Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Sveinn Arnarsson skrifar 7. mars 2019 06:00 Margir vilja klára bólusetningu barna sinna sem fyrst. Ólíklegt þykir að birgðir klárist áður en nýr skammtur kemur til landsins. FBL/Ernir Engin ný mislingasmit komu fram í gær en sóttvarnalæknir segir þó að heilbrigðisyfirvöld vakti tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum á síðustu dögum. Bóluefni gegn mislingum munu að öllum líkindum ekki klárast hér á landi áður en ný sending kemur til landsins. Mikið var hringt í síma læknavaktarinnar í gær og voru einstaklingar mest að spyrjast fyrir og fá upplýsingar. Ekki fundust ný smit við vitjanir í gær. „Við erum að vakta nokkra tugi einstaklinga, bæði í höfuðborginni og á Austurlandi, sem talið er að geti hafa smitast af mislingum. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort einhverjir þeirra séu smitaðir,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það er hins vegar búið að vera nóg að gera á Læknavaktinni í símsvörun þar sem upplýsingar hafa verið veittar í gegnum síma.“ Ekki er heiglum hent að finna út hvort fullorðnir einstaklingar hér á landi séu yfirleitt bólusettir fyrir mislingum. Rafræn skráning bólusetninga hófst ekki fyrr en fyrir nokkrum árum og því þurfa fullorðnir einstak lingar að líta í bólusetningaskrá sína hjá annaðhvort gamla grunnskólanum sínum, gömlu heilsugæslunni sinni eða þá að leita til foreldra sinna. Þær upplýsingar fengust þó í gær hjá Læknavaktinni að ef vafi leiki á því hvort einstaklingar séu bólusettir er óhætt að láta bólusetja sig á nýjan leik við mislingum. Nýsmit mislinga gætu komið fram á næstu tíu dögum. Þó ekkert nýtt smit haf i greinst í gær er ekki loku fyrir það skotið að ný smit komi upp á næstu dögum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir daginn hafa verið tíðindalítinn á spítalanum hvað varðar mislinga. „Spítalinn er svo sem bara hér við að taka við smituðum sjúklingum og þunginn færist því aðeins yfir á heilsugæslu og Læknavakt svona fyrst um sinn,“ segir Jón Magnús. „Samkvæmt eðli mislinganna þá vorum við nú nokkuð viss um að ný smit kæmu ekki inn alveg í dag heldur gætum við þurft að bíða í einhverja daga eftir því ef einhver hefur smitast.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Engin ný mislingasmit komu fram í gær en sóttvarnalæknir segir þó að heilbrigðisyfirvöld vakti tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum á síðustu dögum. Bóluefni gegn mislingum munu að öllum líkindum ekki klárast hér á landi áður en ný sending kemur til landsins. Mikið var hringt í síma læknavaktarinnar í gær og voru einstaklingar mest að spyrjast fyrir og fá upplýsingar. Ekki fundust ný smit við vitjanir í gær. „Við erum að vakta nokkra tugi einstaklinga, bæði í höfuðborginni og á Austurlandi, sem talið er að geti hafa smitast af mislingum. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort einhverjir þeirra séu smitaðir,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það er hins vegar búið að vera nóg að gera á Læknavaktinni í símsvörun þar sem upplýsingar hafa verið veittar í gegnum síma.“ Ekki er heiglum hent að finna út hvort fullorðnir einstaklingar hér á landi séu yfirleitt bólusettir fyrir mislingum. Rafræn skráning bólusetninga hófst ekki fyrr en fyrir nokkrum árum og því þurfa fullorðnir einstak lingar að líta í bólusetningaskrá sína hjá annaðhvort gamla grunnskólanum sínum, gömlu heilsugæslunni sinni eða þá að leita til foreldra sinna. Þær upplýsingar fengust þó í gær hjá Læknavaktinni að ef vafi leiki á því hvort einstaklingar séu bólusettir er óhætt að láta bólusetja sig á nýjan leik við mislingum. Nýsmit mislinga gætu komið fram á næstu tíu dögum. Þó ekkert nýtt smit haf i greinst í gær er ekki loku fyrir það skotið að ný smit komi upp á næstu dögum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir daginn hafa verið tíðindalítinn á spítalanum hvað varðar mislinga. „Spítalinn er svo sem bara hér við að taka við smituðum sjúklingum og þunginn færist því aðeins yfir á heilsugæslu og Læknavakt svona fyrst um sinn,“ segir Jón Magnús. „Samkvæmt eðli mislinganna þá vorum við nú nokkuð viss um að ný smit kæmu ekki inn alveg í dag heldur gætum við þurft að bíða í einhverja daga eftir því ef einhver hefur smitast.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira