„Það er svo mikil slökun fólgin í flotinu“ Björk Eiðsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Þær Ágústa Hjaltadóttir og Sóley Jóhannsdóttir féllu fyrir floti fyrir nokkrum árum og bjóða nú upp á flot- og hugleiðsluhelgar í Hveragerði. Mynd/Sigtryggur Ari Ágústa er kennari að mennt þó hún hafi starfað í fjármálageiranum undanfarna tvo áratugi. „Ég stunda núna diplómanám á meistarastigi í HÍ í hagnýtri heilsueflingu.“ Ágústa kynntist floti og samfloti árið 2016, féll alveg fyrir þessum nýja lífsstíl og er með diplómu í flotþerapíu. „Ég bjó í Danmörku síðastliðið ár og þar fékk ég tækifæri til að vera með flotviðburði og verkefni því tengd svo það má segja að ég hafi innleitt flotið þar. Í framhaldi ákvað ég að halda því áfram hér á landi.“ Sóley hefur helgað allan sig starfsaldur danskennslu og heilsurækt, hún útskrifaðist úr alhliða dansnámi í Kaupmannahöfn árið 1977 og starfaði við skólann til ársins 1980. „Árið 1980 opnaði ég Dansskóla Sóleyjar, sem ég rak fram til ársins 1995. Síðustu 10 ár hefur ég starfað við leikfimikennslu og líkamsrækt karla og kvenna og staðið fyrir ýmsum verkefnum því tengdum.“ Ágústa byrjaði eins og fyrr segir að skipuleggja flotviðburði í Kaupmannahöfn og fékk svo góð viðbrögð að hún ákvað að fara á námskeið í flotþerapíu, keypti sér búnað og ákvað að leggja flotið fyrir sig. „Þegar ég flutti aftur til Íslands ákvað ég að hafa samband við Sóleyju og kanna hvort við gætum gert eitthvað sniðugt saman. Við erum með ólíkan bakgrunn og einhvern veginn var ég viss um að okkar samstarf myndi ganga upp og verða farsælt.“Ágústa og Sóley standa fyrir vinsælu floti í Varmárlaug.Foreldra-paraflot næst á dagskrá Þær stöllur byrjuðu á að bjóða upp á Kvennastund í Laugaskarði þangað sem 40 konur mættu. „Þar blönduðum við saman útivist, floti og síðan dekri í pottinum með góðu tei og andlitsmaska.“ Ágústa hefur síðan verið með fasta tíma í Varmárlaug á sunnudögum en Varmárlaug býður nú upp á Heita sunnudaga svo laugin er heit og notaleg þegar flotið hefst. Hingað til hefur hún boðið upp á flot- og dekurstundir fyrir konur og hefur það verið afar vinsælt en nú í mars bætist við foreldra-paraflot en þá er boðið upp á barnagæslu og einnig flot fyrir barnshafandi konur. Þær Ágústa og Sóley eru sammála um að flotið henti öllum þó þær segi konur enn í meirihluta. „Ég held að þeir séu alveg opnir fyrir flotinu og hafa verið að mæta einhvers staðar í flot. Ég er hins vegar rétt að fara af stað með flot fyrir karla líka,“ segir Ágústa. „Það er svo mikil slökun fólgin í flotinu,“ segir Sóley; „Það hjálpar við að losa streitu, eykur vöðvaslökun, veitir hugarró og er því bæði næring fyrir sál og líkama. Viðbrögðin hafa verið góð og þátttakendur afskaplega ánægðir.“Allt á floti, alls staðar.Flot- og hugleiðsluhelgar Ágústa og Sóley bjóða nú upp á flot- og hugleiðsluhelgar í samvinnu við Heilsustofnunina í Hveragerði og er gist eina nótt á Heilsustofnuninni í einstaklings- eða tveggja manna herbergjum. „Flott dagskrá er í boði sem byrjar á laugardagsmorgni og stendur fram yfir hádegi á sunnudegi. Dagskráin er vönduð og samanstendur af útivist, flotmeðferð, þar sem við förum ofan í laugina með þátttakendum og gefum þeim dekurnudd á meðan þær eru að njóta þess að fljóta, teygjutíma, dansi og djúpslökun.“ Einnig býður Ágústa upp á ilmsánumeðferð sem hún stundaði í Danmörku og segir spennandi viðbót við baðmenninguna hér á landi. Starfsfólk Lágafellslaugar hefur farið á námskeið hjá dönskum meistara í ilmsánu og mun bjóða upp fasta tíma í ilmsánumeðferð í haust. „Þessar helgar njótum við svo þess að borða dásamlega matinn sem NLFÍ býður upp á.“ Sóley segir fystu tvö námskeiðin hafa selst upp á nokkrum dögum en þær ætli að taka eina helgi í viðbót fram á vor. „Í haust höldum við svo áfram á sömu braut en til þess að vera með gæðanámskeið viljum við takmarka hópinn.“ Flotviðburði Ágústu og Sóleyjar má finna á Facebook undir nafninu Heil og sæl. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira
Ágústa er kennari að mennt þó hún hafi starfað í fjármálageiranum undanfarna tvo áratugi. „Ég stunda núna diplómanám á meistarastigi í HÍ í hagnýtri heilsueflingu.“ Ágústa kynntist floti og samfloti árið 2016, féll alveg fyrir þessum nýja lífsstíl og er með diplómu í flotþerapíu. „Ég bjó í Danmörku síðastliðið ár og þar fékk ég tækifæri til að vera með flotviðburði og verkefni því tengd svo það má segja að ég hafi innleitt flotið þar. Í framhaldi ákvað ég að halda því áfram hér á landi.“ Sóley hefur helgað allan sig starfsaldur danskennslu og heilsurækt, hún útskrifaðist úr alhliða dansnámi í Kaupmannahöfn árið 1977 og starfaði við skólann til ársins 1980. „Árið 1980 opnaði ég Dansskóla Sóleyjar, sem ég rak fram til ársins 1995. Síðustu 10 ár hefur ég starfað við leikfimikennslu og líkamsrækt karla og kvenna og staðið fyrir ýmsum verkefnum því tengdum.“ Ágústa byrjaði eins og fyrr segir að skipuleggja flotviðburði í Kaupmannahöfn og fékk svo góð viðbrögð að hún ákvað að fara á námskeið í flotþerapíu, keypti sér búnað og ákvað að leggja flotið fyrir sig. „Þegar ég flutti aftur til Íslands ákvað ég að hafa samband við Sóleyju og kanna hvort við gætum gert eitthvað sniðugt saman. Við erum með ólíkan bakgrunn og einhvern veginn var ég viss um að okkar samstarf myndi ganga upp og verða farsælt.“Ágústa og Sóley standa fyrir vinsælu floti í Varmárlaug.Foreldra-paraflot næst á dagskrá Þær stöllur byrjuðu á að bjóða upp á Kvennastund í Laugaskarði þangað sem 40 konur mættu. „Þar blönduðum við saman útivist, floti og síðan dekri í pottinum með góðu tei og andlitsmaska.“ Ágústa hefur síðan verið með fasta tíma í Varmárlaug á sunnudögum en Varmárlaug býður nú upp á Heita sunnudaga svo laugin er heit og notaleg þegar flotið hefst. Hingað til hefur hún boðið upp á flot- og dekurstundir fyrir konur og hefur það verið afar vinsælt en nú í mars bætist við foreldra-paraflot en þá er boðið upp á barnagæslu og einnig flot fyrir barnshafandi konur. Þær Ágústa og Sóley eru sammála um að flotið henti öllum þó þær segi konur enn í meirihluta. „Ég held að þeir séu alveg opnir fyrir flotinu og hafa verið að mæta einhvers staðar í flot. Ég er hins vegar rétt að fara af stað með flot fyrir karla líka,“ segir Ágústa. „Það er svo mikil slökun fólgin í flotinu,“ segir Sóley; „Það hjálpar við að losa streitu, eykur vöðvaslökun, veitir hugarró og er því bæði næring fyrir sál og líkama. Viðbrögðin hafa verið góð og þátttakendur afskaplega ánægðir.“Allt á floti, alls staðar.Flot- og hugleiðsluhelgar Ágústa og Sóley bjóða nú upp á flot- og hugleiðsluhelgar í samvinnu við Heilsustofnunina í Hveragerði og er gist eina nótt á Heilsustofnuninni í einstaklings- eða tveggja manna herbergjum. „Flott dagskrá er í boði sem byrjar á laugardagsmorgni og stendur fram yfir hádegi á sunnudegi. Dagskráin er vönduð og samanstendur af útivist, flotmeðferð, þar sem við förum ofan í laugina með þátttakendum og gefum þeim dekurnudd á meðan þær eru að njóta þess að fljóta, teygjutíma, dansi og djúpslökun.“ Einnig býður Ágústa upp á ilmsánumeðferð sem hún stundaði í Danmörku og segir spennandi viðbót við baðmenninguna hér á landi. Starfsfólk Lágafellslaugar hefur farið á námskeið hjá dönskum meistara í ilmsánu og mun bjóða upp fasta tíma í ilmsánumeðferð í haust. „Þessar helgar njótum við svo þess að borða dásamlega matinn sem NLFÍ býður upp á.“ Sóley segir fystu tvö námskeiðin hafa selst upp á nokkrum dögum en þær ætli að taka eina helgi í viðbót fram á vor. „Í haust höldum við svo áfram á sömu braut en til þess að vera með gæðanámskeið viljum við takmarka hópinn.“ Flotviðburði Ágústu og Sóleyjar má finna á Facebook undir nafninu Heil og sæl.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira