Real Madrid búið að tala við Jose Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2019 12:00 Jose Mourinho. Getty/Jasper Juinen Jose Mourinho er efstur á óskalista Real Madrid sem næsti knattspyrnustjóri liðsins ef marka má orð fyrrum forseti spænska félagsins. Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að félagið sé þegar búið að hafa samband við Jose Mourinho. Framtíð Santiago Solari sem knattspyrnustjóra Real Madrid er ráðin eftir tvö töp í röð á móti Barcelona og neyðarlegt tap á móti Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Á einni viku spilaði Real Madrid sig út úr þremur keppnum og liðið hefur nánast að engu að keppa síðustu þrjá mánuði tímabilsins. Jose Mourinho stýrði Real Madrid liðinu frá 2010 til 2013 en fór þaðan til Chelsea. Mourinho er enn atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United í desember."I have no doubt Mourinho is the first option for the president. He's been called in the last weeks" — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 6, 2019Mourinho gæti nú snúið aftur til Real Madrid eins og hann snéri aftur til Chelsea. Það liðu sex ár á milli stjóratíða hans hjá Chelsea en nú eru einmitt liðin sex ár síðan hann var síðast hjá Real Madrid. „Ég er ekki neinum vafa um að hann sé fyrsti kostur hjá félaginu. Þeir hringdu í hann í síðustu viku. Mourinho var enn stjóri Manchester United þegar Zinedine Zidane fór síðasta vor og þá var ekki rétti tíminn fyrir hann að snúa aftur. Sá tími er kannski kominn núna þar sem hann er laus allra mála,“ sagði Ramon Calderon við Sky Sports. Ramon Calderon var spurður út í aðra mögulega stjóra. „Kannski Mauricio Pochettino. Þeir eru að tala um hann. Það verða örugglega margir orðaðir við félagið á næstu dögum því stuðningsmenn Real Madrid sætta sig ekki við þetta,“ sagði Calderon. Eitthvað þarf að gerast á Santiago Bernabéu.José Mourinho has no problem returning to Real Madrid! "They are the Iconic club" #beINPL#beINMourinho Watch the full discussion here https://t.co/ofDTKjktEK — beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 4, 2019„Við erum búnir að fá þrjá eða fjóra mánuði af væli, harmakveini og eftirsjá vegna þess hvernig menn undirbjuggu tímabilið,“ sagði Calderon. Eftir þetta hörmungartímabil þá þarf Florentino Perez, forseti Real Madrid, vissulega að finna alvöru mann til að lægja öldurnar meðal óánægðra stuðningsmanna félagsins. Stuðningsmenn Real Madrid voru að kyrja nafn Jose Mourinho í gær og hann yrði því örugglega vinsæl ráðning. „Það eru miklar líkur á því að Jose Mourinho verði á Real Madrid bekknum á næsta tímabili,“ sagði Calderon. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Jose Mourinho er efstur á óskalista Real Madrid sem næsti knattspyrnustjóri liðsins ef marka má orð fyrrum forseti spænska félagsins. Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að félagið sé þegar búið að hafa samband við Jose Mourinho. Framtíð Santiago Solari sem knattspyrnustjóra Real Madrid er ráðin eftir tvö töp í röð á móti Barcelona og neyðarlegt tap á móti Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Á einni viku spilaði Real Madrid sig út úr þremur keppnum og liðið hefur nánast að engu að keppa síðustu þrjá mánuði tímabilsins. Jose Mourinho stýrði Real Madrid liðinu frá 2010 til 2013 en fór þaðan til Chelsea. Mourinho er enn atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United í desember."I have no doubt Mourinho is the first option for the president. He's been called in the last weeks" — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 6, 2019Mourinho gæti nú snúið aftur til Real Madrid eins og hann snéri aftur til Chelsea. Það liðu sex ár á milli stjóratíða hans hjá Chelsea en nú eru einmitt liðin sex ár síðan hann var síðast hjá Real Madrid. „Ég er ekki neinum vafa um að hann sé fyrsti kostur hjá félaginu. Þeir hringdu í hann í síðustu viku. Mourinho var enn stjóri Manchester United þegar Zinedine Zidane fór síðasta vor og þá var ekki rétti tíminn fyrir hann að snúa aftur. Sá tími er kannski kominn núna þar sem hann er laus allra mála,“ sagði Ramon Calderon við Sky Sports. Ramon Calderon var spurður út í aðra mögulega stjóra. „Kannski Mauricio Pochettino. Þeir eru að tala um hann. Það verða örugglega margir orðaðir við félagið á næstu dögum því stuðningsmenn Real Madrid sætta sig ekki við þetta,“ sagði Calderon. Eitthvað þarf að gerast á Santiago Bernabéu.José Mourinho has no problem returning to Real Madrid! "They are the Iconic club" #beINPL#beINMourinho Watch the full discussion here https://t.co/ofDTKjktEK — beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 4, 2019„Við erum búnir að fá þrjá eða fjóra mánuði af væli, harmakveini og eftirsjá vegna þess hvernig menn undirbjuggu tímabilið,“ sagði Calderon. Eftir þetta hörmungartímabil þá þarf Florentino Perez, forseti Real Madrid, vissulega að finna alvöru mann til að lægja öldurnar meðal óánægðra stuðningsmanna félagsins. Stuðningsmenn Real Madrid voru að kyrja nafn Jose Mourinho í gær og hann yrði því örugglega vinsæl ráðning. „Það eru miklar líkur á því að Jose Mourinho verði á Real Madrid bekknum á næsta tímabili,“ sagði Calderon.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira