Róbó-ráðgjöf fær nýja fjárfesta til leiks Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 6. mars 2019 16:00 Freyr Snæbjörnsson og Fannar Freyr Ívarsson segjast báðir geta hugsað sér að nota róbó-ráðgjöf þegar hún mun standa til boða. Fréttablaðið/Stefán Sjálfvirknivæðing í fjárfestingaráðgjöf og eignastýringu hefur gert fjármálafyrirtækjum í Bandaríkjunum og Evrópu kleift að ná til breiðari hóps viðskiptavina. Svokallaðir róbó-ráðgjafar hafa gert fjárfestingaráðgjöf ódýrari og eru sagðir auka gæði hennar. Þó er að ýmsu að huga áður en slík ráðgjöf er falin forritum. Fannar Freyr Ívarsson og Freyr Snæbjörnsson, lögmenn hjá LOGOS, héldu erindi á UT-messunni fyrr í mánuðinum þar sem þeir fóru yfir möguleikana sem felast í róbó-ráðgjöf og þau lagalegu atriði sem að henni snúa. Róbó-ráðgjafar eru forrit sem veita fjárfestingarráðgjöf og sinna eignastýringu með lítilli eða engri mannlegri aðkomu á grundvelli algríma. Viðskiptavinurinn veitir ákveðnar upplýsingar, með því að svara spurningalista, og forritið nýtir upplýsingarnar til að veita fjárfestingaráðgjöf. Tæknin virðist ekki enn hafa náð fótfestu á Íslandi. „Þó að við höfum séð meiri sjálfvirkni í fjármálageiranum á Íslandi, til dæmis hjá bönkum og tryggingafélögum, á undanförnum misserum þá vitum við ekki til þess að þess konar þjónusta hafi staðið til boða,“ segir Freyr í samtali við Markaðinn.Engir þröskuldar Sjálfvirka fjárfestingaráðgjöf má rekja aftur til ársins 2008 þegar fyrstu lausnirnar sem náðu almennilegum vinsældum voru settar á markað. Eins og oft gengur þegar tækninýjunar líta dagsins ljós var brautin rudd af smærri nýsköpunarfyrirtækjum. Í kringum árið 2015 var tæknin síðan tekin upp af stærstu ráðgjafar- og sjóðstýringarfyrirtækjum heims, Charles Schwab og Vanguard. Róbó-ráðgjöf er nú orðin frekar algeng í Bandaríkjunum en hún hefur einnig náð fótfestu í Bretlandi og Þýskalandi. Í árslok 2017 var metið að um 100 fyrirtæki byðu slíka þjónustu í Evrópu og um 200 í Bandaríkjunum. „Það sem er athyglisvert ef við horfum á þróunina í Bandaríkjunum er að margir viðskiptavinir sem fjármálafyrirtæki hafa fengið í róbó-ráðgjöf eru ekki með eignir í stýringu og hafa yfirleitt ekki verið að nota fjárfestingaráðgjöf yfir höfuð. Þessi þjónusta höfðar til smærri fjárfesta,“ segir Fannar. Í því samhengi nefnir hann að róbó-ráðgjöf sé ódýrari en hefðbundin ráðgjöf og yfirleitt séu litlir sem engir þröskuldar að eignarstýringu sem byggir á henni. Til samanburðar kann að þurfa á annan tug milljóna til að komast í eignastýringu hjá sumum íslenskum fjármálastofnunum.Orðalag spurninga skiptir máli Þá vaknar sú spurning hvort að æskilegt sé að fjarlægja mannlega þáttinn úr fjárfestingaráðgjöf og eignastýringu. Því fylgja kostir og gallar að sögn Fannars. „Það liggur í hlutarins eðli að mannlegum mistökum fækkar. Ráðgjöf getur verið verri eða betri einn daginn eftir því hvernig ráðgjafinn er fyrir kallaður. Sjálfvirkni ætti þá að minnka líkur á hagsmunaárekstrum, það verður betra samræmi í ráðgjöfinni og auðveldara að nálgast upplýsingar yfir þá ráðgjöf sem hefur verið veitt,“ segir Fannar sem tekur þó fram að sjálfvirknivæðing tryggi ekki endilega að engir hagsmunaárekstrar eigi sér stað. Til dæmis sé hætta á því að hlutdrægni verði forrituð inn í róbó-ráðgjafana, t.d. með þeim hætti að ráðgjafinn vísi á þá sjóði sem best þjóna þeirra hagsmunum. „Hvað sjálfvirka eignarstýringu varðar er hún liprari þegar kemur að því að bregðast við breyttum markaðsaðstæðum vegna þess að hún gæti breytt eignasafninu í allt að því rauntíma. Einn helsti kosturinn við róbó-ráðgjafa er að tölvur vinna hraðar og betur úr upplýsingum,“ segir Fannar. Með því að taka burt mannlega þáttinn kunna hins vegar að aukast líkur á því að viðskiptavinur misskilji ráðgjöfina eða veiti rangar upplýsingar. „Ef þú ert að svara spurningalista í tölvu þá greinir hún ekki endilega að þú sért að misskilja spurningarnar. Sem dæmi má nefna ef að róbó-ráðgjafinn spyr um tekjur þínar, og á við tekjur eftir skatt, en þú heldur að verið sé að spyrja um tekjur fyrir skatt. Mennskur ráðgjafi gæti eflaust betur áttað sig á því að um misskilning væri að ræða en tölvan,“ segir Fannar. Fannar og Freyr fóru gegnum spurningalista hjá ýmsum fyrirtækum við undirbúning fyrirlestursins. „Það var ein spurning sérstaklega minnisstæð. Spurt var: Myndir þú aftur kaupa bílategund sem þú hefur slæma reynslu af? Það getur vel verið að þetta sé sniðug spurning til að meta hina ýmsu þætti sem mig varða en ég hins vegar áttaði mig engan veginn á því hver tilgangurinn var eða hvaða áhrif svarið myndi hafa á niðurstöðuna. Það var engar frekari upplýsingar að hafa. Ef ég get ekki áttað mig á spurningunni þá er erfitt fyrir mig að svara henni,“ segir Freyr. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Sjálfvirknivæðing í fjárfestingaráðgjöf og eignastýringu hefur gert fjármálafyrirtækjum í Bandaríkjunum og Evrópu kleift að ná til breiðari hóps viðskiptavina. Svokallaðir róbó-ráðgjafar hafa gert fjárfestingaráðgjöf ódýrari og eru sagðir auka gæði hennar. Þó er að ýmsu að huga áður en slík ráðgjöf er falin forritum. Fannar Freyr Ívarsson og Freyr Snæbjörnsson, lögmenn hjá LOGOS, héldu erindi á UT-messunni fyrr í mánuðinum þar sem þeir fóru yfir möguleikana sem felast í róbó-ráðgjöf og þau lagalegu atriði sem að henni snúa. Róbó-ráðgjafar eru forrit sem veita fjárfestingarráðgjöf og sinna eignastýringu með lítilli eða engri mannlegri aðkomu á grundvelli algríma. Viðskiptavinurinn veitir ákveðnar upplýsingar, með því að svara spurningalista, og forritið nýtir upplýsingarnar til að veita fjárfestingaráðgjöf. Tæknin virðist ekki enn hafa náð fótfestu á Íslandi. „Þó að við höfum séð meiri sjálfvirkni í fjármálageiranum á Íslandi, til dæmis hjá bönkum og tryggingafélögum, á undanförnum misserum þá vitum við ekki til þess að þess konar þjónusta hafi staðið til boða,“ segir Freyr í samtali við Markaðinn.Engir þröskuldar Sjálfvirka fjárfestingaráðgjöf má rekja aftur til ársins 2008 þegar fyrstu lausnirnar sem náðu almennilegum vinsældum voru settar á markað. Eins og oft gengur þegar tækninýjunar líta dagsins ljós var brautin rudd af smærri nýsköpunarfyrirtækjum. Í kringum árið 2015 var tæknin síðan tekin