Spurði Gylfa út í vandamálin hjá Everton, markamet og HM-þreytu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 11:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson er í viðtali á Twitter-síðu Stadium Astro þar sem hann fer yfir gang mála hjá Everton liðinu og hvernig HM í Rússlandi í sumar hafði áhrif á hann. Gylfi og félagar töpuðu á móti Watford um helgina og eru stigalausir í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni. Fyrir vikið er Everton dottið niður í 9. til 11. sæti en er efst á markatölu af liðunum þremur sem eru með 33 stig. Adam Carruthers hitti Gylfa og ræddi við hann um vandamálin hjá Everton og það sem vantar upp á hjá liðinu. Þetta leit ágætlega út í nóvember þegar Everton hafði unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og sat í sjötta sæti deildarinnar. Gylfi skoraði sigurmarkið á móti Cardiff 24. nóvember og hafði þá komið átta mörkum (6 mörk og 2 stoðsendingar) í fyrstu þrettán leikjunum. Everton hefur hins vegar aðeins unnið þrjá af fjórtán deildarleikjum sínum síðan þá. Gylfi hefur komið að fjórum mörku (3 mörk og 1 stoðsending) í þeim. Hér fyrir neðan má sjá samtal Adam Carruthers og Gylfa. Þeir ræða þar gengi Everton, HM-þreytu og hvort Gylfi ætli að bæta markametið sitt í ensku deildinni.QUOTED with Gylfi Sigurdsson@Adamcarruthers sat down with the Everton midfielder to talk goal scoring targets, problems at Goodison Park and fatigue ... pic.twitter.com/QiKgWPHMSu — Stadium Astro (@stadiumastro) February 11, 2019Gylfi talaði um skort á stöðugleika og að liðið hafi gert of mörg jafntefli í upphafi tímabilsins. „Nokkur úrslit yfir jólin voru vonbrigði því okkur fannst við hafa gert nóg í nokkrum leikjanna til að hafa náð í fleiri sigra,“ sagði Gylfi. Adam spurði Gylfa líka út í þreytuna hjá leikmönnum sem þurftu að spila á heimsmeistaramótinu síðasta sumar og fengu því lítið sumarfrí. „Ég sjálfur finn ekki fyrir þreytu núna. Eftir EM 2016 þá kom ég þreyttur inn í undirbúningstímabilið en mér leið vel í ár. Það eru því engin slík vandamál hjá mér og þetta fer eflaust eftir leikmönnunum sjálfum,“ sagði Gylfi. Gylfi lofar því líka að bæta markametið sitt á einu tímabili en hann hefur mest skorað ellefu deildarmörk á leiktíð. Gylfi er kominn með níu mörk og fær tólf umferðir til að bæta við þremur mörkum. „Ég mun bæta það. Þetta eru bara þrjú mörk til viðbótar og ég hef nægan tíma til að bæta það,“ sagði Gylfi. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er í viðtali á Twitter-síðu Stadium Astro þar sem hann fer yfir gang mála hjá Everton liðinu og hvernig HM í Rússlandi í sumar hafði áhrif á hann. Gylfi og félagar töpuðu á móti Watford um helgina og eru stigalausir í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni. Fyrir vikið er Everton dottið niður í 9. til 11. sæti en er efst á markatölu af liðunum þremur sem eru með 33 stig. Adam Carruthers hitti Gylfa og ræddi við hann um vandamálin hjá Everton og það sem vantar upp á hjá liðinu. Þetta leit ágætlega út í nóvember þegar Everton hafði unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og sat í sjötta sæti deildarinnar. Gylfi skoraði sigurmarkið á móti Cardiff 24. nóvember og hafði þá komið átta mörkum (6 mörk og 2 stoðsendingar) í fyrstu þrettán leikjunum. Everton hefur hins vegar aðeins unnið þrjá af fjórtán deildarleikjum sínum síðan þá. Gylfi hefur komið að fjórum mörku (3 mörk og 1 stoðsending) í þeim. Hér fyrir neðan má sjá samtal Adam Carruthers og Gylfa. Þeir ræða þar gengi Everton, HM-þreytu og hvort Gylfi ætli að bæta markametið sitt í ensku deildinni.QUOTED with Gylfi Sigurdsson@Adamcarruthers sat down with the Everton midfielder to talk goal scoring targets, problems at Goodison Park and fatigue ... pic.twitter.com/QiKgWPHMSu — Stadium Astro (@stadiumastro) February 11, 2019Gylfi talaði um skort á stöðugleika og að liðið hafi gert of mörg jafntefli í upphafi tímabilsins. „Nokkur úrslit yfir jólin voru vonbrigði því okkur fannst við hafa gert nóg í nokkrum leikjanna til að hafa náð í fleiri sigra,“ sagði Gylfi. Adam spurði Gylfa líka út í þreytuna hjá leikmönnum sem þurftu að spila á heimsmeistaramótinu síðasta sumar og fengu því lítið sumarfrí. „Ég sjálfur finn ekki fyrir þreytu núna. Eftir EM 2016 þá kom ég þreyttur inn í undirbúningstímabilið en mér leið vel í ár. Það eru því engin slík vandamál hjá mér og þetta fer eflaust eftir leikmönnunum sjálfum,“ sagði Gylfi. Gylfi lofar því líka að bæta markametið sitt á einu tímabili en hann hefur mest skorað ellefu deildarmörk á leiktíð. Gylfi er kominn með níu mörk og fær tólf umferðir til að bæta við þremur mörkum. „Ég mun bæta það. Þetta eru bara þrjú mörk til viðbótar og ég hef nægan tíma til að bæta það,“ sagði Gylfi.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira