Boð ráðherra kostaði hátt í tvær milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. mars 2019 07:30 Hópur gesta frá Arctic Circle 2018 sótti veglega veislu við Hellisheiðarvirkjun í október í boði forsætisráðherra. Ríkissjóður fékk reikning upp á tæpar 1,7 milljónir króna eftir að forsætisráðherra bauð 35 erlendum gestum Hringborðs norðurslóða í kvöldverð í Hellisheiðarvirkjun í lok október. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var gestgjafi í kvöldverðinum í fjarveru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, en Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða, kom einnig að skipulagningu. Hringborð norðurslóða 2018, eða Arctic Circle, fór fram í lok október en reikningur fyrir hinni veglegu veislu barst ekki forsætisráðuneytinu fyrr en í síðasta mánuði. Var hann birtur á vefnum Opnir reikningar sem ætlað er að auka gagnsæi í opinberum innkaupum. Reikningurinn er frá Orku náttúrunnar (ON) fyrir risnukostnaði og hljóðar upp á alls 1.684.445 krónur. Sigurður Ingi Jóhannsson hljóp í skarðið fyrir forsætisráðherra sem gestgjafi. Fréttablaðið kallaði eftir frekari upplýsingum um tilefni þessarar greiðslu hjá Ágústi Geir Ágústssyni, skrifstofustjóra ráðuneytisins. Hann upplýsti að reikningurinn sé vegna kvöldverðar fyrir 35 erlenda gesti frá mörgum þjóðlöndum í tengslum við Hringborðið. Fréttablaðið óskaði einnig eftir afriti af reikningnum frá ON þar sem fram kemur að hann hljóðaði upp á tæpar 1,8 milljónir. Ráðuneytið gerði hins vegar athugasemd við upphæðina samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og fékk tæpar 270 þúsund krónur í afslátt. Með VSK endaði reikningurinn í tæpum 1,7 milljónum. „Valið var að staðsetja kvöldverðinn við Hellisheiðarvirkjun til þess að kynna hana og kolefnisbindingarverkefni ON samhliða fyrir hinum erlendu gestum.“ Kostnaðurinn helgast meðal annars af því að veislan fór fram í sýningarsal virkjunarinnar sem hvorki er innréttaður fyrir veislur né með aðgang að eldhúsi. „Þurfti því að innrétta salinn af þessu tilefni og setja upp eldunaraðstöðu,“ segir í svari ráðuneytisins. Miðað við upphæð reikningsins og gestafjölda nam kostnaður við hvern gest því nærri 50 þúsund krónum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gestum ráðstefnunnar er boðið út að borða á kostnað ríkissjóðs. Fréttablaðið fjallaði um það í desember 2017 þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bauð 13 manna sendinefnd frá Kyrrahafseyjum, auk innlendra gesta í þriggja rétta máltíð í Bláa lóninu. Reikningurinn þá nam 400 þúsund krónum. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Norðurslóðir Orkumál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Örlög norðurslóða ráðast ekki síst sunnar á hnettinum Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. 7. desember 2018 20:00 Ólafur Ragnar vill Tortímandann að hringborðinu Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, hvetur stórleikarann og fyrrverandi ríkisstjórann Arnold Schwarzenegger til að sækja Hringborð norðurslóða í Hörpu á næsta ári. 26. desember 2018 18:00 Katrín segir Hringborð norðurslóða hafa breytt umræðunni Forsætisráðherra segir Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle ráðstefnuna hafa breytt umræðunni um norðurheimskautið. Mikilvægt sé að vígvæða ekki norðurheimskautið og líta á það sem svæði alls heimsins. 19. október 2018 13:42 Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Ríkissjóður fékk reikning upp á tæpar 1,7 milljónir króna eftir að forsætisráðherra bauð 35 erlendum gestum Hringborðs norðurslóða í kvöldverð í Hellisheiðarvirkjun í lok október. