Þvertekur fyrir tengsl við fíkniefnaheiminn og segist ekki þekkja Svedda tönn Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2019 10:19 Guðmundur Spartakus á leið í Landsrétt í morgun. Vísir/Vilhelm Guðmundur Spartakus Ómarsson segist aldrei hafa verið viðloðinn fíkniefnainnflutning og hvað þá að hafa eitthvað með hvarfið á Friðriki Kristjánssyni að gera. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir Guðmundi í Landsrétti í dag. Þar er tekin fyrir áfrýjun Guðmundar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni og útgáfufélaginu Stundinni ehf. vegna umfjöllunar Atla um Guðmund Spartakus. Guðmundur sagðist búa í Concepcion-héraði í Paragvæ þar sem hann dundi sér við að kaupa og selja jarðir, byggja brunna, sá plöntum og fræjum, setja upp girðingastaura og strekkja girðingar. Ásamt því eigi hann lítinn hlut í kalkþörungaverksmiðju. Lögmaður Guðmundar, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, spurði Guðmund hvort hann hefði einhverntímann komist í kast við lögin en Guðmundur svaraði því neitandi og tók fram að þetta væri í fyrsta sinn sem hann kæmi í réttarsal. Spurður hvort hann hafi einhverntímann verið til rannsóknar vegna fíkniefnamisferlis svaraði Guðmundur því neitandi og einnig svaraði hann neitandi þegar hann var spurður hvort hann hefði einhver tengsl við fíkniefnaheiminn. Atli Már Gylfason ásamt lögmanni sínum Gunnari Inga Jóhannssyni.Vísir/Vilhelm Aldrei þóst vera þýskur fasteignasali Hann sagði það fjarri lagi og meiðandi að hann væri höfuðpaur í smyglhring. Í grein Atla Más var haldið fram að Guðmundur hefði á köflum villt á sér heimildir með því að vera þýskur fasteignasali en Guðmundur sagðist ekki vera þýskur fasteignasali, hvað þá þóst vera slíkur, og að hann notaði ekki fölsk skilríki. Hann var spurður hvort hann þekkti Sverri Þór Gunnarsson, sem stundum hefur verið kallaður Sveddi tönn, en Guðmundur svaraði því að hann þekkti hann ekki persónulega. Árið 2012 var Sverrir Þór dæmdur til 22 ára fangelsisvistar fyrir smygl á tæpum 50 þúsund e-töflum. Vilhjálmur spurði Guðmund út í ásakanir paragvæska blaðamannsins Cándido Figueredo Ruiz um að hann væri stórtækur í fíkniefnaheiminum en Guðmundur sagði það af og frá og fullyrti að Ruiz hefði verið í sambandi við íslenskan blaðamann áður en hann birti umfjöllun sína og leiddi að því líkum að umfjöllunin gæti hafa byrjað „Íslands-megin“. Taldi Guðmundur paragvæska blaðamanninn vera lepp því að hann vissi að íslenskir fjölmiðlar hefðu verið í sambandi við hann og að blaðamaður hefði sett sig í samband við föður hans. Hann taldi augljóst að upplýsingarnar væru komnar frá íslenskum blaðamönnum. Guðmundur stefndi nokkrum fjölmiðlum hér á landi en Vilhjálmur spurði hvers vegna hann hefði ekki stefnt umfjöllun sem birtist í Paragvæ. Guðmundur sagðist hafa einfaldlega þurft að velja og hafna. Skaðinn hafi verið mestur á Íslandi, afar kostnaðarsamt sé að fara í meiðyrðamál í Paragvæ og hann hafi orðið að velja á milli. Frétt um Guðmund Spartakus sem finna má á vefsíðu Ríkisútvarpsins. RÚV greiddi Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir utan dómssala vegna ummæla úr fréttum RÚV. en þar segir meðal annars af því að burðardýr héldi því fram að Guðmundur Spartakus sé einn valdamesti eiturlyfjasmyglari í norðurhluta Brasilíu.skjáskot af vef RÚV Fékk 2,5 milljónir frá RÚV Niðurstaðan hafi verið að stefna fjölmiðlum á Íslandi þar sem skaðinn væri mestur. Guðmundur sagði að umfjöllunin um sig í Paragvæ hefði verið agnarsmá klausa innan fjölda frétta en á Íslandi hefði þessi umfjöllun verið mun umfangsmeiri og ratað í kvöldfréttir Ríkisútvarpsins. Það vakti athygli þegar Guðmundur fékk 2,5 milljónir króna í greiðslu frá RÚV vegna fréttaflutnings af honum. Bæði Atli Már og Sigmundur Ernir Rúnarsson hafa unnið meiðyrðamál sín í héraði sem Guðmundur höfðaði vegna umfjöllunar. Hann sagðist ekki þekkja Friðrik Kristjánsson og aldrei hafa hitt hann. Hann sagðist heldur ekki tengdur hvarfi Friðriks á nokkurn hátt en hefði heyrt einhverjar sögur af því, þá fyrst þegar málið rataði í fjölmiðla árið 2013. Sagðist Guðmundur í raun aðeins hafa heyrt sögur af hvarfi Friðriks sem gengu manna á milli. Spurður hvort hann hefði átt í illdeilum við Friðrik sagði Guðmundur að svo væri ekki enda væri erfitt að eiga í illdeilum við einhvern sem hann þekki ekki. Guðmundur sagði lögregluna á Íslandi hafa gert húsleit hjá foreldrum sínum því ónafngreindir einstaklingar hefðu fullyrt að yngri bróðir hans heitinn hefði verið með mynd eða myndbönd sem tengdust hvarfi Friðriks. Guðmundur sagði lögreglu hafa skilað raftækjunum til baka og sagt að stórfelld mistök hefðu verið gerð. Lögreglan hefði tekið fram að hún ætti ekkert ótalað við hann og ekkert komið fram við rannsóknina sem tengdi Guðmund við hvarfið á Friðriki. Hann sagðist ekki vera eftirlýstur úti í Suður-Ameríku og kannaðist ekki við að lögregla þar úti hefði verið að leita hans. Hann sagðist einu sinni hafa verið handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann kom til landsins í nóvember árið 2016. Var hann í framhaldinu leiddur í skýrslutöku þar sem hann var spurður út í hvarf Friðriks en sleppt að lokinni skýrslutöku. Atli Már Gylfason mætti í héraðsdóm í fyrra, klæddur í bol sem vísaði til hvarfs Friðriks Kristjánssonar.Vísir/Vilhelm Mamma byrjaði að drekka og litli bróðir að sprauta sig „Ég held að ég hafi verið handtekinn að eggjan fjórða valdsins, fjölmiðla, allavega lá ekki handtökuskipun fyrir,“ sagði Guðmundur. Nefndi hann að hann hefði ferðast til Hollands, Frakklands og Póllands á þessum tíma, hefði einhver handtökuskipun legið fyrir hefði væntanlega verið gerð athugasemd við það á flugvöllum í þeim löndum. Vilhjálmur spurði Guðmund hvort hann hefði vitneskju um hvar Friðrik væri niðurkominn og svaraði Guðmundur því neitandi. Spurður út í áhrifin sem þessi umfjöllun Atla Más hafði á hann svaraði Guðmundur að hún hefði reynst „þungur baggi“ fyrir fjölskyldu hans. Móðir hans byrjaði að drekka aftur og litli bróðir hans byrjaði að sprauta sig í sama mánuði og umfjöllun Atla Más kom út. Þá hefði verið erfitt að útskýra málið fyrir frændsystkinum sínum og margir fjarlægst hann. Skömmu áður en umfjöllunin birtist átti Guðmundur í samningaviðræðum um atvinnurekstur hér á landi sem sigldu í strand eftir að umfjöllunin í Stundinni birtist. Hann sagðist telja þátttöku sinni í viðskiptalífi hér landi lokið vegna hennar. Sagði móður sína hafa rætt við lögreglustjóra Gunnar Ingi Jóhannsson, verjandi Atla Más, spurði Guðmund hversu lengi hann hefði búið í Paragvæ og svaraði Guðmundur því að það væru sex eða sjö ár. Ríkisútvarpið gerði dómsátt við Guðmund vegna umfjöllunar ríkisfjölmiðilsins. Greiddi Ríkisútvarpið honum bætur en baðst ekki afsökunar eða dró ummælin til baka. Guðmundur sagðist líta svo á að RÚV hefði viðurkennt bótakröfuna með því að greiða sér skaðabætur, þó svo að RÚV hafi ekki viljað brjóta odd af oflæti sínu og biðjast afsökunar. Gunnar Ingi benti Guðmundi á að rætt hefði verið við Karl Steinar Valsson í umfjöllun Fréttablaðsins um óupplýst mannshvörf á Íslandi sem birtist 16. janúar árið 2016. Karl var þá tengslafulltrúi hjá lögreglunni en Fréttablaðið hafði rætt við hann vegna hvarfs Friðriks Kristjánssonar. Í grein Fréttablaðsins var fullyrt að háværar sögusagnir hefðu verið uppi um að hvarf hans tengdist glæpastarfsemi en þær hefðu aldrei verið staðfestar af lögreglu. Karl Steinar gegndi stöðu yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu