Birkir Már: Þurfum að gera það sem okkur er sagt Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 09:00 Birkir Már Sævarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins séu hungraðir og að þeir ætli sér að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. Ísland hóf í gær sinn undirbúning fyrir fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2020 en strákarnir okkar mæta Andorra á föstudag. Eftir það bíður erfiður leikur gegn heimsmeisturum Frakklands í París á mánudagskvöld. „Það er gaman að fá keppnisleik aftur. Það hafa verið nokkrir mánuðir síðan,“ sagði Birkir við Vísi eftir æfingu íslenska landsliðsins í Peralada á Spáni í gær. Birkir leikur með Val í Pepsi Max-deildinni og hefur því ekki spilað marga keppnisleiki í vetur. „Það er líka gaman að byrja nýja keppni. Við sjáum EM í hyllingum,“ bætti hann við.Birkir á HM í Rússlandi síðasta sumar.Vísir/GettyMunum sýna aftur rétt hugarfar Birkir segir að leikir Íslands í Þjóðadeildinni í haust hafi verið erfiðir. Ekki aðeins hafi andstæðingar Íslands verið sterkir. „Það voru mikið af meiðslum en nú erum við komnir allir saman. Það er mikill vilji og hungur í að fara á annað stórmót,“ sagði bakvörðurinn öflugi. Hann segir að það sem hafi einkennt lið Íslands síðustu ár, samheldni og barátta, sé enn til staðar. Hugarfarið sé enn gott. „Þó svo að það hafi ekki endilega sést í síðustu leikjum þá munum við sýna það í þeim leikjum sem við eigum fram undan,“ sagði hann.Birkir Már í leik með Val.Vísir/BáraHausinn í lagi Birkir segir að það sé erfitt að spila gegn liði eins og landsliði Andorra. Hann þekkir það vel eftir að Valur mætti Santa Coloma, besta félagsliði Andorra, í Evrópuleik síðastliðið sumar. „Ég býst við svipuðu dæmi. Þeir munu liggja til baka, taka sér langan tíma í allt og reyna að komast í hausinn hjá okkur. Við þurfum að vera einbeittir og hugsa um okkur sjálfa. Við þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á.“ Erik Hamren tók við þjálfun íslenska landsliðsins eftir að Heimir Hallgrímsson hætti með það síðastliðið sumar. Birkir segir að hann hafi nú fengið nægan tíma til að koma sínu áleiðis til leikmanna. „Við höfum fengið þokkalegan tíma með honum og hann er búinn að koma sínu til skila. Nú er að fara með það inn á völlinn og gera það sem okkur er sagt.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Sjá meira
Birkir Már Sævarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins séu hungraðir og að þeir ætli sér að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. Ísland hóf í gær sinn undirbúning fyrir fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2020 en strákarnir okkar mæta Andorra á föstudag. Eftir það bíður erfiður leikur gegn heimsmeisturum Frakklands í París á mánudagskvöld. „Það er gaman að fá keppnisleik aftur. Það hafa verið nokkrir mánuðir síðan,“ sagði Birkir við Vísi eftir æfingu íslenska landsliðsins í Peralada á Spáni í gær. Birkir leikur með Val í Pepsi Max-deildinni og hefur því ekki spilað marga keppnisleiki í vetur. „Það er líka gaman að byrja nýja keppni. Við sjáum EM í hyllingum,“ bætti hann við.Birkir á HM í Rússlandi síðasta sumar.Vísir/GettyMunum sýna aftur rétt hugarfar Birkir segir að leikir Íslands í Þjóðadeildinni í haust hafi verið erfiðir. Ekki aðeins hafi andstæðingar Íslands verið sterkir. „Það voru mikið af meiðslum en nú erum við komnir allir saman. Það er mikill vilji og hungur í að fara á annað stórmót,“ sagði bakvörðurinn öflugi. Hann segir að það sem hafi einkennt lið Íslands síðustu ár, samheldni og barátta, sé enn til staðar. Hugarfarið sé enn gott. „Þó svo að það hafi ekki endilega sést í síðustu leikjum þá munum við sýna það í þeim leikjum sem við eigum fram undan,“ sagði hann.Birkir Már í leik með Val.Vísir/BáraHausinn í lagi Birkir segir að það sé erfitt að spila gegn liði eins og landsliði Andorra. Hann þekkir það vel eftir að Valur mætti Santa Coloma, besta félagsliði Andorra, í Evrópuleik síðastliðið sumar. „Ég býst við svipuðu dæmi. Þeir munu liggja til baka, taka sér langan tíma í allt og reyna að komast í hausinn hjá okkur. Við þurfum að vera einbeittir og hugsa um okkur sjálfa. Við þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á.“ Erik Hamren tók við þjálfun íslenska landsliðsins eftir að Heimir Hallgrímsson hætti með það síðastliðið sumar. Birkir segir að hann hafi nú fengið nægan tíma til að koma sínu áleiðis til leikmanna. „Við höfum fengið þokkalegan tíma með honum og hann er búinn að koma sínu til skila. Nú er að fara með það inn á völlinn og gera það sem okkur er sagt.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Sjá meira
Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00
Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00