Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 14:15 Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. Bændasamtökin lýsa aftur á móti miklum vonbrigðum og segja landbúnaðarráðherra gefast upp í baráttunni við að verja lýðheilsu og íslenska búfjárstofna. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar var birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Samhliða kynnir ráðuneytið aðgerðaráætlun í tólf liðum til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna skilyrða fyrir innflutningi tiltekinna landbúnaðarafurða. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, segir frumvarpið löngu tímabært. „Fyrst og fremst er því fagnað að ráðherra skuli leysa loksins úr þessu samningsbroti sem hefur verið hér viðvarandi og verið staðfest bæði af Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Þetta hefur verið barátta alveg frá því að ekki var staðið við samningsskuldbindingu íslenska ríkisins á sínum tíma þá hefur verið lagt mikið kapp á að ná þessu í gegn og í sjálfu sér bara sjálfstætt áhyggjuefni hvað það tekur langan tíma að leysa úr svona málum,“ segir Páll Rúnar. Bændasamtökin furða sig á ákvörðun ráðherra og telja að frumvarpið muni valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni og að lýðheilsu og búfjárheilsu verði stefnt í hættu. Páll Rúnar telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar. „Það er komið til móts við þessi sjónarmið í frumvarpinu eins og fram er komið og eins og ESB hefur boðið upp á, til dæmis hefur Evrópusambandið fallist á viðræður og ráðstafanir gegn áhættu á kamfýlóbaktersmiti í innfluttum alifuglaafurðum og þetta er eitt af þeim sjónarmiðum sem er komið er til móts við og í raun er þetta í samræmi við skýrslu sérfræðinga sem skiluðu þessari sömu niðurstöðu sem Félag atvinnurekenda hefur þegar aflað.“Athugasemd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 22. febrúar:Í fréttum undanfarna daga hefur verið fullyrt að í tengslum við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á m.a. ófrystu kjöti sé fyrirhugað að heimila dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Kemur þetta m.a. fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtaka Íslands frá því í fyrradag og í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er um skaðlegar afleiðingar meintra breytinga.Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ítreka að ekki er fyrirhugað í tengslum við boðaðar breytingar að gera neinar breytingar á núgildandi regluverki um innflutning og dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Framangreint leiðréttist hér með. Alþingi Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 „Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. Bændasamtökin lýsa aftur á móti miklum vonbrigðum og segja landbúnaðarráðherra gefast upp í baráttunni við að verja lýðheilsu og íslenska búfjárstofna. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar var birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Samhliða kynnir ráðuneytið aðgerðaráætlun í tólf liðum til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna skilyrða fyrir innflutningi tiltekinna landbúnaðarafurða. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, segir frumvarpið löngu tímabært. „Fyrst og fremst er því fagnað að ráðherra skuli leysa loksins úr þessu samningsbroti sem hefur verið hér viðvarandi og verið staðfest bæði af Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Þetta hefur verið barátta alveg frá því að ekki var staðið við samningsskuldbindingu íslenska ríkisins á sínum tíma þá hefur verið lagt mikið kapp á að ná þessu í gegn og í sjálfu sér bara sjálfstætt áhyggjuefni hvað það tekur langan tíma að leysa úr svona málum,“ segir Páll Rúnar. Bændasamtökin furða sig á ákvörðun ráðherra og telja að frumvarpið muni valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni og að lýðheilsu og búfjárheilsu verði stefnt í hættu. Páll Rúnar telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar. „Það er komið til móts við þessi sjónarmið í frumvarpinu eins og fram er komið og eins og ESB hefur boðið upp á, til dæmis hefur Evrópusambandið fallist á viðræður og ráðstafanir gegn áhættu á kamfýlóbaktersmiti í innfluttum alifuglaafurðum og þetta er eitt af þeim sjónarmiðum sem er komið er til móts við og í raun er þetta í samræmi við skýrslu sérfræðinga sem skiluðu þessari sömu niðurstöðu sem Félag atvinnurekenda hefur þegar aflað.“Athugasemd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 22. febrúar:Í fréttum undanfarna daga hefur verið fullyrt að í tengslum við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á m.a. ófrystu kjöti sé fyrirhugað að heimila dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Kemur þetta m.a. fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtaka Íslands frá því í fyrradag og í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er um skaðlegar afleiðingar meintra breytinga.Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ítreka að ekki er fyrirhugað í tengslum við boðaðar breytingar að gera neinar breytingar á núgildandi regluverki um innflutning og dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Framangreint leiðréttist hér með.
Alþingi Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 „Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15
„Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00