þegar Friðrik hvarf árið 2013. Sagði Karl að lögreglan hefði haft ástæðu til að ætla að Friðrik hefði farið til Paragvæ, frá Brasilíu. „Þar hafi hann m.a. átt að hitta Guðmund Spartakus Ómarsson, sem við leituðum líka vegna málsins,“ var haft eftir Karli í Fréttablaðinu. Guðmundur var spurður hvort hann teldi lögreglu hafa haft ástæðu til að ætla þetta einvörðungu út frá umfjöllun fjölmiðla. Svaraði Guðmundur að sögusagnir hefðu gengið út í bæ að yngri bróðir hans hefði haft einhverjar myndir sem tengdust hvarfi Guðmundar sem reyndist ekki rétt. Hann sagðist ekki geta fullyrt hver hefði komið þeirri sögusögn af stað en húsleit lögreglu og skýrslutaka yfir honum hefði leitt annað í ljós varðandi aðild hans að hvarfi Friðriks. Hann sagi móður sína meðal annars hafa talað við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, og spurt hana hvort að lögreglan væri að reyna að ná tali af Guðmundi vegna hvarfs Friðriks, en Sigríður hefði staðfest að svo væri ekki. Dómsmál Fjölmiðlar Paragvæ Hvarf Friðriks Kristjánssonar Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Atli Már segist hafa unnið orrustuna en tapað stríðinu Blaðamaðurinn Atli Már Gylfason var nokkuð kátur eftir að hann var sýknaður af kröfum Guðmundar Spartakusar Ómarssonar í meiðyrðamáli 31. maí 2018 15:15 43 óupplýst mannshvörf síðan 1970 Aðalvarðstjóri segir óupplýst mannshvörf með erfiðari málum á borði lögreglu. Allir sem horfið hafa sporlaust undanfarna áratugi eru karlmenn. Við rifjum upp nokkur mannshvörf og eitt mál þegar maður sneri aftur, öllum að óvörum, eftir 12 ára útlegð. 16. janúar 2016 07:00 Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Guðmundur Spartakus Ómarsson segist aldrei hafa verið viðloðinn fíkniefnainnflutning og hvað þá að hafa eitthvað með hvarfið á Friðriki Kristjánssyni að gera. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir Guðmundi í Landsrétti í dag. Þar er tekin fyrir áfrýjun Guðmundar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni og útgáfufélaginu Stundinni ehf. vegna umfjöllunar Atla um Guðmund Spartakus. Guðmundur sagðist búa í Concepcion-héraði í Paragvæ þar sem hann dundi sér við að kaupa og selja jarðir, byggja brunna, sá plöntum og fræjum, setja upp girðingastaura og strekkja girðingar. Ásamt því eigi hann lítinn hlut í kalkþörungaverksmiðju. Lögmaður Guðmundar, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, spurði Guðmund hvort hann hefði einhverntímann komist í kast við lögin en Guðmundur svaraði því neitandi og tók fram að þetta væri í fyrsta sinn sem hann kæmi í réttarsal. Spurður hvort hann hafi einhverntímann verið til rannsóknar vegna fíkniefnamisferlis svaraði Guðmundur því neitandi og einnig svaraði hann neitandi þegar hann var spurður hvort hann hefði einhver tengsl við fíkniefnaheiminn. Atli Már Gylfason ásamt lögmanni sínum Gunnari Inga Jóhannssyni.Vísir/Vilhelm Aldrei þóst vera þýskur fasteignasali Hann sagði það fjarri lagi og meiðandi að hann væri höfuðpaur í smyglhring. Í grein Atla Más var haldið fram að Guðmundur hefði á köflum villt á sér heimildir með því að vera þýskur fasteignasali en Guðmundur sagðist ekki vera þýskur fasteignasali, hvað þá þóst vera slíkur, og að hann notaði ekki fölsk skilríki. Hann var spurður hvort hann þekkti Sverri Þór Gunnarsson, sem stundum hefur verið kallaður Sveddi tönn, en Guðmundur svaraði því að hann þekkti hann ekki persónulega. Árið 2012 var Sverrir Þór dæmdur til 22 ára fangelsisvistar fyrir smygl á tæpum 50 þúsund e-töflum. Vilhjálmur spurði Guðmund út í ásakanir paragvæska blaðamannsins Cándido Figueredo Ruiz um að hann væri stórtækur í fíkniefnaheiminum en Guðmundur sagði það af og frá og fullyrti að Ruiz hefði verið í sambandi