Rosalegt ferðalag fíkils Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2019 09:06 Nína hefur farið til sálfræðings síðan hún var þrítug og segir það hið besta sem hún hefur gert fyrir sjálfa sig. FBL/Eyþór Nína Dögg Filippusdóttir er með betri leikkonum landsins. Blaðamaður hitti þessa hæfileikaríku og ljúfu leikkonu á heimili hennar á Seltjarnarnesi á dögunum en þau hjónin Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, fluttu þangað úr miðbænum fyrir um fjórum árum síðan ásamt börnum sínum tveimur. „Við erum að fara taka allt í gegn hérna mjög fljótlega. Við þurftum bara smá tíma til að ákveða hvernig við vildum hafa þetta allt saman,“ segir Nína Dögg sem leiðir blaðamann í gegnum húsið. Heimilið er afar hlýlegt og stendur það alveg við hafið, sem tekur á móti manni í gegnum stóra glugga í stofunni. „Okkur líður alveg svakalega vel hérna svona nálægt náttúrunni. Það er gott að búa á Seltjarnarnesi. Okkur var ráðlagt þegar við fluttum hingað, að taka þetta bara alla leið. Sem við og gerðum. Erum búin að fara á öll þorrablótin og erum dugleg að sækja viðburði hérna. Jú og svo var ég auðvitað Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2017. Það var tekið rosalega vel á móti okkur og við höfum eignast mjög góða vini sem okkur þykir mjög vænt um. Það er líka frábært að vera með börn hérna. Það er svo mikið öryggi og það passa allir upp á alla.“ Nína Dögg hefur verið að gera það gott í leikhúsinu sem og á skjám okkar landsmanna og víðar. Hún fer með aðalhlutverk í sýningunni Fólk, staðir, hlutir sem Gísli Örn leikstýrir. Leikritið hlaut fjölda Grímutilnefninga og hreppti Nína Dögg Grímuverðlaunin fyrir leik sinn. Borgarleikhúsið setti verkið upp í samvinnu við Vesturport og norska þjóðleikhúsið og sama listræna teymið setti leikritið upp á sitthvorum staðnum með sitthvora leikarana. Leikritið er eftir Duncan McMillan og sló í gegn í Englandi. „Þetta leikrit kemur til okkar með þeim hætti að Gísli var staddur í tökum á sjónvarpsseríu í Newcastle í átta mánuði. Hann vissi af verkinu og kannaðist við höfundinn. Hann sá það svo á æfingum í London og fannst þetta vera svo nálægt okkar eigin lífi á margan hátt að hann ákvað að setja þetta á svið, “ segir Nína. „Þetta var mjög gefandi að setja upp leikritið í samvinnu við norska þjóðleikhúsið. Gísli er húsleikstjóri þar, svo hann hefur verið þar mikið undanfarin ár. Ég sagði bara við Gísla: Já, byrjaðu bara í Noregi og æfðu þig þar. Komdu svo heim og þá ertu búinn að gera öll mistökin svo við getum gert þetta hnekkjulaust hér,“ segir hún og hlær. Nínu og Gísla fannst tilvalið að setja upp leikritið hér á landi því að fíkn er sjúkdómur sem tengist inn í margar fjölskyldur á Íslandi, þar á meðal Nínu Daggar. Hún á fjölskyldumeðlim sem fór óvænt þá leið í lífinu. Viðkomandi var kominn á miðjan aldur þegar fíknin tók yfir og segir Nína að það hafi komið svolítið aftan að öllum í fjölskyldunni hvernig það gerðist.FBL/Eyþór„Þetta skiptir mig því miklu máli þar sem þetta er mér mjög nærri en á sama tíma er þessi sjúkdómur mér líka hulin birtingamynd. Einhvernveginn finnst mér vera mikil tenging milli þess að þú þróar með þér fíknisjúkdóm og því að vera með stóra holu í hjartanu sem þú hefur ekki náð að vinna úr. Mér finnst það hafa verið þannig með manneskjuna sem stendur mér nærri. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að við viðurkennum að við þurfum hjálp og að við þurfum hjálp snemma því það er fyrirbyggjandi,“ segir Nína.Gaman að vinna í sjálfum sér Nína nefnir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og frumvarp sem hún lagði fram í lok janúar um að hægt verði að fá almenna sálfræðiþjónustu niðurgreidda með sjúkratryggingum. Með frumvarpinu yrði sálfræðiþjónusta felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands og veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta. „Mér finnst hugmyndin mjög góð og mikilvæg hjá Þorgerði Katrínu, að leggja þetta frumvarp til. Auðvitað á að hlúa að andlegri heilsu til jafns við líkamlega heilsu. Þetta myndi auðvelda svo margt fyrir svo marga. En sem betur fer er það að breytast að mega tala um svona hluti. Þetta var einu sinni hálfgert „tabú“ að fara til sálfræðings eða leita sér hjálpar vegna andlegra veikinda. Eða bara tala um tilfinningar yfir höfuð. Formæður og feður okkar misstu börnin sín og svo var bara haldið áfram. Það var bara einhvernveginn harkað af sér. En sem betur fer erum við komin langt frá því og þetta er að breytast,“ segir Nína. Sjálf er Nína búin að fara til sálfræðings síðan hún var þrítug og segir það besta sem hún hefur gert fyrir sjálfa sig. „Ég hef farið til nokkurra sálfræðinga og það tekur mann alveg tíma að finna þann rétta og finna taktinn og svona. En það er ennþá fólk sem finnst það vera of mikið að fara til sálfræðings og tala um það að vinna í sjálfu sér. Mér finnst það svo sorglegt því það er svo gaman að vinna í sér og kynnast sjálfum sér. Fá verkfæri til að leysa úr vandamálum þegar þú lendir á vegg. Vá, lífið er svo allskonar og þú tekur allskonar beygjur og ferð inn um allskonar dyr og það lenda allir einhversstaðar á vegg eða koma sjálfum sér á óvart með viðbrögðum sínum. Ég mæli með Shalom, heildrænni meðferðarstöð. Algjörlega frábært fólk sem er þar að störfum.“Bratt en erfitt ferðalag Aðstandandi Nínu Daggar fór frá því að vera þátttakandi í samfélaginu, í góðri stöðu yfir í það að verða heimilislaus og á götunni. „Það er rosalegt ferðalag. Sem betur fer eru fæstir sem fara svona bratta leið en ferðalagið sem ég fór í með þessari manneskju sýndi mér bara það og kenndi mér að það er enginn hólpinn. Ef við vinnum ekki vel úr áföllunum okkar, þá getur varnarkerfið okkar brugðist. Við verðum svo fljótt innsæislaus.“ Ýmis úrræði eru til staðar fyrir fólk í slíkum sporum. „Auðvitað má bæta margt en einnig er margt í boði. Aðstandandinn minn býr í svona búsetuúrræði, sem Velferðarráð Reykjavíkur er með og er alveg frábært fyrirkomulag. Það ber yfirskriftina Housing first og er þetta tekið að utan. Heimilislausir, fólk í neyslu, fólk með geðræn vandamál og aðrir sem eiga um sárt að binda geta nálgast þetta búsetuúrræði. Fólkið þarf ekki að vera í neyslu en það má vera í neyslu. Það er ekki gerð krafa um að þú sért ekki í neyslu, sem er oft svo erfitt því það eru mörg úrræði fyrir fólk en þá er krafan um að vera ekki í neyslu. Það er mjög erfitt að segja fíklum að þeir verði að hætta fyrst. Þeir verði að drekka úti en ekki inni. Fólk sem er búið að missa fjölskyldu sína, æruna og lífið, það á erfitt með að fylgja svona reglum. Það sækir bara vínið sitt og dópið sitt,“ segir Nína.FBL/Eyþór„Þetta búsetuúrræði er alveg magnað og bráðnauðsynlegt í okkar tilfelli. Það er einstakt teymi og starfsmenn sem vinna þarna og halda utan um þetta. Í mínu tilviki hafa þau gert svo ótrúlega hluti fyrir okkur og hafa farið svo langt út fyrir sitt starfssvið og starfslýsingu. Svo hugsar maður bara; er það ekki þannig með allt fólk sem er í umönnun, því það vinnur svo örláta og mikla vinnu miðað við laun, því miður og öllu sem því fylgir. Það er auðvitað ótrúlega þakklátt að í heilbrigðiskerfinu okkar séu staðir eins og Vogur og Geðdeild Landspítalans 33A sem taka á móti fólki með fíknivanda. En betur má ef duga skal og það er til dæmis ekki forsvaranlegt að biðlistinn á Vogi sé eitthvað í kringum 600 manns, eins og var staðan í nóvember. Það er hræðilegt að svona fjöldi sé að bíða eftir því að komast að og fá hjálp við fíkninni sinni eða sjúkdómi. En það er magnað að það sé til svona spítali, þar sem þú getur alltaf komið og beðið um hjálp. Það eru engin takmörk fyrir því hvað þú mátt koma oft. Sumir hafa farið 30 sinnum, sumir einu sinni. Þessi fíkn og sjúkdómur, er svo skrítinn og það er bara ekki hægt að setja fingur á hvað það er.“Þekkti ekki alkóhólistaFólk, staðir, hlutir nær á ákveðinn hátt að snerta á mörgu sem snýr að fíkn, aðstandendum, samstarfsfélögum og einnig á fólki sem er líka í neyslu og þeim sem eru komnir lengra en viðkomandi í bata. Nína segist viss um að grunnurinn að fíknivanda sé þessi hola í hjartanu sem skapi kvíða og depurð og að fólk finni fyrir vanmætti. Þá er er auðvelt að deyfa sig. „Það gefur þér kannski vellíðan fyrst en svo fer þetta alltaf í ranga átt. Áfengi og vímuefni þróa með sér miklu meiri kvíða og miklu meiri depurð sem hleðst ofan á. Þannig að þú lendir í vítahring sem þú veist ekki hvernig þú átt að koma þér út úr.“ Leikritið fer fram á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu og því er mikil nánd við áhorfendur. Nína segir leikhópinn heyra áhorfendur taka andköf og svo virðist vera að svo margir tengi við aðstæður. „Fólk kannast við þessar aðstæður. Fíkillinn verður svo áþreifanlegur og maður er með ákveðna töfra í höndunum. Við leikhópurinn vitum að við erum að snert við einhverjum, við erum að hitta á punktana,“ segir Nína. Hún fór til London til þess að sjá leikritið sjálf áður en hún fór að æfa hlutverkið. Verkið greip hana strax og hún segist hafa hugsað með sér að höfundur verksins, Duncan McMillan, hlyti að vera annað hvort sjálfur alkóhólisti, gamall fíkill eða einhver sem tengist honum svona djúpt þar sem hann náði svo góðri sýn á líf fíkilsins og umhverfi hans. „Svo hitti ég hann á bar og þá sat hann þar með bjór svo ég hugsaði með mér að hann væri líklega ekki alki. Eða þá væri hann í það minnsta fallinn. Ég spurði hann út í þetta og það skrítna er að hann hafði enga tengingu við þetta, nema að hann sagði bara að hann vissi bara af þessari veröld og vinir hans drekka mismikið. En það er enginn alkóhólisti nálægt honum,“ segir Nína. „Þá hugsaði ég að það væri kannski þess vegna sem hann næði að gera þetta svona vel því hann sér þetta úr fjarlægð og þess vegna nær hann að vera með innsýn í öll sjónarhorn og hann gerir það svo sérstaklega vel. Það er magnað að leika þetta hlutverk því maður finnur hvað þetta hefur áhrif. Eiginlega undantekningarlaust á einhver á Íslandi litla alkann sinn. Í nánast hverri fjölskyldu er það svoleiðis og við þurfum bara að opna á það og tala um það.“Hollt að stíga út fyrir þægindarammann Nína Dögg er um þessar mundir í tökum á íslenskri þáttaseríu um Valhallarmorðin sem Netflix hefur fest kaup á. Þau Björn Thors fara með hlutverk lögreglumanna sem rannsaka Valhöll, upptökuheimili fyrir drengi. „Þórður Pálsson á hugmyndina að þessu verki og kemur þessu á laggirnar. Hann leikstýrir auk þess fjórum þáttum af 8. Hann vann „pitch“ keppni úti í London, kemur svo með þetta hingað heim og setur sig í samband við True North og Mystery productions. Það sem er magnað við þetta er að Netflix kemur inn í þetta og það er búið að selja seríuna um allan heim, og þá meina ég útum allan heim. Við hlæjum stundum að því þegar það er verið að keyra okkur áfram og segjum; Hey, engan asa hérna – við erum að gera Netflix seríu sko!“ segir Nína og hlær. „En þetta er rosalega spennandi. Það eru auk þess tveir aðrir leikstjórar á seríunni, Þóra Hilmarsdóttir og Davíð Óskarsson. Þau eru bæði ungir leikstjórar sem er frábært og einnig er bróðir minn að skjóta, Árni Filippusson. Það er kjarna fólk að baki þessu verkefni og vel valinn maður í hverri stöðu.“ Einnig er nóg að gera hjá Gísla Erni sem er annar höfunda, ásamt Ólafi Agli Egilssyni, og leikstjóri söngleiksins Ellý sem hefur hlotið mikið lof. „Hann þurfti líka að hoppa aðeins inn í sýninguna fyrir Hjört Jóhann og það var svolítið skemmtilegt fyrir hann, að hoppa inn í sína eigin sýningu. Þau náðu 200 sýningum um síðustu helgi, sem er algjörlega geggjað, en því miður missti Gísli af því vegna þess að hann er í Noregi að leika í sjónvarpsseríu hjá Norska Ríkissjónvarpinu. Við erum bæði í krimmaseríum þessa dagana“ segir Nína Dögg. Í sitthvoru landinu.Er ekki brjálað að gera hjá ykkur hjónum? Jú, þetta kemur í törnum. Stundum er allt á fullu og svo er rólegt. Það er ágætt. En við erum með gott bakland og eigum stórkostlega fjölskyldu. Tengdamóðir mín, Kolbrún Högnadóttir, hún er okkar stoð og stytta. Algjör dýrðlingur og það er gott að vita af börnunum okkar hjá ömmu sinni. Það er mikilvægt að rækta það líka. Svo eru það Árni bróðir og Helena konan hans og Rakel, systir hans Gísla og eiginmaður hennar Björn Hlynur. Við erum oft í sömu verkefnum og sömu kreðsu og það er ofboðslega dýrmætt að vinna svona náið með fjölskyldunni sinni. En svo verður hvert verkefni að lítilli fjölskyldu, svo hún er almennt mikil, nándin í þessum bransa“Verða engir árekstrar? „Nei, merkilega sjaldan. Við Gísli vorum saman í leiklistarbekk og komumst inn 1997. Þá vorum við búin að vera par í tvö ár áður. Við þekkjum eiginlega ekkert annað en að vinna saman og okkur finnst það bara skemmtilegast. Eins og í sýningunni Fólk, staðir, hlutir, þar leikstýrir hann mér og þetta er hlutverk sem tekur mikið á að leika. Það var svolítið skondið eftir eina æfinguna, þegar hann spurði mig hvort hann hefði nokkuð verið of harður við mig. Ég svaraði bara blíðlega: Ha, nei, nei þetta er allt í lagi. En langaði mig stundum að öskra á hann? Já. Var ég stundum alveg að fara að grenja? Já,“ segir hún og hlær. „En það sem ég gerði var að ég pantaði tíma í dansi fyrir okkur, hjá Jóa og Theu í dansstúdíóinu. Við fórum í allskonar samkvæmisdansa, rokk, zumba og fleira. Við fórum reyndar alltaf í danstímana beint eftir æfingu á leikritinu og ég hugsaði stundum með mér hvað ég væri eiginlega að hugsa að panta danstíma strax eftir svona krefjandi æfingu með Gísla, sérstaklega þegar mig langaði frekar að gefa honum einn á hann í staðinn. En svo var gott að losa um þetta allt í dansi. Dans er svo magnaður. Ég vildi óska að það væri danskennsla í grunnskólum í dag þar sem símanotkun hefur tekið öll völd og sumir skólar þora ekki að taka af skarið og banna síma. Þar með hefur tengslamyndun barna og nánd breyst. En ef allir þyrftu að dansa saman einu sinni í viku held ég að það myndi eitthvað stórkostlegt gerast,“ segir Nína. „En ég mæli hiklaust með þessu. Maður þarf bara að muna að gera eitthvað saman, annað en að vinna. Þegar fólk er búið að vera saman svona lengi þá má þetta ekki gleymast.“ „Það hefur hentað okkur vel að víkka sjóndeildarhringinn saman. En við erum heppin, mér finnst hann rosa skemmtilegur og mér finnst mjög gaman að vera með honum,“ segir Nína. „Svo erum við líka í hestamennsku. Það er mikilvægt fyrir okkur að eiga sameiginleg áhugamál. Það gefur okkur nánd. Ég er þakklát fyrir það.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira
Nína Dögg Filippusdóttir er með betri leikkonum landsins. Blaðamaður hitti þessa hæfileikaríku og ljúfu leikkonu á heimili hennar á Seltjarnarnesi á dögunum en þau hjónin Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, fluttu þangað úr miðbænum fyrir um fjórum árum síðan ásamt börnum sínum tveimur. „Við erum að fara taka allt í gegn hérna mjög fljótlega. Við þurftum bara smá tíma til að ákveða hvernig við vildum hafa þetta allt saman,“ segir Nína Dögg sem leiðir blaðamann í gegnum húsið. Heimilið er afar hlýlegt og stendur það alveg við hafið, sem tekur á móti manni í gegnum stóra glugga í stofunni. „Okkur líður alveg svakalega vel hérna svona nálægt náttúrunni. Það er gott að búa á Seltjarnarnesi. Okkur var ráðlagt þegar við fluttum hingað, að taka þetta bara alla leið. Sem við og gerðum. Erum búin að fara á öll þorrablótin og erum dugleg að sækja viðburði hérna. Jú og svo var ég auðvitað Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2017. Það var tekið rosalega vel á móti okkur og við höfum eignast mjög góða vini sem okkur þykir mjög vænt um. Það er líka frábært að vera með börn hérna. Það er svo mikið öryggi og það passa allir upp á alla.“ Nína Dögg hefur verið að gera það gott í leikhúsinu sem og á skjám okkar landsmanna og víðar. Hún fer með aðalhlutverk í sýningunni Fólk, staðir, hlutir sem Gísli Örn leikstýrir. Leikritið hlaut fjölda Grímutilnefninga og hreppti Nína Dögg Grímuverðlaunin fyrir leik sinn. Borgarleikhúsið setti verkið upp í samvinnu við Vesturport og norska þjóðleikhúsið og sama listræna teymið setti leikritið upp á sitthvorum staðnum með sitthvora leikarana. Leikritið er eftir Duncan McMillan og sló í gegn í Englandi. „Þetta leikrit kemur til okkar með þeim hætti að Gísli var staddur í tökum á sjónvarpsseríu í Newcastle í átta mánuði. Hann vissi af verkinu og kannaðist við höfundinn. Hann sá það svo á æfingum í London og fannst þetta vera svo nálægt okkar eigin lífi á margan hátt að hann ákvað að setja þetta á svið, “ segir Nína. „Þetta var mjög gefandi að setja upp leikritið í samvinnu við norska þjóðleikhúsið. Gísli er húsleikstjóri þar, svo hann hefur verið þar mikið undanfarin ár. Ég sagði bara við Gísla: Já, byrjaðu bara í Noregi og æfðu þig þar. Komdu svo heim og þá ertu búinn að gera öll mistökin svo við getum gert þetta hnekkjulaust hér,“ segir hún og hlær. Nínu og Gísla fannst tilvalið að setja upp leikritið hér á landi því að fíkn er sjúkdómur sem tengist inn í margar fjölskyldur á Íslandi, þar á meðal Nínu Daggar. Hún á fjölskyldumeðlim sem fór óvænt þá leið í lífinu. Viðkomandi var kominn á miðjan aldur þegar fíknin tók yfir og segir Nína að það hafi komið svolítið aftan að öllum í fjölskyldunni hvernig það gerðist.FBL/Eyþór„Þetta skiptir mig því miklu máli þar sem þetta er mér mjög nærri en á sama tíma er þessi sjúkdómur mér líka hulin birtingamynd. Einhvernveginn finnst mér vera mikil tenging milli þess að þú þróar með þér fíknisjúkdóm og því að vera með stóra holu í hjartanu sem þú hefur ekki náð að vinna úr. Mér finnst það hafa verið þannig með manneskjuna sem stendur mér nærri. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að við viðurkennum að við þurfum hjálp og að við þurfum hjálp snemma því það er fyrirbyggjandi,“ segir Nína.Gaman að vinna í sjálfum sér Nína nefnir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og frumvarp sem hún lagði fram í lok janúar um að hægt verði að fá almenna sálfræðiþjónustu niðurgreidda með sjúkratryggingum. Með frumvarpinu yrði sálfræðiþjónusta felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands og veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta. „Mér finnst hugmyndin mjög góð og mikilvæg hjá Þorgerði Katrínu, að leggja þetta frumvarp til. Auðvitað á að hlúa að andlegri heilsu til jafns við líkamlega heilsu. Þetta myndi auðvelda svo margt fyrir svo marga. En sem betur fer er það að breytast að mega tala um svona hluti. Þetta var einu sinni hálfgert „tabú“ að fara til sálfræðings eða leita sér hjálpar vegna andlegra veikinda. Eða bara tala um tilfinningar yfir höfuð. Formæður og feður okkar misstu börnin sín og svo var bara haldið áfram. Það var bara einhvernveginn harkað af sér. En sem betur fer erum við komin langt frá því og þetta er að breytast,“ segir Nína. Sjálf er Nína búin að fara til sálfræðings síðan hún var þrítug og segir það besta sem hún hefur gert fyrir sjálfa sig. „Ég hef farið til nokkurra sálfræðinga og það tekur mann alveg tíma að finna þann rétta og finna taktinn og svona. En það er ennþá fólk sem finnst það vera of mikið að fara til sálfræðings og tala um það að vinna í sjálfu sér. Mér finnst það svo sorglegt því það er svo gaman að vinna í sér og kynnast sjálfum sér. Fá verkfæri til að leysa úr vandamálum þegar þú lendir á vegg. Vá, lífið er svo allskonar og þú tekur allskonar beygjur og ferð inn um allskonar dyr og það lenda allir einhversstaðar á vegg eða koma sjálfum sér á óvart með viðbrögðum sínum. Ég mæli með Shalom, heildrænni meðferðarstöð. Algjörlega frábært fólk sem er þar að störfum.“Bratt en erfitt ferðalag Aðstandandi Nínu Daggar fór frá því að vera þátttakandi í samfélaginu, í góðri stöðu yfir í það að verða heimilislaus og á götunni. „Það er rosalegt ferðalag. Sem betur fer eru fæstir sem fara svona bratta leið en ferðalagið sem ég fór í með þessari manneskju sýndi mér bara það og kenndi mér að það er enginn hólpinn. Ef við vinnum ekki vel úr áföllunum okkar, þá getur varnarkerfið okkar brugðist. Við verðum svo fljótt innsæislaus.“ Ýmis úrræði eru til staðar fyrir fólk í slíkum sporum. „Auðvitað má bæta margt en einnig er margt í boði. Aðstandandinn minn býr í svona búsetuúrræði, sem Velferðarráð Reykjavíkur er með og er alveg frábært fyrirkomulag. Það ber yfirskriftina Housing first og er þetta tekið að utan. Heimilislausir, fólk í neyslu, fólk með geðræn vandamál og aðrir sem eiga um sárt að binda geta nálgast þetta búsetuúrræði. Fólkið þarf ekki að vera í neyslu en það má vera í neyslu. Það er ekki gerð krafa um að þú sért ekki í neyslu, sem er oft svo erfitt því það eru mörg úrræði fyrir fólk en þá er krafan um að vera ekki í neyslu. Það er mjög erfitt að segja fíklum að þeir verði að hætta fyrst. Þeir verði að drekka úti en ekki inni. Fólk sem er búið að missa fjölskyldu sína, æruna og lífið, það á erfitt með að fylgja svona reglum. Það sækir bara vínið sitt og dópið sitt,“ segir Nína.FBL/Eyþór„Þetta búsetuúrræði er alveg magnað og bráðnauðsynlegt í okkar tilfelli. Það er einstakt teymi og starfsmenn sem vinna þarna og halda utan um þetta. Í mínu tilviki hafa þau gert svo ótrúlega hluti fyrir okkur og hafa farið svo langt út fyrir sitt starfssvið og starfslýsingu. Svo hugsar maður bara; er það ekki þannig með allt fólk sem er í umönnun, því það vinnur svo örláta og mikla vinnu miðað við laun, því miður og öllu sem því fylgir. Það er auðvitað ótrúlega þakklátt að í heilbrigðiskerfinu okkar séu staðir eins og Vogur og Geðdeild Landspítalans 33A sem taka á móti fólki með fíknivanda. En betur má ef duga skal og það er til dæmis ekki forsvaranlegt að biðlistinn á Vogi sé eitthvað í kringum 600 manns, eins og var staðan í nóvember. Það er hræðilegt að svona fjöldi sé að bíða eftir því að komast að og fá hjálp við fíkninni sinni eða sjúkdómi. En það er magnað að það sé til svona spítali, þar sem þú getur alltaf komið og beðið um hjálp. Það eru engin takmörk fyrir því hvað þú mátt koma oft. Sumir hafa farið 30 sinnum, sumir einu sinni. Þessi fíkn og sjúkdómur, er svo skrítinn og það er bara ekki hægt að setja fingur á hvað það er.“Þekkti ekki alkóhólistaFólk, staðir, hlutir nær á ákveðinn hátt að snerta á mörgu sem snýr að fíkn, aðstandendum, samstarfsfélögum og einnig á fólki sem er líka í neyslu og þeim sem eru komnir lengra en viðkomandi í bata. Nína segist viss um að grunnurinn að fíknivanda sé þessi hola í hjartanu sem skapi kvíða og depurð og að fólk finni fyrir vanmætti. Þá er er auðvelt að deyfa sig. „Það gefur þér kannski vellíðan fyrst en svo fer þetta alltaf í ranga átt. Áfengi og vímuefni þróa með sér miklu meiri kvíða og miklu meiri depurð sem hleðst ofan á. Þannig að þú lendir í vítahring sem þú veist ekki hvernig þú átt að koma þér út úr.“ Leikritið fer fram á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu og því er mikil nánd við áhorfendur. Nína segir leikhópinn heyra áhorfendur taka andköf og svo virðist vera að svo margir tengi við aðstæður. „Fólk kannast við þessar aðstæður. Fíkillinn verður svo áþreifanlegur og maður er með ákveðna töfra í höndunum. Við leikhópurinn vitum að við erum að snert við einhverjum, við erum að hitta á punktana,“ segir Nína. Hún fór til London til þess að sjá leikritið sjálf áður en hún fór að æfa hlutverkið. Verkið greip hana strax og hún segist hafa hugsað með sér að höfundur verksins, Duncan McMillan, hlyti að vera annað hvort sjálfur alkóhólisti, gamall fíkill eða einhver sem tengist honum svona djúpt þar sem hann náði svo góðri sýn á líf fíkilsins og umhverfi hans. „Svo hitti ég hann á bar og þá sat hann þar með bjór svo ég hugsaði með mér að hann væri líklega ekki alki. Eða þá væri hann í það minnsta fallinn. Ég spurði hann út í þetta og það skrítna er að hann hafði enga tengingu við þetta, nema að hann sagði bara að hann vissi bara af þessari veröld og vinir hans drekka mismikið. En það er enginn alkóhólisti nálægt honum,“ segir Nína. „Þá hugsaði ég að það væri kannski þess vegna sem hann næði að gera þetta svona vel því hann sér þetta úr fjarlægð og þess vegna nær hann að vera með innsýn í öll sjónarhorn og hann gerir það svo sérstaklega vel. Það er magnað að leika þetta hlutverk því maður finnur hvað þetta hefur áhrif. Eiginlega undantekningarlaust á einhver á Íslandi litla alkann sinn. Í nánast hverri fjölskyldu er það svoleiðis og við þurfum bara að opna á það og tala um það.“Hollt að stíga út fyrir þægindarammann Nína Dögg er um þessar mundir í tökum á íslenskri þáttaseríu um Valhallarmorðin sem Netflix hefur fest kaup á. Þau Björn Thors fara með hlutverk lögreglumanna sem rannsaka Valhöll, upptökuheimili fyrir drengi. „Þórður Pálsson á hugmyndina að þessu verki og kemur þessu á laggirnar. Hann leikstýrir auk þess fjórum þáttum af 8. Hann vann „pitch“ keppni úti í London, kemur svo með þetta hingað heim og setur sig í samband við True North og Mystery productions. Það sem er magnað við þetta er að Netflix kemur inn í þetta og það er búið að selja seríuna um allan heim, og þá meina ég útum allan heim. Við hlæjum stundum að því þegar það er verið að keyra okkur áfram og segjum; Hey, engan asa hérna – við erum að gera Netflix seríu sko!“ segir Nína og hlær. „En þetta er rosalega spennandi. Það eru auk þess tveir aðrir leikstjórar á seríunni, Þóra Hilmarsdóttir og Davíð Óskarsson. Þau eru bæði ungir leikstjórar sem er frábært og einnig er bróðir minn að skjóta, Árni Filippusson. Það er kjarna fólk að baki þessu verkefni og vel valinn maður í hverri stöðu.“ Einnig er nóg að gera hjá Gísla Erni sem er annar höfunda, ásamt Ólafi Agli Egilssyni, og leikstjóri söngleiksins Ellý sem hefur hlotið mikið lof. „Hann þurfti líka að hoppa aðeins inn í sýninguna fyrir Hjört Jóhann og það var svolítið skemmtilegt fyrir hann, að hoppa inn í sína eigin sýningu. Þau náðu 200 sýningum um síðustu helgi, sem er algjörlega geggjað, en því miður missti Gísli af því vegna þess að hann er í Noregi að leika í sjónvarpsseríu hjá Norska Ríkissjónvarpinu. Við erum bæði í krimmaseríum þessa dagana“ segir Nína Dögg. Í sitthvoru landinu.Er ekki brjálað að gera hjá ykkur hjónum? Jú, þetta kemur í törnum. Stundum er allt á fullu og svo er rólegt. Það er ágætt. En við erum með gott bakland og eigum stórkostlega fjölskyldu. Tengdamóðir mín, Kolbrún Högnadóttir, hún er okkar stoð og stytta. Algjör dýrðlingur og það er gott að vita af börnunum okkar hjá ömmu sinni. Það er mikilvægt að rækta það líka. Svo eru það Árni bróðir og Helena konan hans og Rakel, systir hans Gísla og eiginmaður hennar Björn Hlynur. Við erum oft í sömu verkefnum og sömu kreðsu og það er ofboðslega dýrmætt að vinna svona náið með fjölskyldunni sinni. En svo verður hvert verkefni að lítilli fjölskyldu, svo hún er almennt mikil, nándin í þessum bransa“Verða engir árekstrar? „Nei, merkilega sjaldan. Við Gísli vorum saman í leiklistarbekk og komumst inn 1997. Þá vorum við búin að vera par í tvö ár áður. Við þekkjum eiginlega ekkert annað en að vinna saman og okkur finnst það bara skemmtilegast. Eins og í sýningunni Fólk, staðir, hlutir, þar leikstýrir hann mér og þetta er hlutverk sem tekur mikið á að leika. Það var svolítið skondið eftir eina æfinguna, þegar hann spurði mig hvort hann hefði nokkuð verið of harður við mig. Ég svaraði bara blíðlega: Ha, nei, nei þetta er allt í lagi. En langaði mig stundum að öskra á hann? Já. Var ég stundum alveg að fara að grenja? Já,“ segir hún og hlær. „En það sem ég gerði var að ég pantaði tíma í dansi fyrir okkur, hjá Jóa og Theu í dansstúdíóinu. Við fórum í allskonar samkvæmisdansa, rokk, zumba og fleira. Við fórum reyndar alltaf í danstímana beint eftir æfingu á leikritinu og ég hugsaði stundum með mér hvað ég væri eiginlega að hugsa að panta danstíma strax eftir svona krefjandi æfingu með Gísla, sérstaklega þegar mig langaði frekar að gefa honum einn á hann í staðinn. En svo var gott að losa um þetta allt í dansi. Dans er svo magnaður. Ég vildi óska að það væri danskennsla í grunnskólum í dag þar sem símanotkun hefur tekið öll völd og sumir skólar þora ekki að taka af skarið og banna síma. Þar með hefur tengslamyndun barna og nánd breyst. En ef allir þyrftu að dansa saman einu sinni í viku held ég að það myndi eitthvað stórkostlegt gerast,“ segir Nína. „En ég mæli hiklaust með þessu. Maður þarf bara að muna að gera eitthvað saman, annað en að vinna. Þegar fólk er búið að vera saman svona lengi þá má þetta ekki gleymast.“ „Það hefur hentað okkur vel að víkka sjóndeildarhringinn saman. En við erum heppin, mér finnst hann rosa skemmtilegur og mér finnst mjög gaman að vera með honum,“ segir Nína. „Svo erum við líka í hestamennsku. Það er mikilvægt fyrir okkur að eiga sameiginleg áhugamál. Það gefur okkur nánd. Ég er þakklát fyrir það.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira