Breska stúlkan sem gekk til liðs við ISIS eignaðist dreng og vill komast til Bretlands Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2019 13:12 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Shamima Begum, táningurinn sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenndu sig við íslamskt ríki, hefur fætt barn. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er vitnað í yfirlýsingu sem lögmaður fjölskyldu hennar sendi fjölmiðlum. Í yfirlýsingunni kemur fram að móður og barni heilsist vel. Það var blaðamaður Times sem fann Begum í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðustu viku og sagði frá því að Begum væri langt gengin og vildi fara aftur til Bretlands barnsins vegna. Í samtali við blaðamann Times sagðist Begum hafa eignast tvö börn til viðbótar sem dóu í Sýrlandi. Sky News ræddi einnig við hina nítján ára gömlu Begum í flóttamannabúðunum en þar sagði hún fólki ætti að sýna hennar aðstæðum skilning. „Ég vissi ekki hvað ég var að koma mér út í,“ sagði Begum við Sky.Shamima þegar hún yfirgaf Bretland árið 2015.Vísir/EPALögmaður fjölskyldu hennar, Mohammed Tasnime Akunjee, sagði í yfirlýsingunni að fjölskyldan hefði verið upplýst um að barnið væri fætt. „Við höfum ekki haft beint samband við Samima. Við vonumst til að koma á samtali við hana fljótlega svo við getum fengið beina staðfestingu,“ segir í yfirlýsingunni. Lögmaðurinn greindi síðar frá því á Twitter að Begum hefði eignast dreng. Jeremy Wright, ráðherra menningarmála í Bretlandi, sagði við BBC að þjóðerni barnsins lægi ekki fyrir að svo stöddu. Hann bætti við að ef Begum vill snúa aftur til Bretlands þá sé henni það velkomið en hún geti búist við að vera látin svara fyrir gjörðir sínar. Begum fór til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS í febrúar árið 2015 ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Begum sagði við Times að Kadiza hefði farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase væru á huldu. Sagðist Begum hafa náð að flýja frá Baghuz, eitt af síðust vígum ISIS í austur Sýrlandi, fyrir tveimur vikum en eiginmaður hennar, Hollendingur sem hafði gerst múslimi, hefði gefist upp fyrir sýrlenskum hermönnum. Bretland Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Shamima Begum, táningurinn sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenndu sig við íslamskt ríki, hefur fætt barn. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er vitnað í yfirlýsingu sem lögmaður fjölskyldu hennar sendi fjölmiðlum. Í yfirlýsingunni kemur fram að móður og barni heilsist vel. Það var blaðamaður Times sem fann Begum í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðustu viku og sagði frá því að Begum væri langt gengin og vildi fara aftur til Bretlands barnsins vegna. Í samtali við blaðamann Times sagðist Begum hafa eignast tvö börn til viðbótar sem dóu í Sýrlandi. Sky News ræddi einnig við hina nítján ára gömlu Begum í flóttamannabúðunum en þar sagði hún fólki ætti að sýna hennar aðstæðum skilning. „Ég vissi ekki hvað ég var að koma mér út í,“ sagði Begum við Sky.Shamima þegar hún yfirgaf Bretland árið 2015.Vísir/EPALögmaður fjölskyldu hennar, Mohammed Tasnime Akunjee, sagði í yfirlýsingunni að fjölskyldan hefði verið upplýst um að barnið væri fætt. „Við höfum ekki haft beint samband við Samima. Við vonumst til að koma á samtali við hana fljótlega svo við getum fengið beina staðfestingu,“ segir í yfirlýsingunni. Lögmaðurinn greindi síðar frá því á Twitter að Begum hefði eignast dreng. Jeremy Wright, ráðherra menningarmála í Bretlandi, sagði við BBC að þjóðerni barnsins lægi ekki fyrir að svo stöddu. Hann bætti við að ef Begum vill snúa aftur til Bretlands þá sé henni það velkomið en hún geti búist við að vera látin svara fyrir gjörðir sínar. Begum fór til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS í febrúar árið 2015 ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Begum sagði við Times að Kadiza hefði farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase væru á huldu. Sagðist Begum hafa náð að flýja frá Baghuz, eitt af síðust vígum ISIS í austur Sýrlandi, fyrir tveimur vikum en eiginmaður hennar, Hollendingur sem hafði gerst múslimi, hefði gefist upp fyrir sýrlenskum hermönnum.
Bretland Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48