Er ég tuddi á skólalóð? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. febrúar 2019 07:00 Ég hef mikla samúð með öllum þeim starfsmönnum borgarinnar sem sinna sínu starfi af alúð og samviskusemi. Að vinna á vinnustað þar sem æðstu valdhafar borgarinnar hafa brugðist skyldum sínum og viðhaft ámælisverða stjórnsýslu hefur skaðleg áhrif á vinnustaðamenningu og starfsfólkið. Þegar vinnustaður er umtalaður vegna ámælisverðrar stjórnsýslu eða einhvers annars líður öllum illa. Ég get vel ímyndað mér að starfsmönnum Landsbankans hafi t.d. liðið illa þegar verið var að gagnrýna ofurlaun bankastjórans og fjölmörg önnur sambærileg dæmi mætti nefna. Hverjum hefði dottið í hug að öll þessi mál, tveir dómar, skýrsla Innri endurskoðunar um braggann, ákvörðun Persónuverndar vegna kosninganna í vor og fleiri ættu eftir að koma upp á yfirborðið á aðeins örfáum mánuðum? Í skýrslu Innri endurskoðunar er sagt frá því að einstaka starfsmenn hafi broti reglur og yfirmenn brugðist skyldum sínum þegar kemur að eftirliti og framkvæmd. Þetta er ekki auðvelt og allra síst fyrir þá sem bornir eru alvarlegum sökum af Innri endurskoðun og Persónuvernd sem dæmi. Þetta hefur eðlilega kallað á sterk viðbrögð minnihlutans og borgarbúa. Hefði minnihlutinn ekki brugðist við væri hann ekki að vinna vinnuna sína. Í stuttu máli er staðan sú að ef æðstu embættismenn hefðu sinnt skyldum sínum og ábyrgð sem og sinnt eftirliti hefðu þessi mál ekki orðið til, alla vega ekki öll. Þá væri umræðan í borginni sennilega léttari og jákvæðari. En eru borgarfulltrúar minnihlutans tuddar á skólalóð? Eða eitthvað þaðan af síður verra þegar þeir fara yfir innihald þessara gagna og kalla eftir ábyrgð æðstu yfirmanna? Varla. Væri ekki nær að þeir sem segja þetta líti í eigin barm og spyrja sig af hverju eru öll þessi læti? Það er fyrst og fremst ábyrgðarleysi og þöggunartilburðir æðstu yfirmanna borgarinnar sem er ástæða þess að fjöldi starfsmanna líður illa í vinnunni sinni. Með því að kalla borgarfulltrúa minnihlutans, einhverja eða alla, tudda eða hrekkjusvín eru þessir æðstu embættismenn að dreifa athyglinni frá sér og sínu klúðri í störfum sínum. Það er ekki erfitt að sjá í gegnum þetta. Umræðan hefur verið býsna einsleit, alla vega í einstaka fjölmiðlum. Ég er ekki tuddi á skólalóð. Ég hef ekki tekið þessi orð borgarritara til mín enda ekki hallmælt starfsfólki sem vinnur sína vinnu af samviskusemi og alúð. Ég hef hins vegar í pontu lesið upp úr skýrslu Innri endurskoðunar, dómsúrskurðum og skýrslu Persónuverndar þar sem fram kemur með skýrum hætti að borgin fór á svig við persónuverndarlög. Starfsmenn borgarinnar eiga alla mína samúð ekki síst vegna þess að þeir vinna undir stjórn einstaklinga sem hafa ekki sinnt skyldum sínum. Ég kalla eftir að æðstu valdhafar taki ábyrgð á þessum alvarlegu málum svo starfsmenn borgarinnar geti stundað sína vinnu áhyggjulausir.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég hef mikla samúð með öllum þeim starfsmönnum borgarinnar sem sinna sínu starfi af alúð og samviskusemi. Að vinna á vinnustað þar sem æðstu valdhafar borgarinnar hafa brugðist skyldum sínum og viðhaft ámælisverða stjórnsýslu hefur skaðleg áhrif á vinnustaðamenningu og starfsfólkið. Þegar vinnustaður er umtalaður vegna ámælisverðrar stjórnsýslu eða einhvers annars líður öllum illa. Ég get vel ímyndað mér að starfsmönnum Landsbankans hafi t.d. liðið illa þegar verið var að gagnrýna ofurlaun bankastjórans og fjölmörg önnur sambærileg dæmi mætti nefna. Hverjum hefði dottið í hug að öll þessi mál, tveir dómar, skýrsla Innri endurskoðunar um braggann, ákvörðun Persónuverndar vegna kosninganna í vor og fleiri ættu eftir að koma upp á yfirborðið á aðeins örfáum mánuðum? Í skýrslu Innri endurskoðunar er sagt frá því að einstaka starfsmenn hafi broti reglur og yfirmenn brugðist skyldum sínum þegar kemur að eftirliti og framkvæmd. Þetta er ekki auðvelt og allra síst fyrir þá sem bornir eru alvarlegum sökum af Innri endurskoðun og Persónuvernd sem dæmi. Þetta hefur eðlilega kallað á sterk viðbrögð minnihlutans og borgarbúa. Hefði minnihlutinn ekki brugðist við væri hann ekki að vinna vinnuna sína. Í stuttu máli er staðan sú að ef æðstu embættismenn hefðu sinnt skyldum sínum og ábyrgð sem og sinnt eftirliti hefðu þessi mál ekki orðið til, alla vega ekki öll. Þá væri umræðan í borginni sennilega léttari og jákvæðari. En eru borgarfulltrúar minnihlutans tuddar á skólalóð? Eða eitthvað þaðan af síður verra þegar þeir fara yfir innihald þessara gagna og kalla eftir ábyrgð æðstu yfirmanna? Varla. Væri ekki nær að þeir sem segja þetta líti í eigin barm og spyrja sig af hverju eru öll þessi læti? Það er fyrst og fremst ábyrgðarleysi og þöggunartilburðir æðstu yfirmanna borgarinnar sem er ástæða þess að fjöldi starfsmanna líður illa í vinnunni sinni. Með því að kalla borgarfulltrúa minnihlutans, einhverja eða alla, tudda eða hrekkjusvín eru þessir æðstu embættismenn að dreifa athyglinni frá sér og sínu klúðri í störfum sínum. Það er ekki erfitt að sjá í gegnum þetta. Umræðan hefur verið býsna einsleit, alla vega í einstaka fjölmiðlum. Ég er ekki tuddi á skólalóð. Ég hef ekki tekið þessi orð borgarritara til mín enda ekki hallmælt starfsfólki sem vinnur sína vinnu af samviskusemi og alúð. Ég hef hins vegar í pontu lesið upp úr skýrslu Innri endurskoðunar, dómsúrskurðum og skýrslu Persónuverndar þar sem fram kemur með skýrum hætti að borgin fór á svig við persónuverndarlög. Starfsmenn borgarinnar eiga alla mína samúð ekki síst vegna þess að þeir vinna undir stjórn einstaklinga sem hafa ekki sinnt skyldum sínum. Ég kalla eftir að æðstu valdhafar taki ábyrgð á þessum alvarlegu málum svo starfsmenn borgarinnar geti stundað sína vinnu áhyggjulausir.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar