Engin afsökun fyrir lögreglumanninn að hann var mjög ölvaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2019 11:39 Fyrirsögnin á fréttinni á Kringvarpinu. Kringvarp Føroya Lögreglumaðurinn á Sauðárkróki sem dæmdur var í 50 daga skilorðsbundið fangelsi í Færeyjum í vikunni kannaðist lítillega við Íslendinginn sem hann réðist á. Þeir höfðu rætt saman stuttlega saman í flugvélinni á leiðinni til Færeyja. Lögreglumaðurinn sagði í skýrslutöku vegna málsins ekki muna neitt sökum ölvunar. Dómurinn segir þó ótvírætt að honum hafi verið ögrað og tekur tillit til þess. Fjallað er um málið í Kringvarpinu.Árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags í Þórshöfn þar sem starfsmenn lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru á ferðalagi. Hinn Íslendingurinn flaug utan til Færeyja með sama flugi en var ekki hluti af starfsmannaferðinni segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Hann tjáði Vísi í vikunni að lögreglumaðurinn hefði í framhaldi af dómnum óskað eftir því að láta af störfum. Dómurinn yfir lögreglumanninum hefur verið birtur. Þar kemur fram að um slagsmál karlanna tveggja hafi verið að ræða. Lögreglumaðurinn hafi slegið hinn Íslendinginn í tvígang með krepptum hnefa í andlitið og slasaðist hinn meðal annars á nefi. Tvö vitni urðu að slagsmálunum sem að virðast hafa endurtekið sig. Fyrst hafi lögreglumaðurinn slegið hinn tveimur höggum. Svo hafi orðið hlé en svo hafi lögreglumaðurinn reynt að draga hinn Íslendinginn útaf hótelinu. Vitni lýsa því hvernig lögreglumaðurinn dró jakka sinn yfir andlit hins Íslendingsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Dómurinn segir refsingu lögreglumannsins á mörkum þess að sinna samfélagsþjónustu og fá fangelsisdóm. Sökum þess að maðurinn er ekki búsettur í Færeyjum þótti átti samfélagsþjónusta ekki eiga við. Vísað er til þess að enginn vafi leiki á að lögreglumanninum hafi verið ögrað og það notað til mildunar. Þá hafi líkamsárásin ekki verið það gróf. Hann var dæmdur í 50 daga óskilorðsbundið fangelsi. Þá má hann ekki sækja Færeyjar heim næstu þrjú árin.Dóminn í heild má lesa hér.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust að kunningskapur mannanna væri ekki jafnmikill og í fyrstu var talið. Færeyjar Lögreglumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íslenskur lögreglumaður dæmdur í þriggja ára farbann til Færeyja Fundinn sekur um líkamsárás gegn öðrum Íslendingi í Þórshöfn. 12. febrúar 2019 13:39 Íslendingur handtekinn í Færeyjum Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. 10. febrúar 2019 17:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Lögreglumaðurinn á Sauðárkróki sem dæmdur var í 50 daga skilorðsbundið fangelsi í Færeyjum í vikunni kannaðist lítillega við Íslendinginn sem hann réðist á. Þeir höfðu rætt saman stuttlega saman í flugvélinni á leiðinni til Færeyja. Lögreglumaðurinn sagði í skýrslutöku vegna málsins ekki muna neitt sökum ölvunar. Dómurinn segir þó ótvírætt að honum hafi verið ögrað og tekur tillit til þess. Fjallað er um málið í Kringvarpinu.Árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags í Þórshöfn þar sem starfsmenn lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru á ferðalagi. Hinn Íslendingurinn flaug utan til Færeyja með sama flugi en var ekki hluti af starfsmannaferðinni segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Hann tjáði Vísi í vikunni að lögreglumaðurinn hefði í framhaldi af dómnum óskað eftir því að láta af störfum. Dómurinn yfir lögreglumanninum hefur verið birtur. Þar kemur fram að um slagsmál karlanna tveggja hafi verið að ræða. Lögreglumaðurinn hafi slegið hinn Íslendinginn í tvígang með krepptum hnefa í andlitið og slasaðist hinn meðal annars á nefi. Tvö vitni urðu að slagsmálunum sem að virðast hafa endurtekið sig. Fyrst hafi lögreglumaðurinn slegið hinn tveimur höggum. Svo hafi orðið hlé en svo hafi lögreglumaðurinn reynt að draga hinn Íslendinginn útaf hótelinu. Vitni lýsa því hvernig lögreglumaðurinn dró jakka sinn yfir andlit hins Íslendingsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Dómurinn segir refsingu lögreglumannsins á mörkum þess að sinna samfélagsþjónustu og fá fangelsisdóm. Sökum þess að maðurinn er ekki búsettur í Færeyjum þótti átti samfélagsþjónusta ekki eiga við. Vísað er til þess að enginn vafi leiki á að lögreglumanninum hafi verið ögrað og það notað til mildunar. Þá hafi líkamsárásin ekki verið það gróf. Hann var dæmdur í 50 daga óskilorðsbundið fangelsi. Þá má hann ekki sækja Færeyjar heim næstu þrjú árin.Dóminn í heild má lesa hér.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust að kunningskapur mannanna væri ekki jafnmikill og í fyrstu var talið.
Færeyjar Lögreglumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íslenskur lögreglumaður dæmdur í þriggja ára farbann til Færeyja Fundinn sekur um líkamsárás gegn öðrum Íslendingi í Þórshöfn. 12. febrúar 2019 13:39 Íslendingur handtekinn í Færeyjum Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. 10. febrúar 2019 17:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Íslenskur lögreglumaður dæmdur í þriggja ára farbann til Færeyja Fundinn sekur um líkamsárás gegn öðrum Íslendingi í Þórshöfn. 12. febrúar 2019 13:39
Íslendingur handtekinn í Færeyjum Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. 10. febrúar 2019 17:24