Boða forsvarsmann RFF á fund út af styrkjamáli Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Niðurstaða er komin í athugun menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar á styrkveitingu til Reykjavíkur Fashion Festival (RFF) sem aldrei fór fram á síðasta ári. Arna Schram sviðsstjóri segir að til standi að funda með Kolfinnu Von Arnardóttur, forsvarsmanni hátíðarinnar, á næstu dögum. Fréttablaðið greindi frá því í síðasta mánuði að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar gerði athugasemd við úthlutun til RFF upp á eina milljón króna í fyrra þar sem hátíðin hafi ekki farið fram. Til stóð að hátíðin fengi eina og hálfa milljón í ár en ráðið frestaði þeirri úthlutun meðan málið yrði skoðað. Nú er komin niðurstaða en Arna vill ekki upplýsa um afstöðu borginnar áður en hún hefur verið kynnt Kolfinnu. Hún ítrekar þó að almennt séu styrkjareglur borgarinnar skýrar að því leyti að borgin áskilji sér rétt til að krefjast endurgreiðslu hafi styrkþegi ekki staðið við sinn hluta samningsins. Kolfinna Von tjáði sig um málið á Facebook þar sem hún sagði að borginni hefði verið tilkynnt um að hátíðinni hefði verið frestað til vors og að óskað hafi verið eftir því að styrkumsóknir 2018 og 2019 yrðu sameinaðar. Slíkt væri alvanalegt. Arna kannast þó ekki við nein dæmi um slíkt. „Almennt get ég líka sagt að það er alls ekki hægt að ganga að því sem vísu að styrkir séu færðir á milli ára, það hefur verið gert í einstökum undantekningartilvikum, og eftir að sýnt hefur verið fram á, fyrir tiltekin tímamörk, og með sannfærandi hætti að viðburður hafi frestast af óviðráðanlegum orsökum og að hann muni þrátt fyrir það fara fram samkvæmt samningi. Þá þekki ég engin dæmi þess að styrkúthlutanir tveggja ára hafi verið sameinaðar í eina, en hafi slíkt verið gert fyrir mína tíð, þá hefur það verið undantekning á reglunum,“ segir Arna sem verið hefur sviðsstjóri síðan í apríl 2017. Af svörum Örnu að dæma verður að teljast líklegt að forsvarsmenn RFF verði krafðir um endurgreiðslu á styrknum. Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Tengdar fréttir Kolfinna Von segir styrkumsóknir sameinaðar Verð því miður að valda þeim vonbrigðum sem eru að leita að dýrum höfundaréttarvörðum stráum eða pálmatrjám í þessu máli, skrifar Kolfinna. 30. janúar 2019 09:58 Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Reykjavík Fashion Festival fékk milljón króna styrk frá borginni í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Vegna þessa hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð frestað úthlutun sem hátíðin fékk fyrir árið 2019. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Niðurstaða er komin í athugun menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar á styrkveitingu til Reykjavíkur Fashion Festival (RFF) sem aldrei fór fram á síðasta ári. Arna Schram sviðsstjóri segir að til standi að funda með Kolfinnu Von Arnardóttur, forsvarsmanni hátíðarinnar, á næstu dögum. Fréttablaðið greindi frá því í síðasta mánuði að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar gerði athugasemd við úthlutun til RFF upp á eina milljón króna í fyrra þar sem hátíðin hafi ekki farið fram. Til stóð að hátíðin fengi eina og hálfa milljón í ár en ráðið frestaði þeirri úthlutun meðan málið yrði skoðað. Nú er komin niðurstaða en Arna vill ekki upplýsa um afstöðu borginnar áður en hún hefur verið kynnt Kolfinnu. Hún ítrekar þó að almennt séu styrkjareglur borgarinnar skýrar að því leyti að borgin áskilji sér rétt til að krefjast endurgreiðslu hafi styrkþegi ekki staðið við sinn hluta samningsins. Kolfinna Von tjáði sig um málið á Facebook þar sem hún sagði að borginni hefði verið tilkynnt um að hátíðinni hefði verið frestað til vors og að óskað hafi verið eftir því að styrkumsóknir 2018 og 2019 yrðu sameinaðar. Slíkt væri alvanalegt. Arna kannast þó ekki við nein dæmi um slíkt. „Almennt get ég líka sagt að það er alls ekki hægt að ganga að því sem vísu að styrkir séu færðir á milli ára, það hefur verið gert í einstökum undantekningartilvikum, og eftir að sýnt hefur verið fram á, fyrir tiltekin tímamörk, og með sannfærandi hætti að viðburður hafi frestast af óviðráðanlegum orsökum og að hann muni þrátt fyrir það fara fram samkvæmt samningi. Þá þekki ég engin dæmi þess að styrkúthlutanir tveggja ára hafi verið sameinaðar í eina, en hafi slíkt verið gert fyrir mína tíð, þá hefur það verið undantekning á reglunum,“ segir Arna sem verið hefur sviðsstjóri síðan í apríl 2017. Af svörum Örnu að dæma verður að teljast líklegt að forsvarsmenn RFF verði krafðir um endurgreiðslu á styrknum.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Tengdar fréttir Kolfinna Von segir styrkumsóknir sameinaðar Verð því miður að valda þeim vonbrigðum sem eru að leita að dýrum höfundaréttarvörðum stráum eða pálmatrjám í þessu máli, skrifar Kolfinna. 30. janúar 2019 09:58 Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Reykjavík Fashion Festival fékk milljón króna styrk frá borginni í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Vegna þessa hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð frestað úthlutun sem hátíðin fékk fyrir árið 2019. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Kolfinna Von segir styrkumsóknir sameinaðar Verð því miður að valda þeim vonbrigðum sem eru að leita að dýrum höfundaréttarvörðum stráum eða pálmatrjám í þessu máli, skrifar Kolfinna. 30. janúar 2019 09:58
Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Reykjavík Fashion Festival fékk milljón króna styrk frá borginni í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Vegna þessa hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð frestað úthlutun sem hátíðin fékk fyrir árið 2019. 30. janúar 2019 06:00