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var gestgjafi í kvöldverðinum í fjarveru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, en Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða, kom einnig að skipulagningu. Hringborð norðurslóða 2018, eða Arctic Circle, fór fram í lok október en reikningur fyrir hinni veglegu veislu barst ekki forsætisráðuneytinu fyrr en í síðasta mánuði. Var hann birtur á vefnum Opnir reikningar sem ætlað er að auka gagnsæi í opinberum innkaupum. Reikningurinn er frá Orku náttúrunnar (ON) fyrir risnukostnaði og hljóðar upp á alls 1.684.445 krónur. Sigurður Ingi Jóhannsson hljóp í skarðið fyrir forsætisráðherra sem gestgjafi. Fréttablaðið kallaði eftir frekari upplýsingum um tilefni þessarar greiðslu hjá Ágústi Geir Ágústssyni, skrifstofustjóra ráðuneytisins. Hann upplýsti að reikningurinn sé vegna kvöldverðar fyrir 35 erlenda gesti frá mörgum þjóðlöndum í tengslum við Hringborðið. Fréttablaðið óskaði einnig eftir afriti af reikningnum frá ON þar sem fram kemur að hann hljóðaði upp á tæpar 1,8 milljónir. Ráðuneytið gerði hins vegar athugasemd við upphæðina samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og fékk tæpar 270 þúsund krónur í afslátt. Með VSK endaði reikningurinn í tæpum 1,7 milljónum. „Valið var að staðsetja kvöldverðinn við Hellisheiðarvirkjun til þess að kynna hana og kolefnisbindingarverkefni ON samhliða fyrir hinum erlendu gestum.“ Kostnaðurinn helgast meðal annars af því að veislan fór fram í sýningarsal virkjunarinnar sem hvorki er innréttaður fyrir veislur né með aðgang að eldhúsi. „Þurfti því að innrétta salinn af þessu tilefni og setja upp eldunaraðstöðu,“ segir í svari ráðuneytisins. Miðað við upphæð reikningsins og gestafjölda nam kostnaður við hvern gest því nærri 50 þúsund krónum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gestum ráðstefnunnar er boðið út að borða á kostnað ríkissjóðs. Fréttablaðið fjallaði um það í desember 2017 þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bauð 13 manna sendinefnd frá Kyrrahafseyjum, auk innlendra gesta í þriggja rétta máltíð í Bláa lóninu. Reikningurinn þá nam 400 þúsund krónum.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Norðurslóðir Orkumál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Örlög norðurslóða ráðast ekki síst sunnar á hnettinum Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. 7. desember 2018 20:00 Ólafur Ragnar vill Tortímandann að hringborðinu Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, hvetur stórleikarann og fyrrverandi ríkisstjórann Arnold Schwarzenegger til að sækja Hringborð norðurslóða í Hörpu á næsta ári. 26. desember 2018 18:00 Katrín segir Hringborð norðurslóða hafa breytt umræðunni Forsætisráðherra segir Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle ráðstefnuna hafa breytt umræðunni um norðurheimskautið. Mikilvægt sé að vígvæða ekki norðurheimskautið og líta á það sem svæði alls heimsins. 19. október 2018 13:42 Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Örlög norðurslóða ráðast ekki síst sunnar á hnettinum Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. 7. desember 2018 20:00
Ólafur Ragnar vill Tortímandann að hringborðinu Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, hvetur stórleikarann og fyrrverandi ríkisstjórann Arnold Schwarzenegger til að sækja Hringborð norðurslóða í Hörpu á næsta ári. 26. desember 2018 18:00
Katrín segir Hringborð norðurslóða hafa breytt umræðunni Forsætisráðherra segir Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle ráðstefnuna hafa breytt umræðunni um norðurheimskautið. Mikilvægt sé að vígvæða ekki norðurheimskautið og líta á það sem svæði alls heimsins. 19. október 2018 13:42
Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00