Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2019 10:20 Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, ætlar að halda sínum hlut en SalMar var að auka sinn hlut um sem nemur 2,5 milljörðum íslenskra króna. Fréttablaðið/Stefán Norska stórfyrirtækið SalMar hefur gert samning um kaup á 3.268.670 hlutum í Arnarlax á verði 55 NOK á hlut, samtals 179.776.850 NOK eða um 2,5 milljarða ISK. Þetta kemur fram í Fiskeldisblaðinu. Í morgun var tilkynnt um kaupin, að SalMar hafi gert samning um kaup en SalMar átti fyrir 41,95% hlutafjár í Arnarlax. Eignarhlutur eykst í rúm 54 prósent. Fyrirhugað er að SalMar muni bjóða öðrum hluthöfum 55,50 norskar krónur á hlut og þá í þeim tilgangi að eignast félagið alfarið. Í Fiskeldisblaðinu er sagt að heildarvirði eftirstandandi hlutabréfa sé samkvæmt því 676 milljónir norskar krónur. Sem leggur sig á rétt tæpar 9,5 milljarða. Ljóst er að um gríðarlega fjármuni er að tefla. Samkvæmt Fréttablaðinu er fyrirtækið metið á 21 milljarð króna. „Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hefur staðfest að hann vilji halda sínum eignarhlut í Arnarlaxi AS og mun því ekki selja hlutabréf sín,“ segir í tilkynningu frá SalMar. Ekki kemur fram hversu stór hlutur Kjartans er í félaginu.Árið 2013 fór Kristján Már Unnarsson fréttamaður vestur og ræddi þá við Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuð frá Noregi sem sagði þá að laxeldi myndi valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum. Hann var kominn til Íslands gagngert til að byggja upp fiskeldisfyrirtæki í Bíldudal. Óhætt er að segja að það hafi gengið eftir. Þar segir að Fjarðarlax sé bara „byrjunin á laxeldisævintýrinu á sunnanverðum Vestfjörðum“ annað fyrirtæki, undir forystu þeirra Matthíasar Garðarssonar og Víkings Gunnarssonar, eru sömuleiðis „að hefja mikla uppbyggingu. Matthías segist gera ráð fyrir að heildarfjárfesting Arnarlax í verksmiðju á Bíldudal, lífmassa, skipum og öðru muni nálgast þrjá milljarða króna þar til framleiðsla hefst á árunum 2015-2016.“ Fiskeldi Tengdar fréttir Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfu veiðirétthafa í Haffjarðará um að ógilda eigi starfs- og rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. 11. febrúar 2019 16:00 Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45 Gat á sjókví Arnarlax Unnið er að athugun á hvort slysaslepping hafi átt sér stað. 22. janúar 2019 17:54 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Norska stórfyrirtækið SalMar hefur gert samning um kaup á 3.268.670 hlutum í Arnarlax á verði 55 NOK á hlut, samtals 179.776.850 NOK eða um 2,5 milljarða ISK. Þetta kemur fram í Fiskeldisblaðinu. Í morgun var tilkynnt um kaupin, að SalMar hafi gert samning um kaup en SalMar átti fyrir 41,95% hlutafjár í Arnarlax. Eignarhlutur eykst í rúm 54 prósent. Fyrirhugað er að SalMar muni bjóða öðrum hluthöfum 55,50 norskar krónur á hlut og þá í þeim tilgangi að eignast félagið alfarið. Í Fiskeldisblaðinu er sagt að heildarvirði eftirstandandi hlutabréfa sé samkvæmt því 676 milljónir norskar krónur. Sem leggur sig á rétt tæpar 9,5 milljarða. Ljóst er að um gríðarlega fjármuni er að tefla. Samkvæmt Fréttablaðinu er fyrirtækið metið á 21 milljarð króna. „Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hefur staðfest að hann vilji halda sínum eignarhlut í Arnarlaxi AS og mun því ekki selja hlutabréf sín,“ segir í tilkynningu frá SalMar. Ekki kemur fram hversu stór hlutur Kjartans er í félaginu.Árið 2013 fór Kristján Már Unnarsson fréttamaður vestur og ræddi þá við Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuð frá Noregi sem sagði þá að laxeldi myndi valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum. Hann var kominn til Íslands gagngert til að byggja upp fiskeldisfyrirtæki í Bíldudal. Óhætt er að segja að það hafi gengið eftir. Þar segir að Fjarðarlax sé bara „byrjunin á laxeldisævintýrinu á sunnanverðum Vestfjörðum“ annað fyrirtæki, undir forystu þeirra Matthíasar Garðarssonar og Víkings Gunnarssonar, eru sömuleiðis „að hefja mikla uppbyggingu. Matthías segist gera ráð fyrir að heildarfjárfesting Arnarlax í verksmiðju á Bíldudal, lífmassa, skipum og öðru muni nálgast þrjá milljarða króna þar til framleiðsla hefst á árunum 2015-2016.“
Fiskeldi Tengdar fréttir Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfu veiðirétthafa í Haffjarðará um að ógilda eigi starfs- og rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. 11. febrúar 2019 16:00 Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45 Gat á sjókví Arnarlax Unnið er að athugun á hvort slysaslepping hafi átt sér stað. 22. janúar 2019 17:54 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfu veiðirétthafa í Haffjarðará um að ógilda eigi starfs- og rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. 11. febrúar 2019 16:00
Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45
Gat á sjókví Arnarlax Unnið er að athugun á hvort slysaslepping hafi átt sér stað. 22. janúar 2019 17:54