Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2019 18:21 Hatari og Friðrik Ómar þykja sigurstranglegir í Söngvakeppninni í ár. Hjólhýsin sjást hér parkeruð við Laugardalshöll í kvöld. Mynd/Samsett Friðrik Ómar var í dag mættur á keppnisstað Söngvakeppninnar með hjólhýsi til að hafa við Laugardalshöll en þeir í Hatari brugðust við með því að mæta með enn stærra hjólhýsi. Spennan magnast vegna Söngvakeppninnar sem fram fer annað kvöld, en þá keppa fimm flytjendur um það hver þeirra fer til Tel Aviv í Ísrael í maí og verður fulltrúi Íslands í Eurovision-söngvakeppninni. Þau sem keppa um hylli þjóðarinnar á morgun eru hljómsveitin Hatari, sem flestir meta sem sigurstranglegasta og svo Friðrik Ómar, Kristína Skoubo, Hera Björk og Thara Mobee. Spennu fylgja átök og þeirra sést staður jafnt utan sviðs sem innan. Klemens Nikulásson Hannigan, einn Hataramanna, stendur hér hreykinn við hjólhýsi sveitarinnar.Mynd/AðsendKeppnin annað kvöld verður haldin í Laugardalshöll, sem er auðvitað að upplagi handboltahús fyrst og fremst. Friðrik Ómar gat ekki séð þær aðstæður sem heppilegar fyrir búningsherbergi poppstjörnu, svitastorkið rými frá fornu fari og með klísturklessur á trébekkjum. Hann var því í dag mættur með hjólhýsi sem komið hefur verið fyrir bak við Höllina, hjá starfsmannainnganginum. Þá sem búningsherbergi sitt og afdrep. Samkvæmt heimildum Vísis mun meðlimum Hatara ekki hafa litist allskostar vel á að vera með þeim hætti settir skör lægra en Friðrik Ómar. Þeir gripu því einfaldlega til þess ráðs að fá sér einnig hjólhýsi þar sem þeir geta undirbúið sig, málað og farið í sinn sviðsklæðnað án þess að þurfa að blanda um of geði við aðra keppendur. Hatara-menn vildu sem sagt ekki minni menn vera en Friðrik Ómar og reyndar toppa þeir Dalvíkinginn knáa því þeirra hjólhýsi er talsvert stærra. Meðan hjólhýsi Friðriks Ómars er fimm metrar á lengd telur hjólhýsi Hatara níu metra. Af þessu má ráða að verulegur hiti sé að færast í leikinn og þurfa menn nú að troðast hver um annan þveran í rýminu sem er við starfsmannainnganginn bak við Laugardalshöllina.Hjólhýsi Hatara og Friðriks Ómars í rigningunni fyrir utan Laugardalshöll í kvöld.Vísir/VésteinnHjólhúsi Hataramanna er skreytt fánum sveitarinnar.Vísir/Vésteinn Eurovision Tengdar fréttir Skólakrakkar í atriði Hatara: „Engin öskur, engir gaddar og engar ólar“ Skólastjórinn segir atriðið mótvægi við yfirlýstan hatursboðskap teknósveitarinnar. 27. febrúar 2019 16:25 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Friðrik Ómar var í dag mættur á keppnisstað Söngvakeppninnar með hjólhýsi til að hafa við Laugardalshöll en þeir í Hatari brugðust við með því að mæta með enn stærra hjólhýsi. Spennan magnast vegna Söngvakeppninnar sem fram fer annað kvöld, en þá keppa fimm flytjendur um það hver þeirra fer til Tel Aviv í Ísrael í maí og verður fulltrúi Íslands í Eurovision-söngvakeppninni. Þau sem keppa um hylli þjóðarinnar á morgun eru hljómsveitin Hatari, sem flestir meta sem sigurstranglegasta og svo Friðrik Ómar, Kristína Skoubo, Hera Björk og Thara Mobee. Spennu fylgja átök og þeirra sést staður jafnt utan sviðs sem innan. Klemens Nikulásson Hannigan, einn Hataramanna, stendur hér hreykinn við hjólhýsi sveitarinnar.Mynd/AðsendKeppnin annað kvöld verður haldin í Laugardalshöll, sem er auðvitað að upplagi handboltahús fyrst og fremst. Friðrik Ómar gat ekki séð þær aðstæður sem heppilegar fyrir búningsherbergi poppstjörnu, svitastorkið rými frá fornu fari og með klísturklessur á trébekkjum. Hann var því í dag mættur með hjólhýsi sem komið hefur verið fyrir bak við Höllina, hjá starfsmannainnganginum. Þá sem búningsherbergi sitt og afdrep. Samkvæmt heimildum Vísis mun meðlimum Hatara ekki hafa litist allskostar vel á að vera með þeim hætti settir skör lægra en Friðrik Ómar. Þeir gripu því einfaldlega til þess ráðs að fá sér einnig hjólhýsi þar sem þeir geta undirbúið sig, málað og farið í sinn sviðsklæðnað án þess að þurfa að blanda um of geði við aðra keppendur. Hatara-menn vildu sem sagt ekki minni menn vera en Friðrik Ómar og reyndar toppa þeir Dalvíkinginn knáa því þeirra hjólhýsi er talsvert stærra. Meðan hjólhýsi Friðriks Ómars er fimm metrar á lengd telur hjólhýsi Hatara níu metra. Af þessu má ráða að verulegur hiti sé að færast í leikinn og þurfa menn nú að troðast hver um annan þveran í rýminu sem er við starfsmannainnganginn bak við Laugardalshöllina.Hjólhýsi Hatara og Friðriks Ómars í rigningunni fyrir utan Laugardalshöll í kvöld.Vísir/VésteinnHjólhúsi Hataramanna er skreytt fánum sveitarinnar.Vísir/Vésteinn
Eurovision Tengdar fréttir Skólakrakkar í atriði Hatara: „Engin öskur, engir gaddar og engar ólar“ Skólastjórinn segir atriðið mótvægi við yfirlýstan hatursboðskap teknósveitarinnar. 27. febrúar 2019 16:25 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Skólakrakkar í atriði Hatara: „Engin öskur, engir gaddar og engar ólar“ Skólastjórinn segir atriðið mótvægi við yfirlýstan hatursboðskap teknósveitarinnar. 27. febrúar 2019 16:25
Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30
Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00