Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Frosti Logason skrifar 15. febrúar 2019 13:34 Erna Ýr Öldudóttir, blaðamaður á Viljanum, furðar sig á að Blaðamannafélag Íslands láti sig ekki varða atvik sem hún varð fyrir um síðustu helgi þegar Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, veittist að henni á öldurhúsi. Erna ræddi málið í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Snæbjörn hefur viðurkennt að hafa lýst fyrirlitningu sinni á Ernu vegna starfa hennar fyrir Björn Inga Hrafnsson hjá vefritinu Viljanum en neitar að hafa hótað henni ofbeldi. „Hann sagði: „Erna Ýr, ég hata þig og mig langar að berja þig, komdu hérna út fyrir.“ Ég man þetta alveg mjög skýrt,“ segir Erna. Erna segir að vissulega hafi Snæbjörn sent sér einlæga afsökunarbeiðni og sagt af sér varaþingmennsku og öðrum trúnaðarstörfum fyrir Pírata en það sé þó ekki aðalmálið. Hún vill að Blaðamannafélagið láti í sér heyra. „Þetta er hagsmunafélag blaðmanna, og það er vaxandi vandamál í heiminum, hótanir og ofbeldi gegn blaðamönnum og fjölmiðlafólki fyrir störf sín. Ísland er og verður ábyggilega ekki nein undantekning frá því.“ Erna talaði um að fólk væri farið að leyfa sér miklu meira en það gerði áður vegna mikillar pólaríseringar sem hefur átt sér stað í samfélaginu. Hvernig það talar og hvernig það kemur fram við annað fólk á netinu og annars staðar. Hún hefur áhyggjur af því að þetta muni enda með ósköpum. „Mér finnst að í ljósi þessarar þróunar þá þurfi Blaðamannafélagið að fjalla um svona mál, jafnvel gefi út einhverja ályktun eða yfirlýsingu, til þess að minna fólk einfaldlega á að í fyrsta lagi er þetta ekki í lagi og í öðru lagi hvað það getur verið erfitt að vera blaðamaður og vera kannski að fást við valdamiklar stofnanir og valdamikið fólk sem lætur umfjöllun og gagnrýni fara í taugarnar á sér.“ Hlustaðu á allt viðtalið við Ernu Ýr hér að ofan. Fjölmiðlar Mest lesið Vill meina að barnaníðingar séu í raun bara hommar Harmageddon Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Óupplýstum æsifréttamanni pakkað saman af pollrólegum dýrafræðingi Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Sannleikurinn um Hátíð vonar Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Grísalappalísa í miklu stuði Harmageddon Sannleikurinn: Erill hjá lögreglu vegna Furby leikfanga Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon
Erna Ýr Öldudóttir, blaðamaður á Viljanum, furðar sig á að Blaðamannafélag Íslands láti sig ekki varða atvik sem hún varð fyrir um síðustu helgi þegar Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, veittist að henni á öldurhúsi. Erna ræddi málið í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Snæbjörn hefur viðurkennt að hafa lýst fyrirlitningu sinni á Ernu vegna starfa hennar fyrir Björn Inga Hrafnsson hjá vefritinu Viljanum en neitar að hafa hótað henni ofbeldi. „Hann sagði: „Erna Ýr, ég hata þig og mig langar að berja þig, komdu hérna út fyrir.“ Ég man þetta alveg mjög skýrt,“ segir Erna. Erna segir að vissulega hafi Snæbjörn sent sér einlæga afsökunarbeiðni og sagt af sér varaþingmennsku og öðrum trúnaðarstörfum fyrir Pírata en það sé þó ekki aðalmálið. Hún vill að Blaðamannafélagið láti í sér heyra. „Þetta er hagsmunafélag blaðmanna, og það er vaxandi vandamál í heiminum, hótanir og ofbeldi gegn blaðamönnum og fjölmiðlafólki fyrir störf sín. Ísland er og verður ábyggilega ekki nein undantekning frá því.“ Erna talaði um að fólk væri farið að leyfa sér miklu meira en það gerði áður vegna mikillar pólaríseringar sem hefur átt sér stað í samfélaginu. Hvernig það talar og hvernig það kemur fram við annað fólk á netinu og annars staðar. Hún hefur áhyggjur af því að þetta muni enda með ósköpum. „Mér finnst að í ljósi þessarar þróunar þá þurfi Blaðamannafélagið að fjalla um svona mál, jafnvel gefi út einhverja ályktun eða yfirlýsingu, til þess að minna fólk einfaldlega á að í fyrsta lagi er þetta ekki í lagi og í öðru lagi hvað það getur verið erfitt að vera blaðamaður og vera kannski að fást við valdamiklar stofnanir og valdamikið fólk sem lætur umfjöllun og gagnrýni fara í taugarnar á sér.“ Hlustaðu á allt viðtalið við Ernu Ýr hér að ofan.
Fjölmiðlar Mest lesið Vill meina að barnaníðingar séu í raun bara hommar Harmageddon Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Óupplýstum æsifréttamanni pakkað saman af pollrólegum dýrafræðingi Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Sannleikurinn um Hátíð vonar Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Grísalappalísa í miklu stuði Harmageddon Sannleikurinn: Erill hjá lögreglu vegna Furby leikfanga Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon