Ríkið endurgreiði sektir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 06:00 Sektarákvarðanir bankans verði endurskoðaðar. Fréttablaðið/AntonBrink Seðlabankinn telur eðlilegt að endurskoða strax allar sektarákvarðanir og sættir vegna brota á fjármagnshöftum í gildistíð tiltekinna eldri reglna um gjaldeyrismál, þar til reglurnar voru lögfestar síðla árs 2011, og fara þess á leit að ríkissjóður endurgreiði sektir vegna brota á reglunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í gær. Sem kunnugt er birti umboðsmaður Alþingis í lok janúar álit vegna kvörtunar Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, þar sem meðal annars var komist að þeirri niðurstöðu að við meðferð máls Þorsteins Más hjá Seðlabankanum hefði bankinn ekki tekið afstöðu til röksemda sem lutu að afstöðu ríkissaksóknara til gildis laga og reglna um gjaldeyrismál sem refsiheimilda. Seðlabankinn lagði 1,3 milljóna króna stjórnvaldssekt á Þorstein Má en hann var meðal annars sakaður um að hafa ekki skilað innan tilskilinna tímamarka erlendum gjaldeyri sem hann fékk greiddan á árinu 2010 vegna endurgreiðslu láns til fjármálafyrirtækis. Þorsteinn Már hélt því hins vegar fram að bankann hefði skort heimildir til að gera honum að greiða stjórnvaldssekt vegna brota á reglunum og að auki hefði ekki verið um neitt brot að ræða. Vegna álits umboðsmanns Alþingis ritaði Seðlabankinn ríkissaksóknara bréf þar sem þess var óskað að ríkissaksóknari skýrði frekar þau ummæli um gildi reglna um gjaldeyrismál sem refsiheimilda sem fram komu í fyrri ákvörðunum hans, að því er rakið var í tilkynningu Seðlabankans. „Í svarbréfi ríkissaksóknara sem barst Seðlabankanum undir lok síðustu viku segir að mat hans sé að reglur um gjaldeyrismál gátu ekki talist gild refsiheimild fyrr en þær voru lögfestar með lögum nr. 127/2011.“ Með bréfinu er þar með tekinn af allur vafi um að mat ríkissaksóknara, sem æðsta handhafa ákæruvalds, sé að reglusetningarheimild í bráðabirgðaákvæði laga um gjaldeyrismál hafi ekki uppfyllt áðurnefnd skilyrði um framsal lagasetningarvalds og skýrleika refsiheimilda. Þar með gætu reglur um gjaldeyrismál, sem settar voru á grundvelli bráðabirgðaákvæðisins, ekki talist gildar sem refsiheimild,“ segir í tilkynningunni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Sjá meira
Seðlabankinn telur eðlilegt að endurskoða strax allar sektarákvarðanir og sættir vegna brota á fjármagnshöftum í gildistíð tiltekinna eldri reglna um gjaldeyrismál, þar til reglurnar voru lögfestar síðla árs 2011, og fara þess á leit að ríkissjóður endurgreiði sektir vegna brota á reglunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í gær. Sem kunnugt er birti umboðsmaður Alþingis í lok janúar álit vegna kvörtunar Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, þar sem meðal annars var komist að þeirri niðurstöðu að við meðferð máls Þorsteins Más hjá Seðlabankanum hefði bankinn ekki tekið afstöðu til röksemda sem lutu að afstöðu ríkissaksóknara til gildis laga og reglna um gjaldeyrismál sem refsiheimilda. Seðlabankinn lagði 1,3 milljóna króna stjórnvaldssekt á Þorstein Má en hann var meðal annars sakaður um að hafa ekki skilað innan tilskilinna tímamarka erlendum gjaldeyri sem hann fékk greiddan á árinu 2010 vegna endurgreiðslu láns til fjármálafyrirtækis. Þorsteinn Már hélt því hins vegar fram að bankann hefði skort heimildir til að gera honum að greiða stjórnvaldssekt vegna brota á reglunum og að auki hefði ekki verið um neitt brot að ræða. Vegna álits umboðsmanns Alþingis ritaði Seðlabankinn ríkissaksóknara bréf þar sem þess var óskað að ríkissaksóknari skýrði frekar þau ummæli um gildi reglna um gjaldeyrismál sem refsiheimilda sem fram komu í fyrri ákvörðunum hans, að því er rakið var í tilkynningu Seðlabankans. „Í svarbréfi ríkissaksóknara sem barst Seðlabankanum undir lok síðustu viku segir að mat hans sé að reglur um gjaldeyrismál gátu ekki talist gild refsiheimild fyrr en þær voru lögfestar með lögum nr. 127/2011.“ Með bréfinu er þar með tekinn af allur vafi um að mat ríkissaksóknara, sem æðsta handhafa ákæruvalds, sé að reglusetningarheimild í bráðabirgðaákvæði laga um gjaldeyrismál hafi ekki uppfyllt áðurnefnd skilyrði um framsal lagasetningarvalds og skýrleika refsiheimilda. Þar með gætu reglur um gjaldeyrismál, sem settar voru á grundvelli bráðabirgðaákvæðisins, ekki talist gildar sem refsiheimild,“ segir í tilkynningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Sjá meira
Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15
Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47