upp af stærstu ráðgjafar- og sjóðstýringarfyrirtækjum heims, Charles Schwab og Vanguard. Róbó-ráðgjöf er nú orðin frekar algeng í Bandaríkjunum en hún hefur einnig náð fótfestu í Bretlandi og Þýskalandi. Í árslok 2017 var metið að um 100 fyrirtæki byðu slíka þjónustu í Evrópu og um 200 í Bandaríkjunum. „Það sem er athyglisvert ef við horfum á þróunina í Bandaríkjunum er að margir viðskiptavinir sem fjármálafyrirtæki hafa fengið í róbó-ráðgjöf eru ekki með eignir í stýringu og hafa yfirleitt ekki verið að nota fjárfestingaráðgjöf yfir höfuð. Þessi þjónusta höfðar til smærri fjárfesta,“ segir Fannar. Í því samhengi nefnir hann að róbó-ráðgjöf sé ódýrari en hefðbundin ráðgjöf og yfirleitt séu litlir sem engir þröskuldar að eignarstýringu sem byggir á henni. Til samanburðar kann að þurfa á annan tug milljóna til að komast í eignastýringu hjá sumum íslenskum fjármálastofnunum.Orðalag spurninga skiptir máli Þá vaknar sú spurning hvort að æskilegt sé að fjarlægja mannlega þáttinn úr fjárfestingaráðgjöf og eignastýringu. Því fylgja kostir og gallar að sögn Fannars. „Það liggur í hlutarins eðli að mannlegum mistökum fækkar. Ráðgjöf getur verið verri eða betri einn daginn eftir því hvernig ráðgjafinn er fyrir kallaður. Sjálfvirkni ætti þá að minnka líkur á hagsmunaárekstrum, það verður betra samræmi í ráðgjöfinni og auðveldara að nálgast upplýsingar yfir þá ráðgjöf sem hefur verið veitt,“ segir Fannar sem tekur þó fram að sjálfvirknivæðing tryggi ekki endilega að engir hagsmunaárekstrar eigi sér stað. Til dæmis sé hætta á því að hlutdrægni verði forrituð inn í róbó-ráðgjafana, t.d. með þeim hætti að ráðgjafinn vísi á þá sjóði sem best þjóna þeirra hagsmunum. „Hvað sjálfvirka eignarstýringu varðar er hún liprari þegar kemur að því að bregðast við breyttum markaðsaðstæðum vegna þess að hún gæti breytt eignasafninu í allt að því rauntíma. Einn helsti kosturinn við róbó-ráðgjafa er að tölvur vinna hraðar og betur úr upplýsingum,“ segir Fannar. Með því að taka burt mannlega þáttinn kunna hins vegar að aukast líkur á því að viðskiptavinur misskilji ráðgjöfina eða veiti rangar upplýsingar. „Ef þú ert að svara spurningalista í tölvu þá greinir hún ekki endilega að þú sért að misskilja spurningarnar. Sem dæmi má nefna ef að róbó-ráðgjafinn spyr um tekjur þínar, og á við tekjur eftir skatt, en þú heldur að verið sé að spyrja um tekjur fyrir skatt. Mennskur ráðgjafi gæti eflaust betur áttað sig á því að um misskilning væri að ræða en tölvan,“ segir Fannar. Fannar og Freyr fóru gegnum spurningalista hjá ýmsum fyrirtækum við undirbúning fyrirlestursins. „Það var ein spurning sérstaklega minnisstæð. Spurt var: Myndir þú aftur kaupa bílategund sem þú hefur slæma reynslu af? Það getur vel verið að þetta sé sniðug spurning til að meta hina ýmsu þætti sem mig varða en ég hins vegar áttaði mig engan veginn á því hver tilgangurinn var eða hvaða áhrif svarið myndi hafa á niðurstöðuna. Það var engar frekari upplýsingar að hafa. Ef ég get ekki áttað mig á spurningunni þá er erfitt fyrir mig að svara henni,“ segir Freyr.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira