Telur "árás“ á Áttuna vera markaðsherferð Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 23:29 Huldumaður birtist í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlareikningum hópsins. Skjáskot Andrés Jónsson almannatengill segir innrás á reikninga Áttunnar bera öll þess merki að vera markaðsherferð fyrir stærra útspil. Myndband sem birt var á reikningum Áttunnar sé svo vel gert að allar líkur séu á því að það sé gert af auglýsingastofu og því ekki um raunverulega innrás að ræða. Þetta myndband af hakkaranum er allavega búið til á auglýsingastofu. 99% öruggt. — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Fyrr í kvöld ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu að öllu hafði verið eytt út af samfélagsmiðlareikningum Áttunnar. Myndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ voru ekki sjáanleg á YouTube-síðu hópsins og allar Instagram-myndir á bak og burt. Eina sem mátti finna á reikningum hópsins var myndband af huldumanni sem boðaði „útrýmingu Áttunnar“.Sjá einnig: Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Að sögn Andrésar eru allar líkur á því að innrásin sé útpæld markaðsherferð og Áttan því ekki fórnarlamb tölvuþrjóta í raun og veru. Nökkvi Fjalar Orrason, einn stofnenda Áttunnar, hélt því fram í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann væri gjörsamlega grandlaus og atvikið hefði komið sér verulega á óvart. Hann biðlaði jafnframt til fólks að setja sig í samband við sig ef það hefði einhverjar upplýsingar. Andrés vakti athygli á málinu á Twitter-síðu sinni í kvöld og spurði jafnframt hvenær væri í lagi að „ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi“.Í hvaða tilvikum MÁ ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi? :) — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Þá hefur verið bent á það að áhorfsfjöldi á YouTube-síðu Áttunnar sé óbreyttur en þrátt fyrir nú sé aðeins myndbandið af „hakkaranum“ á síðunni, sem er með um fimm hundruð áhorf þegar þetta er skrifað, er heildarfjöldi áhorfa á síðunni tæplega fjórar milljónir og má rekja það til vinsælla myndbanda hópsins. Því eru líkur á að myndböndin hafi einfaldlega verið falin tímabundið.Áhorf hópsins eru á sínum stað.Því eru ekki allir sannfærðir um að Áttan hafi raunverulega verið fórnarlamb tölvuþrjóta líkt og myndbandið benti til.Ef aleiga mín væri einhvers virði þá myndi ég veðja henni á að áttu hakkarinn er áttan sjálf. — Þóra Sif Guðmunds (@thorasifg) 25 February 2019 Áttan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út "öllu Áttu draslinu“. 25. febrúar 2019 20:09 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Sjá meira
Andrés Jónsson almannatengill segir innrás á reikninga Áttunnar bera öll þess merki að vera markaðsherferð fyrir stærra útspil. Myndband sem birt var á reikningum Áttunnar sé svo vel gert að allar líkur séu á því að það sé gert af auglýsingastofu og því ekki um raunverulega innrás að ræða. Þetta myndband af hakkaranum er allavega búið til á auglýsingastofu. 99% öruggt. — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Fyrr í kvöld ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu að öllu hafði verið eytt út af samfélagsmiðlareikningum Áttunnar. Myndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ voru ekki sjáanleg á YouTube-síðu hópsins og allar Instagram-myndir á bak og burt. Eina sem mátti finna á reikningum hópsins var myndband af huldumanni sem boðaði „útrýmingu Áttunnar“.Sjá einnig: Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Að sögn Andrésar eru allar líkur á því að innrásin sé útpæld markaðsherferð og Áttan því ekki fórnarlamb tölvuþrjóta í raun og veru. Nökkvi Fjalar Orrason, einn stofnenda Áttunnar, hélt því fram í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann væri gjörsamlega grandlaus og atvikið hefði komið sér verulega á óvart. Hann biðlaði jafnframt til fólks að setja sig í samband við sig ef það hefði einhverjar upplýsingar. Andrés vakti athygli á málinu á Twitter-síðu sinni í kvöld og spurði jafnframt hvenær væri í lagi að „ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi“.Í hvaða tilvikum MÁ ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi? :) — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Þá hefur verið bent á það að áhorfsfjöldi á YouTube-síðu Áttunnar sé óbreyttur en þrátt fyrir nú sé aðeins myndbandið af „hakkaranum“ á síðunni, sem er með um fimm hundruð áhorf þegar þetta er skrifað, er heildarfjöldi áhorfa á síðunni tæplega fjórar milljónir og má rekja það til vinsælla myndbanda hópsins. Því eru líkur á að myndböndin hafi einfaldlega verið falin tímabundið.Áhorf hópsins eru á sínum stað.Því eru ekki allir sannfærðir um að Áttan hafi raunverulega verið fórnarlamb tölvuþrjóta líkt og myndbandið benti til.Ef aleiga mín væri einhvers virði þá myndi ég veðja henni á að áttu hakkarinn er áttan sjálf. — Þóra Sif Guðmunds (@thorasifg) 25 February 2019
Áttan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út "öllu Áttu draslinu“. 25. febrúar 2019 20:09 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Sjá meira
Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út "öllu Áttu draslinu“. 25. febrúar 2019 20:09