við íslenskan blaðamann áður en hann birti umfjöllun sína og leiddi að því líkum að umfjöllunin gæti hafa byrjað „Íslands-megin“. Taldi Guðmundur paragvæska blaðamanninn vera lepp því að hann vissi að íslenskir fjölmiðlar hefðu verið í sambandi við hann og að blaðamaður hefði sett sig í samband við föður hans. Hann taldi augljóst að upplýsingarnar væru komnar frá íslenskum blaðamönnum. Guðmundur stefndi nokkrum fjölmiðlum hér á landi en Vilhjálmur spurði hvers vegna hann hefði ekki stefnt umfjöllun sem birtist í Paragvæ. Guðmundur sagðist hafa einfaldlega þurft að velja og hafna. Skaðinn hafi verið mestur á Íslandi, afar kostnaðarsamt sé að fara í meiðyrðamál í Paragvæ og hann hafi orðið að velja á milli. Frétt um Guðmund Spartakus sem finna má á vefsíðu Ríkisútvarpsins. RÚV greiddi Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir utan dómssala vegna ummæla úr fréttum RÚV. en þar segir meðal annars af því að burðardýr héldi því fram að Guðmundur Spartakus sé einn valdamesti eiturlyfjasmyglari í norðurhluta Brasilíu.skjáskot af vef RÚV Fékk 2,5 milljónir frá RÚV Niðurstaðan hafi verið að stefna fjölmiðlum á Íslandi þar sem skaðinn væri mestur. Guðmundur sagði að umfjöllunin um sig í Paragvæ hefði verið agnarsmá klausa innan fjölda frétta en á Íslandi hefði þessi umfjöllun verið mun umfangsmeiri og ratað í kvöldfréttir Ríkisútvarpsins. Það vakti athygli þegar Guðmundur fékk 2,5 milljónir króna í greiðslu frá RÚV vegna fréttaflutnings af honum. Bæði Atli Már og Sigmundur Ernir Rúnarsson hafa unnið meiðyrðamál sín í héraði sem Guðmundur höfðaði vegna umfjöllunar. Hann sagðist ekki þekkja Friðrik Kristjánsson og aldrei hafa hitt hann. Hann sagðist heldur ekki tengdur hvarfi Friðriks á nokkurn hátt en hefði heyrt einhverjar sögur af því, þá fyrst þegar málið rataði í fjölmiðla árið 2013. Sagðist Guðmundur í raun aðeins hafa heyrt sögur af hvarfi Friðriks sem gengu manna á milli. Spurður hvort hann hefði átt í illdeilum við Friðrik sagði Guðmundur að svo væri ekki enda væri erfitt að eiga í illdeilum við einhvern sem hann þekki ekki. Guðmundur sagði lögregluna á Íslandi hafa gert húsleit hjá foreldrum sínum því ónafngreindir einstaklingar hefðu fullyrt að yngri bróðir hans heitinn hefði verið með mynd eða myndbönd sem tengdust hvarfi Friðriks. Guðmundur sagði lögreglu hafa skilað raftækjunum til baka og sagt að stórfelld mistök hefðu verið gerð. Lögreglan hefði tekið fram að hún ætti ekkert ótalað við hann og ekkert komið fram við rannsóknina sem tengdi Guðmund við hvarfið á Friðriki. Hann sagðist ekki vera eftirlýstur úti í Suður-Ameríku og kannaðist ekki við að lögregla þar úti hefði verið að leita hans. Hann sagðist einu sinni hafa verið handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann kom til landsins í nóvember árið 2016. Var hann í framhaldinu leiddur í skýrslutöku þar sem hann var spurður út í hvarf Friðriks en sleppt að lokinni skýrslutöku. Atli Már Gylfason mætti í héraðsdóm í fyrra, klæddur í bol sem vísaði til hvarfs Friðriks Kristjánssonar.Vísir/Vilhelm Mamma byrjaði að drekka og litli bróðir að sprauta sig „Ég held að ég hafi verið handtekinn að eggjan fjórða valdsins, fjölmiðla, allavega lá ekki handtökuskipun fyrir,“ sagði Guðmundur. Nefndi hann að hann hefði ferðast til Hollands, Frakklands og Póllands á þessum tíma, hefði einhver handtökuskipun legið fyrir hefði væntanlega verið gerð athugasemd við það á flugvöllum í þeim löndum. Vilhjálmur spurði Guðmund hvort hann hefði vitneskju um hvar Friðrik væri niðurkominn og svaraði Guðmundur því neitandi. Spurður út í áhrifin sem þessi umfjöllun Atla Más hafði á hann svaraði Guðmundur að hún hefði reynst „þungur baggi“ fyrir fjölskyldu hans. Móðir hans byrjaði að drekka aftur og litli bróðir hans byrjaði að sprauta sig í sama mánuði og umfjöllun Atla Más kom út. Þá hefði verið erfitt að útskýra málið fyrir frændsystkinum sínum og margir fjarlægst hann. Skömmu áður en umfjöllunin birtist átti Guðmundur í samningaviðræðum um atvinnurekstur hér á landi sem sigldu í strand eftir að umfjöllunin í Stundinni birtist. Hann sagðist telja þátttöku sinni í viðskiptalífi hér landi lokið vegna hennar. Sagði móður sína hafa rætt við lögreglustjóra Gunnar Ingi Jóhannsson, verjandi Atla Más, spurði Guðmund hversu lengi hann hefði búið í Paragvæ og svaraði Guðmundur því að það væru sex eða sjö ár. Ríkisútvarpið gerði dómsátt við Guðmund vegna umfjöllunar ríkisfjölmiðilsins. Greiddi Ríkisútvarpið honum bætur en baðst ekki afsökunar eða dró ummælin til baka. Guðmundur sagðist líta svo á að RÚV hefði viðurkennt bótakröfuna með því að greiða sér skaðabætur, þó svo að RÚV hafi ekki viljað brjóta odd af oflæti sínu og biðjast afsökunar. Gunnar Ingi benti Guðmundi á að rætt hefði verið við Karl Steinar Valsson í umfjöllun Fréttablaðsins um óupplýst mannshvörf á Íslandi sem birtist 16. janúar árið 2016. Karl var þá tengslafulltrúi hjá lögreglunni en Fréttablaðið hafði rætt við hann vegna hvarfs Friðriks Kristjánssonar. Í grein Fréttablaðsins var fullyrt að háværar sögusagnir hefðu verið uppi um að hvarf hans tengdist glæpastarfsemi en þær hefðu aldrei verið staðfestar af lögreglu. Karl Steinar gegndi stöðu yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu þegar Friðrik hvarf árið 2013. Sagði Karl að lögreglan hefði haft ástæðu til að ætla að Friðrik hefði farið til Paragvæ, frá Brasilíu. „Þar hafi hann m.a. átt að hitta Guðmund Spartakus Ómarsson, sem við leituðum líka vegna málsins,“ var haft eftir Karli í Fréttablaðinu. Guðmundur var spurður hvort hann teldi lögreglu hafa haft ástæðu til að ætla þetta einvörðungu út frá umfjöllun fjölmiðla. Svaraði Guðmundur að sögusagnir hefðu gengið út í bæ að yngri bróðir hans hefði haft einhverjar myndir sem tengdust hvarfi Guðmundar sem reyndist ekki rétt. Hann sagðist ekki geta fullyrt hver hefði komið þeirri sögusögn af stað en húsleit lögreglu og skýrslutaka yfir honum hefði leitt annað í ljós varðandi aðild hans að hvarfi Friðriks. Hann sagi móður sína meðal annars hafa talað við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, og spurt hana hvort að lögreglan væri að reyna að ná tali af Guðmundi vegna hvarfs Friðriks, en Sigríður hefði staðfest að svo væri ekki.
Dómsmál Fjölmiðlar Paragvæ Hvarf Friðriks Kristjánssonar Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Atli Már segist hafa unnið orrustuna en tapað stríðinu Blaðamaðurinn Atli Már Gylfason var nokkuð kátur eftir að hann var sýknaður af kröfum Guðmundar Spartakusar Ómarssonar í meiðyrðamáli 31. maí 2018 15:15 43 óupplýst mannshvörf síðan 1970 Aðalvarðstjóri segir óupplýst mannshvörf með erfiðari málum á borði lögreglu. Allir sem horfið hafa sporlaust undanfarna áratugi eru karlmenn. Við rifjum upp nokkur mannshvörf og eitt mál þegar maður sneri aftur, öllum að óvörum, eftir 12 ára útlegð. 16. janúar 2016 07:00 Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Atli Már segist hafa unnið orrustuna en tapað stríðinu Blaðamaðurinn Atli Már Gylfason var nokkuð kátur eftir að hann var sýknaður af kröfum Guðmundar Spartakusar Ómarssonar í meiðyrðamáli 31. maí 2018 15:15
43 óupplýst mannshvörf síðan 1970 Aðalvarðstjóri segir óupplýst mannshvörf með erfiðari málum á borði lögreglu. Allir sem horfið hafa sporlaust undanfarna áratugi eru karlmenn. Við rifjum upp nokkur mannshvörf og eitt mál þegar maður sneri aftur, öllum að óvörum, eftir 12 ára útlegð. 16. janúar 2016 07:00
Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14