Opportunity kveður eftir fimmtán ár Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. febrúar 2019 08:30 Opportunity-leiðangurinn er vafalaust eitt farsælasta verkefni geimferðasögunnar. Geimfarið lenti á Mars í janúar árið 2004 og upphaflega stóð til að það myndi kanna aðstæður þar og framkvæma vísindarannsóknir í 90 daga og ferðast í kringum einn kílómetra. vísir/epa Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. Opportunity-leiðangurinn er vafalaust eitt farsælasta verkefni geimferðasögunnar. Geimfarið lenti á rauðu plánetunni í janúar árið 2004 og upphaflega stóð til að það myndi kanna aðstæður þar og framkvæma vísindarannsóknir í 90 daga og ferðast í kringum einn kílómetra. Fimmtán árum seinna hefur Opportunity ferðast 45 kílómetra og skilað til Jarðar ómetanlegu safni gagna um Mars. „Í meira en áratug hefur Opportunity verið táknmynd framsækinnar könnunar sólkerfisins. Geimfarið hefur frætt okkur um Mars og vota, og hugsanlega lífvænlega, fortíð plánetunnar,“ sagði Thomas Zurbuchen, stjórnandi vísindaverkefna NASA, í yfirlýsingu í gær. Samband milli Opportunity og Jarðar rofnaði í júní á síðasta ári. Síðan þá hafa vísindamenn og verkfræðingar NASA sent yfir eitt þúsund skipanir til geimfarsins, í þeirri von að það vakni til lífsins. Hinsti dvalarstaður Opportunity er dalur sem nefndur hefur verið „Perseverance,“ eða Þrautseigja á íslenskri tungu. „Ég held að það sé vart hægt að ímynda sér heppilegri stað en Þrautseigjudalinn sem ævarandi dvalarstað Opportunity,“ sagði Michael Watkins, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu NASA í Kaliforníu, JPL, á fundi með blaðamönnum í gær. „Uppgötvanir og elja þessa litla geimfars er einstakur vitnisburður um hugvit og útsjónarsemi þeirra sem smíðuðu það á sínum tíma.“ Jim Bridenstine, forstjóri NASA, er á sama máli og segir í yfirlýsingu að Opportunity hafi nú þegar rutt leiðina fyrir mannaðar ferðir til Mars. „Þegar sá dagur rennur upp þá munu fyrstu fótsporin á Mars einnig tilheyra þeim sem stóðu að Opportunity-verkefninu,“ sagði Bridenstine. Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. Opportunity-leiðangurinn er vafalaust eitt farsælasta verkefni geimferðasögunnar. Geimfarið lenti á rauðu plánetunni í janúar árið 2004 og upphaflega stóð til að það myndi kanna aðstæður þar og framkvæma vísindarannsóknir í 90 daga og ferðast í kringum einn kílómetra. Fimmtán árum seinna hefur Opportunity ferðast 45 kílómetra og skilað til Jarðar ómetanlegu safni gagna um Mars. „Í meira en áratug hefur Opportunity verið táknmynd framsækinnar könnunar sólkerfisins. Geimfarið hefur frætt okkur um Mars og vota, og hugsanlega lífvænlega, fortíð plánetunnar,“ sagði Thomas Zurbuchen, stjórnandi vísindaverkefna NASA, í yfirlýsingu í gær. Samband milli Opportunity og Jarðar rofnaði í júní á síðasta ári. Síðan þá hafa vísindamenn og verkfræðingar NASA sent yfir eitt þúsund skipanir til geimfarsins, í þeirri von að það vakni til lífsins. Hinsti dvalarstaður Opportunity er dalur sem nefndur hefur verið „Perseverance,“ eða Þrautseigja á íslenskri tungu. „Ég held að það sé vart hægt að ímynda sér heppilegri stað en Þrautseigjudalinn sem ævarandi dvalarstað Opportunity,“ sagði Michael Watkins, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu NASA í Kaliforníu, JPL, á fundi með blaðamönnum í gær. „Uppgötvanir og elja þessa litla geimfars er einstakur vitnisburður um hugvit og útsjónarsemi þeirra sem smíðuðu það á sínum tíma.“ Jim Bridenstine, forstjóri NASA, er á sama máli og segir í yfirlýsingu að Opportunity hafi nú þegar rutt leiðina fyrir mannaðar ferðir til Mars. „Þegar sá dagur rennur upp þá munu fyrstu fótsporin á Mars einnig tilheyra þeim sem stóðu að Opportunity-verkefninu,“ sagði Bridenstine.
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira