Algengt að taka sér frí fyrir háskólanám Ari Brynjólfsson skrifar 2. mars 2019 11:00 Þórunn Hilda Jónasdóttir stóð í ströngu í gær við að undirbúa Háskóladaginn í HR. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Í dag, laugardag, kynna sjö háskólar landsins yfir 500 námsbrautir í húsakynnum HÍ, HR og LHÍ frá kl. 12 til 16. Þar geta gestir og gangandi kynnt sér námsframboðið ásamt því að spjalla við nemendur og starfsfólk skólanna um allt sem viðkemur náminu. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðssviðs Háskólans á Akureyri, segir að skólinn hafi varla undan að taka við nemendum. „Við erum svo gott sem full.“ Hún skynjar meiri áhuga stúdenta á hjúkrunarfræði og sálfræði, þar að auki sé allt fullt í lögreglunámið. HA býður upp á sveigjanlegt nám sem þýðir að nemendur þurfa ekki að mæta í skólann heldur geta sinnt því að mestu leyti heima, hvar sem er. Katrín segir skólann ítreka það við nemendur að háskólanám sé krefjandi og í raun full vinna. „Við reynum að impra á þessu við nemendur okkar, en eins og í samfélaginu öllu, það er mikill hraði og mikil krafa að margir nemar eru bara búnir á því á þriðja ári,“ segir Katrín. Sömu sögu er að heyra hjá Háskólanum í Reykjavík. Þar á bæ er stöðug fjölgun á öllum námsbrautum, flestir eru á leið í tölvunarfræði. HR hefur lagt mikið upp úr því að jafna hlut kynjanna í tæknigreinum og hefur það gengið vel, eru konur nú um þriðjungur nemenda í tölvunarfræði. Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningarstjóri Listaháskóla Íslands, segir að margir fari beint í háskólanám eftir stúdent en jafn margir taki sér ársfrí, ferðist eða nýti pásuárið til þess að undirbúa sig sérstaklega fyrir LHÍ. „Það er jöfn ásókn á langflestar námsbrautir LHÍ en stærsta deildin er hönnunar- og arkitektúrdeild. Við sjáum sveiflur í vinsældum einstaka námsbrauta svo sem í fatahönnun og vöruhönnun,“ segir Ilmur. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Í dag, laugardag, kynna sjö háskólar landsins yfir 500 námsbrautir í húsakynnum HÍ, HR og LHÍ frá kl. 12 til 16. Þar geta gestir og gangandi kynnt sér námsframboðið ásamt því að spjalla við nemendur og starfsfólk skólanna um allt sem viðkemur náminu. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðssviðs Háskólans á Akureyri, segir að skólinn hafi varla undan að taka við nemendum. „Við erum svo gott sem full.“ Hún skynjar meiri áhuga stúdenta á hjúkrunarfræði og sálfræði, þar að auki sé allt fullt í lögreglunámið. HA býður upp á sveigjanlegt nám sem þýðir að nemendur þurfa ekki að mæta í skólann heldur geta sinnt því að mestu leyti heima, hvar sem er. Katrín segir skólann ítreka það við nemendur að háskólanám sé krefjandi og í raun full vinna. „Við reynum að impra á þessu við nemendur okkar, en eins og í samfélaginu öllu, það er mikill hraði og mikil krafa að margir nemar eru bara búnir á því á þriðja ári,“ segir Katrín. Sömu sögu er að heyra hjá Háskólanum í Reykjavík. Þar á bæ er stöðug fjölgun á öllum námsbrautum, flestir eru á leið í tölvunarfræði. HR hefur lagt mikið upp úr því að jafna hlut kynjanna í tæknigreinum og hefur það gengið vel, eru konur nú um þriðjungur nemenda í tölvunarfræði. Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningarstjóri Listaháskóla Íslands, segir að margir fari beint í háskólanám eftir stúdent en jafn margir taki sér ársfrí, ferðist eða nýti pásuárið til þess að undirbúa sig sérstaklega fyrir LHÍ. „Það er jöfn ásókn á langflestar námsbrautir LHÍ en stærsta deildin er hönnunar- og arkitektúrdeild. Við sjáum sveiflur í vinsældum einstaka námsbrauta svo sem í fatahönnun og vöruhönnun,“ segir Ilmur.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira