Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. mars 2019 14:44 Umboðsmaður var afdráttarlaus á fundinum í morgun. Alþingi Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður fór yfir málið á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Formaður nefndarinnar segir að þetta þurfi að skoða. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun og ræddi málefni gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og Samherjamálið. Á vef umboðsmanns var í morgun birt bréf hans til forsætisráðherra. Þar segir að tilefni sé til þess að kalla eftir upplýsingum um hver hafi í raun verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits í því að veita Ríkisútvarpinu upplýsingar um fyrirhugaða húsleit gjaldeyriseftirlitsins hjá Samherja, 27. mars 2012 en málið er nú á borði forsætisráðherra. Þá gerir hann athugasemdir við að í bréfi sem seðlabankastjóri sendi forsætisráðherra 29. janúar síðastliðinn sé talað um að aðgerðir seðlabankans á þeim tíma hafi haft töluverð fælingaráhrif. Segir umboðsmaður þetta vekja upp spurningar um hvaða tilgangur hafi raun búið að baki því að veita upplýsingar um húsleitina og dreifa frétt um hana.Frá fundinum í morgun.Vísir/Friðrik Þór„Hvað sem líður öllu frelsi fjölmiðla til upplýsingagjafar þá er það mjög alvarlegt í ljósi þeirra viðamiklu rannsóknarúrræða sem þarna er verið að grípa til að það reynist rétt vera að starfsmenn hins opinbera eru fyrir fram búnir að upplýsa um stað og stund slíkra athafna. Það verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Umboðsmaður Alþingis sagði málið ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, ákvarðanataka og ákvörðun viðurlaga sé hjá einu og sama stjórnvaldi. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er sammála því. „Í þessum minni málum, þar sem eru sektarheimildir, þar hefur Seðlabankinn þessa heimild enn þá. Það kann að vera óheppilegt því við höfum jú ákveðið að rannsóknir og svo ákvarðanir um viðurlög eiga ekki að vera á sömu hendi. Við þurfum klárlega að taka þetta til skoðunar,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Alþingi Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður fór yfir málið á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Formaður nefndarinnar segir að þetta þurfi að skoða. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun og ræddi málefni gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og Samherjamálið. Á vef umboðsmanns var í morgun birt bréf hans til forsætisráðherra. Þar segir að tilefni sé til þess að kalla eftir upplýsingum um hver hafi í raun verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits í því að veita Ríkisútvarpinu upplýsingar um fyrirhugaða húsleit gjaldeyriseftirlitsins hjá Samherja, 27. mars 2012 en málið er nú á borði forsætisráðherra. Þá gerir hann athugasemdir við að í bréfi sem seðlabankastjóri sendi forsætisráðherra 29. janúar síðastliðinn sé talað um að aðgerðir seðlabankans á þeim tíma hafi haft töluverð fælingaráhrif. Segir umboðsmaður þetta vekja upp spurningar um hvaða tilgangur hafi raun búið að baki því að veita upplýsingar um húsleitina og dreifa frétt um hana.Frá fundinum í morgun.Vísir/Friðrik Þór„Hvað sem líður öllu frelsi fjölmiðla til upplýsingagjafar þá er það mjög alvarlegt í ljósi þeirra viðamiklu rannsóknarúrræða sem þarna er verið að grípa til að það reynist rétt vera að starfsmenn hins opinbera eru fyrir fram búnir að upplýsa um stað og stund slíkra athafna. Það verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Umboðsmaður Alþingis sagði málið ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, ákvarðanataka og ákvörðun viðurlaga sé hjá einu og sama stjórnvaldi. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er sammála því. „Í þessum minni málum, þar sem eru sektarheimildir, þar hefur Seðlabankinn þessa heimild enn þá. Það kann að vera óheppilegt því við höfum jú ákveðið að rannsóknir og svo ákvarðanir um viðurlög eiga ekki að vera á sömu hendi. Við þurfum klárlega að taka þetta til skoðunar,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.
Alþingi Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15