Smárabíó yfirtekur efstu hæð Smáralindar Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2019 10:41 Smárabíó er nú á allri efstu hæð Smáralindar. Smárabíó Kvikmyndahúsið Smárabíó hefur bætt við sig rými í Smáralind. Nú er svo komið að Smárabíó hefur yfirtekið alla efstu hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Aukinheldur hefur kvikmyndahúsið tekið við umsjón barnagæslu Smáralindar. Með stækkuninni færir Smárabíó út kvíarnar og eykur þjónustuframboð sitt töluvert. Til að mynda tekur kvikmyndahúsið við rekstri „lasertag“-vallarins og karaoke-aðstöðunnar sem finna mátti á efstu hæð hússins. Þar að auki segjast aðstandendur kvikmyndahússins vera að taka við leikjasal og barnagæslu verslunarmiðstöðvarinnar sem fyrr segir. Svo virðist sem töluverð nýsköpun sé í íslenska kvikmyndahúsabransanum þessi misserin. Auk fyrrnefndrar stækkunar Smáralindar má nefna að síðastliðið haust tóku Sambíóin hinn svokallaða lúxussal sinn í Álfabakka í gegn. Búið er að skipta út öllum sætum salarins fyrir upphitanleg nuddsæti, þau fyrstu sinnar tegundur á Íslandi. Ætla má að þessi þróun sé liður í baráttu kvikmyndahúsanna gegn minnkandi aðsókn undanfarinna ára. Þróunin snérist þó við á síðasta ári, þegar tekjuaukning kvikmyndahúsanna nam 6,4 frá árinu 2017. Þá sóttu tæplega 74.000 fleiri gestir kvikmyndahús á árinu 2018 en 2017, sem er tæplega 5,4% fjölgun. Alls lögðu 1.445.445 gestir leið sína í kvikmyndahús landsins í fyrra. Meðal-Íslendingurinn fór því um fjórum sinnum í bíó á síðasta ári. Bíó og sjónvarp Neytendur Tengdar fréttir Telur ólíklegt að nuddsuð trufli bíógesti Hinn svokallaði lúxussalur í kvikmyndahúsi Sambíóanna í Álfabakka hefur fengið yfirhalningu. 13. desember 2018 13:46 Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Kvikmyndahúsið Smárabíó hefur bætt við sig rými í Smáralind. Nú er svo komið að Smárabíó hefur yfirtekið alla efstu hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Aukinheldur hefur kvikmyndahúsið tekið við umsjón barnagæslu Smáralindar. Með stækkuninni færir Smárabíó út kvíarnar og eykur þjónustuframboð sitt töluvert. Til að mynda tekur kvikmyndahúsið við rekstri „lasertag“-vallarins og karaoke-aðstöðunnar sem finna mátti á efstu hæð hússins. Þar að auki segjast aðstandendur kvikmyndahússins vera að taka við leikjasal og barnagæslu verslunarmiðstöðvarinnar sem fyrr segir. Svo virðist sem töluverð nýsköpun sé í íslenska kvikmyndahúsabransanum þessi misserin. Auk fyrrnefndrar stækkunar Smáralindar má nefna að síðastliðið haust tóku Sambíóin hinn svokallaða lúxussal sinn í Álfabakka í gegn. Búið er að skipta út öllum sætum salarins fyrir upphitanleg nuddsæti, þau fyrstu sinnar tegundur á Íslandi. Ætla má að þessi þróun sé liður í baráttu kvikmyndahúsanna gegn minnkandi aðsókn undanfarinna ára. Þróunin snérist þó við á síðasta ári, þegar tekjuaukning kvikmyndahúsanna nam 6,4 frá árinu 2017. Þá sóttu tæplega 74.000 fleiri gestir kvikmyndahús á árinu 2018 en 2017, sem er tæplega 5,4% fjölgun. Alls lögðu 1.445.445 gestir leið sína í kvikmyndahús landsins í fyrra. Meðal-Íslendingurinn fór því um fjórum sinnum í bíó á síðasta ári.
Bíó og sjónvarp Neytendur Tengdar fréttir Telur ólíklegt að nuddsuð trufli bíógesti Hinn svokallaði lúxussalur í kvikmyndahúsi Sambíóanna í Álfabakka hefur fengið yfirhalningu. 13. desember 2018 13:46 Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Telur ólíklegt að nuddsuð trufli bíógesti Hinn svokallaði lúxussalur í kvikmyndahúsi Sambíóanna í Álfabakka hefur fengið yfirhalningu. 13. desember 2018 13:46
Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50