Upplifði mjög hættulegar aðstæður þegar stórar þakplötur fuku við Melaskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2019 10:23 Frá vettvangi í morgun. Myndin er tekin Melaskólamegin við NEshagann. Í bakgrunni má sjá íþróttahús Hagaskóla, með upplýstar rúður. Nokkrar þakplötur sjást liggjandi þar fyrir framan. Ragna Sara Jónsdóttir Fjöldi þakplatna fauk af þaki íþróttahúss Hagaskóla í vesturbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. Móðir á leið heim eftir að hafa fylgt börnum sínum í leik- og grunnskóla í næsta nágrenni varð vitni að því þegar plöturnar fuku hver á fætur annarri. Hún vill ekki hugsa það til enda hvað hefði gerst ef plöturnar hefðu fokið fimmtán mínútum fyrr þegar fjöldi barna var á leið í skólann. Afar hvasst er á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Ragna Sara Jónsdóttir var á leiðinni fram hjá íþróttahúsi Hagaskóla um klukkan korter eða tíu mínútur í níu. „Ég heyrði einhverja skruðninga, lít við og sé svo tvær þakplötur koma fjúkandi. Svo þrjár, svo fjórar. Þær voru risastórar og komu fljúgandi ofan af þakinu,“ segir Ragna Sara. Stærðin sé líklega sjö til átta metrar á lengd sinnum einn metri. Í strætóskýli á Neshaga, beint fyrir framan íþróttahús Hagaskóla, hafi staðið tvær manneskjur. „Það munaði svo litlu að plöturnar hefðu getað lent á skýlinu, og þá allt brotnað. Ég held að þessar manneskjur hafi verið með heyrnartól því þær stóðu kyrrar. Ég var einhvern veginn að reyna að gera þeim viðvart.“ Hún hafi sjálf átt fótum fjör að launa undan plötum sem fuku í áttina að henni við gangbrautina yfir Neshagann, milli íþróttahússins og Melaskóla. „Ímyndaðu þér ef það hefðu verið lítil börn á leiðinni í skólann. Þetta voru mjög hættulegar aðstæður.“ Hennar fyrstu viðbrögð voru að hringja í lögreglu. Ragna Sara, sem greindi frá atburðinum í Facebook-hópnum Vesturbærinn, segir viðbrögðin hjá lögreglu hafa komið sér á óvart. Lögregla hafi bent á að nærtækara væri að hafa samband við skólann eða borgaryfirvöld. Það hafi komið henni á óvart að lítið væri gert úr hættunni. Hún hélt rakleiðis í Melaskóla, hitti þar traustan starfsmann sem fór að skoða aðstæður. Fleiri bættust í hópinn og fóru að taka saman plöturnar. Starfsmaður á skrifstofu Hagaskóla upplýsti fréttastofu um að framkvæmdir hefðu staðið yfir á þaki Hagaskóla undanfarið. Búið væri að hafa samband við verktakann sem væri örugglega á vettvangi. Reykjavík Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Fjöldi þakplatna fauk af þaki íþróttahúss Hagaskóla í vesturbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. Móðir á leið heim eftir að hafa fylgt börnum sínum í leik- og grunnskóla í næsta nágrenni varð vitni að því þegar plöturnar fuku hver á fætur annarri. Hún vill ekki hugsa það til enda hvað hefði gerst ef plöturnar hefðu fokið fimmtán mínútum fyrr þegar fjöldi barna var á leið í skólann. Afar hvasst er á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Ragna Sara Jónsdóttir var á leiðinni fram hjá íþróttahúsi Hagaskóla um klukkan korter eða tíu mínútur í níu. „Ég heyrði einhverja skruðninga, lít við og sé svo tvær þakplötur koma fjúkandi. Svo þrjár, svo fjórar. Þær voru risastórar og komu fljúgandi ofan af þakinu,“ segir Ragna Sara. Stærðin sé líklega sjö til átta metrar á lengd sinnum einn metri. Í strætóskýli á Neshaga, beint fyrir framan íþróttahús Hagaskóla, hafi staðið tvær manneskjur. „Það munaði svo litlu að plöturnar hefðu getað lent á skýlinu, og þá allt brotnað. Ég held að þessar manneskjur hafi verið með heyrnartól því þær stóðu kyrrar. Ég var einhvern veginn að reyna að gera þeim viðvart.“ Hún hafi sjálf átt fótum fjör að launa undan plötum sem fuku í áttina að henni við gangbrautina yfir Neshagann, milli íþróttahússins og Melaskóla. „Ímyndaðu þér ef það hefðu verið lítil börn á leiðinni í skólann. Þetta voru mjög hættulegar aðstæður.“ Hennar fyrstu viðbrögð voru að hringja í lögreglu. Ragna Sara, sem greindi frá atburðinum í Facebook-hópnum Vesturbærinn, segir viðbrögðin hjá lögreglu hafa komið sér á óvart. Lögregla hafi bent á að nærtækara væri að hafa samband við skólann eða borgaryfirvöld. Það hafi komið henni á óvart að lítið væri gert úr hættunni. Hún hélt rakleiðis í Melaskóla, hitti þar traustan starfsmann sem fór að skoða aðstæður. Fleiri bættust í hópinn og fóru að taka saman plöturnar. Starfsmaður á skrifstofu Hagaskóla upplýsti fréttastofu um að framkvæmdir hefðu staðið yfir á þaki Hagaskóla undanfarið. Búið væri að hafa samband við verktakann sem væri örugglega á vettvangi.
Reykjavík Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira