér greiðsluþjónustu banka og sparisjóða.Lögum verði breytt þannig að neytandi verði ekki krafinn um greiðslu vaxta og kostnaðar af láni ef skilmálar lánsins brjóta í bága við lögbundið hámark á árlegri hlutfallstölu kostnaðar.Skoðað verði hvort ástæða sé til að takmarka afgreiðslu ákveðinna neytendalána á tilteknum tíma sólarhrings.Skoðað verði hvort takmarka eigi beina og ágenga markaðssetningu á fjarskiptamiðlum.Skoðað verði hvort ástæða sé til að birta neytanda alltaf niðurstöðu lánshæfismats áður en hann tekur lán þannig að hann geri sér betur grein fyrir áhættunni sem fylgir lántökunni.Eftirlitsaðilar með innheimtufyrirtækjum kanni sérstaklega hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar sem eru mikilvægar til að unnt sé að taka afstöðu til krafna. Slík háttsemi samræmist ekki góðum innheimtuháttum.Skoðað verði hvort rétt sé að auka kröfur um auðkenningu neytanda þegar lán eru veitt í fjarsölu.Skoðað verði hvort breytinga sé þörf varðandi aðgengi lánveitenda að upplýsingum um skuldsetningu neytenda í tengslum við mat á lánshæfi.Aukin áhersla verði lögð á kennslu í fjármálalæsi í grunnskólum og framhaldsskólum. Af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis verður unnið áfram með ofangreindar tillögur, í samráði við þar til bæra aðila og stofnanir.
Neytendur Smálán Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira