Ummæli Ramos rannsökuð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 06:00 Ramos hefur fengið ófá spjöldin í gegnum tíðina. Sótti hann þetta viljandi? vísir/getty UEFA hóf í gær rannsókn á ummælum Sergio Ramos eftir leik Real Madrid og Ajax í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Ramos braut á Kasper Dolberg á 89. mínútu leiksins í stöðunni 2-1 fyrir Real. Hann náði sér þar í gult spjald sem þýðir að hann verður í leikbanni í næsta leik. Vefsíðan FourFourTwo segir Ramos hafa viðurkennt að hafa viljandi náð sér í gult spjald eftir leikinn. Real er í vænlegri stöðu, með forystu í einvíginu og tvö útivallarmörk, og það er hagstæðara fyrir liðið að hafa Ramos ferskann og ekki í hættu á banni í 8-liða úrslitunum. „Miðað við hver úrslitin voru þá væri ég að ljúga ef ég segðist ekki hafa gert þetta viljandi,“ er haft eftir Ramos. „Þar er ég ekki að sýna andstæðingnum neina óvirðingu, né held ég að einvígið sé búið, en það þarf stundum að taka erfiðar ákvarðanir í fótbolta.“ Í gær skrifaði Ramos hins vegar á Twitter að „það særir mig að fólk haldi þetta, ég náði mér ekki viljandi í spjald.“Quiero dejar claro que me duele más que a nadie, que no he forzado la tarjeta, como tampoco lo hice contra la Roma en mi anterior partido de @ChampionsLeague, y que apoyaré desde la grada como un hincha más con la ilusión de poder estar en cuartos.#HalaMadridhttps://t.co/zL0Heok5Vp — Sergio Ramos (@SergioRamos) February 13, 2019 Eftir ummæli Ramos hefur UEFA ákveðið að hefja rannsókn á þessum ummælum og hvort Ramos hafi verið viljandi að brjóta af sér til þess að fá spjald. Bara á síðasta tímabili kom upp svipað mál þegar liðsfélagi Ramos hjá Real, Dani Carvajal, fékk tveggja leikja bann fyrir að hafa viljandi náð sér í gult spjald undir lokin á 6-0 sigri á Apoel. Þá hefur Ramos áður verið sagður hafa náð sér í spjöld viljandi til þess að komast hjá leikbönnum á seinni stigum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
UEFA hóf í gær rannsókn á ummælum Sergio Ramos eftir leik Real Madrid og Ajax í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Ramos braut á Kasper Dolberg á 89. mínútu leiksins í stöðunni 2-1 fyrir Real. Hann náði sér þar í gult spjald sem þýðir að hann verður í leikbanni í næsta leik. Vefsíðan FourFourTwo segir Ramos hafa viðurkennt að hafa viljandi náð sér í gult spjald eftir leikinn. Real er í vænlegri stöðu, með forystu í einvíginu og tvö útivallarmörk, og það er hagstæðara fyrir liðið að hafa Ramos ferskann og ekki í hættu á banni í 8-liða úrslitunum. „Miðað við hver úrslitin voru þá væri ég að ljúga ef ég segðist ekki hafa gert þetta viljandi,“ er haft eftir Ramos. „Þar er ég ekki að sýna andstæðingnum neina óvirðingu, né held ég að einvígið sé búið, en það þarf stundum að taka erfiðar ákvarðanir í fótbolta.“ Í gær skrifaði Ramos hins vegar á Twitter að „það særir mig að fólk haldi þetta, ég náði mér ekki viljandi í spjald.“Quiero dejar claro que me duele más que a nadie, que no he forzado la tarjeta, como tampoco lo hice contra la Roma en mi anterior partido de @ChampionsLeague, y que apoyaré desde la grada como un hincha más con la ilusión de poder estar en cuartos.#HalaMadridhttps://t.co/zL0Heok5Vp — Sergio Ramos (@SergioRamos) February 13, 2019 Eftir ummæli Ramos hefur UEFA ákveðið að hefja rannsókn á þessum ummælum og hvort Ramos hafi verið viljandi að brjóta af sér til þess að fá spjald. Bara á síðasta tímabili kom upp svipað mál þegar liðsfélagi Ramos hjá Real, Dani Carvajal, fékk tveggja leikja bann fyrir að hafa viljandi náð sér í gult spjald undir lokin á 6-0 sigri á Apoel. Þá hefur Ramos áður verið sagður hafa náð sér í spjöld viljandi til þess að komast hjá leikbönnum á seinni stigum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira