Ráðherra segir umræðuna á villigötum Ari Brynjólfsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í Reykjavík og í Hörgársveit í gær. Hann fundar í Borgarnesi og á Egilstöðum í næstu viku. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég hef fulla trú á því að við Íslendingar komumst ágætlega í gegnum þetta. Ég sé það bæði á framleiðendum og þeim sem starfa hjá okkar helstu stofnunum. Fólk hefur fullan hug á því að gefa engan afslátt frá þáttum sem geta ógnað lýðheilsu eða bústofnum, það hefur enginn áhuga á því,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá óttast margir afleiðingar frumvarpsins, þá helst það að hingað berist sýklalyfjaónæmar bakteríur sem verði til þess að sprauta þurfi sýklalyfjum í íslenskt kjöt. Kristján Þór sagði á fundinum í gær að umræðan væri á villigötum. Frysting á kjöti hafi engin áhrif á sýklalyfjaónæmar bakteríur. „Það er búið að flytja inn hrátt kjöt í mörg ár. Það er flutt inn mikið af kjöti umfram tollkvóta, nærri 4 þúsund tonn árið 2017. Þá spyr ég, hvernig hefur fólki liðið með það?“ Honum var nokkuð heitt í hamsi þegar hann ræddi um umræðuna en Bændasamtökin, ásamt fleirum, hafa fullyrt að frumvarpið þýði uppgjöf. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hefur meðal annars borið frumvarpið saman við uppgjöf Íslendinga í þorskastríðinu. Kristján Þór sagði mikið lagt upp úr aðgerðaáætluninni og er hann viss um að hægt sé að standa við bann á innflutningi á sýktu kjöti. „Þetta er ekki einhver pólitískur áróður eins og margir halda sem segja að ég eigi að standa í mínar svarfdælsku lappir.“ Hann sagði jafnframt að það væri ekkert annað í stöðunni, stjórnvöld hefðu velt málinu á undan sér í mörg ár og nú væri komið að endastöð. „Skilaboðin frá EFTA-dómstólnum eru einföld, við þurfum að breyta löggjöfinni. Þá gerum við það,“ sagði Kristján Þór. Frumvarpsdrögin eru nú í samráðsgátt stjórnvalda. Ráðherra á von á því að leggja frumvarpið fram eftir rúman hálfan mánuð. Lögin taki svo gildi 1. september næstkomandi. Biðlaði hann til þeirra sem væru ósáttir að senda inn umsögn fyrir 6. mars. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Ég hef fulla trú á því að við Íslendingar komumst ágætlega í gegnum þetta. Ég sé það bæði á framleiðendum og þeim sem starfa hjá okkar helstu stofnunum. Fólk hefur fullan hug á því að gefa engan afslátt frá þáttum sem geta ógnað lýðheilsu eða bústofnum, það hefur enginn áhuga á því,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá óttast margir afleiðingar frumvarpsins, þá helst það að hingað berist sýklalyfjaónæmar bakteríur sem verði til þess að sprauta þurfi sýklalyfjum í íslenskt kjöt. Kristján Þór sagði á fundinum í gær að umræðan væri á villigötum. Frysting á kjöti hafi engin áhrif á sýklalyfjaónæmar bakteríur. „Það er búið að flytja inn hrátt kjöt í mörg ár. Það er flutt inn mikið af kjöti umfram tollkvóta, nærri 4 þúsund tonn árið 2017. Þá spyr ég, hvernig hefur fólki liðið með það?“ Honum var nokkuð heitt í hamsi þegar hann ræddi um umræðuna en Bændasamtökin, ásamt fleirum, hafa fullyrt að frumvarpið þýði uppgjöf. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hefur meðal annars borið frumvarpið saman við uppgjöf Íslendinga í þorskastríðinu. Kristján Þór sagði mikið lagt upp úr aðgerðaáætluninni og er hann viss um að hægt sé að standa við bann á innflutningi á sýktu kjöti. „Þetta er ekki einhver pólitískur áróður eins og margir halda sem segja að ég eigi að standa í mínar svarfdælsku lappir.“ Hann sagði jafnframt að það væri ekkert annað í stöðunni, stjórnvöld hefðu velt málinu á undan sér í mörg ár og nú væri komið að endastöð. „Skilaboðin frá EFTA-dómstólnum eru einföld, við þurfum að breyta löggjöfinni. Þá gerum við það,“ sagði Kristján Þór. Frumvarpsdrögin eru nú í samráðsgátt stjórnvalda. Ráðherra á von á því að leggja frumvarpið fram eftir rúman hálfan mánuð. Lögin taki svo gildi 1. september næstkomandi. Biðlaði hann til þeirra sem væru ósáttir að senda inn umsögn fyrir 6. mars.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00
Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30