Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2019 14:30 Michael Cohen á leið í sal stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/Alex Brandon Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. Þetta mun Cohen segja í yfirlýsingu við upphaf fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem hefst klukkan þrjú.Sjá einnig: „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Búast má við hörðum orðaskiptum á fundinum og þá sérstaklega því að Repúblikanar í nefndinni muni fara hart fram gegn Cohen. Sjálfur hefur Cohen sakað Trump og bandamenn hans um að ógna sér og fjölskyldu hans einnig. Hér að neðan má fylgjast með nefndarfundinum. Neðst í fréttinni má svo finna beina textalýsingu blaðamanns Vísis.Þingmaðurinn Matt Gaetz, einn ötulasti stuðningsmaður Trump, hefur verið sakaður um hótanir og um að hafa reynt að hafa áhrif á vitni með tísti sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Þar spurði Gaetz Cohen að því hvort fjölskylda hans vissi af mörgum kærustum hans, án þess þó að færa fram nokkrar sannanir fyrir því. „Hey @MichaelCohen212, vita eiginkona þín og tengdafaðir af kærustum þínum? Kannski er kvöldið góður tími til að ræða saman. Ég velti fyrir mér hvort hún verði trú þér þegar þú ert í fangelsi. Hún er að fara að komast að miklu,“ sagði Gaetz í tísti sem hann eyddi í nótt. Þegar blaðamaður Washington Post ræddi við hann eftir tístið sagðist hann ekki vera að reyna að ógna Cohen. Þess í stað væri hann að draga trúverðugleika hans í efa. Þingmenn Demókrataflokksins og lagasérfræðingar gagnrýndu Gaetz þó harðlega og sögðu tíst hans jafnvel vera lögbrot. Í kjölfarið eyddi hann tístinu og tísti aftur þar sem hann sagði mikilvægt að setja vitnisburð „lygara“ eins og Cohen í samhengi. Hann hafi ekki ætlað sér að ógna honum.
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. Þetta mun Cohen segja í yfirlýsingu við upphaf fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem hefst klukkan þrjú.Sjá einnig: „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Búast má við hörðum orðaskiptum á fundinum og þá sérstaklega því að Repúblikanar í nefndinni muni fara hart fram gegn Cohen. Sjálfur hefur Cohen sakað Trump og bandamenn hans um að ógna sér og fjölskyldu hans einnig. Hér að neðan má fylgjast með nefndarfundinum. Neðst í fréttinni má svo finna beina textalýsingu blaðamanns Vísis.Þingmaðurinn Matt Gaetz, einn ötulasti stuðningsmaður Trump, hefur verið sakaður um hótanir og um að hafa reynt að hafa áhrif á vitni með tísti sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Þar spurði Gaetz Cohen að því hvort fjölskylda hans vissi af mörgum kærustum hans, án þess þó að færa fram nokkrar sannanir fyrir því. „Hey @MichaelCohen212, vita eiginkona þín og tengdafaðir af kærustum þínum? Kannski er kvöldið góður tími til að ræða saman. Ég velti fyrir mér hvort hún verði trú þér þegar þú ert í fangelsi. Hún er að fara að komast að miklu,“ sagði Gaetz í tísti sem hann eyddi í nótt. Þegar blaðamaður Washington Post ræddi við hann eftir tístið sagðist hann ekki vera að reyna að ógna Cohen. Þess í stað væri hann að draga trúverðugleika hans í efa. Þingmenn Demókrataflokksins og lagasérfræðingar gagnrýndu Gaetz þó harðlega og sögðu tíst hans jafnvel vera lögbrot. Í kjölfarið eyddi hann tístinu og tísti aftur þar sem hann sagði mikilvægt að setja vitnisburð „lygara“ eins og Cohen í samhengi. Hann hafi ekki ætlað sér að ógna honum.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Cohen ætlar að saka Trump um lögbrot í embætti Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. 26. febrúar 2019 14:00 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Cohen ætlar að saka Trump um lögbrot í embætti Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. 26. febrúar 2019 14:00
Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30