Kuldastillan staldrar stutt við Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 09:05 Það verður bjart og fallegt veður víða um land í dag. Kuldastillan staldrar þó stutt við. Vísir/Vilhelm Víðast hvar er hæglætis veður en færð er enn mjög þung á Austurlandi samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Ófært er á syðri Háreksstaðaleið og þungfært á Jökuldal og ófært einnig um Hólasand og á Borgarfjarðarvegi norður af Eiðum og einnig á Hróarstunguvegi. Unnið er að mokstri um allt land en þæfingur eða þungfært er víða á fjallvegum og éljagangur norðan til. Þjóðvegur eitt er víðast greiðfær en sumstaðar nokkur hálka eða hálkublettir. Kólnar í veðri í dag og má búast við tveggja stafa frosttölum norðanlands seinni partinn í dag. Útlit er fyrir breytilega átt þrjá til átta metra á sekúndu og víða þurrt og bjart veður að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings. Kuldastillan mun þó ekki að staldra lengi við því strax á morgun verður viðsnúningur í veðrinu og búist við allhvassri suðaustanátt og slyddu eða snjókomu sunnan- og vestanlands, sem síðan færir sig yfir í rigningu á láglendi þegar hiti fer vel upp fyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi verður hægari vindur og þar ætti að vera úrkomulaust að mestu. Dregur úr frosti smám saman á Norður og Austurlandi á morgun, þar sem það tekur tíma fyrir suðaustanáttina að blása burt kalda loftinu sem í dag sest í allar lægðir í landslaginu.Veðurhorfur á landinu samkvæmt vef Veðurstofunnar Minnkandi vindur og úrkoma, breytileg átt 3-8 m/s í dag. Víða þurrt og bjart veður, en dálítil él við norður- og austurströndina og einnig stöku él sunnanlands seinnipartinn. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Suðaustan 13-18 m/s á morgun með slyddu eða snjókomu sunnan- og vestanlands, en síðar rigningu með köflum á láglendi. Hlýnar í veðri, hiti 1 til 5 stig síðdegis. Hægari vindur og yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi með minnkandi frosti á þeim slóðum.Á þriðjudag: Suðvestlæg átt 8-15 m/s. Rigning eða slydda um tíma í flestum landshlutum og hiti 0 til 5 stig, en slydda eða snjókoma norðvestantil og heldur svalara.Á miðvikudag: Suðaustan og síðar norðaustan 8-15 m/s. Rigning eða slydda sunnan- og austanlands og hiti 0 til 5 stig. Annars yfirleitt úrkomulítið og svalara, en fer að snjóa norðanlands um kvöldið.Á fimmtudag: Breytileg átt 5-13 m/s og úrkomulítið, en gengur í austan hvassviðri með talsverðri slyddu eða rigningu um kvöldið, en snjókomu norðvestantil. Hiti breytist lítið.Á föstudag: Útlit fyrir suðvestan hvassviðri með éljum og kólnandi veðri.Á laugardag: Líkur á vaxandi suðaustanátt með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Víðast hvar er hæglætis veður en færð er enn mjög þung á Austurlandi samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Ófært er á syðri Háreksstaðaleið og þungfært á Jökuldal og ófært einnig um Hólasand og á Borgarfjarðarvegi norður af Eiðum og einnig á Hróarstunguvegi. Unnið er að mokstri um allt land en þæfingur eða þungfært er víða á fjallvegum og éljagangur norðan til. Þjóðvegur eitt er víðast greiðfær en sumstaðar nokkur hálka eða hálkublettir. Kólnar í veðri í dag og má búast við tveggja stafa frosttölum norðanlands seinni partinn í dag. Útlit er fyrir breytilega átt þrjá til átta metra á sekúndu og víða þurrt og bjart veður að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings. Kuldastillan mun þó ekki að staldra lengi við því strax á morgun verður viðsnúningur í veðrinu og búist við allhvassri suðaustanátt og slyddu eða snjókomu sunnan- og vestanlands, sem síðan færir sig yfir í rigningu á láglendi þegar hiti fer vel upp fyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi verður hægari vindur og þar ætti að vera úrkomulaust að mestu. Dregur úr frosti smám saman á Norður og Austurlandi á morgun, þar sem það tekur tíma fyrir suðaustanáttina að blása burt kalda loftinu sem í dag sest í allar lægðir í landslaginu.Veðurhorfur á landinu samkvæmt vef Veðurstofunnar Minnkandi vindur og úrkoma, breytileg átt 3-8 m/s í dag. Víða þurrt og bjart veður, en dálítil él við norður- og austurströndina og einnig stöku él sunnanlands seinnipartinn. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Suðaustan 13-18 m/s á morgun með slyddu eða snjókomu sunnan- og vestanlands, en síðar rigningu með köflum á láglendi. Hlýnar í veðri, hiti 1 til 5 stig síðdegis. Hægari vindur og yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi með minnkandi frosti á þeim slóðum.Á þriðjudag: Suðvestlæg átt 8-15 m/s. Rigning eða slydda um tíma í flestum landshlutum og hiti 0 til 5 stig, en slydda eða snjókoma norðvestantil og heldur svalara.Á miðvikudag: Suðaustan og síðar norðaustan 8-15 m/s. Rigning eða slydda sunnan- og austanlands og hiti 0 til 5 stig. Annars yfirleitt úrkomulítið og svalara, en fer að snjóa norðanlands um kvöldið.Á fimmtudag: Breytileg átt 5-13 m/s og úrkomulítið, en gengur í austan hvassviðri með talsverðri slyddu eða rigningu um kvöldið, en snjókomu norðvestantil. Hiti breytist lítið.Á föstudag: Útlit fyrir suðvestan hvassviðri með éljum og kólnandi veðri.Á laugardag: Líkur á vaxandi suðaustanátt með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira