Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2019 10:30 Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SA og LÍU til eins og sama verkefnisins. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands virðist vera sérlega útsjónarsamur þegar styrkir eru annars vegar. Hann er með allar klær úti ef marka má frásögn sem finna má í nýrri bók Helga Magnússonar, Lífið í lit, sem Björn Jón Bragason skráði. Og á einum tíma fékk hann þrjá til að styrkja eitt og sama verkefnið, sem vitað er um; verkefni sem virðist þó aldrei hafa náð lengra en á teikniborð Hannesar. Vísir hefur áður gluggað í bókina en hún er mikil uppspretta sagna um menn sem hafa verið áberandi í samfélaginu undanfarna áratugina. Hér á eftir fer bútur úr bókinni, með góðfúslegu leyfi útgefanda. Millifyrirsagnir eru Vísis.Stöðug sókn í styrki Mikið var sótt að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins um að styðja við alls konar verkefni og starfsemi enda eru samtökin fjársterk. Við lögðum þó þunga áherslu á að styðja ekki annað en það sem við töldum að væri til þess fallið að efla atvinnulífið með einum eða öðrum hætti. Að sjálfsögðu kom ekki til greina að styðja stjórnmálaflokka, stjórnmálamenn eða framboð. Aðildarsamtök SA voru ekki sammála um afstöðu til ESB og evru, þó svo að Samtök iðnaðarins hefðu þar skýra stefnu. Ég tel fullvíst að sjávarútvegurinn hafi stutt við Heimsýn, félag Evrópuandstæðinga (alla vega gerðu Bændasamtökin það og þar hafði Heimsýn aðstöðu um tíma). Samtök iðnaðarins studdu Já, Ísland sem aðhylltist samstarf við Evrópusambandið. SA styrkti hvorug samtökin. Styrkjasnilli Hannesar Hólmsteinn Einum manni tókst þó að leika á okkur og sýndi með því „snilli“ sína. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, kom til fundar við okkur Orra Hauksson, framkvæmdastjóra SI, og kynnti fyrir okkur verkefni sem hann nefndi „Græna hagkerfið“. Það snerist um að gera stutta kvikmynd um umhverfisvæna atvinnustarfsemi á Íslandi. Í fljótu bragði virtist þetta hafa yfir sér jákvæðan svip fyrir atvinnulífið þannig að við Orri féllumst á að SI styddi þessa framkvæmd um eina milljón króna. Nokkrum dögum síðar sat ég fund í framkvæmdastjórn SA. Þá segir Vilhjálmur Egilsson okkur frá því að hann hafi fallist á að styðja verkefni Hannesar Hólmsteins um eina milljón króna. Ég hrökk þá við og sagði að hann hefði fengið eina milljón frá Samtökum iðnaðarins og ég hefði haldið að það væri nægilegt. Þá hrópaði Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ: „Andskotinn, hann kom líka við hjá okkur og náði milljón af LÍÚ með sleipri sölumennsku!“ Ég hef engar spurnir haft af þessari fyrirhuguðu kvikmynd.(Bútur úr Lífinu í lit, bls. 441–442). Bókmenntir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands virðist vera sérlega útsjónarsamur þegar styrkir eru annars vegar. Hann er með allar klær úti ef marka má frásögn sem finna má í nýrri bók Helga Magnússonar, Lífið í lit, sem Björn Jón Bragason skráði. Og á einum tíma fékk hann þrjá til að styrkja eitt og sama verkefnið, sem vitað er um; verkefni sem virðist þó aldrei hafa náð lengra en á teikniborð Hannesar. Vísir hefur áður gluggað í bókina en hún er mikil uppspretta sagna um menn sem hafa verið áberandi í samfélaginu undanfarna áratugina. Hér á eftir fer bútur úr bókinni, með góðfúslegu leyfi útgefanda. Millifyrirsagnir eru Vísis.Stöðug sókn í styrki Mikið var sótt að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins um að styðja við alls konar verkefni og starfsemi enda eru samtökin fjársterk. Við lögðum þó þunga áherslu á að styðja ekki annað en það sem við töldum að væri til þess fallið að efla atvinnulífið með einum eða öðrum hætti. Að sjálfsögðu kom ekki til greina að styðja stjórnmálaflokka, stjórnmálamenn eða framboð. Aðildarsamtök SA voru ekki sammála um afstöðu til ESB og evru, þó svo að Samtök iðnaðarins hefðu þar skýra stefnu. Ég tel fullvíst að sjávarútvegurinn hafi stutt við Heimsýn, félag Evrópuandstæðinga (alla vega gerðu Bændasamtökin það og þar hafði Heimsýn aðstöðu um tíma). Samtök iðnaðarins studdu Já, Ísland sem aðhylltist samstarf við Evrópusambandið. SA styrkti hvorug samtökin. Styrkjasnilli Hannesar Hólmsteinn Einum manni tókst þó að leika á okkur og sýndi með því „snilli“ sína. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, kom til fundar við okkur Orra Hauksson, framkvæmdastjóra SI, og kynnti fyrir okkur verkefni sem hann nefndi „Græna hagkerfið“. Það snerist um að gera stutta kvikmynd um umhverfisvæna atvinnustarfsemi á Íslandi. Í fljótu bragði virtist þetta hafa yfir sér jákvæðan svip fyrir atvinnulífið þannig að við Orri féllumst á að SI styddi þessa framkvæmd um eina milljón króna. Nokkrum dögum síðar sat ég fund í framkvæmdastjórn SA. Þá segir Vilhjálmur Egilsson okkur frá því að hann hafi fallist á að styðja verkefni Hannesar Hólmsteins um eina milljón króna. Ég hrökk þá við og sagði að hann hefði fengið eina milljón frá Samtökum iðnaðarins og ég hefði haldið að það væri nægilegt. Þá hrópaði Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ: „Andskotinn, hann kom líka við hjá okkur og náði milljón af LÍÚ með sleipri sölumennsku!“ Ég hef engar spurnir haft af þessari fyrirhuguðu kvikmynd.(Bútur úr Lífinu í lit, bls. 441–442).
Bókmenntir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29