Vilja fá Tröllaskagagöng á dagskrá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2019 20:00 Þær leiðir sem komið hafa til umræðu vegna Tröllaskagaganga eru hér merktar með gulu. Grafík/Tótla Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. Slík göng myndu hafa gríðarlega jákvæð áhrif á Norðurlandið allt að mati sveitarstjóra Skagafjarðar. Markmið sveitarstjórnanna beggja megin við Tröllaskaga er að í næstu samgönguáætlun verði gert ráð fyrir frumathugun á mögulegu leiðarvali sem og athugun á samfélagslegum áhrifum ganganna. Ýmsir valkostir hafa verið ræddir. Þar á meðal göng frá Hofsárdal yfir í Barkárdal eða nokkrar útfærslur úr Hörgárdal yfir í Hjaltadal. Með göngum undir Tröllaskaga mætti að mati sveitarstjóra Skagafjarðar tengja mun betur saman helstu þéttbýliskjarna en nú er fyrir hendi, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. „Ég held að áhrifin hér í Skagafirði verði gríðarleg og reyndar líka í Eyjafirði og fyrir Norðurland allt. Þarna er verið að stytta vegalengdir á milli stærstu þéttbýliskjarna á Norðurlandi, Akureyrar-Sauðakróks, Akureyrar-Húsavíkur sem er nú þegar komið og við erum að tengja helstu þéttbýliskjarna saman innbyrðis eins og Blönduós, Sauðárkrók, Akureyri og Húsavík,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Ekki boðlegt að fæða börn á fjallvegum Sigfús segir að Tröllaskagagöng séu líka brýnt heilbrigðismál en þau hefðu það líklega í för með sér að þjóðvegur 1 lægi ekki lengur um Vatnsskarð eða Öxnadalsheiði. „Sem hafa verið erfiðir farartálmar og við höfum lent í því hér í Skagafirði eftir að fæðingarþjónusta var aflögð á heilbrigðisstofnunni að konur hafa lent í því að fæða börn upp á fjallvegum. Það er ekki boðlegt á 21. öldinni,“ segir Sigfús Ingi. Víða um land er gerð krafa um jarðgöng og ekki hlaupið að því að fá fjármagn í slíka framkvæmd. Sveitarstjórnarmenn á Akureyri og í Skagafirði telja þó að mögulega geti fyrirhuguð lög um veggjöld flýtt fyrir. „Ef að það kemur til einhvers konar gjaldtaka í samgöngumálum þá getur verið að menn hafi úr meira fjármagni að spila og þessi göng komist þá framar á dagskrá,“ segir Sigfús Ingi. Hinir sömu sveitarstjórnarmenn gera sér þó grein fyrir því að langt geti verið í að göngin verði að veruleika. „Kannski ekki á næsta ári en eitt skref í einu og það er rétt að hefja undirbúninginn, kanna það hversu fýsilegur kostur þetta og hversu arðbær hann er.“ Akureyri Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Tengdar fréttir Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára samþykktar Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára voru samþykktar að lokinni tveggja daga seinni umræðu á Alþingi í dag síðdegis. 7. febrúar 2019 17:02 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Framkvæmdum verði flýtt með fjármagni úr ríkissjóði Minnihlutinn skilaði í gær nefndaráliti sínu um samgönguáætlun en undir það skrifa auk Helgu Völu þau Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, og Björn Leví Gunnarsson, Pírötum. 5. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. Slík göng myndu hafa gríðarlega jákvæð áhrif á Norðurlandið allt að mati sveitarstjóra Skagafjarðar. Markmið sveitarstjórnanna beggja megin við Tröllaskaga er að í næstu samgönguáætlun verði gert ráð fyrir frumathugun á mögulegu leiðarvali sem og athugun á samfélagslegum áhrifum ganganna. Ýmsir valkostir hafa verið ræddir. Þar á meðal göng frá Hofsárdal yfir í Barkárdal eða nokkrar útfærslur úr Hörgárdal yfir í Hjaltadal. Með göngum undir Tröllaskaga mætti að mati sveitarstjóra Skagafjarðar tengja mun betur saman helstu þéttbýliskjarna en nú er fyrir hendi, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. „Ég held að áhrifin hér í Skagafirði verði gríðarleg og reyndar líka í Eyjafirði og fyrir Norðurland allt. Þarna er verið að stytta vegalengdir á milli stærstu þéttbýliskjarna á Norðurlandi, Akureyrar-Sauðakróks, Akureyrar-Húsavíkur sem er nú þegar komið og við erum að tengja helstu þéttbýliskjarna saman innbyrðis eins og Blönduós, Sauðárkrók, Akureyri og Húsavík,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Ekki boðlegt að fæða börn á fjallvegum Sigfús segir að Tröllaskagagöng séu líka brýnt heilbrigðismál en þau hefðu það líklega í för með sér að þjóðvegur 1 lægi ekki lengur um Vatnsskarð eða Öxnadalsheiði. „Sem hafa verið erfiðir farartálmar og við höfum lent í því hér í Skagafirði eftir að fæðingarþjónusta var aflögð á heilbrigðisstofnunni að konur hafa lent í því að fæða börn upp á fjallvegum. Það er ekki boðlegt á 21. öldinni,“ segir Sigfús Ingi. Víða um land er gerð krafa um jarðgöng og ekki hlaupið að því að fá fjármagn í slíka framkvæmd. Sveitarstjórnarmenn á Akureyri og í Skagafirði telja þó að mögulega geti fyrirhuguð lög um veggjöld flýtt fyrir. „Ef að það kemur til einhvers konar gjaldtaka í samgöngumálum þá getur verið að menn hafi úr meira fjármagni að spila og þessi göng komist þá framar á dagskrá,“ segir Sigfús Ingi. Hinir sömu sveitarstjórnarmenn gera sér þó grein fyrir því að langt geti verið í að göngin verði að veruleika. „Kannski ekki á næsta ári en eitt skref í einu og það er rétt að hefja undirbúninginn, kanna það hversu fýsilegur kostur þetta og hversu arðbær hann er.“
Akureyri Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Tengdar fréttir Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára samþykktar Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára voru samþykktar að lokinni tveggja daga seinni umræðu á Alþingi í dag síðdegis. 7. febrúar 2019 17:02 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Framkvæmdum verði flýtt með fjármagni úr ríkissjóði Minnihlutinn skilaði í gær nefndaráliti sínu um samgönguáætlun en undir það skrifa auk Helgu Völu þau Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, og Björn Leví Gunnarsson, Pírötum. 5. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára samþykktar Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára voru samþykktar að lokinni tveggja daga seinni umræðu á Alþingi í dag síðdegis. 7. febrúar 2019 17:02
Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15
Framkvæmdum verði flýtt með fjármagni úr ríkissjóði Minnihlutinn skilaði í gær nefndaráliti sínu um samgönguáætlun en undir það skrifa auk Helgu Völu þau Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, og Björn Leví Gunnarsson, Pírötum. 5. febrúar 2019 06:30